Þjóðviljinn - 28.12.1982, Side 5

Þjóðviljinn - 28.12.1982, Side 5
Þriðjudagur 28. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Bað- og búningsklefar í Laugardal: Framkv æmdir hafa nú verið stöðvaðar! Á þessu ári hefur verið varið ríf- lega 8 miijónum króna til bygg- ingar nýrra baða og búningskiefa við sundlaugina í Laugardal. Aæti- að var að halda verkinu áfram og Ijúka því á árinu 1984 en nú hefur verið söðlað um og á næsta ári verður ekki eyri veitt í þessa fram- kvæmd. Sigurjón Pétursson gagnrýndi þessa ákvörðun harðlega við um- ræður um fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar í síðustu viku. Hann benti á að ekki væri til vitlausari fjárfesting en að láta byggingar standa hálfkaraðar um lengri tíma og sagði að þessi ákvörðun styngi í stúf við þær yfirlýsingar borgar- stjóra að nú yrðu framkvæmdir markvissar og ekki yrði hafíst handa um ný verkefni fyrr en öðrum væri • lokið. í ræðu Davíðs Oddssonar kom fram að ástæðan fyrir þessu er gervigrasið sem leggja á fyrir fram- an Laugardalshöllina. Hann sagði þá framkvæmd velta á því að aðflutningsgjöld og söluskattur fengist felldur niður af gervi- grasinu. Stefnt væri að því að festa kaup á teppinu með 10% útborgun og leggja það næsta sumar. Kostn- aður á árinu 1983 er áætlaður 10 miljónir króna en eftirstöðvar, 9.5 miljómr yrðu greiddar á árinu 1984. Þá er á árinu 1986 áætlað að verja 15 miljónum króna til loka- frágangs kringum flötina, áhorf- endastæðum og þess háttar. Davíð Oddsson sagði að hér væri um svo fjárfreka framkvæmd að ræða að ekki þætti annað fært en að fresta frekari framkvæmdum við böð og búningsklefa Laugardals- laugarinnar um sinn. Áætlað er að til þess verkefnis renni 4 miljónir á árinu 1984, sem er innan við helm- ingur þess sem framkvæmdir 1982 hafa kostað, og að á árinu 1985 verði veitt 15 miljónum, sem loka- framlagi til byggingarinnar. Búiðeraðsteypauppjarðhæðinaá hinni miklu byggingu sem rúma á ný böð og búningskiefa við Sundlaugarnar. En lengra verður ekki haldið að sinni. Ljósm. -Atli.. „...samningar við nútíma endur- skoðunarsinna geta fyrst átt sér stað þegar þeir hafa opin- skátt og opinberlega fordœmt öll sín svik og ekki bara í orði heldur einnig í verki... “ Kreppa endur- skoðunar- stefnunnar Lengi hafa átt sér stað deilui milli Alþýðubandalagsins og hinna ýmsu svokölluðu „vinstri hópa.“ Þær hafa gjarnan ein- kennst af því að Al- þýðubandalagið hefur sakað hina síðarnefndu um sérvisku, kredd- ufestu, útúrboruhátt o.s.frv., án þess að gagnrýna stefnu þeirra eða gera á þeim nokkurn greinarmun. Nú er svo komið að maóista- hreyfingin er hrunin til grunna og leifar hennar íhuga nú inngöngu í Alþýðubandalagið eða Vilmund- arbandalagið! Fylkingin, sem alla tíð hefur hangið í pilsfaldi Al- ! þýðubandalagsins, er nú í vax- ; andi kreppu, sem líklega mun í færa hana enn nær AB. Á hinn j bóginn á Alþýðubandalagið i vaxandi erfiðleikunt með að halda utan unt sitt lið. Bæði hefui eitthvað flísast úr flokknum til kvennaframboðsins, og hitt, sem þó er áhrifameira, að innan Al- þýðubandalagsins hefur magnast I mikil óánægja með þátttöku þess ! í vaxandi árásum á lífskjör verka- j lýðsins, fyrst og fremst eftir I bráðabirgðalögin í ágúst. Augun opnast á tleirum og fleirunt fyrir því að ekki er hægt að þjóna tveimur herrum - ekki er hægt að þjóna báðum höf- uðstéttum þjóðfélagsins, heldur er Alþýðubandalagið aðeins verk- færi borgarastéttarinnar til að velta byrðum vaxandi kreppu yfir á herðar verkalýðsins. í þessu til- liti er Alþýðubandalagið mikil- vægasti flokkur borgarastéttar- innar vegna áhrifa sinna í verka- lýðshreyfingunni og þessum á- hrifum hefur það svikalaust beitt til að lanta baráttuþrek verka- lýðsstéttarinnar og slökkva hvern baráttuneista. Þetta verður æ fleirunr ljóst og því hefur Al- þýðubandalagsforystan búist til varnar til þess að bjarga því, sem bjargað verður af sinni tvístruðu fylkingu, og svelgja það, sem hægt er af fylgi kvennafram- boðsins ogmaóistannaogtrotsky- istanna. 1 því skyni hafa þeir kos- ið konur í hálfa miðstjórnina og boðað skipulagsbreytingar, sem fela í sér möguleika á einhvers konar samkrulli við aðra hópa (auðvitað undir forræði AB þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagn- stæða, sbr. reynsluna af Sam- tökum herstöðvaandstæðinga). Þeir blása í lúðra „einingar vinstri manna“ og boða „íslenska leið“ út úr kreppunni. Allt eru þetta þó aðeins ódýrar kosninga- brellur, sem ekki munu bjarga Alþýðubandalaginu þegar til lengdar lætur því örlög þess eru órjúfanlega tengd örlögum auðvaldsskipulagsins, sem nú stígur sinn hrunadans. Hin „ís- lenska leið“ Alþýðubandalagsins gerir ráð fyrir áframhaldi auðvaldskipulagsins og jafnvel eflingu þess þrátt fyrir að krepp- an eigi rætur sínar í auðvalds- skipulaginu sjálfu. Hin svokall- -aða „áætlun" Alþýðubanda- lagsins er aðeins áætlun um að varðveita auðvldsskipu- lagið og tryggja gróða fjármála- auðvaldsins þrátt fyrir kreppuna með því að herða sultaról verka- lýðsins. Til þess að losna við kreppuna og afleiðingar hennar verður verkalýðsstéttin að steypa borgarastéttinni af stóli nreð bylt- ingu, taka völdin í sínar hendur og koma á sósíalísku þjóðskipu- lagi - alræði öreiganna. Þetta er grundvallaratriði, sem frum- kvöðlar kommúnismans hafa sýnt fram á og raunveruleikinn hefur staðfest. Til þess að verkalýðsstéttinni megi takast að gera byltingu og skapa sósíalismann er henni nauðsyn að eiga sinn eiginn stjórnmálaflokk, kommúnista- flokk, senr hefur forystu fyrir bar- áttu stéttarinnar. Slíkur flokkur var Kommúnistaflokkur íslands þrátt fyrir ýmsa veikleika, sem of langt mál væri að fjalla um hér. Þegar KFÍ var lagður niður 1938 voru það vísvituð svik við verka- lýðinn, svívirðilegustu svik í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Sósí- alistaflokkurinn var aldrei annað en umþóttunartími fyrir stéttsvik- arana til að ryðja úr vegi hverri hugsun unr byltingu og sósíalisma þar til Alþýðubandalagið var stofnað í einu og öllu á grundvelli stéttasamvinnustefnunnar og borgaralegrar hugmyndafræði. Af þessum sökum hefur borgar- astéttin verið einráð um uppeldi kynslóðanna í áratugi og erfiðara verður að taka upp þráðinn, því lengra, sem líður frá því að hann var slitinn. Frá því að Kommúnistaflokkur íslands var lagður niður hefur það verið mikilvægasta verkefni allra byltingarsinna að skapa nýjan kommúnistaflokk. Sósíal- istafélaginu tókst það ekki. Bæði virðist það ekki hafa tekið þetta verkefni nógu alvarlega, og auk þess tókst því ekki að gera upp við krústséffendurskoðunar- stefnuna og hreinsa sig af henti- stefnunni. Nokkra viðleitni í þá átt að byggja kommúnistaflokk sýndi hreyfing sú er kenndi sig við marxismann-lenínismann og hugsun Maós Zedong. Það síðast nefnda ásamt þeirri staðreynd að hreyfingin var leidd. af mennta- mönnum, varð þó til þess að þegar líða tók á áttunda áratuginn, liðaðist þessi hreyfing gjörsanr- lega í sundur og er það kunnara en frá þurfi að segja að leifar hennar eru svo langt leiddar að þær eru tilbúnar til að bugta sig fyrir hverju því borgaralega stjórnmálaafli, sem gefur von um nokkra mola af hátíðarborði auðvaldsins. Baráttusamtökin fyrir stofnun kommúnistaflokks í dag eru því aðeins ein sarntök, sem halda fast við bar- áttuna fyrir alræði öreiganna og vinna að því að byggja kommún- istaflokk. Það eru Baráttusam- tökin fyrir stofnun Kommúnista- Þorvaldur Þorvalds- son skrifar flokks - BSK. BSK hafa tekist á hendur það verkefni að gera upp við nútíma endurskoðunarstefn- una almennt og maóismann sér- staklega og sameina íslenska nrarxista-lenínista og framsækn- asta hluta verkalýðsstéttarinnar í einn flokk - komniúnistaflokk. Það er knýjandi nauðsyn því á meðan ekki er til staðar neinn kommúnistaflokkur næst heldur enginn varanlegur árangur í stétt- abaráttunni. Afneitun Alþýðubandalagsins og annara endurskoðunarsinna á nauðsyn byltingarinnar og al- ræðis öreiganna stafar ekki af því að aðstæður hafi breyst eða að þeir hafi fundið nýja leið að sama marki, heldur af misjafnlega op- inskárri þjónkun við borgara- stéttina því eins og fyrr segir er byltingin eina leiðin undan arð- ráni og kúgun kreppum og styrj- öldum auðvaldsskipulagsins. Af þessum ástæðum getakomm- únistar ekki byggt starf sitt og baráttu á neins konar bandalagi við endurskoðunarsinna heldur verða að byggja upp sjálfstæða byltingarhreyfingu, sem hefur enga aðra hagsmuni en hagsmuni verkalýðsins, og afla henni stuðnings meðal alþýðunnar. BSK eru reiðubúin til að starfa með félögum úr Al- þýðubandalaginu að framsækn- um markmiðum en ekki að gera neins konar bandalag við foringja endurskoðunarstefnunnar. Að síðustu ætla ég að tilfæra orð félaga Envers Hoxha, leið- toga Flokks Vinnunnar í Alban- íu, um þetta atriði. Þau eru í fullu gildi enn í dag og ég vil gera þau að mínum: „Eining með nútíma endur- skoðunarsinnum er algerlega óréttlætanleg. Að gangast inn á slíkt myndi þýða að hlaupa yfir í herbúðir endurskoðun- arsinnanna....samningar við nútíma endurskoðunarsinna geta fyrst átt sér stað þegar þeir hafa opinskátt og opinberlega fordæmt öll sín svik og ekki baraíorðiheldureinnigí verki, sýnt að þeir hafa tekið stakkaskiptum.“ (Enver Hoxha 1965). Þorvaldur Þorvaldsson er trésmiður í Reykjavík. Hann er félagi í baráttusamtökunum fyrir stofnun kommúnistaflokks. Þau samtök Ifta á Albaníu sem eina sósíaiíska landið í veröldinni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.