Þjóðviljinn - 08.01.1983, Qupperneq 25

Þjóðviljinn - 08.01.1983, Qupperneq 25
Heigin 8. - 9. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25 Forval Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra 10.—15. janúar Fyrri hluti forvals Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi ey- stra fer fram 10. til 15. þessa mán- aðar. Forvalsreglur voru sendar fé- lögum með fréttabréfi stjórnar kjördæmisráðs í desember og voru þær einnig birtar í jólablaði Norðurlands. Nýir félagar atkvæðisbærir Atkvæðisbærir eru fuilgildir fé- lagsmenn í Alþýðubandalaginu sem eru skuldlausir á forvalsdegi, segir í 1. grein reglna um forvalið. Sérstök athygli er vakin á því að stuðningsmenn Alþýðubandalags- ins sem ganga í flokkinn í síðasta lagi á forvalsdegi öðlast þar með rétt til þátttöku í forvalinu. laugardaginn 15. janúar kl. 13 -17. Akureyri: í Lárusarhúsi Eiðs- vallagötu 18, föstudaginn 14. janú- ar kl. 17 - 19 og laugardaginn 15. janúar k. 14 - 18. Suður-Þingeyjarsýsla: l'ar verð- ur kjörgögnum dreift um eða upp úr helginni 8. - 9. janúar og þeim safnað saman fyrir 14. jan. Húsavík: í Snælandi laugardag- inn 15. janúar kl. 10 -12 og 13 -16. Raufarhöfn: í Hnitbjörgum sunnudaginn 9. janúar kl. 16 - 19. Þórshöfn og nágrenni: Að Vest- urvegi 5 þriðjudaginn 11. og mið- vikudaginn 12. janúar kl. 13 - 16. Reykjavík: Á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins Grettisgötu 3 mánu- daginn 10. til fimmtudaginn 13. janúar frá kl. 9 - 17. Fjögur nöfn óröðuð .,Á kjörseðil fyrri áfanga skal rita nöfn fjögurra manna sem við- komandi óskar að taki sæti á fram- boðslista flokksins. Nöfnin eru ó- röðuð en heimlisfang fylgir hverju nafni á miðanum. Rita skal nöfn manna úr fleiri en einni flokks- deild. Auk þess er heimilt að rita nöfn annarra en flokksbúndinna Alþýðubandalagsmanna", segir in.a. í 4. grein. Hér er kveðið á um að heimilis- fang fylgi hverju nafni. Uppstil- lingarnefnd hefur túlkað það sem svo að í flestum tilfellum nægi að nefna sveitarfélag. Telji fólk hins- vegar einhvern vafa geta leikið á við hvern sé átt er það hvatt til þess að greina einnig frá starfi og nánara heimilisfangi. Sérstök athygli er einnig vakin á því að því aðeins er seðill gildir að hvorki fleiri né færri en fjórir séu tilnefndir, og að þessir fjórir séu ekki úr sama félagi. Framkvæmd forvalsins Framkvæmd forvalsins verður í höndum uppstillingarnefndar- manna á hverjum stað og aðstoðar- manna sem félögin tilnefna. Fyrri umferð forvalsins fer fram sem hér segir: Ólafsfjörður: Að Aðalgötu 1 fimmtudaginn 13. janúar kl. 20 - 23. Dalvík: Að Bergþórshvoli Utankjör- fundarkosning Unnt verður að kjósa utan kjör- fundar og ber þeim sem þess óska að hafa samband við uppstilling- arnefndarmenn á hverjum stað. Þá er einni'g hægt að kjósa hjá því fé- lagi í kjördæminu þar sem viðkom- andi kann að vera staddur á for- valsdegi þess. Auk þess er hægt að kjósa í Reykjavík eins og getið var hér að ofan. Síðari umferð í febrúar Atkvæði verða talin á Akureyri 16. janúar, hafi þau borist allsstað- ar að. Annars verður talið þegar veður og færð leyfa. Stefnt er að því að síðari umferð forvalsins eigi sér stað snemma í febrúar. Fyrir þann tíma verða þátttakendur í henni kynntir svo vel sem kostur er. Hið sama gildir um framkvæmd hennar. Uppstillingarnefnd Allar nánari upplýsingar gefa uppstillingarnefndarmenn: Páll Hlöðvesson, Akureyri, Sigríður Stefánsdóttir Akureyri, Svanfríður Jónasdóttir Dalvík, Björn Þór Ólafsson Ólafsfirði, Sigurður R. Ragnarsson, Mývatnssveit, Örn Jóhannsson Húsavík, Þorsteinn Hallsson Raufarhöfn og Ragnar Sigfússon Þistilfirði. - ekh. Þriðjudagsfundir herstöðvaandstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga efna til vikulegra fræðslufunda á næstunni og verður fyrsti fundur- inn haldinn að Hótel Heklu'n.k. þriðjudag og hefst kl. 20.30. Á fundinum verður fjallað um hin ýmsu mál er varða friðarbarátt- una í heiminum. Fyrsti fundurinn, sem verður í umsjón Þorvaldar Arnar Árnasonar, ber yfirskriftina „Hvers vegna fara menn í stríð?“ og sagði Þorvaldur í viðtali við blaðið að reynd yrði tilraun með nýtt fundarform þar sem áhersla yrði lögð á að fundarmenn miðluðu hver öðrum og með hópumræðum þar sem félagslegar, sálrænar, efnahagslega og pólitískar hliðar þessa vanda yrðu reifaðar. Annar tundur verður haldinn á þriðjudaginn eftir viku og verður þar fjallað um vígbúnaðarkapph- laupið og sjá þau Rósa Steingríms- dóttir og Erling Ólafsson um þann fund. Þriðji þriðjudagsfundurinn mun fjalla um geislavirkni, og verður hann í umsjá Garðars Mýrdal, en fjórði þriðjudagsfund- urinn sem fyrirhugaður er mun fjalla um áhrif kjarnorkustyrjaldar og verður hann í umsjón Guð- mundar Georgssonar læknis Á Þorláksmessu var dregið í símanúmerahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Vinningar voru 7 Suzuki jeppar og 10 sólarlanda- ferðir til Benidorm. Milli jóla og nýárs voru 5 jeppar afhentir til Vinningshafa, en þeir voru: Sig. Hallgrímson, Hafnarfirði, Stefanía Þórðardóttir, Akranesi, Jóhannes Guðinundsson, Reykjavík, Pálmi Thorarensen Mosfellssv. og Einar S. Valdimarsson Reykjavík. Aðrir vinningar verða afhentir eftir því sem vinningshafar gefa sig fram. GREIÐENDUR vinsamlega veitið eftirfarandi erindi athygli: Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 24. janúar. Það eru tilmæli embættisins til yðar, að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. Með því stuðlið þér að hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRi INNRITUN Á VETRARÖNN FER FRAM SEM HER SEGIR: I MIÐBÆJARSKÓLA mánud. 10. jan og þriðjud. 11. jan. kl. 17-21. í FELLAHELLI miðvikud. 12. jan. kl. 14-16. í ÁRSELI miðvikud. 12. jan. kl. 18-20 í BREIÐHOLTSSKÓLA fimmtud. 13. jan. kl. 19.30-21.30. NÁMSGJALD GREIÐIST VIÐ INNRITUN. Islenska 1. og 2. flokkur Danska byrjenda-,1 .,2.,3.,4. og 5.fl. Norska byrjenda-, 1.,2.,3., og 4.fl. Sænska byrjenda-, 1.,2., og 3.fl. Enska byrjenda-, 1 ,,2.,3.,4.,5., og 6. fl. Þýska byrjenda-, 1.,2.,3.,og 4.fl. Franska byrjenda-, 1.,2.,3., og 4.fl. ítalska byrjenda- og framhaldsfl. Spænska byrjenda- og framhaldsfl. Kínverska byrjenda- og framhaldsfi. Vélritun 1. og 2. flokkur Stærðfræði fyrir grunnskólastig og iðnskólastig Tölvukynning byrjenda- og frh. fl. Bókfærsla byrjenda-, 1. og 2. fl. Ættfræði Leikfimi íslenska fyrir útlendinga byrj.-, 1. og 2. fl. Sníðar og saumar Barnafatasaumur Formskrift - Teikning og akrýlmálun Hnýtingar - Postulínsmálun - Myndvefnaður. Kennslustaður: Miöbæjarskóli Kennslustaður: Miðbæjarskóli Kennslustaður: Miðbæjarskóli Kennslustaður: Laugalækjarskóli Kennslustaðir: Miðbæjarskóli, Laugaiækjarskóli, Breiðholtsskóli Fellahellir og Ársel Kennslustaðir: Miðbæjarskóli Breiðholtsskóli og Ársel. Kennslustaður: Miðbæjarskóli Kennslustaður: Miðbæjarskóli Kennslustaðir: Miðbæjarskóli og Laugalækjarskóli Kennslustaður: Miðbæjarskóli Kennslustaður: Laugalækjarskóli Kennslustaður: Miðbæjarskóli Kennslustaður: Miðbæjarskóli Kennslustaður: Laugalækjarskóli Kennslustaður: Miðbæjarskóli Kennslustaður: Ársel Kennslustaður: Miðbæjarskóli Kennslustaðir: Miðbæjarskóli og Breiðholtsskóli Kennslustaðir: Miðbæjarskóli og Breiðholtsskóli Kennslustaður: Miðbæjarskóli Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Námsflokkar Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.