Þjóðviljinn - 11.01.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.01.1983, Blaðsíða 1
Ensku bikarmeistararnir í knattspyrnu fengu erfíða andstæðinga þegar dregið var til 4, umferðar í gær. Sjá 9-12 janúar 1983 þriðjudagur 48. árgangur 7. tölublað. Borgin biður um frest „Vissulega kom þessi lög- bannskrafa frá Verðlagsstofn- un okkur á óvart enda er þetta í fyrsta skipti sem það gerist að lögbanns er krafist gegn hækk- unum opinberrar þjónustu“, sagði Magnús Óskarsson lög- maður Reykjavíkurborgar í samtali við Þjóðviljann í gær. Lögbannskrafa Verðlags- stofnunar verður tekin til af- greiðslu hjá borgarfógeta kl. 10 í dag, en Verðlagsstofnun fór fyrir helgi fram á lögbann á ólöglega hækkun strætisvagna- fargjalda í Reykajvík sem var af meirihluta borgarstjórnar á- kveðin tæplega 50%. Fjármála- ráðherra hefur tjáð lögfræðingi Verðlagsstofnunar að ríkis- sjóður sé tilbúinn að leggja fram þá tryggingarupphæð sem fógeti kann að nefna eftir að hann hefur kveðið upp úrskurð sinn. „Þess er að vænta að Reykja- víkurborg biðji um frest áður en fógeti kveður upp úrskurð sinn en það mun koma í Ijós nú kl. 10 hversu langur sá frestur verður“, sagði Gísli ísleifsson lögfræðingur Verðlagsstofnun- ar í samtali í gærkvöldi. - v. Þessi sjón hefur verið algeng um allt land og allt bendir til þess að handmokstur og vélmokstur verði okkar hlutskipti enn um hríð. Ljósm. eik Jafnvægi í fjármálum ríkisins um áramótin Betri staða en ég þorði að vona, segir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra „Meginskýringin á þcssari hag- stæðu greiðslustöðu um sl. áramót er einfaldlega sú að ríkissjóður greiddi meira niður af lánum cn nemur nýjum lántökum á sl. ári“, sagði Ragnar Arnalds tjármálaráð- herra í samtali í gær. í frétt frá fjármálaráðuneytinu í gær segir að samkvæmt bráða- birgðatöium ríkisbókhaldsins hafi veriö jafnvægi í fjármálum ríkis- sjóðs í lok árs 1982. Hafi innistæða á hlaupareikningum í Seðlabank- anum numið 96 miljónum kr., en greiðslur af lánum hjá Seðlabank- anum hafi numið 160 miljónum kr. á árinu. „Þessi niðurstaða er talsvert betri en ég hafði þorað að vona því vissulega var ástæða til að óttast að samdráttur í veltu og viðskiptum myndi koma niður á fjárhags- stöðunni í lok ársins", sagði Ragn- ar ennfremur. Ragnar kvað ástæðu til að vekja athygli á því að hér væri um greiðslustöðuna að ræða en rekstr- arstaðan kæmi ekki í ljós fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Hinar miklu niðurgreiðslur lána við Seðlabanka og aðrar stofnanir bentu eindregið til þess að rekstr- urinn kæmi betur út en greiðslu- staðan gefur til kynna. „Skuld okkar við Trygginga- stofnun lækkaði unt 100 miljónir á árinu, sem er verulegur árangur og má geta þess að skuldir ríkissjóðs við Tryggingastofnun voru óhóf- lega miklar þegar núverandi ríkis- stjórn tók við. Þá ntá geta þess að við greiddum niður skuldir ríkisins við Seðlabanka í talsvert meira niæli en ráð var fyrir gert í fjárlögum sem gerir það að verkum að greiðslu- byrðin í ár verður talsvert rninni en upphaflega var. gert ráð fyrir við gerð frumvarps til fjárlaga fyrir ár- Ragnar Arnalds: Við greiddum niður lán í talsvert meira mæli en sem nam nýjum lántökum. iö 1983“, sagði Ragnar Arnalds að síðustu. - V. Hjörleifur í skeyti til Alusuisse 5. janúar: Leitum annarra löglegra leiða Þjóðarátak í húsnæðismálum gæti byrjað með því að einu söluskattsstigi yrði bætt við einungis til húsnæðismála, segir Arni Stefánsson í grein sinni um húsnæðismál í blaðinu í dag. Lokaorðin í skeyti Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra til Alusuisse þann 5. janúar s.l. voru á þessa leið: - „Ríkisstjórnin lítur þessi viðbrögð yðar alvar- legum augum. Þau tefla sam- skiptum okkar í voða og torvelda enn á ný mögulega lausn ágreinings- efna með samningum. Berist okk- ur ekki skýr boð frá yður um að þér séuð reiðubúnir að hefja raunhæf- ar samningaviðræður á grundvelli tillögu okkar eigum við ekki ann- arra kosta völ en að leita annarra löglegra leiða til lausnar á málinu.“ I skeytinu harmar iönaðarráð- herra neikvæð viðbrögð Alusuisse við tilboði hans um samkomulags- grundvöllfrá21. des. s.l. ogneitum Alusuisse að mæta til viðræðu- fundar. Drög að þessari orðsendingu iðnaðarráðherra frá 5. janúar voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar daginn áður. og nánar fjölluðu ráð- herrarnir Gunnar Thoroddsen og Steingrímur Herntannsson um efni skeytisins ásamt Hjörleifi áður en það var sent. Ekkert svar hefur borist frá Alu- suisse. Sjá 8. Norðmenn og íslendingar selja sambærilega rækju á sömu mörkuðum. Norðmenn greiða miklu hærra verð fyrir rækjuna og hærri laun í vinnslunni. Hver hirðir mismuninn?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.