Þjóðviljinn - 29.12.1982, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 29.12.1982, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudaeur 29. desember 1982 Óskar Guömundsson skrifar fréttaskýringu meö pólitísku ívafi um stjórnmálaflokkana Alþýðubandalagið — fyrri hluti: Bandalag í áratugi Fjöldahreyfing verkalýössinna og samvinnumanna Ef uppruni Alþýðubandalagsins er á einum stað fremur en öðrum, þáerhelst aðnefna Alþýðuflokkinn, sem í árdaga var pólitíska skipulagið á Alþýðusambandi Islands. Róttæklingarnirí Alþýðuflokknum stofnuðu Kommúnistaflokk ísiands árið 1930. Sá flokkur er svo lagður niður árið 1938 er Héðinn Valdimarson, Sigfús Sigurhjartarson og fleiri Alþýðuflokksmenn komu til liðs við kommúnistana og Sósíalistaflokkurinn, sameiningarflokkur alþýðu var stofnaður. Bandalagseðliðer því í raun gildur þáttur allt frá fjórða áratugnum í sögu þessarar hreyfingar. Sósíalistaf lokkurinn efnir svo til kosningabandalags við jafnaðarmenn úr Alþýðuflokknum, þá Hannibal Valdimarsson og félaga árið 1956. Við hina formlegu stofnun Al- þýðubandalagsins sem flokks, árið 1968 breyttist ekkert að þessu leyti, áfram var lögð áhersla á bandalags- eðlið. Það hefur því aldrei farið dult að hér er bandalag fólks með mismunandi skoðanir á ferðinni. Sameiginlegt á þetta fólk and- stöðuna við borgaraskapinn og of- urveldi auðmagnsins. Frá því Alþýðubandalagið var gert að formlegum samtökum 1968 hafa einnig nýir straumar bæst við þá sem fyrir voru í bandalaginu; jafnréttisbarátta kvenna og Möðruvallahreyfing vinstri sinn- aðra samvinnumanna úr Fram- sóknarflokki eru meðal þessara. Áður höfðu Þjóðvarnarmenn og ýmsir Framsóknarmenn gengið til liðs við sósíalista í Alþýðubanda- laginu. Forystumenn Sósíalistaflokks- ins, menn einsog Einar Olgeirsson, lögðu löngum á það ríka áherslu að samfylkja bæri gegn hægri öflunum í landinu. Sú stefna hefur yfirleitt notið mikils stuðnings innan þess- arar hreyfingar og það er lykillinn að velgengni hennar alla tíð. Reynt að sporna við skrifrœði Undir forystu þeirra Hannibals Valdimarssonar og Björns Jóns- sonar eru Samtök frjálslyndra og vinstri manna stofnuð eftir harðvít- ug átök innan Alþýðubandalagsins einmitt þegar verið var að ganga frá formlegri stofnun þess. Því er ekki að leyna, að óánægja með ólýðræðisleg vinnubrögð innan Álþýðubandalagsins átti sinn þátt í því að fylgi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna frá Alþýðubandalaginu varð eins mik- ið og raun bar. En fyrir þá sem þannig hugsuðu, var það að fara úr öskunni í eldinn, því ekki þóttu vinnubrögðin og starfshættirnir hjá Hannibal taka Sósíalistaflokknum fram. Enda fór það svo innan fárra ára, að fjöldinn fékk sig fullsaddan af Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Voru þau kölluð mistökin manna í millum. En mis- tökin eru mannleg og fiestir þeirra sem stprfuðu með samtökunum komu síðar til starfa innan Alþýðu- bandalagsins. Alþýðubandalagið er stofnað sem flokkur 1968 rétt í þann mund sem átökunum við Hannibalistana er að ljúka. Sú gagnrýni sem foryst- an hafði orðið fyrir í undangengn- um hremmingum á Tónabíósfund- um og víðar var að miklu leyti tekin til greina. Stefnuskrá og lög Al- þýðubandalagsins bera þess mjög vott, að minnihlutahópum innan bandalagsins er ætlaður réttur og ýmsar reglur og starfshættir sem heyra til þess allra skársta í íslensk- um stjórnmálaflokkum, voru tekn- ar inn í stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins. Reynt er að sporna við ger- ræði forystumanna og varað við hættunni af skrifræði. Verkalýðsforystan var heldur ekkert heilög á þessum árum frek- ar en í dag. í lögum Alþýðu banda- lagsins má sjá klásúlu þarsem varað er við hættunni af skrif- ræði innan verkalýðshreyfingar- innar. Þungt fyrir á köflum Hugmyndin að stofnun Alþýðu- bandalagsins er að sjálfsögðu sú að samfylkja öllum vinstri mönnum í samtökum þarsem flóran á vinstri kantinum gæti fengið að blómstra. Ekki hefur þetta tekist sem skyldi og eru fjölmörg samtök á vinstri kantinum auk kvennaframboðsins til vitnis um það. Vegna þessa hefur og skapast. sérstök óánægja með hversu seinn flokkurinn er að tileinka sér í hvunndagsbaráttunni þá pólitísku strauma sem blása um feysknar súl- ur kerfisins öðru hvoru. Samt sem áður telur flokkurinn sig hafa reynt að vera farvegur fyrir þessháttar strauma. Má þar nefna 1968- hreyfinguna, þarsem barist var fyrir grasrótarlýðræði gegn for- ræðishyggju o.s.frv. Ýmsirforystu- menn Alþýðubandalagsins einsog Magnús Kjartansson höfðu nokk- urn skilning á því hversu mikill endurnýjunarkraftur og nauðsyn- leg umbylting fólst í ýmsum þeim kröfum sem uppá komu á þessum tímum þjóðfélagshræringa og stú- dentahreyfingar. En bæði var það að ’68 kynslóðin setti meira hug- dettur á oddinn en hugmyndafræði að ekki sé talað um beinskeyttar tillögur - og svo hitt að Alþýðu- Einar Olgeirsson var í Alþýðu- flokknum áður en hann stofnaði Kommúnistaflokk Islands og Sós- íalistaflokkinn. Sigfús Sigurhjartarson kom úr Al- þýðuflokki og yar meðal leiðtoga Sósíalistaflokksins meðan hans naut við. Hannibal Valdimarsson úr Alþýðu- flokki til Alþýðubandalags. Gils Guðmundsson úr Þjóðvarnar- flokki til Alþýðubandalags. Brynjólfur Bjarnason var einnig í Alþýðuflokknum áður en hann stofnaði Kommúnistaflokkinn og síðar Sósíalistaflokkinn. Héðinn Valdimarsson úr Alþýðu- flokki. Finnbogi Rútur Valdimarsson úr Alþýðuflokki. Ragnar Arnalds úr Þjóðvarnar- flokki til Alþýðubandalags, fyrsti formaður þess. Ólafur Ragnar Grímsson úr Möðruvallahreyfingu vinstri sinn- aðra Framsóknarmanna. 4. grein bandalagið getur verið ansi þungt fyrir þegar valdastofnanir eru ann- ars vegar. Þannig að minna varð úr lýðræðishugmyndum ’68 kyn- slóðarinnar en skyldi innan Al- þýðubandalagsins. Sjálfstjórnar- sósíalismi í stað forrœðishyggju Innan Alþýðubandalagsins hafa hugmyndir af hinum nýsósíalíska toga átt auknu fylgi að fagna. Þar á meðal eru hugmyndir um meiri sjálfstjórn, fleiri einingar sem ráða meiru, minna miðstjórnarvald og fl. Jafnframt hafa gagnrýni og efa- semdir um ríki og ríkisvald aukist að mun. Meðal þess sem hefur ver- ið reynt á síðustu árum eru fram- leiðslusamvinnufélög og þykir reynslan lofa góðu. Sjálfsagt munu fleiri tilraunir um félagslega vinnu og samtök verða gerðar á næstu árum. Því er heldur ekki að leyna, að gamlar hugmyndir um miðstjórn- arvald og forræðiskommúnisma, sem í daglegu máli eru kenndar við Moskvukommúnisma hafa haft nokkurt fylgi innan bandalagsins þó í hverfandi mæli sé. í þessu efni kemur bandalagseðli Alþýðu- bandalagsins skýrt í ljós. Það er ekki reynt að ögra Moskvukomm- um innan Alþýðubandalagsins með hávaða og látum. Alþýðu- bandalagið hefur hinsvegar af hóg- værð sagt skilið við allar slíkar for- ræðishugmyndir og glögglega mótmælt mannréttindabrotum og hvers kyns kúgun í Austur-Evrópu. Flestir telja og að það þjóðfélags- kerfi sem er í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu eigi lítið skylt við sósíalisma sem bandalagið aðhyll- ist og ekkert skylt við það lýðræði sem Alþýðubandalagið vill ís- lenskri þjóð og öðrum til handa. Margháttuð reynsla Á síðustu árum hefur hinn vinstri sinnaði lýður lært reiðinnar býsn. Hann hefur öðlast reynslu af því að sinna stjórnarstörfum í Reykjavík, í ríkisstjórnum allra handa auk þess sem hann hefur verið í stjórnarandstöðu og orðið að lúta hvað eftir annað í lægra haldi fyrir blessuðu íhaldinu. Við drögum af þessu öllu saman lær- dóm. Eitt af því sem upp kom á ár- inu var Kvennaframboð, sem setti heldur en ekki strik í reikninginn. f fyrsta lagi lærðum við að það er ekki á vísan að róa þarsem kjós- endur eru, í öðru einfaldlega að við höfum ekki staðið okkur nógu vel, bæði í jafnréttispólitíkinni og ekki síður gagnvart valddreifingarhug- myndum ýmiss konar. Það gerir að sjálfsögðu ekki Kvennaframboðið að einhverjum handhafa réttlætis- ins með einkarétti, en hitt er Einar Karl Haraldsson, áður í Framsóknarflokki.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.