Þjóðviljinn - 29.12.1982, Síða 15

Þjóðviljinn - 29.12.1982, Síða 15
Miðvikudagur 29. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 RUV Ö 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir Morgun- orð: Helga Soffía Konráðsdóttir talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. 9.25 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Sjávarútvegur og siglingar. Umsjón- armenn: Guðmundur Hallvarðsson og Ingólfur Arnarson. 10.45 „Tvennar eru tíðirnar“. Minningar- brot úr lífi Guðnýjar G. Hagalín. 11.05 Lag og ljóð.Þáttur um vísnatónlist í umsjá Gísla Helgasonar og Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. 11.45 Úr byggðum.Umsjónarmaður: Rafn Jónsson. 12.00 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Dagskrá í dúr og moll - Knútur R. Magnússon. 14.30 „Leyndármálið í Engidal" eftir Hug- rúnu,Höfundur les (3). 15.00 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Ognir töfr- amannsins“ eftir Þóri S. Guðbcrgsson. Höfundur byrjar lesturinn. 16.40 Litli barnatíminn 17.00 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árna- sonar. 17.45 Neytendamál. Umsjón: Jóhannes Gunnarsson, Anna Bjarnason og Jón Ásgeir Sigurðsson. 17.55 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Tilkynningar. Daglegt mál. Árni Böðvarsson flytur þáttinn. Tónleikar. 20.00 Afangar. Umsjónarmenn: Ásmund- ur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 20.35 Landslcikur í handknattleik: ísland - Danmörk. Hermann Gunnarsson lýsir síðari hálfleik í Laugardalshöll. 21.20 Kvöldtónleikar, St. Martin-in-the- Fields hljómsveitin leikur „Siegfried Idyll'" eftir Richard Wagner og „Nætur- ljóð“ í H-dúr op. 40 eftir Antonín Dvo- rák; Neville Marriner stj. 21.45 Útvarpssagan: .„Siingurinn um sorg- arkrána“ eftir Carson McCullers, Eyvindur Erlendsson les þýðingu sína (5). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Engin refsivist, aðeins stranghlý handleiðsla“.Sr. Árelíus Níelsson flytur erindi. 23.00 Kammertónlist. Leifur Þórarinsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 18.00 Söguhornið. Umsjónarmaður Guðbjörg Þórisdóttir. 18.10 Stikilsberja-Finnur og vinir hans Fórnarlambið Finnur. Framhaldsflokk- ur gerður eftir sögum Marks Twains. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.35 Merkilegt inaurabú. Bresk náttúru- lífsmynd um ástralska maurategund. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Á döfinni.Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Líf og heilsa.Öldrunarsjúkdómar Ár aldraðra er nú að renna sitt skeið. í þess- um þætti verður því fjallað um málefni aldraðra og öldrunarsjúkdóma. Þór Halldórsson, yfirlæknir á Öldrunardeild Landspítalans hefur verið Sjónvarpinu til aðstoðar við gerð þessa þáttar. Könn- uð er starfsemi Oldrunarlækningar- deildar, fjallað um félagsleg vandamál aldraðra og kynnt starfsemi heima- hjúkrunar og heimaþjónustu. Upptöku annaðist Maríanna Friðjónsdóttir. 21.45 Dallas. Bandarískur framhalds- myndaflokkur um Ewingfjölskylduna í Texas. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.30 Svipmyndir frá Sovétríkjunum. So- vésk yfirlitsmynd um listir, minjar og menntir á ýmsum stöðum í Sovétríkjun- um. Meðal annars er svipast um í Vetrarhöllinni í Leníngrad, fylgst með lokaatriði „Hnotubrjótsins“ eftirTsjæk- ovski i Bolsojleikhúsinu og farið Moskvusirkusinn, eitt mesta fjölleika- hús veraldar. Þýðandi Hallveig Thorl- acius. Útvarp kl. 10.45 Rædd staða sj áv ar aútvegs um áramót Sjávarútvegur og siglingar Þátturinn Sjávarútvegur og siglingar er á dagskrá útvarps- ins í dag og hefst kl. 10.45. Umsjónarmcnn eru þeir Ing- ólfur Arnarson og Guðmund- ur Hallvarðsson. Við slóum á þráð til Ingólfs og spurðum hann um innihald þáttarins: „Það má kannski segja að þessi þáttur urn sjávarútveg og siglingar, sem er okkar síðasti á árinu sem er að líða, verði einmitt helgaður árinu 1982. Við munum rabba saman um margt það sem gerðist tengt sjónum, tína saman tölur o.s.frv. Við mun- um ræða um sjóslys þessa árs, fjölda þeirra og fyrirbyggj- andi aðgerðir. Þarna verð- ur rætt um stærð skipastólsins og síðast en ekki síst aflann í ár. Þorskafli landsmanna í ár mun að öllúm líkindum verða í kringum 375 þús. tonn, en var á síðasta ári 460 þús. tonn. Þá munum við ræða um afla útlendra skipa í lögsögu ís- lands.“ Ennfremur sagði Ingólfur að þeir umsjónarmenn rnyndu ræða um þáttinn, tilgang hans og markmið. Ingólfur kvaðst hafa orðið var við mikinn áhuga á þessum þætti og kærni sá áhugi eðlilega fyrst og fremst úr röðum þeirra sem á einn eða annan hátt starfa að málefnum sjávarútvegsins. Afiabrögð á árinu sem cr að líða, slys, og stærð fiskiskipastóls- ins vcrða aðalmálin í þættinum Sjávarútvegur og siglingar sem er á dagskrá kl. 10.30 í dag. Útvarp kl. 11.05 Lag og ljóð „Lag og ljóð“ þáttur þeirra Gísla Helgasonar og Aðal- steins Ásbergs Sigurðssonar, verður á dagskrá hljóðvarps kl. 11.05 og stendur í um 40 mínútur. Þessi þáttur þeirra félaga hefur verið fastur liður í dagskránni um tveggja ára skeið og eins og nafnið bendir til, þá hafa umsjónarmenn hans einbeitt sér að vísum og alþýðutónlist. „Við munum rifja upp margt það helsta sem gerðist hjá íslenskum vísnavinum á þessu ári sem er að líða,“ sagði Gísli Helgason, annar umsjónarmanna þáttarins, þegar Þjóðviljinn náði tali af honum. „Það verður staðnæmst við heimsóknir erlendra vísna- söngvara, við munum flytja verk þeirra ágætu manna sem sóttu okkur heim, og rabba dálítið um þessa tilteknu lista- menn. í þessum hópi er norski vísnasöngvarinn Lars Hauge, færeyska vísnasöngkonan An- ika Haukdal, og finnska lista- konan Arija Saiomaa sem flutti hér efnivið í Þjóðleikhúsinu. Mér fannst það forkastanlegt að hún skyldi koma hingað og flytja efni sitt á ensku, rétt eins og við íslendingar séum einhverskonar undirmálsfólk sem allt má bjóða. Miklu nær hefði verið að flytja dag- skrána á skandinavísku máli sem stendur íslendingum miklu nær. Þarna verða ýmsir Aðalstcinn Asberg Sigurðs- son. fleiri með söngva, tam. írsk- ir vísnavinir sem heimsóttu okkur og grænlenski söngvar- inn Peter Petersen frá Núki, en hann kom hingað á vegum Norræna félagsins." Gísli sagði að þeir Aðal- steinn hefðu þann háttinn á í þáttum sínum að láta sem Gísli Helgason. minnst á sér bera, heldur gefa listamönnum þeirn sem flytja efni, söngva og lög af ýmsu tagi, lausan tauminn. Hann bað fyrir nýárskveðjur til les- enda Þjóðviljans og kvaðst vonast eftir góðu samstarfi bæði við þá og starfsfólk blaðsins. frá lesendum Enn um Stundarfrið Þökk sé sjón- varpinu Ragnar Bjarnason. Hágerði 31, hringdi: Hann vildi koma þökkum á framfæri til sjónvarpsins fyrir að hafa sýnt það áræði að velja Stundarfrið Guðmundar Steinssonar sem jólaverk sjónvarpsins. Jafnframt vildi hann mótmæla þeirri skoðun sem fram kom í lesendadálki blaðsins þar sem lýst var furðu yfir þeirri ákvörðun að sýna þetta leikrit. Ragnar sagðist nú reyndar vera einn af þeint sem ekki hefðu séð leikritið á sínum tíma og eftir að hafa horft á Taka heimilislæknar of hátt gjald fyrir viðtalstímana? Úr uppfærslu sjónvarpsins á Stundarfriði Guðmundar Steinssonar. Þarna eru þau Þorsteinn Ö. Stephensen og Guðbjörg Þorbjarnardóttir í hlutverkum sínum. það með fjölskyldu sinni og nokkrum öðrum voru menn sammála því, að með verkinu væri fluttur þarfur boðskapur sem ætti erindi til allra. Maður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, hringdi: Hann sagðist hafa farið til heimilislæknis síns í viðtal og að viðtalinu loknu hefði sér verið gert að greiða 50 krón- ur. Þar sem hann taldi að verðskrá Heilbrigðisráðuneyt- isins væri nokkru lægri, fór hann að kanna þetta mál. Hjá þessum sama lækni reyndist gjald fyrir viðtalstíma ellilíf- eyrisþega vera helmingi lægra, eða 25 kr., en upplýs- ingar frá ráðuneytinu gáfu til kynna að gjaldið ætti að vera 12 krónur fyrir tímann. Maðurinn taldi að mjög mis- jafnt væri hvað læknar tækju fyrir viðtalstímann, og hefði hann reyndar heyrt kvartanir frá þeim yfir því, að gjaldið skyldi ekki hafa verið hækk- að. Þannig væri því farið sum- staðar, að læknar taka 20 krónur fyrir tímann.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.