Þjóðviljinn - 23.12.1982, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. desember 1982
Karpov að tafli - 70
í byrjun júnímánaðar 1973
hófst annað tveggja milli-
svæðanna í skák. Millisvæðamót
höfðu verið haldin allt frá 1948,
en nú var svo komið að ekki var
talið hægt að halda heimsmeist-
arakeppnina án tveggja slíkra
móta. Sem heimsmeistari ung-
linga 1969 fékk Karpov að taka
þátt í öðru mótinu án undangeng-
innar þátttöku í svæðamóti.
Niðurröðun í mótin tvö olli mikl-
um deilum, einkum var það Bent
Larsen sem mótmælti harölega
og taldi fyrra mótið í Leningrad
mun sterkara en hitt sem teflast
átti í Petropolis í Brasilíu. I Len-
ingrad voru þátttákendur auk
Larsens þeir Karpov, Kortsnoj,
Tal, Hiibner, Taimanov, Smejk-
al, Kusmin, Torre, Gligoric,
Tukmakov, Byrne, Radulovm
Ouinteros, Uhlmann, Rukavina,
Estevez og Cueller.
Karpov mætti vel undirbúinn
til leiks, hafði ekki tapað skák í
háa herrans tíð, og sér til fullting-
is í hina erfiðu keppni hafði hann
þjálfara sinn og félaga Semion
Furman. En í I. umferð lenti
hann í erfiðleikum gegn Estevez,
klóraði sig út úr þeim og vann
snúið endatafl:
abcdefgh
Esteves - Karpov
í þessari stöðu fór skákin í bið:
41. Rd3 h4! 49.
42. Rb2 Bb4 50.
43. Rbl Bb3 51.
44. Bd3 Bc4 52.
45. e4 g5! 53.
46. exd5 Bxd5 54.
47. Rdl Bc6 55.
48. Rb c3 Bd7 56.
Re4 Be7
Rc5? Bxc5
dxc5 Re6
Rc3 b4
Rc4 b3
Rd2 Rxc5
Bbl Kf6
Ke3
- Hvítur féll á sama tíma um
leið og hann lék þessum leik. En
eftir 56. - Bf5 er staða hans hvort
eð er vonlaus.
Nátthrafnar í
Fjalakettinum
Það hefur löngum ríkt mikill
tepruskapur í umfjöllun um mál-
efrri homma hér á landi sem ann-
ars staðar og ekki hvað síst í landi
fordómanna, Bretlandi, sem enn
virðist þjást af timburmönnum
Viktóríutímabilsins. Enda er það
svo að kvikmyndin Nighthawks
sem Fjalakötturinn hefur tekið til
sýningar fékk engan styrk frá
breska kvikmyndaapparatinu.
Myndin segir frá Jim landa-
fræðikennara í London, sem er
hommi. Eins og að líkum lætur
veldur þetta honum ýmsum erfið-
leikum, jafnt í starfi sem í einka-
lífi.
Kynæsandi listir
sýndar í París
Voflr ný klámbylgja
yfir heiminum?
Fyrsta festival Erótismans fór frant á dögun-
um í París, að því er við lesum í tímaritinu Hár
og fegurð þar sem meðfylgjandi myndir
birtust.
Sýningin vakti mikla athygli að sögn tíma-
ritsins, og er spurningin sú hvort ný klántbylgja
vofi yfir heiminum; sú fyrri stóð fyrir nokkrum
árumen er fyrir allnokkru hnigin segir frétta-
maður blaðsins í París, sem fylgdist með þess-
ari hátíð kynæsingarinnar, eða hátíð kynæs-
andi lista eins og aðrir kölluðu það.
Á hátíðinni voru samankomnir listamenn
sem sýndu allskonar kynæsandi verk, bæði
málverk, höggmyndir og jafnvel kökur sem
voru eftirlíkingar af ákveðnum líkamshlutum.
Fatnaður og póstkort og yfirleitt allt sem hægt
er að gera kynæsandi var á þessari Hátíð kyn-
æsandi lista í París.
Hvað veist þú ???
Þessar spurningar rákumst við
á í nýjasta tbl. Víöförla, málgagni,
kirkjunnar. Þessar spurningar
-eiga erindi til allra landsmanna,
ekki síst þegar jólahátíð neyslu-
samfélagsins gengur í garð.
Svörin fylgja einnig með.
1. Ilversu mörg börn deyja úr
hungri á hverri mínútu sem
líður í heintinum?
a) 4 börn
b) 20 börn
c) 40 börn
2. Hversu miklum fjármunum
er eytt til hermála í heiminum
á hverri mínútu sem líður?
a) 1 milljón króna
b) 10 milljónum króna
c) 17 milljónum króna
3. í samanburði við framlög til
þróunarmála, hversu miklu er
varið til hermála?
a) Sömu upphæð.
b) Fimmtán sinnum meira
c) Þrjátíu sinnum meira
4. Fjórir og háifur milljarður
manna búa í heiminum.
Hversu stór hluti íbúanna
telst til þróunarlanda og er
vannærður?
a) V-
b) '/j
c) '/-
5. Hlutur þróunarlanda í
iðnaðarframleiðslu heimsins
er?
a) 75%
b) 51%
c) 8%
6. Sameinuðu þjóðirnar hafa
samþykkt áskorun til vest-
rænna þjóða um að greiða 1%
af þjóðartekjum sínum til þró-
unarhjálpar. Hvert var fram-
lag íslands til þróunarhjálpar
1981?
a) 0.05%
b) 0.4%
c) 1%
7. Fjöldi ólæsra og óskrifandi í
heiminum, yfir 15 ára aldri, er
talinn vera?
a) 150 milljónir
b) 500 miljónir
c) 750 milljónir
8. Bilið á milli ríkra þjóða og
fátækra hefur síðustu ár
a) breikkað
b) mjókkað
c) óbreytt
9. Hinir hungruðu fæða hina
ríku af því að...
a) hinir hungruðu vilja ekki
borða
b) það er náttúrulögmál að á-
kveðinn hluti jarðarbúa skuli
deyja úr hungri svo hinum líði
betur
c) hinir ríku hafa ákveðið að
maturinn standi þeim hungr-
uðu ekki til boða
10. Svo margir deyja úr hungri á
hverri mínútu af því að...
a) jörðin getur ekki brauðfætt
fleiri
b) þeir sem deyja úr hungri
standast ekki eðlilegar kröfur
lífsbaráttunnar
c) núverandi heimsskipulag er
óréttlátt
11. Að vera kristinn og leitast við
að feta í fótspor Krists markar
afstöðu til vandamála í hinum
vanþróuðu löndum. Sú af-
staða felst í því að...
a) láta málið afskiptalaust
b) treysta því að Guð grípi inn
í án þess að ég þurfi áhyggjur
af því að hafa
c) skella skuldinni á stjórn-
málamcnn og telja að það sé
alfarið verkefni þeirra að
fjalla unt þessi mál
e) ásaka hina undirokuðu
fyrir að hafa ekki beðið Guð
um að hjálpa sér
f) ég sjálfur taki þátt í starfi
sem miðar að því að kjör
hinna undirokuðu verði bætt,
að réttlæti Guðs megi ríkja í
heiminum.
/ 11
3 '01
D 6 V '9 q £
V '8 D ‘S 3 ‘Z
D 'Z V 'P q i
# 0
• *'4'
♦**«*,| #*»♦
* ♦ •' ■ •">* *•
t*. *
* *
** V s
f * t * \
v • +! • ? • • • • •
*■ **f’ * •’■*/,•
• * jrsjt f ♦ •♦,»*«»• ♦• : • • *,- » » • •
3f %? t*
R * * » _ .. *
» * I
Falleg jólaskreyting
Glæsilegri jólaljósaskreytingu hefur umsjónarmaður 2. síðunnar
ekki rekist á um dagana en þá sem prýðir suðurhlið þessa fjölbýlishúss
við Furugrund í Kópavogi.
Skreytingin blasir við sjónum manna langt að þegar ekið er eftir
Nýbýlaveginum í skammdeginu.
Það er gaman til þess að vita að húsráðendur skuli taka sig saman um
smekklega og skemmtilega jólaskrcytingu sem vissulega vekur athygli.
- mynd-eik