Þjóðviljinn - 08.01.1983, Síða 24

Þjóðviljinn - 08.01.1983, Síða 24
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 8. - 9. janúar 1983 Það á víst ekki að hafa svona lagaö í flimtingum þó að auðvitað bafi það sínar broslegu hliðar. Einn frændi minn átti heima uppi á 3. hæð í blokk þar sem stórt autt holt og skólasvæði blasti við út um gluggann. Einhverju sinni kom ofsarok og fólk var að fjúka um allt holt. Skólakrakkarnir héldu sér dauðahaldi í hvað sem hönd á festi og sum misstu skólatöskurnar sín- ar. Frændi minn stóð úti í glugga og veltist um af hlátri. Hann gat bara ekki að því gert. Við hin urðum svolítið hneyksluð yfir þessari létt- úð hans en undir niðri hló líka ein- hver skratti í okkur. íslendingar eru svolítiðmeinlegir á köflum og eiga það til að hlæja að óförum annarra svo fremi sem stór háski er ekki á feröinni. Einu sinni hitti ég Ameríkana sem hafði unn- ið í frystihúsi vestur á fjöröum. Hann var gáttaður á kulda íslend- inga. Hann sagði sem dæmi að þegar einhver dytti í slori í frysti- húsinu skelltu allir upp úr í stað þess að hlaupa til og aðstoða og athuga hvort sá hinn sami heföi meitt sig. Norðlendingar og Vestfirðingar hafa tilhneigingu til að gera grín að Reykvíkingum þegar eitthvað er að veðri hjá þeim. Þá er útvarpið undirlagt og engu líkara en að heimurinn sé að farast. Svo kannski geisar stórhríð nyrðra í hálfan mánuð og varla minnst á manns það í ríkisútvarpinu. Sjálfur átti ég heima á Vest- fjörðum í nokkur ár og maður kippti sér svosem ekkert upp við það þó að norðanbál geisaði dög- um saman og hægt væri að gánga inn um glugga á annarri hæð að því loknu. En þar var líka nokkurra mínútna gangur í vinnuna og allar búðir og þjónustustofnanir í seilingarfjarlægð. Bílar voru því með öllu óþarfir þegar svo stóð á. Þeir voru bara látnir fenna í kaf í róiegheitum. í Breiðholti, Seljahverfi og Ár- bæjarhverfi búa hins vegar tvisvar sinnum fleiri en allir Vestfirðingar og flestir þurfa að fara 10-15 kíló- metra leið í vinnu. Það er því engin furða þó að öngþveiti verði á göt- unum þegar eitthvað snjóar að ráði. Og þá eru óveðursfréttir í út- varpinu mjög mikilvægar fyrir all- an þennan skara. Ef maður hins vegar sæti á skýi einhvers staðar þar sem maður hefði útsýn yfir allt bjástur borgar- búa í snjóatíðinni að undanförnu kæmi púkinn örugglega upp í manni. Ekki er ólíklegt að maður skellti upp úr. - Guðjón Púkinn Við sátum í makindum [ kringum stóra hringborðið í kaffistofunni á miðvikudag og hlustuðum með andakt á óveðursfréttir í útvarpinu. Svo var sagt frá 6 flutningabílum sem lögðu af stað frá tilteknu plássi. Fimm sneru fljótlega við en einn hélt áfram og hefur ekki spurst til hans síðan, sagði í fréttinni. Þá skelltu sumir upp úr við hringborðið en aðrir horfðu ásakandi á þá. í hjarta sunnudagslcrossgétan Nr. 3S3 / z 3 7 í>" lo 7 8 s/ 3 7 8 9 y )0 11 13 9 y \7 <1 (p 7 T~ y JS" J3 )D u U> 17- y 7 it vr~ Æ ? 17 2o 21 y 9 )7 g Z2 )b~ 17 20 y 4 17 (o 11 T~ 18 17 £T zo 9 7- 2o lt 17- y 9 II ? )S u * )7 23 V 17 TH 9 (e> 21 y 27 20 22 17 10 II W~~ y 8 II 9 13 y 17 4' T~ to y jv 2iT V Æ 8 w~ (o 17 9 II y 7 r~ 17 4 i? 11 K, y * /3 3 8 (o ir y l<i 20 T~ 22 9 II V y 4 7 4 y 27 // 2V n y n II 2o y <7 ? 2l~ 20 V )7 9 n 28 y 7 20 -g— t % 20 28 (p 17 17 y & & 27 7 20 y (> 30 II (e 27 Zo S2 3 W~ AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á kunnum kirkjustað. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 353“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send vinningshafa. 27 (p 17 /7 9 1 Z 18 W 2? Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem iesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Verðlaunin fyrir krossgátu nr. 349 hlaut Magnús Guðmundsson, Hlíðargötu 2, Neskaupstað. Þau eru F'íla- spor eftir Hammond Innes. Lausnarorðið var Herðu- breið. Verðlaunin að þessu sinni er bókin Birgir og Asdís eftir Eðvarð lngólfsson. EÓvarð Ingólfsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.