Þjóðviljinn - 08.01.1983, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 08.01.1983, Blaðsíða 19
Hclgin 8. - 9. janúar 1983 I»JOÐVILJlNN - SÍÐA 19 Ungir uppreisnarmenn teknir höndum „Við skulum ekki reyna að loka augunum fyrir því að það skiptir máli fyrir almenning í E1 Salvador og viðar í Mið-Ameríku hvaða afstöðu við tökum hér á íslandi og annars staðar áVest- urlöndum” stjórnarher landsins farnir aö láta þessa skoðun í Ijós. Þjóðfrelsisöflin (FDR/FMLN) lögðu fram um- ræðugrundvöll í fimm liðurn nú í haust. 1. Viðræður fari fram rnilli FMLN/FDR. herforingjastjórnar- innar og Bandaríkjastjónjar. 2. Alþjóðlegir áheyrnarfulltrúar verði viðstaddir. 3. Niðurstöður viðræðnanna verði bornar undir salvadorönsku þjóðina. 4. Engin fyrirfram ákveðin skil- yrði. 5. Allar spurningar opnar frá byrjun. Þessum tillögum var alfarið neit- að og gaf stjórnin í E1 Salvador út þá yfirlýsilngu að ekki verði samið við „skæruliða", sem þó þorri landsmanna styður. Við höfum líka orðið vör við á- róðursstríðið í sambandi við El Salvador. Bandaríkin eiga mikilla hagsmuna að gæta þar, bæði eiga þeir þar fyrirtæki og jaröir og svo eru Bandaríkin aðal viðskiptaland El Salvador. Bandaríkin hafa veitt E1 Salva- dor hernaðaraðstoð um áratugi - sent þangað hergögn og þjtílfað, her- og lögreglumenn. - 1 forseta- tíð Carters var nokkuð aöhald í aðstoðitmi því frjálslyndir menn í Bandaríkjunum efuðust og efast enn um að þessi svokallaða aðstoð konti alþýðu landsins til góða. Þaö vakti mikla gremju almennings í Bandaríkjunum þegar dauða- sveitir hægri manna myrtu fjórar bandarískar nunnur þann 3. des- ember 1980 og varð það til þess að Carter stjórnin dró úr opinberri aðstoð við hægri stjórnina strax daginn eftir. Eitt af fyrstu verkum Reagans núverandi forseta Banda- ríkjanna var aö stórauka hernaðar- aðstoðina við stjórnina í E1 Salva- dor. Kenning Reaganstjói narinnar er sú að kommúnistar rói undir með byltingarmönnum í El Salva- dor og að Sovétríkin, Kúba og Nie- aragua hafi sent þangaö hergögn og jafnvel hermenn til stuðnings byltingarsveitunum. Bandaríkja- stjórn hefur þó gengið afar illa að renna stoðum undir þessar full- yrðingar eða koma fram með sönn- unargögn um stórkostlega vopna- flutninga. Fréttamenna og starfs- menn alþjóðlegra hjálparstofnana, sem farið hafa um þau landsvæði er skæruliðar ráða yfir, eru sammála um að skæruliöarnir séu illa vopn- aöir, þeir nái miklu af vopnum sín- um frá stjórnarhernum eöa smíði þau sjálfir. Nú er talið aö skæru- liðar hafi um 6000 manns undir vopnum en stjórnarherinn milli 20. og 30.000 manns, og með þessuni liðsmun hefur skæruliðunt tekist að halda um 45'/<, stjórnarhersins óvirkum og sótt samt sjálfir fram. Hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við stjórnina í El Salvador hefur margfaldast nú hin allra síðustu ár. A einu ári, 1981, var aðstoðin nærri því jafnmikil í dollurum talið og síðustu 30 ár á undan og stjórn Re- agans heidur áfrarn að byrgja her- foringjastjórnina vopnum og öör- um búnaði. Fessi hernaðaraðstoð fer fram fyrir opnum tjöldum og eru jafnvel sýndar myndir frá af- hendingunni í sjónvarpinu og allar tölur um hergögnin eru gefnar upp í dagblööum landsins. Jafnframt þessu stendur Bandaríkjastjórn fyrir stórfelldri vígbúnaðarupp- byggingu í nágrannalöndunum, einkum í Honduras og Guatemala. Far ætla þeir greinilega að korna sér upp öðru „ísrael" bara örlítið nær. Það getur ekki farið hjá því að umræður um ástandið í E1 Salvador verði neikvæðar í garö Bandaríkj- anna, því það er ómótmælanlegt að þessi stjórn sem Bandaríkin styður í E1 Salvador er einræðisstjórn senr beitir kúgun og hryöjuverkum og nýtur stuðnings lítils minnihluta þjóðarinnar - ncfnilega yfirstett- arinnar. Frá 15. okt. 1979 til 15. okt. 1982 hafa verið myrt 36 þúsund manns og þar af 23% konur, lH'/o þeirra yngri en fjórtán ára. Nú fer vaxandi hlutur kvenna í hópi horfins fólks eða fanga, sérstaklega eftir ágúst- Fjöldamorð mánuð í ár. I fangelsum landsins eru nú um 600 pólitískir fangar sem stjórnin viðurkennir að hafa undir sínum höndum og má eflaust marg- falda þá tölu til að fá út réttan fjölda. Bandarískir ráðgjafar eru nú farnir að taka virkan þátt í yfir- heyrslum á pólitískum föngum. Mörg ríki í Evrópu og Rómönsku-Ameríku. þar með tal- in bandalagsríki Bandaríkjanna, hafa veitt þjóðfrelsisfylkingunni í E1 Salvador ýmiskonar stuðning. Fyrir rúmu ári síðan viðurkenndu Frakkland og Mexíkó þjóðfrelsis- fylkinguna sem réttan fulltrúa landsmanna. Tæpast verða þessi lönd talin nteðal andstæðinga Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn hefur stutt þessa einræðisstjórn, sem ríkir nieð grímulausri harð- stjórn og dag hvern eru tugir manna drepnir, og þar með hefur Bandaríkjastjórn misnotað auðæfi. - í stað þess að reisa þar skóla og sjúkrahús, eru þar byggðir herflugvellir, í staðinn fyrir drátt- arvélar og fiskiskip eru sendir þangaö skriðdrekar og herþyrlur, í staðinn fyrir mat og íatnað eru sendar þangað sprengjur og skot- færi, allt á þeint forsendum að ver- ið sé að verja lýðræði og frelsi ein- staklingsins í El Salvador. Margir kunna nú að spyrja, hvað kemur þetta okkur við? - Og hvað getum við svo sem gert til að stilla til friðar? - l’að er vissulega margt sem við getum gert og hvað fyrri spurningunni viðvíkur þá hlýtur það að koma við alla friðelskandi menn hér á landi þegar verið er að murka lífið úr heilli þjóð, eingöngu til þess að skara eld að sinni könnu. Eftir því sem augu alheimsins hafa beinst æ meir að atburðunum í Mið-Ameríku undanfarin ár hafa sífellt fleiri orðiö til að mótmæla ógnarstjórnunum og reynt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til stuðnings þjóðum Mið-Ameríku. Samstöðuhreyfing með alþýðu E1 Salvador hefur sprottið upp um all- an heim undanfarin 2-3 ár hér á landi einnig. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem almenningu hefur tekiö til sinna ráða í sögunni og tekiö afstöðu með öðrum aðilanum í borgara-’ styrjöld. Margir vita um samstöðu- starfið sem fram fór meðan Banda- ríkin stunduöu hernað sinn í Víet- nam. Einn mikilvægast þátturinn í sögu þess stríðs var hlutur sant- stöðuhreyfingarinnar á Vestur- löndurn. Það er staðreynd að Ví- etnamnefndirnar í Bandaríkjun- unt, Vestur-Evrópu og annars staðar sem skipulögðu mótmæli gegn hernaði Bandaríkjanna allan tímann frá 1965-1973, áttu einna stærstan þátt í að Bandaríkjastjórn neyddist til að láta af stríösrekstrin- unt í Víctnam. Svo sannarlega höf- um við áþreifanlega reynslu fyrir því að samstööuhreyfing getur haft áhrif, almenningur getur komið í veg fyrir stríðsrekstur, hryðjuverk og ógnaraögerðir ef vakandi auga er haft með fyrirætlunum hers- höfðingjanna og málstað fórnar- larnba þeirra haldið á lofti með stöðugu og samfelldu andófi. Við skulum því ekki reyna að loka augunum fyrir því að það skiptir máli fyrir almenning í E1 Salvador og víðar í Miö-Améríku, hvaöa afstöðu við tökum hér á ís- landi og annars staðar á Vestur- löndum. Það mun skipta sköpum í Bandaríkjunum hvort almenn andúð á afskiptum stjórnarinnar í Mið-Ameríku eykst eða minnkar. Tökum undir með ríkisstjórnum Frakklands og Mexíkó og viður- kennum Þjóðfrelsisöflin FMLN/ FDR sem réttan fulltrúa lands- manna í E1 Salvador og þrýstum á okkar eigin ríkisstjórn aö hún beiti sér fyrir því gagnvart Bandaríkja- stjórn, að hún láti af hernaðar- stuðningi við þá ógnarstjórn sem fer með völd í El Salvador, því við Islendingar getum haft áhrif á þessa þróun deilna í Mið-Ameríku. m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Meö hrottaskap magnast hatrið. Styðjum því þjóðfrelsisöflin í Ei Salvador og notum okkar áhrif og aðstöðu til að stuðla að friðsam- legri lausn mála í E1 Salvador. Lifið heil. Jon Gunnar Grjetarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.