Þjóðviljinn - 08.01.1983, Qupperneq 10
1« SÍÐA - ÞJC»VILJINN Helgin 8. - 9. janáar 1983
Eftir að þrjár kúlur höfðu hæft
Gústaf II Adolf og þar af ein
banvæn í höfuðið, rennur
Svíakonungur af hesti sínum.
Seinna þegar líks hans er vitjað
er það blóðugt og illa farið.
Þann 6. nóvember s.l. var
þess minnst í Svíþjóð,
Austur-Þýskalandi og víðar
að þá voru 350 ár liðin frá
orrustunni við smáborgina
Lútzen (skammt suðaustur
af Leipzig), þeim slag þrjátíu
ára stríðsins (1618-1648)
sem frægastur hefur orðið.
Þar áttust við her sænska
konungsríkisins undir stjórn
Gústafs annars Adólfs, sem
meira orð hefur farið af en
flestum ef ekki öllum öðrum
persónum
Norðurlandasögunnar, og
liðssveitir þýska
keisaradæmisins undir
forustu tékkneska
stóreignamannsins og
stríðsgróðabraskarans
Wallensteins.
Kveikjan aö þessum óskaplega
ófriöi, sem lék Þýskaland stórum
verr en til dæmis heimsstyrjöldin
síðari, var uppreisn Tékka í Bæ-
heimi gegn Þýskalandskeisara af
ætt Habsborgara, sem sat í Vín.
Keisari var kaþólskur, en Bæ-
heimsmenn höfðu að miklu leyti
snúist til mótmælendatrúar, svo að
þetta varð trúarbragðastríð jafn-
framt.
Sundrað
Pýskaland
í helstu ríkjum Vestur-Evrópu,
Frakklandi, Spáni og Bretlandi,
haföi undanfarnar aldir þróast
fram sterk miðstjórn og hinir ýmsu
hlutar landanna meir og nteir
þjappast saman í eina heild. í
Tyrkjaveldi, séfn náði þá auk ann-
ars yfir Balkanskaga og meirihluta
Ungverjalands, var einveldi, svo
og í Rússlandi. í álfunni miöri voru
hinsvegar tvö víðlend og fjölmenn
ríki með veikri miðstjórn, Pólland-
Litháen og Þýskaland. Undir þeim
kringumstæðum gátu ýmis lítil og
fámenn lönd á mörkum þessara
ríkja, svo sem Niðurlönd nyrðri
(Holland), Danntörk og Svíþjóð,
auðveldlega haldið sér í tölu
öflugra ríkja og jafnvel stórvelda.
Þýska keisaradæmið (eða þýsk-
rómverska ríkið, eins og það opin-
berlega hét, vegna þess að Þýska-
landskeisari vildi teljast arftaki
Rómarkeisara) varaðvísu að formi
til ein ríkisheild, en völd keisarans
lítil í raun utan hans eigin erfða-
landa, sem náðu yfir þau héruð,
sem nú eru Austurríki, norðvest-
urhluti Júgóslavíu, mestur hluti
Tékkóslóvakíu og Slésía. Völd
keisarans yfir furstum hins eigin-
lega Þýskalands, sem voru fjöl-
margir, voru hinsvegar líti! fram
yfir nafnið tómt. Þetta gerði að
verkum að Þýskaland var tiltölu-
lega aflvana pólitískt séð, enda
þótt með tilliti til stærðar landsins,
náttúrugæða, legu, mannfjölda og
tiltölulega langt kominnar þróunar
atvinnuvega hefðiþess mátt vænta,
að það væri öflugasta stórveldi
álfunnar.
Þessu vildi Ferdínand keisari
annar, sem kom til ríkis 1619,
gjarnún breyta. Hann var heittrú-
aður kaþólikki og fannst því liggja
beint við að snúa stríðinu við Bæ-
heimsmenn upp í allsherjar kross-
ferð gegn mótmælendum og slá
tvær flugur í einu höggi: brjóta Lút-
herstrúarmenn og Kalvínista á bak
aftur og efla um leið keisaravaldið
yfir furstunum. En Ferdínand var
lítill garpur og átti við ramman reip
að draga. Kaþólsku furstarnir í
Suður-Þýskalandi, þeirra voldug-
astur hertoginn af Bæjaralandi,
voru að vísu fúsir til að hjálpa hon-
Gústaf Adólf
og Wallenstein
um til að berja á mótmælendum,
en á hinn bóginn engu síður en
mótmælendafurstarnir ófúsir að
sleppa nokkru af völdum sínum í
hendur keisara. Sjálfur páfinn var í
þessu efni reiðubúinn að brcgða
fæti fyrir keisara. Jarli Krists á
jörðu var að vísu einkar Ijúft að
mótmælendatrúín yrði upprætt, en
vildi þó af tvennu illu frekar um-
bera hana en að láta viðgangast, að
Þýskalandskeisari yrði álíka sterkur
í sínu ríki og konungar Frakklands
og Englands voru orðnir heima hjá
sér. Páfann grunaði, og ekki að á-
stæðulausu, að ef því fengist fram-
gengt. yrði hann þegar fram liðu
stundir lítið meiraen heimilisprest-
ur hjá keisara. Vaklhafar Vestur-
og Norður-Evrópu sáu fyrir sitt
leyti fram á, að vegur þeirra hlyti
að niinnka hlutfallslega og það
kannski meira en li'tið, cf þýska
keisaradæmið yröi að einu ríki í
raun. Þeim var því mjög í mun að
ónýta fyrirætlanir Ferdínands
keisara, sérstaklega þó Frakk-
landi, sem þá var sem óðast að
verða öflugasta ríki álfunnar.
Hrakfarir
mótmœlenda
Þrátt fyrir alla þessa andstöðu
brosti stríðsgæfan framan af næst-
unt einhliða við keisaranum og
kaþólsku furstunum, sent gert
höfðu með sér bandalag undir for-
ustu Maximilíans Bæjarahertoga.
Þetta bandalag hafði komið sér
upp sterkum her undir stjórn Jó-
hanns Tserelaes von Tilly, aðals-
manns frá Brabant í Niðurlöndum
syðri (Belgíu). Hann hafði skólast
hjá Jesúítum og var ofstækisfullur
kaþólikki. Hernað hafði hann lært í
þjónustu hjá Spánverjum, hverra
landher þá um skeið hafði veriö
talinn sá besti í Evrópu. Hann var
persónulega heiðarlegur sagður.
„sem fágætt var í þá tíð," eins og
eínn sagnfræðingurinn orðar það.
Bæheimsmenn voru slegnir flatir
með heldur lítilli fyrirhöfn og furst-
ar þýskra mótmælenda biðu hvern
ósigurinn af öðrunt fyrir Tilly, enda
litlir karlar flestir og samheldni
þeirra klén; olli því bæði valdarígur
og úlfúð milli Lútherstrúarmanna
og Kalvínssinna. Kristján fjórði
Danakonungur (sá sent kom á ein-
okunarverslun á Islandi) gekk í lið
með þeim, en fór háðulegar hrak-
farir og mátti þakka fyrir að hann
fékk að halda ríki sínu. Var þá mót-
spyrnu mótmælenda gegn keisara
og kaþólikkum að mestu lokið, og
hugðist keisari nú koma sér upp
herflota, er tæki upp keppni við
Vestur- og Norður-Evrópuríkin um
völdin á heimshöfunum og
Eystrasalti. Þetta vakti mikinn ugg
hjá valdhöfum þessara ríkja, og
1630 gekk Gústaf Annar Adólf Svía-
konungur, með sænskan her á
land í Pommern. Voru þá komnir
fram á vígvöllinn þeir tveir framá-
menn, sem frægastir hafa orðið úr
ógnasögu þrjátíu ára stríðsins, þeir
Gústaf Adólf og Wallenstein.
Gústaf Adólf
Gústaf annar Adólf, sonur Karls
níunda Svíakonungs, Gústafs son-
ar Vasa, og síðri drottningar hans,
Kristínar af Holstein-Gottorp, hef-
Gústaf II Adolf
jr orö á sér sem sá dug- og hæfi-
leikamesti af konungum Svía, og
að öllum líkindum með réttu.
Flann var ákafamaður mikill, sem
þeir frændur fleiri, og fjölbreyttum
gáfum gæddur. Þegar hann kom til
ríkis 1611 var Svíþjóð enn meðal
vanþróuðustu ríkja álfunnar, en
undir stjórn hans urðu þar miklar
og allt að því byltingarkenndar
framfarir í stjórnsýslu, dóntsmál-
um, menntamálum, atvinnumálum
og hermálum. Gull- og silfurflóðið
frá nýlendum Spánar i Ameríku
hafði valdið gífurlegri þenslu í
efnahagsmálum Evrópu. sem hafði
ásamt með öðru í för með sér að
eftirspurn á kopar og járni, málm-