Þjóðviljinn - 29.12.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.12.1982, Blaðsíða 16
uúÐmmN 1 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382, 81482og81527. umbrot 81285. Ijósmvndir81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Miðvikudagur 29. desember 1982 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Óvíst hvort Guðmundur G. Þórarinsson fer fram: Er ekki í stöðu tll að úttala mig um n Frambjóðendur í prófkjöri full- trúaráðs Framsóknarflokksins í Reykjavík hafa verið að tínast inn á lista að undanförnu. Af hálfu flokksins hafa nöfn þeirra sem bjóða sig fram ekki fengist birt, en talið er naer víst að á listanum verði að finna nöfn Ólafs Jóhannessonar utanríkisráðherra, Haralds Ólafs- sonar lektors og Björns Líndals fyrrverandi formanns SUF. Hláka og mikil úrkoma settu svip á gærdaginn, níu snjóflóð féllu í Ól- afsvíkurenni, vatn tlæddi inn í nýju heilsugæslustöðina á flöfn í Horna- firði og ástandinu á Selfossi og Hvolsvelli var líkt við F’eneyjar. I Reykjavík myndaðist mikill vatns- elgur á götum og skapaðist víða öngþveiti, einkum í gærmorgun, þegar hílar drápu á sér í bleytunni. Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri í Reykjavík sagði að ástandið hefði verið verst í gærmorgun. „Fyrst var ofankoma og strekk- ingsvindur í morgunsáriö, en síöan fór aö hlána og göturnar uröu víða einn vatnselgur", sagöi hann. Nærri 100 manna vinnuflokkur vann höröum höndum í gærdag við að hreinsa frá niðurföllum og gera götur borgarinnar ökufærar. Verst var ástandíö í Árbæjarhverfi og Breiðholti, en um miöjan dag í gær var ástandið víða komið í sæmilegt horf aö sögn gatanmála- stjóra. -Ig- Orsök brunans í Breiðholti: Útleiðsla í sjónvarpinu Að sögn Rannsóknarlög- reglunnar þykir fullvíst að upptök eldsvoðans í íbúðar- húsi í Breiðholti aðfararnótt mánudags sl. megi rekja til íkvcikju í sjonvarpstæki. hað hefur gerst áður hérlendis að húsbruna megi rekja til íkveikju í sjónvarpstækjum. Or- sök slíkra íkveikja er, að þegar tækin eru höfð í sambandi þótt búið sé að slökkva á þeim, getur einangrunarbilun í þeim hleypt úr þeim straumi sem eftir stendur. Njörður Snæhólm rannsóknar- lögregluinaður sagði að eldsupp- tök sem þessi væru mjög fátíð, en rétt væri að hafa allan vara á, einkum ef fólk væri með gömul sjónvarpstæki í notkun, og taka þau úr sambandi að lokinni not- kun. Eins væri rétt að áminna fólk um að koma upp reykskynjurum í íbúðum sínum. „Pað þarf ekki mikinn reyk til að þeir geri fólki viðvart", sagð Njörður. - Ig- Stóra spurningin snýst hinsvegar um það hvort Guðmundur G. Þór- arinsson fari fram, en þegar frestur til aö tilkynna framboð rann út á mánudagskvöldið, þótti sýnt að Guðmundur hefði ekki tilkynnt. framboð. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Guðmundur fari fram, þar sem prófkjörsnefnd þarf að fylla lista a.m.k. 10 manna. Þjóð- viljinn hafði í gær samband við Síðustu forvöð að skipta gamalli mynt yfir í nýja Frain til áramóta eru síðustu forvöð að skipta gömlu íslensku myntinni yfir í þá nýju, búi einhver svo vel að eiga verulegt magn sem tekur að skipta yfir í nýju myntina. Eftir 1. janúar nk. eru gömlu pen- ingarnir úr gildi fallnir. Sighvatur Jónasson, afgreiðslu- stjóri Seðlabankans, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að þessa dag- ana bærist mikið af gamalli mynt. Kæmi fólk með þetta í sekkjum og til að mynda í gærdag hefðu borist um 20 pokar og nam upphæðin alls milli 1400 og 1500 krónum. Sagði hann að 50 kg. af gömlu myntinni væri að verðgildi svona 300 krónur eða svo, enda fengist ekki nema 40 kr. fyrir 4 þúsundin. Nær ekkert kemur lengur inn af seðlum. En hvers virði er þá gömlu pen- ingarnir hjá söfnurum ? Magni R. Magnússon í Frímerkja- og myntverslun Magna að Laugavegi 15 sagði í gær að myntin væri einskis virði, enda svo málið” Guðmund G. Þórarinsson, en hann kvaðst ekki vera í neinni stöðu til að gefa upp stöðu sína í prófkjörinu. í tveim síðustu al- þingiskosningum hefur hann skipað 2. sæti listans í Reykjavík. Starfsmaður Framsóknarflokks- ins, Sigfús Bjarnason, sagði að endanlegur listi yfir þátttakendur í prófkjörinu ætti að liggja fyrir á föstudaginn, þ.e. gamlársdag. mikið magn af henni í umferð. Aftur á móti væru seðlarnir nokk- urs virði ef þeir væru alveg nýir og ónotaðir. Nefndi hann sem dæmi nýjan 5 þúsund krónu seðil, sem að nafnvirðiværi50kr., fyrir hann fengjust 200kr. Fyrir nýjan 100 kr. Guðmundur G. Þórarinsson Hann vildi ekkert segja um hverjir hefðu tilkynnt þátttöku, en sagði að margir væru óákveðnir í jreim efnum. seðii fengjust 15 kr. en nafnvirði 1 kr. Magni sagði að langt yrði þangað til myntin gamla yrði einhvers virði, vegna þess að svo mikið af henni lægi hjá almenningi ennþá. -S.dór. Forval Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum: Niöur- stöður í fyrri umferð Fyrri umferð forvals Al- þýðubandalagsins á Vest- fjörðum vegna skipunar fram- ( boðslista flokksins í komandi alþingiskosningum fór fram dagana 3.-9. þessa mánaðar. Vegna erfiðra póstsamgangna á Vestfjörðum tókst ekki að ljúka talningu atkvæða fyrir jól. Samkvæmt forvalsreglum Alþýðubandalagsins á Vest- fjörðum ber í fyrri urnferð að velja 6 menn til þátttöku í síðari umferð. í fyrri umferð skrifar hver þátttakandi sex nöfn án röðunar, en í síðari umferð verður svo raðað í þrjú efstu sæti listans úr hópi þeirra sex sem flest atkvæði fá í fyrri umferð, og hefur stjórn kjördæmisráðs einnig heimild til að bæta þrernur mönnum við. Fyrir síðari umferð þurfa frambjóðendur að hafa gefið kost á sér, en tilnefningar í fyrri umferð eru óbundnar. ' Aðeins flokksmenn í Al- þýðubandalaginu hafa rétt til þátttöku í forvalinu sem kjós- endur. Af um það bil 200 flokks- mönnum Alþýðubandalags- ins á Vestfjörðum greiddu 163 atkvæði. 9 seðlar voru auðir eða ógildir og gild atkvæði því 154. Flest atkvæði fengu: Kjart- an Ólafsson, ritstjóri Reykja- vík, Þuríður Pétursdóttir, kennari ísafirði, Gestur Krist- insson, skipstjóri Súganda- firði, Guðvarður Kjartans- son, skrifstofumaður, Flat- eyri, Pétur Pétursson, hér- aðslæknir Bolungarvík, Finn- bogi Hermannsson, kennari ísafirði og Kristinn H. Gunn- arsson, skrifstofustjóri og for- maður Verslunarmannafélags Bolungarvíkur, Bolungarvík. Röð manna var eins og talið er hér að ofan, nema Gestur og Guðvarður voru jafnir og einnig Finnbogi og Kristinn. Síðari umferð forvals Al- þýðubandalagsins á Vest- fjörðum fer væntanlega fram í síðari hluta janúar. Viðræðunefnd um skólakostnað Borgarráð hefur skipað þriggja manna nefnd til viðræðna við menntamálaráðuneytið um skipt- ingu skólakostnaðar. í nefndinni eiga sæti: Markús Órn Antonsson, og Ragnar Júlíusson, fulltrúar D- lista, og Bragi Jósepsson, fulltrúi V-lista. í borgarráði var varpað hlutkesti milli Þorbjörns Broddasonar, G- lista, og Braga, en þeir hlutu eitt atkvæði hvor. Kom nafn Braga upp. - AI - hól. Mikil úrkoma og hláka sunnanlands: Víða öngþveiti í götupollum „Stolt siglir fieyið mitt“ gat hann raulað þessi bílstjóri, kominn út úr verstu ógöngunum í Suðurfelli í Breiðholti. En það voru ekki allir sem komust svo klakklaust yfir stærstu „stöðuvötnin14 í hlákunni í gær. Mynd -eik. Gamla krónan kvödd Fyrir nýjan og ónotaðan 5 þús. króna seðil fást nú 200 kr. hjá söfnurum, en gamla myntin cr verðlaus. Eftir 1. janúar nk. falla gömlu peningarnir úr giidi og eigi fólk enn umtalsvert magn af þeiin, eru síðustu forvöð að skipta yfir í nýja peninga fram að áramótum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.