Þjóðviljinn - 22.12.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. desember 1982
Simon Wiesenthal
Helförin
og
eftirmál
Árni
Bergmann
skrifar
Simon Wiesenthal.
Max og Helena.
Sveinn Ásgeirsson íslenskaði
og skril'aði formála.
Fjölnir 1982.
Simon Wiesenthal er nafnkunn-
ur maður: hann lifði af helförina
miklu, útrúmingarherferð nasista
gegn gyðingum og hefur síðan leit-
að uppi marga þá sem ábyrgir voru
fyrir þeim morðum til að lögum
verði yfir þá komið.
í þessari bók notar W'iesenthal
sérkennilegt mál sem hann kynnist
í nasistaleit sinni til að gera tvennt í
senn. Annarsvegar vill hann koma
að ýmsum almennum upplýsingum
um helförina, sem farið er að fyrn-
asl ylir. Og þá hefur hann ekki
hvað síst hugann við aö útskýra það
fyrir þeim sem nú lifa, hve erfitt
þaö var fyrir gyðinga að grípa til
vopmi gegn ofsækjendum sínum. I
annan stað vill hann gefa nokkra
hugmynd um þaö. hve erfitt einatt
reynist að taka upp mál stríðsglæp-
amanna, hve torvelt er að finna
vitni og fá þau lil að tala.
Sagttn sem byggt er á er vissulega
ótrúleg, en þó ekki furðulegri en
margar þær sem sagðar eru úr hel-
förinni. M;tx og Uelena eru ungir
elskendur sem lenda saman í fanga-
búðum en atvik skilja þau að og
þau hittast ekki aftur fyrr en mörg-
um árum síðar - eftir margar og
hörmulegar raunir. Og þá er mál-
um svo komið að þau geta ekki
boriö vitni gegn þeim fangabúða-
stjóra sem þau í raun vildu helst
feigan.
Simon Wiesenthal er ekki heim-
ildaskáld á borð við t.d. Jean-
Franeois Steiner, þann sem hefur
samið stórmerka og mjög misk-
unnarlausa sögu helfararinnar
(Treblinka). En frásögn hans er
engu að síður merkileg fyrir
margra hluta sakir: hérer vissulega
um tíðindi að ræða sem óhollt er að
láta í gleymsku falla.
Einskonar draumur
Bergþóra
Gísladóttir
skrifar
Tóta og táin á pabba.
Ilöfiindur: Guðbergur Bergsson.
Myndskreytingar eru eftir
höfundinn, en á forsíðu
er mynd af málverki
eftir René Magrittc.
Útgcfandi er Bjallan.
Bókaforlagið Bjallan Itefur unn-
ið sér sess sem vandað barnabóka-
forlag, svo ósjálfrátt veltir maður
fyrir sér hvort Guðbergur hafi
hugsað sér þessa bók sem barna-
bók. Ég dreg í efa að slíkt hefði
hvarflað að mér, ef bókin hefði
komið út hjá öðru forlagi. Þetta'
segir þó ekkert um það hversu vel
bókin henti börnum. Ég hef lesið
úr henni kafla fyrir þriggja ára
neytanda, við góðar undirtektir og
sýnilega innlifun. Eldri neytendur
8 og 9 ára létu aftur á móti í ljós
efasemdir um efni bókarinnar.
Sömuleiðis drógu þeir í efa að
bókin væri við liæfi barna. Úrtakið
er lítið og sannar því kannski ekki
rnikið nema ef vera skyldi þá inn-
rætingu sem á sér stað um hvað séu
barnabækur og hvað ekki. Rithöf-
undurinn C.S.Lewis segir að það
séu í höfuðdráttum þrjár aðferðir
nýtanlegar við að semja barnabók.
Þar af séu tvær góðar og ein slæm.
Fyrsta aðferðin felst í því að höfða
til smekks, þarfa og áhugamála,
sem höfundurinn gerir ráð fyrir að
börn hafí. Þessari aðferð mun beitt
við obbann af barnabókum, sem
Guðbergur Bergsson
samdar eru. Önnur aðferð er, að
gera sögur fyrir börn eða barn, sem
höfundur þekkir og kann að tjá sig
við. Dæmi um árangur af slíku er
t.d. Lísa í Undralandi og Hringa-
dróttinssaga. Þriðja aðferðin, sem
C.S.Lewis lýsir og segist nota sjálf-
ur, felst einfaldlega í því, höfund-
urinn semur barnabók þar sem
barnabókarformið hæfir best því
efni, sem hann vill tjá sig um. Af
þessum aðferðum finnst C.S.Lewis
fyrsta aðferðin forkastanleg, þar
sem ekki sé gjörlegt að alhæfa um
börn frekar en annað fólk. Hinar
tvær finnast honum nothæfar. Mér
þykir trúlegt að Guðbergi sé líkt
farið og C.S.Lewis að hann láti
markaðssjónarmið lönd og leið í
skrifum sínum.
Það er erfitt að sofna
Bókin segir frá draumi lítillar
stúlku, sem liggur alein í rúminu
sínu á laugardagskvöldi og getur
ekki sofnað. „Lakið var drifhvítt,
sængurverið var rautt á lit, en
koddinn bleikur og svæfillinn
himinblár.“(bls.5). Hvort hún er
þegar sofandi og dreymir þetta allt
saman vitum við ekki. Og eiginlega
skiptir það engu ntáli því það sem
Tótu dreymir er ekki neinn venju-
legur draumur, heldur draumur
um drauht, sem er um annan
draum í hið óendanlega að því er
virðist. Það eru engin takmörk
fyrir því, hvað einn draumur getur
rúmað marga drauma, hvern innan
í öðrunt eða hvern utan um annan.
Er lífið kannski einskonar
draumur þar sem maður vaknar af
einum draumi til að fara inn í
annan? Slík tilhugsun er í senn rugl-
andi og óþægileg, líkt og að hugsa
um óendanleikann eða tilurð
Guðs. Slíkar hugsanir reynir
ntaður ekki að hugsa til enda held-
ur flýtir sér að leiða hugann að ein-
hverju öðru. Tótu dreymir og því
má segja að hér sé um raunsæja
sögu að ræða. Draumurinn er æv-
intýri líkastur eða tómt rugl en
þannig er okkur tamt að tjá okkur
um þennan þátt vitundar okkar.
Tótu dreymir að hún eignast tá
fyrir félaga. Þessi merkilega tá og
þau undir, sem henni fylgja koma
inn í þennan venjulega heim, sem
við þekkjum, eins og ekkert sé
eðlilegra og sjálfsagðara. Þannig
eru draumar. Atburðarásin er hröð
og oft glettin.
Málfarið er Guðbergskt. Af og
til bregður fyrir setningum sem
minna á merkingarfirrtan texta í
lestrarbók fyrir byrjendur: Tóta á
tá „tá, tá“ sagði Tóta. Stundum er
sagan eins og fullorðinsmáli kot-
roskins bams. Guðbergur leikur sér
með orð og hugtök og mér, lesand-
anum, finnst eins og Guðbergur sé
að leika sér að mér. Og ég er
undarlega ósátt við tilhugsunina.
Hvað er að? Vil ég ekki leika við
Guðberg? Er ég hrædd um að han’n
komi aftan að mér og hrekki mig?
Að velja sér skáld
Fátt er dásamlegra við lestur
bóka en upplifa að höfundurinn sé
þar að orða manns eigin hug og
tilfinningar. Eins þótt í hlut eigi ó-
ljósar tilfinningar eða Ijótar hugs
anir, sem maður vill eiginlega ekki
við kannast. Líklega fer ást manns
á rithöfundi, nokkuð eftir því
hvernig til tekst. Maður velur sér
þann rithöfund sem orðar vel hug
manns og færir mann þannig nær
sjálfum sér. Guðbergur er einn af
mínum rithöfundum og hefur verið
síðan ég las fyrst bók eftir hann.
Ekki get ég sagt að ég skilji þessa
bók og ætla mér ekki þá dul að
túlka hana. En mér er nær að halda
að mig hafi dreymt nteir og frjálsar
síðan ég las hana.
Bókin er nteð myndum eftir höf-
undinn og eru myndirnar ekki síð-
ur grípandi en sagan sjálf.
Af tröllum
Magnus H.
Gíslason
skrifar
Afl minn, sem kenndi mér að
lesa, var ekki mikið fyrir stafrófs-
kver og taldi þau næsta þarilitlar
bókmcnntir. Aftur á móti voru Is-
lcndingasögurnar og Þjóðsögur
Jóns Arnasonar honum mjög að
skapi. Mér er nær að halda að hann
hafl álitið að sá krakki yrði aldrei
læs, sem ekki gæti lært lesturinn af
Njálu, Laxdælu og öðrum slíkum
góðbókum, að ógleymdum
Þjóðsögunum.
Ég fékk því snemma nokkur
kynni af þeim merkilegu og marg-
breytilegu persónum, sem voru á
kreiki á blaðsíðum þessara bóka.
Og hvað þjóðsögunum viðkont þá
hafði ég alveg sérstakt uppáhald á
tröllunum þótt mér auðnaðist
t aldrei að líta þau augum hvað mig
langaði þó ntikið til. Ég sá ekki
einu sinni votta fyrir afturgöngu.
þaðan af síður huldufólki þótt
klettaborgirnar í Hegranesinu
væru taldar troðfullar af því.
Haukur Halldórsson hefur nú
blessunarlega fullnægt löngun
minni til kynna af tröllum, að svo
miklu leyti sem í mannlegu valdi
stendur. Hann hefur nú valið
nokkrar meiri háttar tröllasögur,
flestar úr þjóðsagnasafni Jóns
Árnasonar, eina frá Gísla Kon-
ráðssyni en sumar hefur hann sjálf-
ur sett saman, og bera þær gamal-
kunnan keim. Sögurnar liefur hann
fest á sérstaka bók og teiknað með
þeim meistaralegar myndir í sant-
ræmi við efnið. Loksins kont að því
aö maður fengi að sjá hvernig þess-
ir kunningjar frá bernskuárunum
líta út. Ég þóttist raunar alltaf viss
unt að þetta væri svipmikið og
myndarlegt „fólk" en þaö reynist
vera jafnvel ennþá föngulegra en
ég hafði gert mér í hugarlund.
Þannig höfum við nú eignast þessar
hressilegu sögur bæði í máli og
myndum.
Tröll áttu það til að vera býsna ör
til ásta og var þá ósýnt um að nota
nokkur vettlingatök við atiotin.
Það fengu bæði konur og karlar úr
mannheimum að reyna og hefur
það verið mikil lífreynsla. Miklar
aflaklær voru þau yfirleitt ef þau
brugðu sér á sjó og nutu fiskimenn
okkar stundum góðs af. Til var að
tröll legðu fyrir sig Ijóðagerð en
oftast mun sá kveðskapur hafa ver-
ið órímaður. Ekki þóttu þau ýkja
kirkjurækin og munu fremur hafa
trúað á Þór hinn sterka en Hvíta-
Krist. Auðvitað gátu tröll orðið
gustmikil og viðskotaill ef þau tölu
sig órétti beit en kunnu vel að meta
það ef vel var til þeirra gert og
tryggð þeirra var sterk og falslaus.
Þar af er komið orðið „trölltrygg-
ur“ og segir mikið.
Hauki Halldórssyni hefur tekist
með ágætum að túlka þessar sögur
með teikningum sínum. Við þekkj-
unt þessa landa okkar ntun betur
en áður og þykir ennþá vænna um
þá.
- mhg
Sígarettan og föðuraskan
Hcnrik Tikkanen.
Brennuvegur 8,
Brennu. Sími 35.
Ólafur Jónsson
þýddi.
Iðunn 1982.
Fáir höfundar eru eins grimmir
við sjálfa sig og sína nánustu og
finnskir. Einkum og sérílagi ef þeir
eru af sænsk-finnskri yfirstétt og
hafa tekið í arf einhverja undarlega
tortímingarhvöt, sem félagssál-
fræðingar eiga vafaiaust hægt með
að rekja til stéttarlegs sam-
viskubits: of lengi höfum við verið
gagnslaus jarðarbyrði!
Hinrik Tikkanen er af slíkum
ættum og hlífir þeim hvergi. Illý-
hug á hann nokkurn til sumra ætt-
ingja sinna, en hann fer afar spart
með hann. Grimmasturer hann við
karl föður sinn, arkitektinn skot-
glaða og drykkfellda, sem brennur
upp næsta fljótt og eru endalok
hans hin hörmulegustu. Þar lýkur
þessari frásögn, að Henrik Tikkan-
en situr á milli bræðra sinna tveggja
með ker í fangi og í því aska föður
þeirra. Tikkanen reykir og vantar
öskubakka og hann slær af sígarett-
unni ofan á jarðneskar leifar
pabba gamla.
Það er nú svo.
Annað höfuðþema bókarinnar
er stríðið við Rússa, ekki Vetrar-
stríðið heldur „framhaldsstríðið."
Og eins og í svo ntörgum finnskum
bókunt, þá er styrjöldin fyrst og
fremst fáránleg og hetjuskapartal
Henrik Tikkanen
allt heimskulegt. Þeim skilningi er
mætavel til skila haldið í bókinni.
Mörgum má sýnast svo að Hen-
rik Tikkanen sé heldur óyndislegur
maður. En hann stílar afar vel.
Hann kann mjög vel að þjappa
sarnan. Og hann getur verið fynd-
inn vel, ekki síst þegar hann er að
segja frá sjálfum sér í basli við að
losna við sveindóminn í hörku-
frosti undir ótal teppum úti í sum-
arbústað. Stíll Tikkanens nýtur s(n
ágætlega í þýðingu Ólafs Jónsson-
ar.
Árni Bergmann.