Þjóðviljinn - 08.01.1983, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 08.01.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 8. - 9. janúar 1983 Þaö má leita allt afturtil síðustu aldar til að finna frumorsakir átakanna í El Salvador. Árið 1880 var aldagamalii sameign á landi riðlað þannig að einungis 14 fjölskyldursölsuðu undirsig nær allt jarðnæði landsins. Eignarhaldið á jörðinni í El Salvador er nær óbreytt enn þann dag í dag. Um síðustu aldamót koma strax fram hið hrikalega misrétti og ójöfnuður sem enn er við lýði. Eignaskiptingu í landinu er þannig háttað að aðalútflutningsgreinin - kaffiræktin - er alfarið í höndum örfárra fjölskyldna, um 1/2% landeigenda eiga 34% ræktanlegs lands meðan 52% bænda rækta aðeins 3.7% ræktarlands. Þessi eignaskipting hefur verið nær óbreytt í heila öld. í kjölfar gífurlegs atviniiuleysis og hruns efnahagslífsins geröu smábændur og landbúnaðarverka- menn uppreisn árið 1932, undir stjórn kommúnistaflokksins. Her- inn og morðsveitirnar drekktu henni í blóöi og myrtu rúmlega 30 þús. manns. Blóðbaðinu stjórnaði þáverandi forseti landsins, Maxim- iliano hershöfðingi. Sama saga endurtekur sig núna með aðeins öðruvísi hætti, með morðsveitum hægrimanna, en aðalförystumaður þeirra er nú forseti stjórnlagaþings- ins í E1 Salvador, d’Abuission. Seinna var svo stofnuð morðsveit. til heiðurs þessum athafnasama hershöfðingja, sem heitir eftir hon- unr. Árið 1944 reyndu verkamenn að binda endi á 14 ára einræðisstjórn Martiezar mcó almennu verkfalli en stuttu síðar það sama ár sölsaði herinn aftur lil sín öil völd með stuðningi auðugra iandeigenda. Síðar (1944-45) var boðað allsherj- arverkfall í því skyni að kollvarpa herstjórninni en verkfallið var brotið á bak aftur af hernum og í kjölfarið fylgdu fjöldamorð á verkafólki og almennum borgur- um. Tveim árum síðar voru sett á laggirnar samtök til að endurskipu- leggja verkalýðsfélög í landinu (CROS). Þessi samtök störfuðu fyrst „neðanjarðar“ en þegar þau komu fram opinberlega, fyrst 1951, voru fljótlega allir helstu leiðtogar þeirra myrtir og síðan gengið af samtökunum dauðum. Verkalýðsfélög í landinu reyndu enn einu sinni að mynda með sér allsherjarsamtök (CGS) árið 1957. Sama sagan endurtekur sig eins og svo oft áður að leiðtogar þeirra sæta ofsóknum, eru pyntaðir og myrtir af stjórnarliðum. Enn ein tilraun var gerð til samtakamynd- unar áríð 1965 og Sameiningar- bandalag Salvadorískra verka- manna sett á fót. Leiðtogar þess voru strax ofsóttir. Árið 1967 var almennt verkfall til stuðnings salv- adorískum stáliðnaðarverka- mönnum. Ári síðar var almennt verkfall til stuðnings kennarasam- tökunum í landinu. Afleiðingar þess voru gífurleg kúgun á hendur verkamönnunr og öðrurn lands- mönnum sem minna máttu sín. Verkalýðsleiðtogar sem studdu verkfallið voru nryrtir. Samtök umbótasinna (UND) studd af íðnverkamönnum og smá- bændum, mótmæla kosningaúrslit- unum 1972 þar sem víðtæku kosn- ingasvindli var beitt til þess að tryggja áframhaldandi vöid land- eigenda. Til að berja niður mót- mæli fjöldans sendi CONDECA 1 hersveitir l.(Condeca er varnar- bandalag Mið-Ameriku ríkja, þ.e- .a.s. gegn byltingaröflum í ríkjum sínum - nýtur beins stuðnings frá Bandaríkjunum) til E1 Salvador frá Nicaragua og Guatemala. Þá voru myrtir urn 150 manns. Aftur gengu UND til kosninga árið 1977, þá eins og fyrr voru kosningaúrslit fölsuð og landeigendur lýstir sig- urvegarar. Útvarpsstöðvar, m.a. á vegum kirkjunnar, útvörpuðu seg- ulbandsupptökum sem sönnuðu kosningasvindlið. í kjölfar mót- mælaöldunnar sem fylgdi, voru Hvað getum við gert? margir myrlir. I þessum kosning- um komst Carlos Hunrberto Rom- ero hershöföingi til valda og á valda- ferli hans óx harðstjórnin enn frekar. Þann 15. október 1979 var Romero þessum steypt af stóli í byltingu hersins, sem Bandaríkin stóðu bak við, og mynduð var sam- stjórn hers og ýmissa miðjuflokka. J af n ve 1 Kommúnistaflokk uri n n átti ráðherra í stjórninni. Ýmis vinstri samtök studdu stjórnina gagnrýnum stuðningi. Gerð var áætlun um umbætur þar sem m.a. var gert ráð fyrir að útflutningsverslun á kaffi og sykri yrði þjóðnýtt, náðun pólitískra fanga og grafist yrði fyrir unt afdrif horfins fólks, gerðar umbætur í landbúnaði og landi skipt á milli fátækra bænda. En það kom fljótt í ljós að valdastéttirnar höfðu ekki hugsað sér að sleppa neinu af því sem þær kölluðu sitt. Strax í janúar 1980 fóru flestallir fulltrúar vinstri og miðflokka úr stjórninni og síðan smákvarnaðist úr henni þannig að eftir sat í E1 Salvador ein hin svart- asta afturhalds- og harðstjórn sem um getur. Ríkisstjórnarsamvinnan hrundi þarna algjörlega vegna fjöldaafsagna kommúnista og sósí- aldemókrata. Hægri öflin náðu þannig algjörum yfirtökum í stjórninni sem mynduð var. Hvernig land er það sem þannig er lýst í frelsissögu sinni? - E1 Salvador er þéttbýlasta land Mið- Ameríku, um 1/5 hluti Islands að stærð. íbúar þess eru tæpar 5 mill- jónir og búa um 60% landsmanna úti á landsbyggðinni og er atvinnu- leysið þar um 60%. I höfuðborg landsins San Salvador búa um 2% Iandsmanna og þar er atvinnu- leysið um 40%. Hundruð þúsunda landbúnaðarverkamanna hafa aðeins atvinnu um uppskerutím- ann en er atvinnulaus þess á milli. { borgunum er svipaða sögu að segja. Rúmlega 50% þjóðarinnar kann hvorki að lesa né skrifa og yfir helmingur barna í E1 Salvador deyr úr næringarskorti og sjúkdómum áður en þau ná 5 ára aidri. Þá má geta þess að það eru þrír læknar og sautján sjúkrarúm á hverja 10 þús- und íbúa landsins en landsmenn eru 262 á hvern ferkílómetra. Landið er ekki svo ósvipað íslandi, fyrir utan gróður. Bæði eru þau eldfjalía- og náttúruhamfara lönd og ber Íandið svip sinn af því. Fréttum um mannshvörf hefur fækkað undanfarið en eingöngu vegna þess að ntiklu færri blaða- og fréttamönnum er hleypt inn í landið en áður. Frá því í október 1979 til árantóta 1982 hafa yfir 30 þúsund manns verið myrtir eða hafa horfið, og frá síðustu ára- mótum þar til nú í haust hafa um 5 þúsund manns horfið samkvæmt upplýsingum Mannréttindasam- taka E1 Salvador. í skýrslu frá Amnesty International frá því í mars 1981 kemur frant að einkum er ráðist að verkalýðsleiðtogum, menntamönnum og blaðamönnum og þeir fangelsaðir eða ráðnir af dögum. í sömu skýrslu eru einnig nefnd dæmi um fjöldamorð á óbreyttum borgurum þar sem öll- um er slátrað - körlum, konum, gamalmennum og börnum. f þess- um tölum er ekki reiknað með mannfalli í hernaðarátökum, held- ur er einungis átt við morð á borg- urum. Á síðasta áratug fóru að spretta fram skæruliðahópar og snemma árs 1980 sameinuðust þeir og mynduðu samtökin FMNL (Fara- bundo Marti National LLiberati- on). Þau hafa náð stórurn svæðum í sveitum undir sig og í stórsókn þeirra í október síðastliðnum tóku þeir 20 borgir í þrem héruðum E1 Salvador, Morazán, Chalatenango og í Usulatán. Þessi stórsókn þeirra heppnaðist mjög vel að þeirra mati og hafa þeir nú unt 1/3 landsins á sínu valdi, en hafa þó ítök um landið allt. Talið er að á svæðum frelsisfylkingarinnar búi um ein milljón manna. Skæruliðarnir efiast stöðugt og þeirn hefur tekist að halda landsvæðum sínum þrátt fyrir útrýmingarherferðir stjórnar- hersins. FDR (Byltingarsinnaða lýðræðisfylkingin) og FMLN hafa ávallt lýst sig reiðubúnar til samn- ingaviðræðna án skilyrða en Bandaríkjastjórn hefur hinsvegar þverneitað öllum slíkum boðunt hingað til. Þcirn röddum fer fjölg- andi og verða stöðugt háværari utan raða þjóðfrelsisaflanna að samningaleiðin sé sú eina sent fær er til aö stöðva borgarastyrjöldina í landinu. Ilér cr þó ekki aðeins átt við hluta borgarastéttannnar og fjármálavaldsins í E1 Salvador, heldur eru nú ýmsir herforingjar í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.