Þjóðviljinn - 08.01.1983, Síða 22

Þjóðviljinn - 08.01.1983, Síða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 8. - 9. janúar 1983 bridge Bridgehátíö Dagana 28.-31. þessa mánaðar verður efnt til Bridgehátíðar á Hótel Loftleiðum. Að hátíðinni standa Bridgesamband ís- lands, Bridgefélag Reykjavíkur og Flugleið- ir. Hátíðin hefst kl. 19.30 föstudaginn 28. jan. með Stórmóti í tvímenning. í því móti spila 44 pör. Mótið heldur áfram á laugardag og er áformað, að því Ijúki fyrir kvöldið. Stórmót Flugleiöa, sem er sveitakeppni, hefst kl. 13 á sunnu- dag meö undankeppni, sem spiluö veröur um daginn og kvöldið. Fjór- ar sveitir úr undankeppninni kom- ast í úrslitakeppnina, sem spiluö veröur á mánudaginn. Uátíöinni lýkur á mánudagskvöld meö verölaunaafhendingu. Spilurum frá N-Ameríku og Danmörku hefur verið hoöiö á há- tíöina og eru þessi spilarar væntan- legir: Frá N-Ameríku Alan Sontag, Kyle Larsen, Georg Mittelman og Molson og frá Danmörku Steen Möller, Blakset, Werdelin og Auken. Auk þess er væntanlegt a.m.k. eitt par til viöhótar frá Dan- mörku og eitt par frá Færeyjum. Þátttöku í mótin þarf að tilkynna ísíöasta lagi sunnudaginn 16. janú- ar. Tilkynna skal þátttöku á skril- stofu Bridgesamhands Islands s. 18350 eöa til formanns Bridgefé- lags Reykjavíkur s. 72876. Einnig er hægt aö skrá þátttöku á Reykja- víkurmótinu í sveitakeppní. Sæki fleiri pör um þátttöku í tví- menningnum en þar komast að veröur valiö í mótiö af fram- kvæmdaraöilum þess. Þátttaka í undankeppnina á Stórmóti Flug- leiöa er hinsvegar ótakmörkuö. Þátttökugjald í tvímenning er kr. 600 á mann. í því er innifalin ein máltíö. í sveitakeppninni er gjaldiö kr. I600ásveil. Þarer innifaiin ein máltíö fyrir fjóra. Verölaun á mótunum eru sam- tals $8000. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni hafið Undankeppni Reykjitvíkurmóts- ins í sveitakeppni 1983 hófst s.l. Umsjón Ólafur Lárusson fimmtudag. 17 sveitir taka þátt í mótinu, en þaö er svipuö þátttaka og undanfarin ár. Spiluö eru 16 spil milli sveita, allir v/alla. Óhætt er að segja, að fyrstu um- ferðirnar gefa til kynna aö í vænd- uin er stormasamt mót, enda úrslit meö óvenjulegra móti. Eftir tvær umferðir, er staða efstu sveita þessi: stig Sigtryggur Sigurösson 38 Jón Þorvarðarson 38 Ólafur Lárusson 35 Gestur Jónsson 29 Aðalsteinn Jörgensen 25 Jón Hjaltason 23 Keppni veröur framhaldiö í 1 Ireyi'ils-húsinu í dag, og einnig á morgun á sama staö. Ymsir skemmtilegir leikir veröa um helg- ina, svo sem Sævar- Sigtryggur.Ólafur-Sigtryggur, Þórarinn-Sævar, Jón Þ.-Sigtryggur og fl ■ 4 efstu sveitirnar úr þessu móti spila til úrslita um Reykjavíkur- horniö, en handhafi þess er sveit Sævars Þorbjörnssonar. Reykjavíkurmótið, undanrásir, veröur spilaö allt í janúar. Úrslit síöan aöra helgi í febrúar. Mótiö er jafnframt undankeppni til Islands- móts í sveitakeppni. Frá Bridgefélagi Hornafjarðar Úrslit í hraðsveitakeppni nóv., urðu þessi: okt,- Stig I. sveit IColbcins 2367 2 sveit Birgir 2180 3. sveit Björns 2125 4. sveit Lúðvíks 2124 5. sveit Karls 2037 Úrslit 3 kvölds tvímenning í des- ember: stig 1. Guðbrandur-Jón Gunnar 97 2. Gísli-Kolbeinn 96 3. Jón-Helena 90 4. Björn-Björn 88 5. Birgir-Sigfinnur 80 6. Jóhann-Ölafur 73 7. Örn-Jón G.H. 73 Lokastaöan í mótinu varö þessi: stig 1. Guöbrandur-Jón Gunnar 278 2. Jón Sv.-Stefán o.fl. 269 3. Kolbeinn-Gísli G. 263 4. Jóhann-Ólafur o.fl. 246 5. Örn Þór-Jón G.H. 245 6. Birgir-Sigfinnur 244 7. Högni-Armann 239 8. Björn-Björn 232 Næst verður spihiö 13. janúar, en í millitíð veröur haldinn aöal- fundur stjórnar og félags. Bridgedeild Skagfirðinga Starfsemi nýs árs hefst þriðju- daginn 11. jan. og verður spilaður eins kvölds tvímenningur. En 18. jan. byrjar aöal sveitakeppni deildarinnar, spilaöir verða 16 spila leikir. Keppnisstjóri er Kristján Blöndal, og tefcur hann við skrán- ingu í keppnina í síma 40605. Stórverkeíni framundan Janúar verður annasamur bridge- mönnum á höfuöborgarsvæðinu. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni hófst s.l. fimmtudag, og veröur það spilað allt í mánuðinum, utan úrslita 4 efstu sveita. I endaðan janúar sækja okkur heirn frægir gestir. Alan Sontag USA kemur með sveit, sem samanstendur af (auk hans), Kyle Larsen, George Mittlemann og Mike McMolson. Steen Möller frá Danmörku kernur með sveit með sér, en hverj- ir skipa hana ku ekki vera enn á hreinu. Alla vega toppkarlarnir í dag í Danaveldi. Sontag og Weichel eiga það sam- eiginlegt að hafa báðir komið hing- að til þátttöku áður í Stórmóti Bridgeféiags Reykjavíkur, og báð- ir sigrað... 44 pör munu spila í tvímenning- num, en á sunnudeginum veröur opin sveitakeppni (Swiss) og 4 efstu sveitirnar ntunu keppa til úrsiita á mánudeginum. Gott mót þaö. Nánar síðar. Trésmíða verkstæði Húsb yggjendur Vinsamlegast athugið að timburafgreiðslan, sem staðsett héfur verið við Lágholtsveg, hefur verið flutt og sameinuð vöruafgreiðslu okkar að Hringbraut 120 (Sóivallagötu 79). HARÐVIÐUR — SPÓNN - SPÓNAPLÖTUR - GRINDAREFNI P7HI BYGGlNGflVÍIBUHl TIMBURDEILD Sími 28604. Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Gunnar Eyjólfsson í Tvíleik Um 100 þúsund gestir í Þjóðleikhúsinu á s.l. ári Lína Langsokkur næst á dagskrá Æfingar hafnar á Oresteiu eftir Æskilos Garðveisla Guðmundar Steinssonar í fullum gangi Mikil umsvif eru nú hjá Þjóðleikhúsinu og eru þar fimm leiksýningar í gangi þessa stundina auk þess sem æfingar standa yfir á næstu verkefnúm. Aðsókn að leikhúsinu síðastliðið ár var mjög góð að sögn forráðamanna hússins, og sóttu það heini alls 99.599 manns. Jólasýning Þjóðleikhússins Jóm- frú Ragnheiður hefur verið sýnd fimm sinnum og Súkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur hefur verið sýnt tvisvar sinnúm á Litla sviðinu. Þá hefjast í þessari viku sýningar á þremur eldri verk- um hússins: Garðveislu eftir Guð- mund Steinsson. sem sýnd veröur nokkrum sinnum enn, Tvíleik eftir Tom Kempinski og Dagleiðinni löngu inn í nótt eftir Eugene O'N- eill. Næsta frumsýning leikhússins veröur þann 22. janúar og hefjast þá sýningar á barnaleikriti ársins, en það er Lína langsokkur, ný söngleiksgerð um þessa frægustu sögupersónu Astridar Lindgren. Þórarinn Eldjárn þýddi leikinn, Sigmundur Örn Arngrímsson er leikstjóri, leikmynd og búninga gerir Guðrún Svava Svavarsdóttir, dansar eru eftir Ólafíu Bjarn- leifsdóttur og Magnús Kjartansson er hljómsveitarstjóri. Þáeru einnig hafnar æfingar á Oresteiu eftir Æskilos, eina forngríska þrí- leiknum sem til er heill. Helgi Hálf- danarson hefur íslenskað þetta verk, Sveinn Einarsson er leik- stjóri. Þorkell Sigurbjörnsson semur tónlist, Sigurjón Jóhanns- son gerir leikmynd, Helga Björns- son gerir búningana og finnski dansahöfundurinn Marjo Kuusela semur dansa. Svör við getraun á bls. 3 1. Móðurást (kona að gefa barni brjóst) er eftir Ásmund Sveinsson. 2. Öreigafjölskyldan er eftir Einar Jónsson. 3. Liggjandi kona er eftir Gerði Helgadóttur. 4. Móðurást (í garðinum við Lækjargötu) er eftir Nínu Sæm- undsson. 5. Cellóleikarinn er eftir Ólöfu Pálsdóttur. 6. Hestarnir eru eftir Ragnar Kjartansson. 7. Móðir er eftir Sigurjón Ólafsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.