Þjóðviljinn - 28.12.1982, Síða 3

Þjóðviljinn - 28.12.1982, Síða 3
Þriðjudagur 28. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Samkoma hjá MÍR í kvöld: 60 ára afmælis SSSR minnst Um þessar mundir eru liðin 60 ár frá stofnun sovéska ríkjasam- bandsins, SSSR, Sambands sósíal- iskra sovétlýðvelda. Þessa afmælis verður minnst sérstakleaa á kvöld- samkomu, sem félagið MIR, Menn- ingartengsl íslands og Ráðstjórn- arríkjanna efnir til í veitingahús inu Snorrabæ (Austurbæjarbíói uppi) nk. þriðjudag 28. desember kl. 20.30. Þar flytja ávörp Mikhaíl N. Streitsov sendiherra Sovétríkjanna á íslandi og Margrét Guðnadóttir prófessor, óperusöngvararnir Sieg- íinda Kahmann og Sigurður Björnsson syngja einsöngslög og dúetta og Baldvin Halldórsson leikari les upp. Efnt verður til skyndihappdrættis og boðið upp á veitingar. Ollum er heimill ókeypis að- gangur að kvöldfagnaði þessum meðan húsrúm leyfir. Flugeldasala Fiskakletts í Hafnarfirði 3 útsölu- staðir Björgunarsveitin Fiskaklettur í Hafnarfirði efnir nú um áramótin 14 árið í röð til flugeldasölu í bæn- um til styrktarstarfsemi sveitarinn- ar. Utsölustaðir Fiskakletts verða að þessu sinni þrír: í bækistöð sveitarinnar að Hjallahrauni 9, í miðbænum að Strandgötu 4 og í Suðurbænum. Hafnfirðingar hafa ávallt brugðist vel við fjáröflun Fiskakletts og styrkt sveitina nteð flugelda- kaupum. Iðntæknistofnun Islands tilkynnir að gefnu tilefni: Þessa miðstöðvarofna höfum við viðurkennt Iðntæknistofnun vill að gefnu tilefni benda á, að sam- kvæmt byggingareglugerð frá árinu 1979, sem gildir fyrir landið allt, er einungis heimilt að nota miðstöðvar- ofna, sem standast lágmrkskröfur staðalsins IST, 69,1. Þau ofnafyrirtæki sem hafa lagt fram fullnægjandi gögn og hlotið viðurkenningu á töflu yfir varnta- gjöf eru að sögn Iðntæknistofnun- ar: Ofnaverksmiðjan hf. Reykjavík, vegna Hcllu-, Gal- og Svissylofna. Vélsmiðjan Oddi, hf. Akureyri, vegna Golf-ofna. Ofnasmiðja Suðurnesja og Skorri hf. vegna LIV-MP ofna. Ofnasmiðja Suðurnesja, Ketla- vík og Ofnasmiðja Norðurlands Akureyri vcgna: Runtalofna C, og II, og H,; og V( og V2. Panelofnar hf. Kópavogi og Skorri hf, vegna Vanpan ofna. Töflur yfir varmagjöf ann- arra^öfnategunda hefur stofn- unirt ekki viðurkennt. „Jólaknall” á annan í jólum: Ungling- arnir til sóma — en fjöl- skyldu- fólkið heima „Aðaltilgangurinn hjá okkur var ekki fjáröflun, þótt við vonum auðvitað að við komum ekki út úr þessu með tapi. En við vildum reyna að fá unglingana til að vinna saman að skemmtilegu vcrkcfni og það má segja að sá þáttur hafi tekist með prýði,“ sagði Gísli Árni Egg- ertsson, formaður Æskulýðsráðs Reykjavíkur, sem stóð að jólaknalli í Laugardalshöllinni á 2. í jóluin ásamt hljómsveitinni Stuðmönnum Fjölskylduskemmtunin um miðjan daginn var fámenn, enda veðrið slæmt og færðin eftir því. Hins veg- ar var fjölmennt um kvöldið og tókst sú skemmtun með ágætum. „Unglingarnir senr undirbjuggu þetta, sýndu að þeir geta unnið skipulega að stórum verkefnum og þeir sem koniu á knallið vorueinn- ig til sóma. Við erum því mjög ánægð með þann þátt dagsins og ölvun var mjög lítil. Fámennið um miðjan daginn teljurn við að hafi fyrst og fremst stafað af færðinni, því fjölskyldufólkið lét sig að mestu vanta," sagði Gísli Árni. Endanlega er ekki ljóst hver fjár- hagsleg útkoma dagsins er, en menn vonast til að staðan „hangi í núllinu", eins og Gísli Árni sagði. þs Þessi fjölskylda mætti um miðjan daginn og hér heilsar hún upp á jólasveinana. Ljósm. - eik - Djassviðburður á Borginni í kvöld: Leikið á indverskar trommur Mikill j assviðburður verður á Flótel Borg í kvöld, én þá verð- ur leikið í fyrsta sinn á tabla, sem eru indverskar trommur. Steingrímur Guðmundsson, sem hefur verið að læra á þetta merka hljóðfæri erlendis, leikur, og með honum er Björn Thoroddsen gítarleikari. Fleiri merkismenn verða á ferð- inni. Eftir langa þögn mun Steini nokkur Steingrímsson taka til við píanóið ásamt nokkrum gömlum köppum. Þá leikur hljómsveitar- blanda úr Mezzoforteog Nýja Kom- paníinu og ný djasssöngkona Okta- vía Stefánsdóttir, tekur lagið. Hún hefur búið erlendis og sungið m.a. í Kaupmannahöfn. Það er Jazz- vakning sem stendur að þessum viðburði, sem hefst kl. 9. Héma kaupír þú miða Athugaðu að vinningum hefur nú verið fjöigað í Happdrætti SÍBS. Hver miði kostar 50 kr. en kaupirðu ársmiða sparar þú ómælda fyrirhöfn. Snúðu þér til þessara aðila: Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130. Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26, sími 13665. Sjóbúðin, Grandagarði 7, sími 16814 Hreyfill bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632. Versl. Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800. S. í. B. S.-deildin, Reykjalundi, Mosfellssveit. Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180. Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16-18, Garðabæ, sími 42720. Vilborg Sigurjónsdóttir c/o Bókabúð, Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, sími 50045. Lilja Sörladóttir, Túngötu 13, Bessastaðahreþpi, sími 54163. HAPPDRÆTTISÍBS Meira en fjórði hver miði hlýtur vinning.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.