Þjóðviljinn - 08.01.1983, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 08.01.1983, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Helgin 8. - 9. janúar 1983_____ Laga- og skipulagsnefnd Alþýðubandalagsins tekin til starfa Svavar Gestsson, Einar Karl Haraldsson, Adda Bára Sigfúsdóttir og Hjalti Kristgeirsson á fundi skipulagsnefndar Alþýðubandalagsins í gær. Ljósm. eik. Yiðræðurum samstöðu vinstriaflanna í landinu Rætt um róttækar breytingar á skipulagi Alþýðubandalagsins Flokksráð Alþýðubandalagsins ákvað í nóvember að fela sérstakri skipulagsnefnd að leita nýrra leiða til að efla einingu íslenskra vinstri manna. Laga- og skipulagsnefndin kom saman til fyrsta fundar að Grettis- gðtu 3 í gær og stóð liann fram á nótt. í nefndinni eiga sæti Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins, Adda Bára Sigfúsdóttir formaður framkvæmdastjórnar, Ólafur Ragnar Grímsson formaður þingflokks Alþýðubandlagsins, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson Reykjaneskjördæmi, Sveinn Krist- insson, Vesturlandskjördæmi, Kristinn H. Gunnarsson, Vest- fjarðakjördæmi, Ragnar Arnalds, Norðurlandi vestra, Einar Már Sig- urðsson (til vara Birgir Stefánsson) Austurlandskjördæmi, Ármann Ægir Magnússon, Einar Karl Har- Nefndarmenn að störfum í gærkvöldi, en á fundinum voru ræddar fjölmargar nýjar hugmyndir um skipulagsmál og starfshætti Alþýðubandalagsins. Ljósm. eik. aldsson, Alþýðubandalagið í Reykjavík og Guðbjörg Sigurðar- dóttir, Æskulýðsnefnd Alþýðu- bandalagsins. Áuk þess eiga sæti í nefndinni fimm fulltrúar kjörnir af flokksráði, þau Bjargey Elíasdótt- ir, Arthur Morthens, Hjalti Krist- geirsson, Tryggvi Þór Áðalsteins- son og Vilborg Harðardóttir. Viðrœður innávið og útávið Fram kom í inngangsorðum for- manns Alþýðubandalagsins á fundinum að á vegum þessarar nefndar færu fram umræður um nauðsynlegar breytingar á skipu- lagi og starfsháttum um nauðsyn- legar breytingar á skipulagi og starfsháttum Alþýðubandalagsins innan flokksins, og vænst væri á- fangaskýrslu frá henni í marsmán- uði. Nefndinni er ætlað að skila til- lögum til landsfundar Alþýðu- bandalagsins á næsta vetri. Einnig er ætlunin að efna til viðræðna við hópa, samtök og einstaklinga utan flokksins um sameiginleg stefnu- mið og þau skipulagsform sem kynnu að auðvelda samstöðu. Hann lagði áherslu á að hér væri þörf á jafnrétti allra sem leita vildu samstöðu - hvorki mætti gæta for- ræðistilhneigingar né fordóma frá fyrri tímum, heldur ræðast við á jafnréttisgrundvelli. Nýmœli í flokkslögum 1968 Ragnar Arnalds rakti á fundin- um aðdragandann að stofnun Al- þýðubandalagsins sem flokks árið 1968, eftir að það hafði verið í 12 ár sambland af kosningabandalagi nokkurra stjórnmálaafla og flokki. Hann gat þess að í flokkslögum sem sett voru við flokksstofnunina gætti mjög samfylkingarhug- mynda, auk þess sem einræði upp- stiliingarnefnda hefði verið afnum- ið og búið svo um hnútana að minnihluti gæti ávallt náð fulltrú- um í flokksstofnanir. Meðal ný- mæla í þessum lögum hefði verið að ekkert brottrekstrarákvæði var þar að finna, og að sérstaklega var tekið fram að minnihluta væri heimilt að vinna skoðun sinni fylgis innan flokksins, en í ýmsum sam- tökum sósíalista hefði gilt reglan um lýðræðislegt miðstjórnarvald, þar sem minnihluti varð að hlíta niðurstöðu meirihluta. Meðal margra annarra nýmæla í lögunum var endurnýjunarreglan svokall- aða sem kveður á um að enginn megi sitja lengur en þrjú kjörtíma- bil í senn í trúnaðarstöðum innan flokksins. Niðurstöður flokks- starfsnefndar Arthur Morthens rakti niður- stöður flokksstarfsnefndar sem sett hefur saman skýrslu þar sem fram koma viðamiklar upplýsingar um flokksstarfið frá 1968. Þar er greint frá skipulagi og stofnunum flokks- ins, fjölda flokksmanna og kjós- enda, flokksdeildum og félögum þeirra, og niðurstöðum varðandi starf þeirra. Þá eru stofnanir flokksins, landsfundir, flokksráð, miðstjórn og starfsnefndir, fram- kvæmdastjórn teknar fyrir ein af annarri og starfshættir þeirra metn- ir. Einnig er fjailað um fræðslustarf Alþýðubandalagsins, æskulýðs- starf, flokksstarfssamþykktir og framkvæmd þeirra og fleira. Er hér samankominn mikilsverður fróð- leikur í sambandi við úrbótatil- lögur, en nefndina skipuðu auk Arthurs Morthens, sem var for- maður, Bjargey Elíasdóttir, Elísa- bet Þorgeirsdóttir, Hjalti Krist- geirsson, Margrét S. Björnsdóttir og Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Breytt skipulag Hjalti Kristgeirsson fjallaði þessu næstu um flokksgerðina og skipulag sósíalískra flokka. í máli hans kom m.a. fram að skipulagi flokksins ætti að breyta í þá átt að grunneiningar hans, félögin hefðu meira vald, frumkvæði og ábyrgð en nú er. Hvaða félag sem væri ætti að geta orðið aðili að Alþýðu- bandalaginu með alla sína félags- menn á þann einfalda hátt að gefa út einhliða yfirlýsingu þar um. Takmarkanir á félagssvæði og fjölda félaga á hverjum stað þyrfti að afnema. Þá lagði Hjalti til að stefnuskrá flokksins yrði lögð til hliðar og samin ný með virku at- fylgi flokksmanna á grundveili þeirra markmiða sem felast í fyrstu grein flokkslaga, þar sem fjallað er um Alþýðubandalagið sem sósíal- ískan flokk, byggðan á lýðræði og þingræði, sem sé flokkur allra ís- lenskra vinstrimanna. Gagnrýni yrði að vera aðal boðorð við samn- ingu nýrrar stefnuskrár. Eining gegn íhaldssókn Ólafur Ragnar Grímsson rakti það hvernig kreppa, atvinnuleysi, vígbúnaðarkapphlaup og tortíming náttúruauðlinda mótuðu stjórn- málabaráttuna í öllum löndum í okkar heimshluta. Þar sem vinstra fólk skiptist í margar sundurþykka flokka og stefnuhópa hefðu hægri öflin náð viðspyrnu til valdatöku, en þar sem félagshyggjuöflin hefðu sameinast á skipulagðan hátt hefði tekist að hrinda framsókn hægri aflanna. Þá minnti hann á að dreifing kraftanna virtist vera ríkjandi til- hneiging meðal vinstri manna á ís- landi. Það væri eðlilegt að Alþýðu- bandalagið sem ávallt hefði mótast af breiðfylkingarsjónarmiðum hefði frumkvæði að umræðu um leiðir til þess að stuðla að einingu gegn íhaldssókn í landinu. Stofnun laga- og skipulagsnefndarinnar væri vísbending um að Alþýðu- bandalagið væri reiðubúið til þess að ræða breytingar á skipulags- og starfsháttum til þess að skapa for- sendur fyrir betri samstöðu um mikilvægustu mál. Fjölmargar hugmyndir voru til umræðu á fundinum í gær er bæði snertu hið innra flokksstarf, svo og hvernig stuðla bæri að viðræðum um stöðu vinstri hreyfingarinnar í landinu og möguleika hennar til samfylkingar gegn valdatöku hægri aflanna í landinu. - ekh. Steingrímur Sigfússon, Sveinn Kristinsson, Arthur Morthens, Guðbjörg Sigurðardóttir, Ármann Ægir Magnússon og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson eru meðal 16 fulltrúa allsstaðar af landinu í laga- og skipulagsnefndinni. Ljósm. eik.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.