Þjóðviljinn - 08.01.1983, Síða 14

Þjóðviljinn - 08.01.1983, Síða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 8. - 9. janúar 1983 hvikmyndir Tórtia- hljóð Nú er komið að inér (It’s My Turn) Bandaríkin 1980 Stjórn: Claudia Weill Handrit: Eleanor Ber)>stein Kvikinyndun: Bill Butler Leikendur: Jill Claybur)>h, Michael Uouglas. Sýnin)>arstaður: Stjörnubíó. í augiýsingu frá Stjörnubíó stendur aö Nú er komið að mér sé „bráðskemmtileg gamanmynd”. Beturaö svoværi. í raun og veru er þetta mynd sem hlýtur að vaida umtalsverðum vonbrigðum. Claudia Weill vakti fyrst á sér athygli sem kvikmyndaleikstjóri 1978, þegar mynd hennar Girlfri- ends var frumsýnd við mjög góðar undirtektir. Ég hef að vísu ekki séð þá mynd, én hef fyrir sátt aö hún hafi verið þónokkuð góð. Nógu góö til þess að Claudia Weill fékk langþráð tækifæri til að gera „al- vörumynd". þ.e. mynd sem var kostuð af stóru kvikmyndafyrir- tæki. en ekki gerð af vanefnum einsog Girlfriends og svo rnargar aðrar bandarískar kvennamýndir. Nú er komið að mér (táknrænt nafn!) er semsé afraksturinn af þessu tækifæri sem Claudia fékk. Kannski hefur maður búist við of miklu. Myndin er svosem ekki ai- vond. í henni segir frá konu sem er stærðfræöikennari í Chicago og býr í óvígðri sambúð með verkfræöingi (sem er ekki nærri eins klár og hún). Hún skreppur til New York til að sækja um nýtt starf og jafn- framt til að vera viðstödd brúökaup fööur síns. Þá hittir hún afdankaðan hornaboltakappa sem er sonur stjúpu hennar og verður bálskotin í honum eftir að hann hefur sigrttð hana í borðtennis. Kappinn á reyndar konu og dóttur, og til að byrja með er það svolítil hindrun, en allt fer „vel" að lokum. Meira var það nú ekki. Jill Clayburgh er enn að leika hlutverkið sitt úr An Lnmarried Woman - sjáifstæðu, gáfuðu kon- una sem er þrátt fyrir allt svolítið rugluö og afskaplega háð karl- mönnum-en íþessari mynderhún ekki nærri eins sannfærandi einsog þar. Michael Douglas er ósköp venjulegur karlmaður með alla vöðva í lagi. Ég hef Claudiu Weill grunaða um að hafa ætlað að segja eitthvað heilmikið með þessari mynd. lJví miður hefur það ekki tekist. Tóma- hljóðiö yfirgnæfir allt. Michael Douglas og Jill Clayburgh í myndinni „Nú er komið að mér“. Að deyja í beinni útsendingu Dauöinn á skcrminum La mort cn dircct Krakkland, 1979 Handrit: David Kayfacl, cftir sögunni „Thc Unslccping Eye“ eftir David Compton Stjórn: Bcrtrand Tavcrnicr Kvikntyndun: Picrrc Williain Glenn Leikendur: Romy Schncidcr, Harvcy Kcitcl, Max von Sydotv Sýningarstaður: Kcgnhoginn. Tavernier er í hópi athyglis- verðustu kvikmyndastjóra Frakka um þessar mundir, einsog þeir vita sem stundað hafa Kvikmyndahátíð undanfarin ár. I’ar hafa verið sýnd- ar a.m.k. tvær myndir eftir hann, Vikufrí og Dekurbörn. Á frönsku kvikmyndavikunni s.l. haust var líka sýnd mynd eftir Tavernier, og ný sýnir Regboginn Dauðann á skerminum, sem sumir telja bestu mynd hans til þessa. Og víst er um það, að þessi mynd er mjög áhuga- verð. Dauðinn á skerminum er fyrsta mynd Taverniers sem leikin er á ensku, og hún er tekin í Glasgow. Leikararnireru af ýmsurn þjóðern- um, og má segja að myndin sé al- þjóðleg, fremur en frönsk. Hún er látin gerast í ótilgreindri framtíð. sem viröist þó mjög nálæg okkur. Við getum auðveldlega ímyndað okkur aö svontt verði líf fólks á Vesturlöndum ef kreppan fær að grassera nokkur ár í viðbót og tæknin heldur áfram að þróas't, einkum á sviði fjölmiðlunar. Það eina sem okkur hlýtur að finnast vísindaskáldsögulegt er sú tækni sem gerir það mögulegt að breyta mannsaugum í sjónvarpstökuvél- ar. En andrúmsloftið t myndinni er Ingibjörg Hara________ skrifar svo trúverðugt að við tökum þetta gott og gilt: því ekki það? Annað eins hefur nú gerst í nýjustu tækni og vísindum. Með afar fallegri kvikmynda- töku er brugðið upp nöturlegri mynd af Glasgow, niðurníddri kreppuborg sem gegnir mjög stóru hlutverki í myndinni. Betra sögu- svið fyrir þá atburði sem lýst er verður vart fundið. í þessu ókræsilegu framtíðar- þjóðfélagi eru læknavísindin komin á það stig að „eðlilegur dauðdagi" er að verða fátítt fyrirbæri. Sjúk- dómar eru yfirleitt læknaðir. Gamla fólkinu er búið „ánægjulegt ævikvöld" á elliheimilum, þar sem það situr brosandi, laust við sárs- aukann sem áður fylgdi eilinni. Manneskja sem fær ólæknandi sjúkdóm er einskonar furðuvera í þessum heimi, næstum óhugsandi. Þessvegna verður sjónvarpið að búa hana til. Fólkið vill eitthvað krassandi, fólkið vill fá að fylgjast með því hvernig slík manneskja deyr, og sjónvarpið kemur til móts við áhorfendur. Romy Schneider leikur unga konu sem hefur lifibrauð sitt af því að semja metsölureyfara með aðstoð tölvu. Hún fer til læknis og hann segir henni að hún sé haldin ólæknandi sjúkdómi og eigi í mesta lagi tvo mánuði ólifaða. Þótt konan eigi erfitt með að trúa þessu verður hún að sætta sig við það. En hún sættir sig ekki við tilboð sem hún fær frá sjónvarpsinu um að það fái að fylgjast með dauðastríði hennar gegn ríflegri borgun. Þeir sjón- varpsmenn eru að sjálfsögðu ekki svo grænir að taka mótmæli hennar til greina, enda er konuvesalingur- inn ekki annað en leiksoppur þeirra og sleppur ekki úr klóm þeirra þótt hún haldi það. Maðurinn með sjónvarpsaugun (Harvey Keitel) er fenginn til að gerast ferðafélagi konunnar á flótta hennar frá sjónvarpinu. Sjónvarpsvélarnar í augum hans senda síðán út „dauðastríð" henn- BLAÐBERAHAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS VINNINGAR: 4-5 daga ferð til Amsterdam með Ferðaskrifstofunni Sögu REGLUR: Hver blaöberi fær 1 miða eftir að hafa borið át í 3 mánuði, talið frá 1. októberl982, eða síðar. Síðan 1 miða á mánuði til 1. maí. GEYMIÐ MIÐANA VEL! Nr 0 ar, sem almenningur fylgist með af gífurlegum áhuga. Myndin er mjög spennandi, og því er væntanlegum áhorfendum enginn greiði gerður með því að rekja efnisþráðinn frekar. Dauðinn á skcrminum er hörð árás á siðleysi nútíma fjölmiðlunar. Það er ntjög snjallt að láta myndina gerast í náinni framtíð, vegna þess að þannig er unnt að ganga lengra, ýkja aðeins lítillega það sem við sjáum allt í kringum okkur, það sem er að gerast núna og hlýtur að ' ieiða til þess ástands sem við sjáum í myndinni, verði ekki snúið við á þessari braut, sem er braut sið- leysis og tilfinningadauða. Með þessari aðferð verður myndin að varnaðarorðum, í tíma töluðum. Hitt er svo annað mál, hvort ein kvikmynd getur breytt gangi mála. Að því er ég best veit hefur það ekki ennþá gerst í sögunni, því miður. En við þekkjum dærni unt margar kvikmyndir sem hafa kom- ið fjölda fólks til að hugsa, staldra við og líta í eigin barm. Dauðinn á skerminuni er einmitt slík mynd. Hér er svo sannarlega ekki á ferð- inni nein lygasaga um ævintýralega framtíð í háþróuðu vísindasamfé- lagi. Og þetta er heldur ekki hroll- vekja í science-fiction-stíl. Miklu fremur hugvekja í ádeilustíl. Roniy Schneider gerir hlutverki sínu hin ágætustu skil, einsog henn- ar var von og vísa. Það er kald- hæðnislegt að hugsa til þess, að leikkonan var sjálf fórnarlamb fjölmiðla um langt skeið og að sú staðreynd átti líklega sinn þátt í því, að hún fyrirfór sér, aöeins tveimur árum eltir að hún lék í þessari niynd. Harvey Keitel er bandarískur leikari og hefur áður sýnl aö hann kann að íeika töffara, sem er tilfinningavera innst inni. Það gerir hann hér, undir öruggri leiðsögn Taverniers. Max von Sydow leikur dularfulla persónu í myndinni. fyrrverandi eiginmann konunnar sem er að deyja í beinni útsendingu. Hann kemur ekki til sögupnar fyrren í myndarlok. en hefur þó verið yfirvofandi frá upphafi. „Inn- konta" hans (svo notað sé leikhús- mál) er rækilega undirbúin. og í lokaatriðinu leysast llestir hnútar á meistaralegan hátt. Dauðinn á skerminum er mynd sent enginn ætti að láta framhjá sér fara.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.