Þjóðviljinn - 11.01.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.01.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. janúar 1983 Hjörleifur Guttormsson um árásir Morgunblaðsins: Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra Frá álverinu í Straumsvík Ríkisst j órmn ræddi skeytið • Eðlilegt samráð hefur verið haft við Landsvirkjun • En Morgunblaðið heldur uppi málflutningi fyrir Alusuisse og ber málstað auðhringsins fyrir brjósti Ég sendi fulltrúum Alusuisse, þeim dr. Múller og dr. Sorato þetta skeyti þann 5. janúar s.l., en drög að því höfðu verið lögð fram á fundi ríkisstjórnarinnar daginn áður. A ríkisstjórnar- fundinum var ákveðið sam- kvæmt minni tillögu, að yfir málið yrði farið með forsætis- ráðherra .og sjávarútvegsráð- herra áður en skeytið yrði sent. Við ráðherrarnir þrír hittumst svo síðdegis þennan sama dag, 4. janúar, fórum þá yflr stöðu mála gagnvart Alusuisse og efni þessa svarskeytis okkar, sem fyrir lá að yrði sent í framhaldi af þeim fundi. Gerði ég nokkrar breytingar á fyrirliggjandi drögum í Ijósi ábendinga frá samráðherrum mínum. - Þetta sagöi Hjörleifur Gutt- ormsson, iönaöarráöherra, þegar viö inntum hann í gær eftir nýjasta skeyti hans til Alusuisse, en Morg- unblaöiö hefur undanfarna daga verió að birta glefsur úr skeytinu og hefur blaðið haldið því fram, aö meðráðherrar Hjörleifs í ríkis- stjórninni hafi ekkert um skeytiö vitaö fyrr en búiö var að senda það. - Skeyti þetta birturn við í heild hér á síðunni, en þaö hefur nú veriö sent fjölmiölum. Viöspuröum Hjörleif hvað hann vildi segja í tilefni árása Morgun- blaðsins á hann vegna þessa skeytis, og báðum hann aö rifja stuttlega upp síðustu samskipti viö Alusuisse. Þvert nei frá Alusuisse I Ijörleifur sagöi: Eins og fram hefur komið sendi ég Alusuisse tillögu um nýjan sam- komulagsgrundvöll milli aöila þann 21. des. s.)., en áöur höfðu drög að þeim samkomulagsgrund- velli verið rædd í ríkisstjórn. Ég óskaði þá jafnframt eftir fundi með forráðamönnum Alusuisse á Þor- láksmessu þar sem þeir vísuðu enn á ný til kröfugeröar af sinni hálfu, m.a. um stækkun verksmiðjunnar og nýjan eignaraðila, áður en tíl greina kæmi að ræða um hækkun á raforkuverðinu, eða aðrar breytingar á samningum. Einnig var því lýst yfir að Alusuisse gæti ekki sent fulltrúa til fundar fyrr en þá i fyrsta lagi í febrúarmánuði. Skeyti mitt frá 5. janúar s.l. var svar íslenskra stjórnvalda við þess- um neikvæðu viðbrögðum Alu- suisse. Við því hefur ekkert svar borist. Ég hef ekki haft frumkvæði að því, að reka þessi mál í fjölmiðl- um eftir síðasta fund okkar dr. Múller nú snemma í desember. Hins vegar viröist Morgunblaðið eiga greiðan aðgang að því sem fer á milli íslenskra stjórnvalda og Alusuisse og hefur nú um helgina verið með endurnýjaðar árásir á mig, m.a. vegna síðustu orðsend- ingar minnar til Alusuisse. Af því tilefni tel ég óhjákvæmilegt að gefa fjölmiðlum kost á að birta þessa orðsendingu mína frá 5. janúar í heild og vísa ég til efnis hennar. Málflutningur auðhringsins í Morgunblaðinu Það vekur að sjálfsögðu athygli, að Morgunblaðið og fleiri áhrifaöfl í þjóðfélaginu hafa greinilega ríka tilhneigingu til að taka undir mál- stað Alusuisse og allan málflutning erindreka auðhringsins. Þannig er mér m.a. borið á brýn að vilja fyrst og fremst spilla sambandi Islands og Alusuisse, eins og það heitir á máli Morgunblaðsins. Slíkur mál- flutningur dærnir sig sjálfur, en það er hörmuleg staðreynd, að áhrifa- mikil öfl í landi okkar skuli vera svo höll undir hagsmuni þessa auðhrings, að þau virðast láta sig meira varða að koma höggi á pólit- íska andstæðinga hér innanlands en að taka undir sjálfsagðar kröfur um leiðréttingu á orkuverðinu og öðrum samningsatriðum, en þessi herfilegi samningur við Alusuisse á sér ekki hliðstæðu í allri Vestur- Evrópu, og þótt víðar væri leitað. Margvíslegt samráð við Landsvirkjun - En hvað um ásakanir Morgun- blaðsins um skort á samráði við Landsvirkjun? - Það hefur alltaf legið fyrir, aö ráðuneytið muni kveðja Lands- virkjun til samráðs og þátttöku í endurskoðun rafmagnssamnings- ins, ef unnt reyndist að koma af stað raunverulegum samningum. En meðan Alusuisse neitar þver- lega nokkurri minnstu byrjunar- hækkun, þá er auðvitað ekki um neitt að semja, hvorki fyrir Lands- virkjun né aðra. Einnig er ljóst, að svo þýðingarmikill þáttur og meg- inþáttur, sem raforkuverðið er, þá hljóta heildarsamningar milli Is- Iands og Alusuisse að fjalla um fleiri atriði, og líta verður samstillt á alla þætti málsins. Því er Lands- virkjun ekki réttur aðili ein sér til neinna beinna samningaviðræðna við Alusuisse og ÍSAL, þótt raf- magnssamningurinn sé að formi til milii ISAL og Landsvirkjunar. Hann eins og annað, sem varðar þessi samskipti er á ábyrgð og háð samþykki iðnaðarráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Ráðuneytið hefur hins vegar haft samráð með ýmsum hætti við Landsvirkjun undanfarin misseri varðandi þá þætti sem snerta endurskoðun raforkuverðsins. Þannig átti yfirverkfræðingur Landsvirkjunar, Jóhann Már Mar- íasson aðild að starfshópi ráðu- neytisins, sem settur var á fót í árs- byrjun 1981 og skilaði yfirgrips- mikilli skýrslu um raforkuverð til ÍSAL í byrjun ágúst 1982. Niður- staða þeirrar skýrslu var sú, að eðlileg væri krafa um hækkun raf- orkuverðsins í 15-20 mill. Ráðu- neytið sendi stjórn Landsvirkjunar þessa skýrslu um raforkuverðið til formlegrar umsagnar og barst sú umsögn stjórnar Landsvirkjunar í Iok septembermánaðar s.l. Þar er tekið undir öll meginatriðin í niðurstöðum áðurnefnds starfs- hóps ráðuneytisins og gefnar ýmsar gagnlegar ábendingar varðandi málið. Landsvirkjun telur kröfu um tvöföldun til þreföldun orkuverðs eðlilega Einnig fylgdi þarna með frá Landvirkjun sérstök greinargerð þess fyrirtækis um raforkuverð til stóriðju, þar sem m.a. er fjallað sérstaklega um raforkuverð til ISAL. Þar kemur fram, að Lands- Framhaldá bls. 16 Skeyti iðnaðarráðherra til Alusuisse þann 5. janúar s.l. Þá verðum við að leita annarra löglegra leiða Hér birtum við í heild síðasta skeyti iðnaðarráð- hcrra til Alusuisse. Orðsendingin var á þessa leið: Reykjavík, 5. janúar 1983 Alusuisse, Zúrich Viðt. Dr. P. Múller og Dr. B. Sorato Iðnaðarráðuneytiö hefur móttekið telex-skeyti yóar dagsett 23. descnrber 1982, sem er svar víð ýtarlegri tillöguokkarað samkomulagsgrundvelli, sem yöur var send í telex-skeyti 21. desember. Tillaga okkar er í samræmi við fyrri samþykktir ríkisstjórnar íslands og er sett fram t framhaldi af þeim gögnum, staðreyndum og rökum, sem við höfum lagt fram í viðræðum okkar og tekur að auki tillít til þeirra sjónarmiða og óska sem þér hafiö sett fram, þar á meðal þeirra atriða, sem fram komu í telex-skeyti yðar frá 10. nóvember 1982. Tillaga okkar, sem er bæði ýtarleg og skiimerki- leg, tekur á raunhæfan hátt til hinna þriggja meg- inatriða núverandi ágreiningsatriða okkar, það er að segja: a) aðgerð (úrskurðarnefnd eöa gerðardómur) til að leysa ágreining varðandi skattskyldur ísal), b) áætlun um aðferð til að ákveða raforkuverð til ísal, bæði hvað snertir upphafshækkun og þá þætti er varða vimiðunargrundvöll raforku- verðsins og verðtryggingu þess, c) samkomulagsgrundvöll til að leysa í vinsemd mál er varða rekstur álversins í Straumsvík og mál er fjalla þarf um í samningum varðandi framtíðarsamskipti aðila. Við hörnrum að ekki er unnt að skilja telex- skeyti yðar frá 23. desember öðruvísi en sem synjun á tillögum okkar. Það veldur okkur sár- um vonbrigðum að þér skulið ekki vera til- leiðanlegur aö setjas! að samningaborði með okkur á grundvelli tiliagna okkar. í telex-skeyti yðar ítrekið þér fyrri afstöðu yðar þess efnis að aðalsamningamaður yðar, Dr. P. Múller, sé þá fyrst reiðubúinn að leggja ósk okkar um sanngjarna upphafshækkun raforku- verðs fyrir stjórn Alusuisse, eftir að ríkisstjórn- in hefur fallist á skilyrði yðar varðandi stækkun álversins, nýjan samstarfsaðila og fleira. Ríkisstjórnin lítur þessi viðbrögð yðar alvar- legum augum. Þau tefla samskiptum okkar í voða og torvelda enn á ný möguiega lausn ágreiningsefna með samningum. Berist okkur ekki skýr boð frá yður um aö þér séuð reiðubúnir að hefja raunhæfar samninga- viðræður á grundvelli tillögu okkar eigum við ekki annarra kosta völ en að leita annarra lög- legra leiða til lausnar á málinu. Kærar kveðjur Hjörleifur Gultormsson, iðnaðarráðherra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.