Þjóðviljinn - 08.01.1983, Síða 7
He4gin 8. - 9. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
helgarsyrpa
Thor
Það er erfitt að hugsa sér að Sig-
urjón skuli vera horfinn sjónunt,
þessi eldfjörugi maður þrunginn
lífskrafti sem átti svo auðvelt með
að fylla vini sína gleði og bjartsýni.
Alltaf fór maður rfkari af fundi Sig-
urjóns nteð snerpta sjón eftir heint-
sóknir í vinnustofuna sent voru
ætíð viðburðaríkar í sjónaratlæti af
myndunum hans, að rifja upp
kynni af eldri myndunum og sjá
það nýja sem var einlægt að fæðast
hjá þessunt sístarfandi listamanni.
frjóum í hagleik sínunt og ríkidæmi
hugntynda, geðfjöri og ást á lífinu.
Og hann bar ótt á að segja manni
sögur af viðburðaríkri ævi með
sinni skelntsku gamansemi, sprikl-
andi fyndni.
Oft fékk ég að koma með útlenda
kunningja mína sem ég vildi að
sæju eitthvað sérstakt sem mætti
verða þeint eftirminnilegt frá ís-
landsreisu, sem við íslendingar
mættum vera stoltir af og gætum
borið saman við það sem kallað er
Vilhjálmsson
skrifar
„Alttaf fór maður ríkari af fundi Sigurjóns með snerpta sjón“
SIGURJON KYADDUR
stórt með öðrum þjóðum. Og það
brást ekki að þessir gestir hrifust af
hinum mikla listamanni, af verkunt
hans og ekki síður manninum sjálf-
um, vinnustofu hans og heimili og
af hinu margtöfraða andrúmslofti
þar.
Þegar Jorge Luis Borges kom
hingað vildi hann hitta íslenzkan
myndlistarmann, mér þótti það
einsætt að það hlyti að vera Sigur-
jón. Og við fórum að morgni
saman til Sigurjóns. Borges var að
kalla sjónlaus á öðru auga, sá ofur-
lítið með hinu, - nógu mikið til þess
að gera sér grein fyrir því að sjórinn
var fyrir utan gluggann hússins á
fjörukambinum í Laugarnesi. Og
augu hans báru mismunandi liti,
annað í bláu, hitt móleitt.
Þetta fínlega skáld frá Argentínu
sem hafði lifað lífi sínu nteð bókum
og í bókum bar fingur sína varlega
að styttum Sigurjóns, og þreifaði
þær með gát sínum brothættu
skáldfingrum. Sigurjón þreif hend-
ur skáldsins og færði þær af krafti
um myndirnar svo skáldið mætti
skynja þróttinn í þessum myndum,
ntagnað líf þeirra; og verð ég að
játa að ég varð hálf smeykur um
fingur skáldsins í öflugum greip-
um Sigurjóns og óttaðist að sjá
þá hrynja sem glerbrot eða glitr-
andi salla niður á gólfið. En það fór
allt vel, og við nutum hinnar hlýju
gestrisni sem varð til þess að manni
leið ætíð svo vel í þessu húsi við
ærslin í Sigurjóni og hina tignu hæ-
versku húsfreyjunnar Birgittu, og
vænleik barnanna.
Þennan eina dag ætlaði elzti
sonurinn Olafur ekki að snerta
selló sitt, því þann dag var hann
átján ára. En þar sem hið mikla
skáld frá Suður-Ameríku var kom-
ið í þetta hús, þá settist hinn ungi
maður við hljóðfæri sitt og lék aríu
eftir Bach. Og eftir þá andakt
kvöddum við. Þegar við komum að
bíl mínum hafði snjóað, Borges
seildist eftir snjó á bílþakinu og
kjassaði snjóinn hrærður og sagði:
Þegar ég var í ísrael var farið með
mig í verksmiðju þar sem þeir
bjuggu til sápu. Hvers vegna þarí
ég að vita hvernig er farið að því að
búa til sápu?
II
Það hefur sjálfsagt verið gæfa
Sigurjóns að hann komst strax á
rétta braut, og það kom aldrei neitt
annað til greina heldur en að verða
listamaður, þótt hann gerði það að
vísu fyrir móður sína að læra húsa-
málun til að hafa eitthvað í bak-
höndinni. Hann var kominn fimm-
tán ára gamall til Reykjavíkur og ár
gætu liðið þar til hann kæmist til
útlanda til að nema og þroska list
sína, og vissara að hafa einhvern
veg til að afla sér viðurværis á með-
an. En hann gerði sér strax grein
fyrir hæfileikum sínum og treysti
Sigurjón Ólafsson
þeint. Sjálfsagt hefur lionum verið
mikill styrkur að því að hafa í
bemsku óvenjulegan kennara Aðal-
stein Sigmundsson sem var sérstak-
lega sýnt uni að koma sínum nem-
endum til nokkurs þroska, og varð
strax ljóst hve óvenjulegur efni-
viður bjó í Sigurjóni; og hélt sér-
staka sýningu á teikningum drengs-
ins í barnaskóla, lagði heila stofu
undir myndir hans, þegar Sigurjón
var tólf ára gantall.
Sögur fara af því sérstaka and-
rúmslofti sem var á Eyrarbakka
þar sent var áhugi nteiri en almennt
gerðist á tónlist og ýmis konar list-
fengi og lestri góðra bóka, og
jarðvegur til fyrir andiegt líf; og úr
þeint jarðvegi eru sprottnir menn
sem hafa skipt sköpurn með þjóð
okkar í menningarlífinu eins og
Ragnar í Smára og Páll ísólfsson
auk Sigurjóns.
Einkum var orðlagt hve farsæl-
lega tókst að veita borgaralegum
menningarstraumum sunnan úr
álfu í þetta pláss þangað sem bárust
listunnandi kaupmannafjölskyldur
úr sunnanverðum útlendum hins
danska ríkis með hæfilegan
skammt af hinu órólega blóði
gyðingsins gangandi meö eirðar-‘
leysi síspyrjandi lundar og til-
einkaða menningu þjóðanna í far-
angri sínum, og settist að í húsinu
og rann saman við íslenzkt fólk og
nærði íslenska þrá og rauf einangr-
un, einkum meö músíseringum,
svo ymurinn af aðfluttri músík
barst um sveitirnar víöa um undir-
lendi suðurlands. Söngur og
hljóðfærasláttur sem gerði sig fínan
víða í þessunt sveitum mætti sögum
og fróðleik og kveðskap sem
streymdi að þessum höndlunarstað
allar leiðir úr Skaptafells-
sýslunt, þaðan sem menn sóttu sér
föng.varning og farnað í höndlun-
arplássið miösækjandi; og geröu
sig oft yfirnáttúrulega í svamli sínu
yfir vötnin stríð og miklar auðnir
og erfitt land.
Og fólkið sótti sjóinn um Suður-
land allt með þær miklu hafnleysur
um allan þennan landshluta, með
þeim mikla hugmyndasamanburði
og sagna sent þreifst í verinu.
Úr slíkum jarðvegi er Sigurjón
sprottinn. Og á síðasta fundi okkar
sagöi hann mér margar sögur
hverja annarri meiri og innfjálgari
af æsku sinni á Eyrarbakka.
Mikið hefur verið talað um upp-
eidisáhrifin í drynjanda brimsins,
einkum í sambandi við Pál ísólfs-
son og tónsmíðar hans, og kannski
ekki sízt þau áhrifin þaðan sem
leiddu til þess liver orgelsnillingur
Itann varð. Og það er margt vænt
fólkið úr þessu litla plássi. Og segir
nokkra sögu að þarna vaxa upp
nokkurn veginn samtímis slíkir af-
burðamenn og áhrifsvaldar í
þjóðlífinu sem hafa hvor með sín-
um hætti flestum öðrurn fremur
sett svip sinn á listmenningu þjóð-
arinnar og lyft henni innávið og út-
ávið, Ragnar í Smára og Sigurjón,
og mun Itafa verið fjögurra ára ald-
ursmunur með þeim.
III
Fimmtán ára gamall er Sigurjón
kominn með forcldrunt sínum til
Reyk javíkur, og lýkur sveinsprófi í
húsamálun á næstu fjórum árum,
Honum verður það með öðru til
láns að í Iðnskólanum kenndi
B jörn Björnsson teikningu, sá list-
hagi maður og hugsjónamaður,
bróðir Baldvins föður Björns Th.
Björnssonar.
En drýgst hefur honum eflaust
orðiö að njóta leiðsagnar Ásgríms
Jónssonar, og vera veturlangt hjá
Einari Jónssyni. Björn Th. segir í
Listasögu sinni hve logandi hrædd-
ur Sigurjón var við þ;ið hvað þaö
myndi kosta að njóta tilsagnar Ein-
ars þennan vetur, hann hafi aldrei
þorað aö segja frá því heima hjá sér
jrar sem viðkvæðið var að hann
væri alltaf að slæpast þegar hann
var hjá Einari. Loksins mannar
hann sig upp í að spyrja Itvaö þetta
muni kosta unt vorið. Ekki neitt,
svaraði Einarogsegir: Þégarégvar
hjá Sinding kostaði það ekkert,
þetta kostar þig heldur ekkert.
Þegar Sigurjón leitar inngöngu á
Akademíiö í Kaupmannahöfn í
höggmyndadeildina um haustið
1928 er þar engin fyrirstaða, en það
var vegna teikninganna sem hann
hafði með sér að heiman að hann
komst inn, þær hafði hann gert
einkum undir handleiðslu Björns,
enda hjálpaði Björn mörgum til
þroska.
Ég hygg, að það hafi verið gæfa
Sigurjóni að komast strax aö hjá
myndhöggvaranum Utzon-Frank
sem vann í klassískum anda og var
mótaður af forngrískum áhrifum,
og þar fékk Sigurjón strangan
skóla sem hann nýtti til hlítar og
tileinkaði sér allt sem hann gat lært
á nijög persónulegan og sjálfstæð-
an hátt. Þaö fór brátt að kveöa
mjög að Sigurjóni á þessum nýju
slóðum, og sópaði að honum, hinn
listræni persónuleiki hans var svo
sterkur að hann gerði öll áhrif strax
aö sínum og óx af til þroska, svo
undrum sætti. Enda mun hann hafa
veriö óvenju vinnufús og stundaöi
námsvinnu löngum frá klukkan
átta á morgnana til tíu á kvöldin.
I lann hafði ekki verið nema tvö ár
við námið þarna þegar hann hlaut
gullverðlaun Akademísins, í harðri
samkeppni við listamenn sem
höföu allir stundaö lengur nám en
hann og sumir miklu, hann var líka
langyngstur, aðeins tuttugu og
tveggja ára.
Sigurjóni fór eins og Kjarval
áður við námið í þessari stofnun viö
Nýjatorg kóngsins, hann var sí-
vinnandi og notaói hvert tækifæri
til að þróa verktækni sína og
þroska sína list. Eldlegur áhugi og
frábær verkhyggni nteð óþreytandi
elju skiluöu brátt árangri sent vakti
þegar víðtæka athygli, og sjálfstæð
efnistök Sigurjóns og dirfska vöktu
aödáun margra en einnig deilur,
eins og fyrri daginn þegarmenn eru
á undan samtíð sinni og unthverfi
eins og Sigurjón var.
Fyrst um sinn kom Sigurjón
heim á sumrurn og málaði hús til aö
afla sér fjár. En vaxandi orðstír
færöi honum ýmis konar styrki og
vegsauka svo það kom að því að
hann gæti látið drauminn rætast að
dvelja árlangt í sjálfri Rómaborg,
sent honum nýttist vel, og gegndi
þar nafninu Vittorio Giovanni,
eins og eðlilegt var fyrir mann sent
bar svo réttilega nafnið Sigurjón,
og vann marga sigrana í kynnum af
fólki sem varð honum eftirminni-
legt og efniviöur í óborganlegar
sögur á mörgum stundum sem
hann gerði góðar vinum sínunt.
Og þegar hann kemur aftur til
Hafnar sópar enn meira að honum,
og stúndum loguðu deilur um verk
sem hann sýndi, eftir að hann Itafði
lokið brottfararprófi frá Akademí-
inu, og hófu sumir til skýjanna en
skammsýnir menn og staðir for-
dæmdu.
Það er engin goðgá að fullyröa
að Sigurjón hafi tekið forystu í
danskri höggmyndalrst á þessunt
tíma eins og Björn Th. bendir á í
Listasögu siniii, þar hafi verið
vaxtarbroddurinn.
I lann starfaöi í Kaupmannahöfn
fram yfir stríðið, og það skipti
sköpum í norrænni list, líkt og
hlutur Svavars Guðnasonar í ntál-
verkinu, þáttur Svavars í hinni stór-
merku listhreyfingu sem var kennd
við COBRA, þar sem Svavar var
einn sterkasti áhrifsvaldurinn.
Þannig eru þessir tveir listamenn
íslenzkir einir helztu brautryðjend
tir og leiðtogar í norrænni nútíma
listsköpun, ásamt sínum dönsku fé-
lögunt Robert Jakobsen og Asger
Jorn. Og þeirra hlutur sætir tíðind-
um í evrópskri list, þessara manna
sent eru í víking þau árin og flytjast
báðir heim að loknu stríði til að
starfa hér heima, afburðamenn og
frumkvöölar sem sæta fálæti fram
an af hér lieima, einkuin af opin
berri hálfu, þrátt fyrir frægð er
lendis. Þeir höfðu unnið landvinn-
inga erlendis á meðan Laxness og
Kjarval sáu um hið innra landnám
svo það varö þáttur af heimsmenn
ingunni.
Það segir sína sögu aö svonefnd
heiöursverðlaun sem alþingismenn
eru aö braska með löngum til vansa,
þau skyldu falla til Svavars, Sig-
urjóns og Þorvalds áratugum eftir
að öllum skynbærum mönnum
varð ljóst að þau væru réttnefndari
heiðurslaun því fyrr sem þeim væri
skilað til þessara manna í stað þess
að dengja þeim til lítilsigldra
viðhlæjenda í daglegu þrasi braski
og hrossakaupum svo sem raun
hefur orðið á alltof oft. Og mun
seint fyrnast sú skömm að Sigurjón
naut þeirra aðeins í einn dag, og þá
með þeim formála að þaö væri
vegna þess að hans mikil fyrirrenn-
ari Ásmundur væri fallinn frá; líkt
og hann væri eins konar varamaður
þessa ólíka en snjalla starfsbróður.
Væri nú óskandi að þetta yrði hug-
vekja ábyrgðarmönnum um það að
þessi verðlaun eiga eingöngu að
vera handa fremstu listamönnum
þjóðarinnar en ekki gustukaverk
við meðalskussa og jafnvel prakk-
ara.
Hér verður ekki rakinn hinn
mikli og margþætti listferill Sigur-
jóns en vísað til hins greinargóða
yfirlits í Listasögu Björns Th
Björnssonar. Og margar fagrar
myndir Sigurjóns prýða umhverfi
okkar þótt ntiklu meira hefði mátt
vera.
Það var okkur mikil gæfa að eiga
svo mikinn og fjölhæfan listamann
sent frjóvgaði menningu okkar
með list sinni og persónuleika, og
lifir áfram í verkunt sínum; og um
sinn í minni þeirra manna, nieðan
þeir lifa, sem nutu þess láns að
þekkja hann og eiga að vini.