Þjóðviljinn - 23.12.1982, Síða 9
Fimmtudagur 23. desembcr 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
„Ef þróunin í þessum efnum
verður með svipuðum hætti
næstu tvö árin og hún hefur
verið frá 1980, þykir mér
einsýnt að á árinu 1984 verði
aðeins einn framleiðandi
íslenskra húsgagna að starfi“,
sagði Hallgrímur G.
Magnússon formaður
Sveinafélags húsgagnasmiða
þegar Þjóðviljinn ræddi við
hann um hina erfiðu stöðu
íslensks húsgagnaiðnaðar.
„Mistökin voru auðvitað þau að við tókum okkur aðeins 10 ára aðlögunartíma við inngönguna í EFXA
þegar aðrar þjóðir hafa tekið sér 20-25 ára aðlögunartíma“.
„Eitt fyrirtæki til
staðar eftir 2 ár„
Síðastliðið ár hefur innflutn-
ingur hvers kyns húsgagna og
húsgagnahluta úr tré margfald-
ast. Aukningin á nrilii ára 1981 og
1982 er allt að 3-400% og fram-
leiðslan hér innanlands hefur
auðvitað ekki farið varhluta af
þessu. 1974 unnu 656 manns við
húsgagnasmíði ogviðgerðir, 1980
störfuðu þar aðeins 424 menn og í
dag er talið að atvinnuleysi hús-
gagnasmiða sé um það bil 50%,
þ.e. að helmingur þeirra hafi ekki
atvinnu í sinni iðn. Við spurðum
Hallgrím hvað væri til ráða.
„Það hefur ýmislegt verið gert
fyrir húsgagnaiðnaðinn á síðustu
árum en það hefur einnig margt
verið látið liggja í láginni. Af hinu
góða má t.d. nefna markaðsá-
takið frá 1980-1982 en því var
hins vegar ekki fylgt nógu vel
eftir af hinu opinbera. Það er
ekki nóg að rannsaka og kornast
að niðurstöðu hvernig eigi að
skipuleggja þennan iðnað þegar
ekki fylgja á eftir ráðstafanir til
að tryggja samkeppnisstöðuna.
Hitt er annað mál að gæði okkar
vöru hafa stóraukist og við erum
nú með í framleiðslu vöru sem
stenst gæðakröfur hvar sem er“.
- Er EFTA sökudólgurinn í
þessu máli?
„Já, það má segja það. Mistök-
in voru auðvitað þau að þegar við
sættumst á að taka okkur 10 ára
aðlögunartíma lá það fyrir að
aðrar þjóðir hafa tekið sér 20-25
ára aðlögunartíma undir svip-
uðum kringumstæðum. Þá verð-
ur að taka með í reikninginn að
við vorum á allt öðru þróunarstigi
en til dæmis Finnar sem gátu sett
fjármagn til að kynna sína topp-
vöru á erlendum mörkuðum
þegar við vorum nánast að byrja
okkar starf varðandi hönnun og
marrkaðsfærslu".
En nýttu húsgagnaframleiðend-
ur sér nógu vel aðlögunartímann?
Var ekki fjármagnið sem þeir
fengu aðallega notað til að byggja
hús og kaupa vélar en minna hirt
um að athuga hvað bæri að fram-
leiða og hvernig ætti að koma
þeirri framlciðslu í verð?
Það er rétt, en þetta gerir það
líka að verkum að íslenskir frarn-
leiðendur standa vel að vígi hvað
allan aðbúnað snertir í dag. Það
er búið að fjárfesta óhemju mikið
í vélum og byggingum á sfðustu
árum og nú held ég að menn séu
tilbúnir að takast óskiptir á við
hina ört vaxandi samkeppni. En
til þess þarf fjármagn og aðra op-
inbera aðstoð. Menn verða að
huga meira að þeim störfum sem
þegar eru til staðar í iðnaðinum á
sama tíma og stöðugt er reynt að
finna leiðir til að tryggja þeim
þúsundum vinnu í iðnaði sem
koma út á vinnumarkaðinn á
næstu áratugum."
Samvinnan aukist
- Hafa húsgagnaframleiðendur
reynt að þjappa sér saman til að
mæta versnandi skilyrðum?
„Það hafa þeir gert, svo og
verkalýðshreyfingin. Menn hafa
auðvitað áhyggjur af þessari þró-
un. Dæmi unt samvinnu fram-
leiðenda eru fyrirtæki sem hafa
framleitt einstaka húsgagnahluta
því það hlýtur að vera hagkvæm-
ara að menn auki sérhæfinguna í
stað þess að vera allir að fram-
leiða sömu einingarnar með ærn-
um tilkostnaði í vélurn og
aðstöðu. Þá hefur sjálfvirkni
mjög aukist og einstök fyrirtæki
hafið framleiðslu á mjög einhæf-
um innréttirigum. Líklega er nú á
Islandi eitt fullkomnasta fyrir-
tæki sem framleiðir skápa ýmiss
konar, sem finnst í allri Evrópu".
- En hvað með þátt hönn-
uðanna? Hefur hann verið nýttur
sem skyldi?
lægð sem hann er í um þessar
mundir. Dæmi unr val arkitekta á
erlendum húsgögnum í stað ís-
lenskra eru nokkur dagvistarheim-
ili sem risið hafa að undan-
förnu. Sú tíska komst á að betra
væfi að kaupa innflutt barnahús-
gögn í stað íslenskrar fram-
leiðslu, sem hafði verið lengi til
staðar og reynst frábærlega vel.
Það kann að vera að íslenska
framleiðslan hafi verið eitthvað
dýrari, en hún mátti vel vera það,
annars vegar vegna þess að hún
er betri en ekki síst vegna þess að
opinberum stofnunum eins og
hér var um að ræða, ber skylda til
að styðja við bakið á íslenskum
iðnaði. Svona framkoma tel ég
arkitektum til skammar og þetta
kalla ég að vera á mála hjá er-
lendum framleiðendum".
- En hvað er hægt að gera til að
koma þcssari iðngrein upp úr
öldudalnum?
„Brýnasta verkefnið er að ís-
lensk stjórnvöld noti sömu
aðferðir og þau í nágrannalönd-
unurn, þeim löndum sem mest
flytja hingað inn og eru jafnvel
með okkur í fríverslunarsam-
tökum. Þau hafa gripið til ýrnissa
ráðstafana til að hamla á móti
innflutningi án þess að brjótaal-
þjóðasamþykktir. í Svíþjóð til
dæmis eru settir margvíslegir
Ilallgrímur G. Magnússon: Örfá-
ir skjalatöskuheildsalar hafa lifi-
brauðið af hundruðum íslenskra
iðnaðarmanna. Ljósm. eik.
„Það kann að vera að svo hafi
ekki verið. Hins vegar er sam-
vinna hönnuða og framleiðenda
sifellt að aukast með vaxandi
samkeppni við húsgögn sem hafa
gengið í gegnum langa þróun.
Þetta gildir um íslensku fram-
leiðsluna. Aðra sögu er að segja
af arkitektum, bæði þeim sem
teikna hús og eins þeim sem sjá
um innréttingarnar, val á þeim og
fyrirkomulag. Ef þessir menn
væru ekki á mála hjá erlendum
framleiðendum, eins og því mið-
ur tíðkast, væri íslenskur hús-
gagnaiðnaður ekki í þeirri djúpu
flöskuhálsar sem jafnframt grisja
mikið af innflutta ruslinu frá, eins
og gæðaeftirlit, sem er mjög
strangt þar í landi. Þá eru sett á
alls konar gjöld sem ekki flokkast
undir tollamúra auk þess sem
stundum er einfaldlega gripið til
þess að seinka aígreiðslu vör-
unnai þannig aðhúnverður ekki
eins samkeppnisfær og inrilenda
framleiðslan."
- En á ekki íslenskur almenn-
ingur rétt á að geta valið á milli
mismunandi tegunda húsgagna?
„Þetta heyrist oft nefnt og
er skiljanlegt. Frá þjóðhagslegu
sjónarmiði séö tel ég engan vafa á
að þessi hömlulausi innflutningur
hvers konar erlendra vara er frá-
leitur. Þó versnar dæmið ef hann
þýðir um leið að íslensk iðngrein
leggst niður á 2-4 árum og fjöldi
manna missir vinnuna. Það er
auk þess enginn vafi á að inn-
fluttu húsgögnin eru mjög stór
hluti af hinurn óhagstæða vöru-
skiptajöfnuði sem íslensk stjórn-
völd eru að glíma við. Hvers
vegna er þá ekki gripið í taumana
með þessum hætti?"
- En eru íslensku húsgögnin þá
samkeppnisfær að gæðum og
verði?
„Fyllilega, enginn vafi. Og
raunar standa þau um margt bet-
ur að vígi. Hvað gæðin varðar
þarf enginn að skammast sín fyrir
íslensku framleiðsluna. Auðvitað
er ekki allt í hágæðaflokki en það
er eins og vera ber. Afborgunar-
tími er yfírleitt lengri af íslensku
vörunni og íslenskir framleiðend-
ur hafa teygt sig ákaflega langt til
að þóknast viðskiptavinum í
þeim efnum. Þá þarf engum get-
unt að leiða að því að kaupendur
búa ekki við mikið öryggi þegar
þeir versla við innflytjendur sem
hafa fyrirtæki sitt í einni lítilli
stresstösku. Til dæmis get ég
nefnt að ekki færri en tvö inn-
flutningsfyrirtæki, sem hafa nýtt
markaðinn vel á undanförnum 2-
3 árum ætla að hætta starfsemi
um áramót vegna þess að þeim
finnst ekki lengur feitan gölt að
flá hér. Og hvað gerist þegar
viðskiptavininn vantar varahluti
eða aðra fyrirgreiðslu? Hún er
einfaldlega ekki lengur fyrir
hendi".
Engin hœtta
á stöðnun
- Nú telja margir að íslenska
framlciðslan hafi versnað talsvert
á tollverndartímanum. Hafið þið
engar áhyggjur af því, að stöðn-
unin taki við aftur ef innflutning-
urinn verður heftur?
„Nei, ég held að íslenskir fram-
leiðendur haldi vöku sinni og
tryggi eðlilega þróun sinnar vöru.
Hönnunarþátturinn hefureflst og
. hann á eftir að eflast enn meir. Sá
þáttur auk alls undirbúnings fyrir
framleiðsluna en ákaflega dýr, en
augu manna eru að opnast fyrir
því að hann er afar nauðsynlegur
ef varan á að vera boðleg".
- Og svona í lokin, Hall-
grímur?
„Ég vil leggja á það áherslu að
íslensk stjórnvöld fari að gera sér
grein fyrir því á hvaða leið ís-
lenskur tréiðnaður er núna. Þá ég
ekki bara við húsgagnaiðnaðinn
heldur ekki síst einingahúsin og
annað tréverk í byggingar. Þessi
iðnaður er á niðurleið fyrst og
fremst vegna hömlulauss inn-
flutnings þar sem örfáir skjala-
töskuheildsalar raka saman gróða
og hafa lifibrauðið af hundruðum
manna í þessum iðnaði. Þessu
verður að snúa við. íslensk fyrir-
tæki eru nú fyllilega í stakk búin
til að framleiða húsgögn og inn-
réttingar fyrir allan íslenska
markaðinn og með markvissum
aðgerðum verða stjórnvöld að sjá
til þess að þau geti sinnt því hlut-
verki sínu". - v.
Rit Landverndar:
„Fuglar”
Út cr komið 8. ritið í ritröð Land-
verndar um umhvertismál og nefn-
ist það „Fuglar“. Þar er að finna sjö
yfirlitsgreinar uin íslenska fugla,
eða þær fuglatcgundir sem verpa
hér á landi.
Sagt er frá lifnaðarháttum fugla
og þeim þáttum sem mest áhrif
hafa á viðgang stofna og rætt um
samskipti fugla og manna. Sjö höf-
undar rita unr fuglana, en þeir eru:
Ævar Petersen, Ágnar Ingólfsson,
Arnþór Garðarsson, Árni Waag
Hjálmarsson, Kjartan G. Magnús-
son, Ólafur K. Nielsen og Kristinn
Haukur Skarphéðinsson. - S.dór
Ensk-íslensk
viðskipta-
orðabók
Bókaútgáfan Orn og Orlygur hf.
hefur gefið út bókina „Ensk-
íslensk viðskiptaorðabók" eftir
Terry C. Lacy og Þóri Einarsson
prófessor. I bókinni eru um 9000
orð og orðasambönd sem oft koma
fyrir í viðskiptalífinu.
I formáia sínum að bókinni segja
Terry og Þórir m.a.:
„Höfundar hafa í störfum sínum
sannfærst um notagildi orðabókar
sem þessarar bæði íyrir þá sem
starfa að viðskiptum og stunda
nám tengt þeim.
Hér má finna orð í sambandi við
innflutning og útllutning, kaup og
sölu, banka- og tryggingarstarf-
semi, vöruflutninga, reiknings-
hald, samskipti vinnumarkaðsaðila
og stjórnun fyrirtækja. Þar sem ís-
lendingar afla gjaldeyris að mestu
með sölu sjávarafurða þótti við
hæfi að hafa heiti mikilvægustu
fisktegunda með. í bókinni eru
einnig nokkur aigeng orð úr laga-
máli og utanríkisþjónustu, svo og
nokkur algengústu orð í sambandi
við tölvur og orð sém koma að
góöu haldi á ferðalögum. Algeng
orð og orðatiltæki sem notuð eru í
viðskiptum og erfitt er að finna í
öðrunt orðabókum hafaeinnigver-
ið tekin með í þessa orðabók"
Eiðfaxi
Tólfta tbl. Eiðfaxa cr komið út og
cr ritið fallegt og læsilegt að venju.
Meðal margháttaðs efnis þess má
nefna:
Arndís Erla Pétursdóttir skrifar
um fóðurlýsi. Skúli Einarsson
söðlasmiður um meðferð og
hirðingu reiðtýgja. Eggert Gunn-
arsson um hirðingu á hófum. Sig-
urður Oddur Ragnarsson um
sjúkrajárningar. Jens Iversen segir
frá skeiðklúbbunum Vakri í Dan-
mörku. Páll S. Pálsson skrifar
greinina Hestar- lög og saga. Við-
tal við Jóhannes á Kleifum.
Hróðmar Bjarnason ritar um
gæðingadóma Valdimar Kristins-
son brýtur heilann um hestaíþrótt-
ir. Spjallað er við Sigurfinn Þor-
steinsson. Birtur er kafli úr hinni
nýju Eiðfaxabók Sigurbjörns
Bárðarsonar „Á fáksspori“. Birna
Hauksdóttir í Skáney segir frá
„Eldreið borgfirskra kvenna“. Þá
eru í ritinu fréttapistlar, myndir
úr ljósmyndasamkeppni Eiðfaxa,
kappreiðaannáll 1982 og sitthvað
Ileira. _ mhg