Þjóðviljinn - 28.12.1982, Síða 2

Þjóðviljinn - 28.12.1982, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. desember 1982 Færeyska jóla- bókaflóðið: 0rindi úr sogu Egils »0rindi úr s0gu Egils Skalla- grímssons«, við týðing hjá Já-kup Berg, er útkomin. 1 fororðunum er s0ga Egils Skallagrímssonar skrivað. Hann var íslendingur, og lívdí um ár 900-983. Hann var í víking í Bret- landi. Egil Skallagrímsson yrkti nógv. Millum kendastu yrkingar hansara er »H0vuðloysn«, sum liann yrkti dagin fyri at hann varð hálshpgdur. Bókin er 52 blaðsíður til stódd- ar. Hon er givin út á egnum for- lagi. Prentarbeiðið hevur prent- smiðjan Prenta gjórt. Skák Karpov að tafli - 71 Einhver besta skák millisvæðamótsins f Leningrad var talin viðureign Karpovs og Htibner. Hún var tefld i 2. umterð. Karpov sem hafði hvitt náði öflugu frumkvæöi út úr byrjuninni og virtist á sigurleið: n h % ±m± t £>± ± 'tf £ Wm m nTis : S S m Karpov - Húbner 31. ... Rxe5! (Kynngimagnaður leikur. Leiki hvitur 32. Rb7 kemur 32. - Rf3+1 t.d. 33. gxf3 Dg5+! o.s.frv.) 32. Bxe5 Hxd6! (En ekki 32. - Bxe5 33. Rc4! og vinnur.) 33. Bxg7 (33. Bxd6 strandar á stórkostlegum leik 33. - Bd4! og svartur vinnur.) 33. .. Kxg7 34. Hb1 Hd8 35. Db2+ Kg8 (En hér var betra að leika 35. - e5.) 36. b7 Hb8 37. Dc2 Kg7 38. Dc8 Da2 39. Dc3+ Kg8 40. Ha1 Dd5 41. Dc8+ Hér fór skákin ( bið en keppendur sömdu síðan um jafntefli þar sem svartur nær þráskák eftir 41... Kg7 42. Dxb8 Dd4+ 43. Kf1 Dxa1+ o.s.frv. Gætum tungunnar Sagt var: Peir litu til hvors annars. Rétt væri: Þeir litu hvor til annars. „Taktu endilega mynd af okk- ur hérna öllum saman", sagði ein stúlkan í Bögglaafgreiðslu póstsins í Hafnarstræti þegar Þjóðviljamenn litu þar við á dög- unum. Um leið snaraðist hún fram og kom hlaupandi aftur til baka með ljósmyndavél sem hún átti í pússi sínu. Þetta var sjálfsögð bón og ljósmyndarinn okkar-eik létti af sér annarri myndavéla sinna til samstarfsmanns síns sem auðvit- að tók þátt í gamninu og smellti af þegar ljósmyndarinn var að smella af á vél stúlkunnar á Bögglapóstinum. Hérna höfum við aðra mynd- ina, en hvernig skyldi mynd Ijós- myndarans líta út? Það verður sjón að sjá. Vinnufélagarnir hafa stillt sér upp og báðir blaðamenn Þjóðvilj- ans smclla af í einu. Mynd. - ÁI. Dario Fo stjórnar sínu liði. Svíar setja upp leikrit eftir Dario Fo Frjálsar ástir Dario Fo er ekki bara vinsæll á íslandi. í Svíþjóð er hann mest leikinn af öllum núímahöfundum, og til dæmis má nefna að nú hafa 13 atvinnuleikhús í Svíþjóð spreytt sig á „Við borgum ekki“, sem Alþýðuleikhúsið sýndi hér með eftirminnilegum hætti. Það er fyrst og fremst Pistolte- atern í Stokkhólmi sem hefur kynnt verk Dario Fo í Svíþjóð, og nú er leikhúsið um það bil að frumsýna nýtt verk, sem aldrei hefur verið leikið áöur, ekki heldur af leikhóp Dario Fo. Hér er um að ræða leikritið „Frjálsar ástir eða þú hefur drepið eðlis- fræðikennarann minn“. í þessu leikriti ræðst Dario Fo að enn einni goðsögninni í nútím- anum: að lífshamingjan sé fyrst og fremst fólgin í frjálsu kynlífi. Leikitið fjallar að sögn um mann og konu - og maðurinn hef- ur orðið sér úti um nýja lífsspeki: frjálsar ástir. Hann heimtar nú að konan hans fari út og hitti karl- menn á meðan hann reynir kenn- ingu sína meðal léttlyndra kvenna. Erik Appelgren leik- stjóri segir að Frjálsar ástir sé bráðfyndinn harmleikur er krefj- ist mikils af leikurum, og segist hann ekki hafa unnið við kröfu- harðari Dario Fo sýningu. Pistolteatern fékk einkarétt til frumsýningar á þessari leikgerð „Frjálsra ásta“ en Dario Fo er um þessar niundir að fullvinna verkið með leikhóp sínum í annarri mynd undir titlinum „Opna par- ið“. Kannski fáum við einhvern tímann að sjá „Frjálsar ástir“ á íslensku leiksviði? íslenska hesta- leigan . _ Nú eru þeir að stofna hestaleigu Árni Björgvinsson og Einar Bolla- son í Kópavogi og Birkir Þor- kelsson í Miðdal í Laugardal að því er Eiðfaxi hermir. Fyrirtækið nefnist íslenska hestaleigan. Verða höfuðstöðvar þess á tveimur stöðum: austur í Villingaholtshreppi og í Miðdal Laugardal. Ætlunin er að hesta- lcigan starfi aðeins yfir sumar- mánuðina og hafi aðallega á boð- stólum 2-3 daga ferðir svo sem milli Laugarvatns, Gullfoss og Geysis. Til greina koma og lengri ferðir þannig t.d. að í framhaldi af Laugarvatns-Gullfoss ferðinni yrði riðið niður með Þjórsá og endað í Villingaholtshreppnum. Til álita koma einnig ferðir upp á Kjöl. - mhg. Nýtt hefti Ljóra Út er komið 1. tölublað 3ja árgangs tímaritsins Ljóra, sem gefið er út a félagi íslenskra safna- manna. Ljóri fjallar um safna- mál almennt og birtir fróðleiks- og umræðugreinar um muni, minjar og menningarvörslu. Að þessu sinni fjallar Ljóri að mestu um gamlar ljósmyndir, söfnun þeirra og varðveislu. Halldór J. Jónsson ritar um dagbók og ljósmyndir Livingstone-Learmonts frá ferðalagi hans á íslandi árið 1887. Inga Lára Baldvinsdóttir ritar grein um ljósmyndasöfnun og Þjóðminjasafnið. Er þar greint frá upphafi þess að Þjóðminja- safnið tók að safna Ijósmyndum og gerð grein fyrir aðstæðum í ljósmyndadeild safnsins. ívar Gissurarson og Þorsteinn Jóns- son ritagrein um Ljósmyndasafn- ið. Segir þar frá tildrögum að stofnun Ljósmyndasafnsins, því sem þar er geymt og frá starfsemi safnsins. Guðmundur Ólafsson ritar um geymslu á filmum og myndum. Þá er í blaðinu grein eftir Sól- veigu Georgsdóttur og fjallar hún um skipulag skólaþjónustu og heimsóknir skólanemenda í söfn- in. Að lokum er í Ljóra kafli úr sendibréfi frá Halldóri Eiríks- syni, 15 ára pilti, frá árinu 1905, og nefnist: Safnferð fyrir 77 árum. Ritið er 32 bls. að lengd. Rit- stjórn þessa tölublaðs skipa: Guðmundur Ólafsson, ritstjóri, Mjöll Snæsdóttir og Þorsteinn Jónsson. Áskriftarsími er: 1 32 64. Nýr skreiðar- markaður? Þannig spyrja blaðamenn Vík- urfrétta í texta með myndinni hér að ofan. Hún er tekin eins og margir hafa sjálfsagt getið sér til við sorpeyðingarstöðina á Suður- nesjum. Því miður er þessi mynd ekkert einsdæmi, því þetta var í annað sinn með stuttu millibili sem heilir bílfarmar af þessari útflutn- ingsmatvöru íslendinga voru los- aðir við sorpeyðingarstöðina. Það er þó bót í máli að þessi „matvara" lendi í sorpeyðingu heldur en að reynt sé að prútta henni inn á aðrar þjóðir, hvort sem þasr eru í Afríku eða annars staðar á hnettinum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.