Þjóðviljinn - 08.01.1983, Page 31

Þjóðviljinn - 08.01.1983, Page 31
Við athöfn í Kristajssal Hótels Loftleiða var Óskar Jakobsson frjálsíþróttamaður úr ÍR valinn „íþróttamaður ársins 1982“. Fyrir hönd Samtaka íþróttafréttaritara, afhenti Þórarinn Ragnarsson formaður samtakanna Óskari hinn veglega grip sem fylgt hefur þessari heiðursnafnbót. Þá fékk Óskar bikar til eignar frá Velti hf., sem tekið hefur að sér framkvæmd þessa atburðar bæði hér á landi sem og á hinum Norðurlöndunum. í ræðu Þórarins Ragnarssonar kom hann víða við í glæsilegum ferli Óskars sem frjálsíþrótta- manns, en telja má að á síðasta ári hafi hann náð hvað bestum árangri í íþrótt sinni. Hann hefur stundað jöfnum höndum kúlu- varp, kringlukast og spjótkast, þó kúluvarpið hafi í seinni tíð ver- ið honum hugleiknast. Á liðnu ári hjó hann nærri glæsilegu ís- landsmeti Hreins Halldórssonar sem er 21,11 metrar. Óskarvarp- aði kúlunni 20,63 metra á árinu en það vakti athygli hversu ör- uggur hann var í köstum sínum og kom vart fyrir að hann ætti kast undir Olympíulágmarkinu sem er 19,40 metrar. Árangur hans, 20,63 metrar, nægði til þriðja sætis á einu sterkasta frjálsí- þróttamóti sem um getur, banda- ríska háskólameistaramótinu. Helgin 8. — 9. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 31 Óskar Jakobsson Við athöfn í Kristalssal Hótels Loftleiða var OskarJakobsson frjálsíþróttamaður úrÍR valinn í kringlukasti kastaði hann 63,34 sem er mjög nálægt meti Erlends Valdimarssonar. Pá kastaði hann spjóti lengst 76,32 metra. Óskar hefur að undan- förnu stundað æfingar jafnhliða námi við háskóla í Austin í Texas og miðar hann undirbúning sinn við Olympíuleika sem haldnir verða í Los Angeles á næsta ári. Á síðustu Olympíuleikum í*Mos- kvu varð hann í 11. sæti í kúlu- varpi. Arnór Guðjohnsen sem leikur með belgíska knattspyrnufé- laginu Lokaren varð í 2. sæti og kemur sá árangur fáum á óvart. Hann er nú talinn einn af bestu knattspyrnumönnum sem leika í belgísku deildinni. í 3, sæti varð Þorsteinn Bjarna- son knattspynumaður úr ÍBK og einn besti körfuknattleiksmaður landsins. Þorsteinn hefur um langt skeið verið landsliðs- markmaður okkar í knattspyrnu Þáttaskil í íslenskum rafeindaiðnaði: Utbúnaður í heilt frystihús seldur til Bandaríkjanna Tvö íslensk rafeindafyrirtæki, Framleiðni s.f. og Óðinn, Vest- mannaeyjum, hafa gert sölusamn- ing urn hönnun, búnað og uppsetn- ingu á fullkomnu vinnslukerfi - snyrtiborð , færibönd, sjálfvirkur innmötunarbúnaður, rafeindavog- ir. flokkunarkerfi og sérhæföur tölvubúnaður - við bandarískt frystihús í Boston, sem heitir „Golden Eye“. Hér er um að ræða samning uppá 220 $ eða sern nemur fjórum milj- ónum ísl. króna. Verður búnaöur- inn aflientur í febrúar og settur upp af íslenskum aðilum. Ekki fer hjá því að þessi sölu- samningur marki tímamót, þar sem íslensk sérþekking á sviði fiskiðnaðar, og rafeindatækni hon- urn tengdum, er orðin útflutnings- vara. Er nú í undirbúningi áætlun um uppbyggingu rafeindaiðnaðar- ins og er þar gert ráð fyrir frekari útflutningi íslenskra rafeindatækjá ásamt tilheyrandi vélbúnaði.-S.dór og oft staðið sig frábærlega vel. Þórarinn Ragnarsson gerði það að umtalsefni að í Þorsteini gætu ungir rnenn fundið gott fordæmi, þar sem hann er bindindismaður bæði á tóbak og áfengi. Bjarni Friðriksson júdómaður úr Ármanni varð í 4. sæti. Hann vann mörg góð afrek á árinu þó hæst beri Norðurlandameistara- titill hans í 95 kg flokki. Hér birtist svo að lokum röð 10 efstu og stigatala þeirra: 1. Óskar Jakobsson ÍR 52 stij> 2. Arnór Guðjohnsen Lokaren 46 stig. 3. Þorsteinn Bjarnason ÍBK 42 stig 4. Hjarni Friðriksson Ármanni 35 Stig. 5. Oddur Sigurðsson KR 35 stig. 6. -7. Pétur Guðmundsson ÍR 29 stig. 6.-7. Kristján Arason KH 27 stig. 8. Þórdís Gísladóttir ÍR 14 stig. 9. Ingi Þór Jónsson ÍA II stig. 10.-11. Lárus Guðmundsson Wat- erschei 10 stig. 10.-11. Jón Páll Sigmarsson KR 10 stig. Alls hlutu 20 íþróttmenn stig en auk þeirra sem þegar hafa verio taldir hlutu eftirfarandi aðilarstig: Marteinn Geirsson Rósa Valdimarsdóttir, Guð- rún Fema Ágústsdóttir, Axel Nikulásson, Broddi Kristjáns- son, Oddný Árnadóttir, Brynjar Kvaran, Elfsabet Vil- hjálmsdóttir og Einar Árn- ason. - hól. Sá mest seldi áreftir ár

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.