Þjóðviljinn - 22.12.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.12.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. desember 1982 = |=ÚTBOÐ=|= Tilboð óskast í loftræsilagnir fyrir 5. og 6. hæð B álmu Borgarspítalans. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík, gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 11. janúar 1983 kl. 11 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN RE YKJ AVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 ÚTBOЮ Tilboð óskast í hurðir fyrir 5. og 6. hæð B áimu Borgarspítalans. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtu- daginn 20 janúar 1983 kl. 11 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKÚRBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Lech Walesa með konu sinni Danutu og tveim dætrum eftir heimkomuna til Gdansk úr 11 mánaða prísund: „Stjórnvöld spila damm á mcðan við spilum skák“. Pólland: Damm og skák í ávarpi sínu til pólsku þjóðar- innar á ársafmæli valdstjórnar pól- ska hcrsins hinn 13. desember s.l. sagði Jaruzelski hershöfðingi að mjög yrði slakað á herlögunum nú um áramótin, en þeim yrði hins vegar ekki cndanlega aflétt að sinni. Fangabúðum fyrir pólitíska fanga verður lokað um áramótin og upgjöf saka verður „tekin til athug- unar eins og lélagslegar aðstæður leyfa“. Hann sagði að afnám her- laga yrði að gerast í áföngum, og það væri eina færa leiðin út úr nú- verandi kreppu. Hann sagðist hins vegar vona að ekki þyrfti að líða á löngu þar til herlögum yrði endan- lega aflétt. Ræða hershöfðingjans hefur sjálfsagt valdið ýmsum vonbrigð- um, sérstaklega þarsem áður hafði verið gefið í skyn að herlögum yröi aflétt á afmælisdeginum. En í raun og veru felur hún ekki annað í sér en það sem búast mátti við. Lech Walesa og aðrir málsvarar hinna bönnuðu verkalýðssamtaka hafa í málflutningi sínum lagt meg- ináherslu á 3 atriði til lausnar á pól- sku kreppunni. í fyrsta lagi afnám herlaga, í öðru lagi sakaruppgjöf pólitískra fanga, og í þriðja lagi að fuiltrúar Solidarnosc, kirkjunnar og ríkisvaldsins leiti í sameiningu leiðar út úr hinni pólitísku og efna- hagslegu kreppu. Stjórnvöld virðast staðráðin í að útiloka þann möguleika til þjóðar- sátta sem samvinna við fulltrúa Solidarnosc fæli í sér. Um leið neita þau að viðurkenna Lech Walesa sem fulltrúa eins né neins í pólsku þjóðlífi. Með þessari afstöðu stinga þau höfðinu í sandinn. Valdið get- ur herinn og ríkisvaldið enn notað til þess að halda fulltrúum Solidar- nosc niðri. en með því kalia stjórn- völd á tvenns konar viðbrögð: ann- ars vegar uppgjöí og vonleysi með- al fjöldans, hins vegar óvægnari andspyrnu hins harða kjarna, er skipuleggja sig í neðanjarðarstarf- semi. Getuleysi flokksins Þegar herstjórnin stóð frammi fyrir því að ákveða hvort létt skyldi á herlögunum eða þeim aflétt með öllu þurfti að taka tillit til ýmissa atriða. Það seni efalaust hefur þó ráðið mestu er sú staðreynd, að eins og er er það stjórnmálaafl ekki til í landinu, sem fært er um að veita pólitíska forystu. „Hin sam- Létt á herlögum og fangabúðum lokað um áramótin einaði verkantannaflokkur Pól- lands", eins og kommúnistaflokk- urinn heitir, hefur glatað svo öllum ítökum meðal fólksins, að þótt her- inn vildi feginn að flokkurinn axlaði byrðarnar, þá stendur hann engán veginn undir þeim. Þess vegna verð- ur Pólland áfram lögregluríki, þar sem herinn er hinn endanlegi ör- yggisvörður. Þá hefur Jaruzelski vafalaust haft samráð við kirkjuna áður en ákvörðun var tekin. Fréttaritari The Guardian í Póllandi segir margt benda til að Glemp erkibisk- up og samstarfsmenn hans hafi . lýst yfir þegjandi samþykki sínu um ákvörðun herstjórnarinnar er þeim var lofað að fangabúðuin yrði lok- að og að endurskoðun saka- uppgjafar mundi ná svo langt að hún allt að því jafngilti sakarupp- gjöf eins og kirkjan hafði krafist. Engu að síður er því haldið fram af kunnugum að spenna og ágreining- ur ríki innan pólsku kirkjunnar þar sem mörgum þyki erkibiskupinn vera of samvinnuþýður við herinn. Viðbrögð á Vesturlöndum Þá hefur það einnig skipt máli fyrir herstjórnina hver viðbrögðin yrðu hér á Vesturlöndum, sérstak- lega vegna þeirra viðskiptalegu refsiaðgerða sem Bandaríkjastjórn og EBE hafa beitt Pólverja og þar með stóraukið á efnahagskrepp- una í landinu. Viðbrögð Reagans voru í raun hefndaraðgerð ekki bara gagnvart herstjórninni, held- ur einnig gagnvart Solidarnosc og þeim öflum, sem leita vilja þjóðar- sátta. Reagan lýsti því yfir að Bandaríkin vildu ekki bara sjá orðin, heldur efndirnar líka. Þetta túlkaði pólska herstjórnin sem í- hlutun í pólsk innanríkismál, og af- staða Bandaríkjanna hefur vafa- laust orðið til þess að herða her- stjómina í afneitun sinni á Solidar- nosc og fulltrúum samtakanna. Pólverjar hafa þegar tapað hundr- uðum miljóna dollara á viðskipta- banni því sem Bandaríkin hafa sett þá í, og þessi stefna Bandaríkjanna hefur vafalkust orðið til þess að herða þau öfl í afstöðu sinni, sem beita vilja valdi í stað lýðræðislegra aðferða við lausn á hinni pólitísku og efnahagslegu kreppu. „Mannrán“ í Gdansk S.l. föstudag tók lögreglan í Gdansk Lech Walesa til stuttrar yfirheyrslu út af meintri fjármála- óreiðu hjá Gdansk-deild Solidar- nosc. Sama daginn var minnis- merkið unr fórnarlömb óeirðanna í Gdansk 1970 umkringt lögreglu. Eftir yfirheyrsluna var Lech Wa- lesa ekið í fleiri klukkustundir um bæinn af óeinkennisklæddum mönnum til þessað komaívegfyrir að liann héldi ræðu við minnis- merkið, sem vígt var fyrir 2 árum. Ekkert varð úr boðuðum fundi við minnismerkið, en eftir bíltúrinn sagði Lech Walesa við blaðamenn: - Það má kalla þetta mannrán, þar sem þessir menn voru óeinkennis- klæddir og sýndu ekki heldur þá kurteisi að kynna sig. Síðan sagði hann: Eg hef aldrei viljað og ég vil ekki trufla kerfið. Yfirvöldin vilja frið og vinnu. Ég vil einnig hafa frið og vinnu. En ég verð að fá tryggingu. Hingað til hef ég enga tryggingu fengið. Það eina sem við höfum eru skriðdrekar. - Við verðum að sigra að lokum. Ég verð að finna leið til að koma markmiðum okkar í framkvæmd. Agreiningurinn á milli ríkisstjórn- arinnar og stuðningsmanna Soli- darnosc er eins og hjá taflmönnum sem tefla við sarna borðið; á meðan, annar leikur skák, þá leikur hinn damm. Við verðum að spila sama taflið. í síðasta bréfi sínu til Jaruzelski bauðst Lech Walesa til þess að aðstoða stjórnina við lausn hinnar pólitísku kreppu gegn því að pólit- ískir fangar yrðu látnir Iausir og leyfð yrði myndun óháðra verka- lýðsfélaga. Bréfinu het'ur ekki ver- ið svarað, og fátt bendir til annars en að pólsk yfirvöld muni halda áfram að spila damm á meðan áhangendur Solidarnosc spila skák. -ólg. tók saman. GLÆSILEGUR SKÍÐAFATNAÐUR FRÁ ÍTALSKA FYRIRTÆKINU SPORTBORG H/F. Hamraborg 6, Kóp. - Sími 44577

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.