Þjóðviljinn - 08.01.1983, Qupperneq 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 8. - 9. janúar 1983
dægurmál (sígiid?)
Rúnar Þór...
Myndir - eik •
Frá töku myndarinnar Með allt á
hreinu: Linda og Ragnhildur í
Grýlunum bíða eftir „starti“ í
lagið Maó gling.
Texti
ársins
Ekki ætla ég að taka að mér að
skrifa rokkannál ársins, né við-
hafa einkunnagjöf fyrir hitt og
þetta í rokk „bransanum“. Þó
held ég að mér sé stætt á að kasta
fram þeirri fullyrðingu að Ragn-
hildur Gísladóttir hafi samið
texta ársins - Maó gling, sem er
að finna á plötunni (og í mynd-
inni) Með allt á hreinu. Ég birti
hann því hér máli mínu til sönn-
unar og með góðfúsleguleyfihöf-
undar... og allir saman nú:
Inú eglú senja
ele benúa.
Ele benúa túse
inú komjo.
Akaj a ma nú.
Esú úne.
Homma ínútí
eisana jaja - jaja-ja.
In okte ataja.
Enalegtú.
Súse obegtú
sú ní tú jú.
Obegti kúrú
oví java
lúmení tú sú
la kana jíyeyaja-ja.
(Viðlag)
:Hummalaga-hœ-hei
susususulu-.
Hogga-hœja-hœ-hei
hogga-hœja-hœ-hei:
Fling-gling
fling-g l ing-g ling
Mao-bling
Máó-Maó-bling
Fling-bling-
fling-gling-gling
fling-bling-Ping-Ding-Dong.
A
Rokksvindlið mikla í Fjalakettinum
Kvikmyndin „The great rock
and roll swindle“ verður sýnd hjá
Fjalakettinum (í Regnboganum)
eftir viku, sunnudaginn 16. janú-
ar. Mynd þessi var gerð árið 1980
og er einskonar fréttamynd um
stutta starfsævi (9 mánaða) fræg-
ustu pönkhljómsveitar heims,
The sex pistols.
Upphaflega átti þetta kvik-
myndaævintýri The sex pistols
að heita Who killed Bambi?
(Hver drap Bamba?), en önnur
dauðsföll komu í veg fyrir það:
bassaleikari „Kynlífsskammbyss-
anna“,Sid Vicious, var tekinn
fastur vegna gruns um að hafa
drepið vinstúlku sína, Nancy
Spungen, og stuttu síðar fannst
Sid látinn af of stórum skammti af
heróíni. En umboðsmaður Sex
unarorðum vegna dauða þeirra
Sids og Nancyar. Mun það hafa
verið í fyrsta sinn að þeir hafi far-
ið fram á að bætt yrði inn í kvik-
mynd, en ekki klippt úr.
* *rij
I sambandi við sýningu á The
great rock and roll swindle á
sunnudaginn eftir viku, verða
haldnir þrennir hljómleikar á
Stór-Reykjavíkursvæðinu á ,
fimmtudag, föstudag og laugar-
dag, sem verða nánar auglýstir
síðar. Munu þar m.a. koma fram
Pollock-bræður með Riinbaud-
rokk, Gunnþór í Q4U o.fl.. I
Laugardagskonsertinn verður í
Félagsstofnun stúdenta við
Hringbraut, en ekki er enn full-
ákveðið með hina tvo.
A tók saman.
pistols, Malcolm McLaren, var
ekki af baki dottinn, enda frægur
fyrir að hafa átt þátt f að gera
pönkið að annarri eins söluvöru
og raun ber vitni. Hann fór á stúf-
ana og safnaði saman öllum þeim
filmubútum sem hann gat þefað
uppi af Sex pistols og bætti þeim
inn í þá búta sem búið var að
fyrir Who killed Bambi?.
Þrátt fyrir viðurnefni McLar-
ens, King Con (Konungur blekk-
inganna), varð þetta tiltæki hans
til þess að úr varð en af heiðárleg-
ustu rokkkvikmyndum sem
gerðar hafa verið. Og þrátt fyrir
allt skrumið sem hann kom af
stað í kringum Sex pistols sem
umboðsmaður þeirra, þá verður
ekki horft fram hjá þeirri
staðreynd að Sex pistols spiluðu
Julian nokkur Temple stjórn-
aði töku á The great rock and roll
swindle. Auk Sex pistols og um-
boðsmanns þeirra koma fram:
Roland Biggs (lestarræninginn
frægi), Tenpole Tudor, Jess
Conrad, Glen Matlock (bassa-
leikari, sem látinn var víkja fyrir
Vicious), Dave Dee, Jeriz-
my, Nancy Spungen og Mary
Millington, en húnér sú þriðja af
„stjörnum" myndarinnar sem
hefur kvatt þennan heim (4. ef
Bambi er talinn með). Dauðsföll
þessi má öll tengja ofnotkun
eiturlyfja, sem leiddi til sjálfs-
morðs og/eða morðs fórnar-
lambanna þriggja, og breska kvik-
myndaeftirlitið fór fram á *ð
dreifendur kvikmyndarinnar
bættu við hana sérstökum viðvör-
ogfyrir
■ fluttu þeir popprokkið með ágæ-
tum. Þess má geta, aðRúnar Þór
mun kynna Rimlarokk í Glæsibæ
í kvöld (laugardag).
Stuðmenn troðfylltu
Borgina í tvígang...
með Grýlunum
á nýjársdag
Stuðmenn hafa sýnt og sannað
að þeir eru vinsælasta hljómsveitin
á íslandi um þessar mundir, bæði á
hvíta tjaldinu og á dansiballafjöl-
unum. Þeir troðfylltu Borgina á
Þorláksmessu, og líka á nýjársdag
ásamt Grýlunum, meðleikurum
sínum í og á Með allt á hreinu.
Stuðmenn eru óborganlegt
hljómleikaband, og gátu jafnvel
fengið fólk til að sætta sig við
hræðileg þrengslin á dansgólfinu,
að ógleymdum borðum og stólum,
á Borginni. En það var líka gaman
að fá að heyra í Grýlunum á nýjárs-
dag eftir langt hlé sem þær tóku sér
til að vinna að næstu plötu sinni.
Og þeir sem ekki vissu, eða vildu
viðurkenna, hversu góðar Grýl-
urnar eru, komust svo sannarlega
að því á nýjársdagskvöld. Þær
fluttu hörkugott rokk eins og venj-
ulega af miklum krafti, og undir-
strikuðu með „kellingakjólunum“
sem þær voru búnar, að stelpur
geta svo sannarlega spilað rokk, og
sneru við orðatiltækinu: Fötin
skapa manninn.
A
músík sem gjörbreytti rokkinu á
8. áratugnum og má því líta á þá
sem brautryðjendur fyrir aðrar
pönk- og nýbylgjuhljómsveitir.
Umsjón
Sif
Jón Viöar
Andrea
Hljómleikar í bak
Rokk gegn vímu
Hér eru nokkrar myndir frá
hljómleikunum Rokk gegn vímu
sem haldnir voru í Háskólabíói
fyrir jólin. Þar kom fram stór
hljómsveit sem flutti verkið
Bakkus eftir Sigurð Karlsson
trommuleikara, metnaðarmikið
verk, og tókst í flesta staði vel
flutningur þess. Sérstaklega
langar mig þó að hrósa Sverri
Guðjónssyni fyrir frábæran söng
og svo Sigga Karls fyrir trommu-
leik, en hann hefur aldrei verið
betri en nú á settinu.
Egó rokkaði líka gegn vímu og
gerði það af firnakrafti og „sjó-
mensku". Skolli er Beggi orðinn
ríkur af góðum sólóum, sem
mynda gott mótvægi við þunga
þeirra Rúnars bassa og Magga
trommara. Og Bubbi á sér engan
líka. (Hafiði annars heyrt að hann
hljóp í stórt og vandfyllt skarð
Egils Ólafssonar í Stuðmönnum
þegar þeir voru að spila úti í
Eyjum fyrir áramót og Egill var
veðurtepptur á Litla sviðinu í
Þjóðleikhúsinu?).
Magnús Sigmundsson söng og
lék á gítar, gegn vímu á sinn sér-
staka hátt, og var annað lagið sem
hann flutti sérstaklega gott. Því
miður man ég ekki hvað það hét,
en textinn (á ensku) er um vin
Magnúsar, sem lést af völdum
sjúkdóms síns, áfengissýkinnar.
Rimlarokkarar komu fram og
rokkuðu gegn vímu með lögum af
plötu Fjötra, Rimlarokk. Rúnar
Þór Pétursson, eini ekta Rimla-
rokkarinn, spilaði á trommur, en
fékk sér til aðstoðar Olaf Þórar-
insson, gítar og söngur, Helga
Kristjánsson, bassi, og Þórarin
Gíslason, hljómborð. Þeim fé-
lögum var mjög vel tekið, enda
Siggi Karls...