Þjóðviljinn - 28.12.1982, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrigjudagur 28. desember 1982
--------^ " — Umsjón:
ÍLKHBr Víðir Sigurðsson
■ - ■" ....'.............. -r , —— ........ -■ —----------— ... .....-■■■■ ------------------------
Úrslit:
1. deild:
Arsenal-Tottenham.............. 2:0
Birmingham-Aston Villa...........3:0
Brighton-Southampton.............0:1
ipswich-Norwich..................2:3
Liverpool-Manch. City............5:2
Luton Town-Watford...............1:0
Manch. United-Sunderland.........0:0
Nottm. Forest-Coventry...........4:2
StokeCity-Everton................1:0
W.B.A.-Notts County..............2:2
West Ham-Swansea.................3:2
2. deild:
Barnsley-Sheffield Wed...........0:0
Bolton-Carlisle..................1:0
Burnley-Blackburn................0:1
Crystal Palace-Charlton..........1:1
Fulham-Cambridge.................1:1
Middlesboro-Leicester............1:1
Newcastle-Derby County...........1:0
Oldham-Leeds.....................2:2
Q.P.R.-Chelsea...................1:2
Rotherham-Grimsby................3:0
Shrewsbury-Wolves................0:2
3. deild
Bournemouth-Reading..............1:1
Cardiff-Newport................ 3:2
Exeter-Plymouth..................1:0
Gillingham-Southend..............1:0
Huddersfield-Chesterfield........3:1
Millwall-Orient..................0:1
Oxford-Bristol Rovers............4:2
Portsmouth-Brentford.............2:1
Preston-Bradford City............0:0
Sheff. United-Doncaster..........3:1
Walsall-Lincoln..................1:1
Wrexham-Wigan....................1:1
4. deild
Aldershot-Swindon................1:1
Bristol City-Port Vale...........1:3
Hartlepool-Darlington............2:0
Hull City-Halifax...............1:1
Northampton-Crewe................4:0
Peterboro-Colchester.............2:1
Scunthorpe-Rochdale..............1:1
Stockport-Blackpool..............3:0
Torquay-Hereford.................2:1
Tranmere-Chester.................2:4
Wimbledon-Mansfield..............1:1
YorkCity-Bury....................3:1
Staðan:
Liverpool ...20 13 4 3 50:19 43
Nottm. For ...20 12 2 6 37:27 38
Manch. Utd ...20 10 6 4 28:14 36
WestHam ...20 11 1 8 36:20 34
Watford ... 20 10 1 8 36:30 34
W.B.A ...20 9 4 7 33:30 31
Aston Villa ... 20 10 1 9 30:27 31
Coventry ...21 9 4 8 27:28 31
Manch.City ...20 8 4 8 25:31 38
Southampton. ...20 8 4 8 25:32 28
Ipswich ...21 7 6 8 34:27 27
Stoke ...20 8 3 9 33:31 27
Tottenham ...20 8 3 9 30:29 27
Everton ...20 7 5 8 32:27 26
Arsenal ,...20 7 5 8 23:26 26
Notts Co ...20 7 4 9 26:36 25
Luton ....20 5 8 7 37:43 23
Swansea ....20 6 4 10 28:33 22
Brighton ....20 6 4 10 19:38 22
Norwich ,...20 5 5 10 23:35 20
Birmingham... ....20 4 8 8 15:29 20
Sunderland.... ....20 4 6 10 24:37 18
2. deild
Wolves ....20 12 4 4 38:19 40
Q.P.R ....21 12 4 5 32:19 40
Fulham ...20 11 4 5 42:28 37
Sheff. Wed ....20 9 6 5 32:22 33
Leicester ....20 9 3 8 36:24 30
Oldham ....20 7 9 4 34:26 30
Leeds ...20 7 9 4 25:20 30
Grimsby ....20 9 3 8 30:34 30
Biackburn ...20 8 5 7 32:30 29
Shrewsbury... ....20 8 5 7 24:26 29
Barnsley ...20 6 9 5 27:25 27
Chelsea ....20 7 6 7 25:24 27
Newcastle ...20 7 6 7 28:28 27
Cr. Palace ....20 6 8 6 24:24 26
Carlisle ....20 7 4 9 38:40 25
Rotherham ....20 6 7 7 25:30 25
Charlton ....20 7 4 9 29:40 25
Middlesboro... ....20 5 7 8 23:40 22
Bolton ....20 5 5 10 20:28 20
Cambridge ....21 4 6 11 22:34 18
Burnley ....20 4 3 13 27:39 15
Derby Co ....20 2 9 9 18:31 15
3. deild
Lincoln .... 19 14 1 4 45:17 43
Carditf ....20 12 3 5 34:28 39
Bristol R ....21 11 4 6 47:24 37
Portsmouth.... ....20 11 4 5 33:24 37
Huddersf .... 20 10 6 4 37:19 36
Newport .... 20 10 5 5 34:24 35
4. deild
Bury 21 12 6 3 35:17 42
Swindon ....20 12 5 3 3o:13 41
Hull City .... 21 11 7 3 36:14 40
Scunthorpe... .... 20 11 6 3 28:13 39
Port Vale 20 11 5 4 28:13 38
Wimbledon 20 10 5 5 39:23 + 35
Markahæstir:
Eftirtaldir leikmenn hafa skorað flest
mörk í 1. deildarkeppninni:
lan Rush, Liverpool................14
Brian Stein, Luton...............14
Luther Blissett, Watf ord........11
Bob Latchford, Swansea...........11
KennyDalglish, Liverpool.........10
JohnDeehar., Norwich...............10
GaryRowell, Sunderland............. 9
JohnWark, Ipswich.................. 9
Enska
knattspyrnan:
Stórgóður leikur er
F orest vann Coventry
Mark Proctor skoraði fjórða mark
Forest gegn Coventry.
Nottingham Forest virðist
orðið líklegasta liðið til að
veita Liverpool keppni um
enska meistaratitilinn. í stór-
góðum leik á City Ground í
gær vann Forest Coventry 4-
2 og er fimm stigum á eftir
meisturunum.
Ekkert mark var skorað fyrsta
hálftímann en þá opnuðust allar
flóðgáttir og hvort lið skoraði tví-
vegis fyrir hlé. Steve Whitton skall-
aði í netið hjá Forest eftir fyrirgjöf
Steve Hunt en Willie Young jafn-
aði með svipuðu marki strax á eftir.
Jim Melrose kom Coventry yfir á
ný en John Robertson náði að
jafna úr vítaspyrnu eftir að Ian
Wallace hafði verið felldur innan
vítateigs. Prettán mínútum fyrir
leikslok náði svo Forest forystunni
í fyrsta skipti með marki Garry
Birtles og Mark Proctor innsiglaði
sigurinn með fjórða markinu átta
mínútum síðar.
Swansea stefndi í sinn fyrsta úti-
sigur í vetur og leiddi 0-2 í hálfleik
á Upton Park. Bob Latchford
skoraði bæði mörkin. Stórleikur
Alan Devonshire í síðari hálfleik
gerði gæfumuninn fyrir West Ham.
Hann nældi í vítaspyrnu á 48. mín-
útu sem Ray Stewart skoraði úr og
átti síðan sendingu á Francois Van
Der Elst sem jafnaði, 2-2. Sigur-
markið skoraði svo Paul Goddard
eftir mikinn einleik fjórum mínúf-
um fyrir leikslok og West Ham
færðist þar með upp í fjórða sætið.
Leikur Arsenal og Tottenham á
Highbury dró að sér 51.000 manns
sem urðu vitni að all fjörugum leik.
Tottenham fékk góð færi í fyrri
hálfleik, David 0‘Leary bjargaði á
línu frá Steve Archibald og Pat
Jennings varði tvívegis glæsilega
frá Garth Crooks. Alan Sunder-
land kom Arsenal yfir á 40. mínútu
eftir undirbúning Tony Woodcock
og Brian Talbot og Woodcock
tryggði sigurinn, 2-0, með marki af
stuttu færi fimm mínútum fyrir
leikslok. Áður hafði Stewart Rob-
son, Arsenal, verið rekinn útaf
fyrir gróft brot á Tony Galvin.
Manchester United olli von-
brigðum gegn botnliði Sunderland.
Harkan í leiknum var mikii en ekki
mikið um að vera við mörkin. Þó
varði Chris Turner í marki Sunder-
land tvisvar glæsilega frá Bryan
Robson en hinum megin sköpuðu
Frank gamli Worthington og Stan
litli Cummins talsverðan usla.
Hvorugu liði tókst að skora, töpuð
stig fyrir United en ávinningur fyrir
Sunderland.
-VS
Liverpool óstöðvandi!
Kenny Dalglish skoraði þrívegis Í5:2 sigri á Manch. City
Hver var að segja að
Kenny Dalglish væri búinn
að vera? Skotinn snjalli,
sem er kominn á fertugs-
aldurinn, hefur sennilega
aldrei leikið betur með Li-
verpool en þessa dagana
eins og Manchester City
fékk að kenna illilega á í
gær. Hann átti hreint út sagt
frábæran leik og skoraði
þrívegis í 5-2 sigri „Rauða
hersins“ sem hefur áfram
fimm stiga forystu á toppi 1.
deildar.
Eftir aðeins 22 mínútur voru
Kenny Dalglish átti frábæran leik í gær.
úrslitin nánast ráðin. Dalglish
hafði skorað tvívegis og Phil Neal
bætt þriðja markinu við með
miklum þrumufleyg af 30 metra
færi. City náði þó aðeins að klóra
í bakkann, David Cross minnk-
aði niuninn í 3-1 rétt fyrir leikhlé,
eftir að vörn Liverpool hafði
slakað á einum of mikið.
Ian Rush gerði allar vonir City
að engu með marki fljótlega í síð-
ari hálfleik og rétt fyrir leikslok
fullkomnaði Dalglish þrennuna,
skoraði eftir sendingu frá David
Hodgson. Tommy Caton skoraði
fyrir City á síðustu sekúndunni en
það breytti engu. Stórsigur var í
höfn og Liverpool hefur þegar
skorað 50 mörk í 1. deildinni í
vetur í aðeins 20 leikjum!
-VS
Baráttuglaðir Birmingham-
leikmenn unnu Yilla stórt
Birmingham hefur gert allra liða
minnst af því í vetur að angra
markverði andstæðinganna en í
leiknum gegn nágrönnunum, Evr-
ópumeisturum Aston Villa, í gær
var annað uppi á teningunum. Villa
sótti nær látlaust allan leikinn en
leikmenn Birmingham börðust eins
og ljón og uppskáru óvæntan stór-
sigur, 3-0. Oll mörkin komu eftir
skyndiupphlaup.
Pað fyrsta gerði besti maður liðs-
ins, hinn tvítugi miðvörður Noel
Blake, sem þar til í haust lék með
þriðja varaliði Villa. Ian Handysi-
George Reilly skoraði fyrir Cam-
bridge.
des bætti öðru við um miðjan síðari
hálfleik og það þriðja sá Mick Fer-
guson um á 75. mínútu.
Southampton er komið uppí
miðja deild eftir fjóra sigra í röð og
mark blökkumannsins smávaxna,
Danny Wallace, tryggði liðinu stig-
in þrjú í Brighton.
Það var hart barist í leik Luton
og Watford og margt gladdi augu
fjölmargra áhorfenda en aðeins
eitt mark leit dagsins ljós. Clive
Goodyear var þar að verki fyrir
Luton á 37. mínútu.
WBA hefði getað leitt 6-0 í hálf-
leik miðað við færin gegn Notts Co-
unty en aðeins mark Peter Eastoe á
lokamínútu hálfleiksins skildi liðin
að. County skoraði síðan tvívegis
snemma í síðari hálfleik, fyrst Just-
in Fashanu með sitt fyrsta fyrir fé-
lagið og síðan átti hann stangar-
skot, Mark Goodwin fylgdi vel og
skoraði, 1-2. Gary Owen bjargaði
síðan stigi fyrir WBA með marki
fimm mínútum fyrir leikslok.
Mark Chamberlain skoraði
sigurmark Stoke gegn Everton í
spennandi baráttuleik þar sem Ge-
orge Berry hjá Stoke var vísað af
leikvelli um miðjan síðari hálfleik.
Leikir í dag
í dag verður einnig mikið um að
vera í ensku knattspyrnunni.
Leikið verður í öllum deildum og
eruSleikirádagskráíl. deild. Þeir
eru:
Coventry-Mandh. United
Everton-Nottm. Forest
Manch. City- W.B.A.
Norwich- Luton
Notts County-Stoke
Southampton-Arsenal
Sunderland-Liverpool
Tottenham-Brighton
Á miðvikudag fara svo fram þeir
þrír leikir sem eftir verða úr þessari
umferð: Aston Villa-Ipswich,
Swansea-Birmingham og Wat-
ford-West Ham. Síðan verða
heilar umferðir bæði á nýársdag og
mánudaginn 3. janúar svo það er
lítið jólafrí hjá knattspyrnumönn-
unum ensku.
-VS
Tvö mörk Clarke
og Wolves á topp
Úlfarnir tóku forystuna í 2.
deild nieð góðum 2-0 útisigri í
Shrewsbury. Heimaliðið sótti öllu
meira en tvö mörk Wayne
Clarke, á 34. og 55. mínútu,
tryggðu Wolves sigur. Á meðan
tapaði QPR fyrir Chelsea eftir að
hafa náð forystunni með marki
Tony Sealy. Clive Walker og Da-
vid Speedie skoruðu fyrir
Chelsea.
Cambridge náði óvænt stigi af
Fulham og var nálægt sigri. Ge-
orge Reilly skoraði fyrir gestina
en Roger Brown náði að jafna
fyrir Fulham rétt fyrir leikslok.
Howard Gayle skoraði sigur-
mark Newcastle gegn Derby sem
lék með 10 menn mest allan
leikinn og Kevin Keegan lék nú
að nýju með Newcastle eftir
augnameiðsiin sem hann varð
fyrir fyrr í vetur.
-VS