Þjóðviljinn - 28.12.1982, Síða 9

Þjóðviljinn - 28.12.1982, Síða 9
Þriðjudagur 28. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 I Og auðvitað brennur sósan við sem forsetinn á að fá...Heimilisfaðirinn(Kjartan Ragnarsson)og nágranna;- konan (Guðrún Ásmundsdóttir). Systirin dubbuð upp (Hanna María Karlsdóttir og Guðrún Ásmunds- dóttir). Forsetanum boðið í mat! Nágrannakonan er klædd upp sem amma gamla, og heyrnarlaus og mállaus. Forsetahjónin leika Gísli Halldórsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir, Franskur farsi frumsýndur hjá Leikfélagi Reykjavíkur á morgun Hvað gerist þegar venjuleg frönsk fjölskylda tekur sig til og býður forsetanum í hádegis- mat? Frá því segir í franska farsanum „Forsetaheimsókn- in“ sem frumsýndur verður hjá Leikfélagi Reykjavíkur 29. des- ember. Höfundar verksins eru franskir og heita Luis Régo og Philippe Brauneau. Leikritið hefur verið leikið við miklar vinsældir í Frakklandi og víðar. Það er Þórarinn Eldjárn sem þýðir, og leikstjóri er Stefán Baldursson. Leikmynd gerir Ivan Török og lýsingu Daniel Williamsson. Við litum inn á æfingu skömmu fyrir jólin og fylgdumst með þessari frönsku fjölskyldu, sem ætlar að reyna að bæta sinn hag með því að bjóða Frakklandsforseta í mat. Heimilisfaðirinn sem er atvinnu- laus, veit ekkert um tiltækið, og verða af því hinar mestu flækjur. En allir ákveða að taka þátt í sprellinu, nágrannakonan og hús- vörðurinn meðtalin. Borðið er dúkað og sparifötin tekin fram. Og viti menn. Forsetinn ber að dyrum ásamt frúnni... Það er best að segja ekki meira, því sjón er sögu ríkari. í hlutverkum í franska farsanum eru þau Kjartan Ragnarsson, Sig- ríður Hagalín, Soffía Jakobsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Guð- mundur Pálsson, Hanna María Karlsdóttir, Gísli Halldórsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Harald G. Haraldsson, Steindór Hjörleifsson, Karl Guðmundsson og Aðalsteinn Bergdal.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.