Þjóðviljinn - 11.01.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.01.1983, Blaðsíða 10
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. janúar 1983 Lárus Björnsson Flestir Akureyringar, sem komnir eru vel til fullorðinsáranna, munu kannast við Lárus Björns- son, trésmið, sem lengi gekk undir nafninu Lárus í Iðju, og máttu sú nafngift kallast bæði stöðu og sæmdarheiti, því að auk þess að Lárus stjórnaði trésmíðaverkstæð- inu Iðju um hartnær þrjátíu ára skeið var hann að upplagi og elju- semi iðjumaður í þess orðs bestu merkingu, traustur, reglufastur og afkastamikill. Lárus er nú fyrir nokkrum árum kominn af iðjualdri og um þessai mundir á hann níræðisafmæli, og þess vildi ég minnast með örfáum orðum. Lárus er fæddur á Höskuldsstöð- um í Vindhælishreppi í Húnavatns- sýslu II. janúar árið 1983. For- eldrar hans voru María Guðrún Ögmundsdóttir og Björn Magnús- son. Þau fluttu síðan að Syðra-Hóli Hollustuvernd ríkisins Reykjavík. Tvær stööur viö Hollustuvernd ríkisins eru lausar til umsóknar: Staða deildardýralæknis Helstu málaflokkar, sem viðkomandi mun sjá um, eru mjólk og mjólkurvörur, kjöt og kjötvörur, þar meö tald- ar sláturafurðir af alifuglum. Umsækjandi skal hafa dýralæknispróf. Æskilegt er að umsækjandi hafi sérþekkingu á sviöi heilbrigðisvernd- ar eöa skuldbindi sig til þess aö afla sér slíkrar sér þekkingar í samráði við stofnunina. STAÐA HÁSKÓLAMENNTAÐS HEILBRIGÐISRÁÐUNAUTS Helstu málaflokkar, sem viökomandi mun sjá um, eru eftirlit meö innflutningi á matvælum, neyslu- og nauðsynjavörum í samvinnu viö innflutnings- og toll- gæsluyfirvöld. Ennfremur staðlaskrármál og tengsl við alþjóða staðlaskrárráðið (Codex Alimentarius). Umsækjandi skal hafa lokið prófi í matvælaverkfræði, matvælafræði eða skyldum greinum. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og störf sendist forstjóra stofnunarinnar, Skipholti 15, fyrir 15. febrúar 1983. Hollustuvernd ríkisins 10. janúar 1983. Blaðberi óskast Sörlaskjól DIOOVIUINN Simi 81333. „Flóamarkaður" Þjóðviljans Ný þjónusta við áskrifendur Á fimmtudögum geta áskrifendur Þjóðviljans fengið birtar smáauglýsingar sér að kostnsðarlausu. Einu skilyröm eru að auglýsingarnar séu stuttorðar og aö fyrirtækí eða stofnanir standi þar ekkí að baki. Ef svo er, þá kostar birtinqin kr. 100.- Hringiö í sima 31333 ef þiö þurfið að selja. kaupa. skipta, leigja, ef ykkur vantar vinnu, þið hafið tynt einhverju eöa fundið eitthvað. Allt þetta og fleira til a heima á Flóamarkaði Þjóðviljaris. DJOÐVIUINN • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboð SIMI 53468 í næsta nágrenni og þar ólst Lárus upp í hópi sjö systkyna. Eitt þeirra var Magnús, sem þar bjó allan sinn búskap og varð þjóðkunnur rithöf- undur og fræðimaður. Lárus fór að heiman innan tvítugsaldurs og fetaði slóð forfeðra sinna er fóru gangandi í verið með pjönkur sínar á bakinu og með sama hætti til baka í vertíðarlok. Ekki vildi hann gera sjómennsk- una að ævistarfi og hóf nám í tré- smíði hjá Einari Guðmundssyni, sem var ættaður úr Húnavatns- sýslu. Síðan vann hann um skeið hjá Hafliða Hjaltasyni, trésmið. Um það leyti kenndi hann mag- asjúkdóms, en fékk að nokkru bót á honum með skurðaðgerð, en sá bati varð aldrei fullkominn og átti Lárus raunar við heilsubrest að stríða ævilangt. Árið 1930 komst hann í kynni við hinn þjóðkunna athafna- og hugvitsmann, Sveinbjörn Jónsson á Akureyri, sem þá hafði stofnað fyrirtækið Iðju. Varð það þá að ráði að Lárus keypti helming þess og sæi síðan um reksturinn. Þar með hafði hann bundist ævistarfi og hlutverki, sem hann rækti með sæmd. Fljótlega eftir að hann kom til Akureyrar vann hann með Ólafi Eiríkssyni múrara við að byggja húsið Þingvallastræti 14, sen nú er eign verkalýðsfélagsins Einingar. Það varð síðan í mörg ár heimili þeirra systkinanna Óláfs, Ingi- bjargar, Elisabetar og Ingunnar og þar mátti kallast að væri miðstöðin í verkalýðsstarfseminni og flokks- starfi Kommúnistaflokksins og síðar Sósíalistaflokksins. í þessu húsi bjó Lárus í allmörg ár rg tengdist þessu ágæta fólki vina- DÖndum, sem aldrei rofnuðu. Matvæli til Póllands í gær var verið að skipa upp úr MS. Bæjarfossi 200 tonnum af ær- kjöti í Gdynia sem er gjöf til Pól- verja á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar í samvinnu vi landbún- aðarráðuneytið, Alþýðusam- band Islands, Katólsku kirkjuna og Rauða krossinn. Kjötinu verður dreift vítt um landið. Um næstu mánaðamót er á- kveðið að 100 tonn fari til viðbótar og síðar í febrúar og þá fari um 55 tonn af síld, en fyrir síldina greiðir Alkirkjuráðið en það greiðir einnig fyrir fíutningana á kjötinu. Þess skal getið að Reykvísk endurtrygg- ing hefur gefið tryggingar vegna flutnings á kjötinu. - ekh Líffræði- fyrirlestur I dag heldur dr. Einar Árnason criiuli á vegum Lífræðifélags Is- lands, sem hann nefnir „Þróun á tveimur einsím myndandi genum í Drosophila pseudoobscura: hlut- leysi eða val?“ Erfðabreytileiki er hornsteinn þróunarkenningarinnar, en löngum hafa menn deilt um þýð- ingu þessa breytileika í stofnun nátúrunnar. Nýjasta form þessara deilna fjalla unt hlutleysi eða val breytilegra sameinda. í erindinu mun Einar lýsa svokölluöum um- byltingartilraunum, sem hann hef- ur beitt til þess að fá úr því skorið hvort samsætur (allel) tveggja ens- ímmyndandi gena í bananaflug- unni Drosophila pseudoobscura væru hlutlaus eða ekki. Fyrirlesturinn, sem eru öllum opinn, verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 20.30. 90 ára Hann gerðist fljótlega flokksfélagi íSósíalistaflokknum, áhugasamur Dg traustur. Hann sótti fundi nanna best, og þegar leitað var sftir fjárstyrk til starfseminnar, eins og oft bar við á þeim árum, var Lárus aldrei seinn til eða smá- tækur. Hann var alltaf hæglátur og hlé- drægur og sóttist ekki eftir að kom- ast í ábyrgðarstörf á vegum flokks- ins, þó til þess hefði hann hæfileika eins og góða dómgreind, tiltrú og vinsældir. Þegar vanhugsuð, ódrengileg og misheppnuð atlaga var gerð til klofnings í Aiþýðu- bandalaginu, var Lárus einn þeirra' traustu eldri félaga, sem lét engan bilbug á sér finna og brást ekki fé- lögum sínum eða þeim málstað, sem hann taldi réttan. Nú þegar þessar línur eru ritaðar má segja að engum einum manni eigi Alþýðu- bandalagið meira að þakka en Lárusi. Árið 1974, 10. des., færði Lárus félaginu að gjöf neðri hæðina í myndarlegu húsi sínu að Eiðsvalla- götu 18 hér í bæ og má nærri geta að þessi höfðinglega gjöf kom sér vel og var þegin með ríkulegu þakk- læti. Var þegar hafist handa að inn- rétta hana og hagnýta í þágu félags- starfsins. En Lárus lét ekki þar við sitja. Árið eftir gaf hann flokknum einnig efri hæð hússins ásamt bíl- skúr. Þeirri gjöf fylgdi einnig ágætt bókasafn hans, sem eitt útaf fyrir sig mátti teljast höfðingleg gjöf. Alþýðubandalagið mun því á ó- komnum árum búa að rausnarlyndi og drengskap Lárusar og lengi verður hanns minnst af hlýjum huga. Húsið nefnist nú Lárusarhús og þar fer fram öll flokksstarfsemi Alþýðubandalagsins. Á vegg í fundarsalnum má líta myndarlega ljósmynd af Lárusi og margir munu á ókomnum árum líta til hennar með velvild og þakklátum huga. Þegar ég skrifa þessar línur er ég að koma frá að heimsækja Lárus þar sem hann býr á Dvalar- heimilinu Hlíð. Ekki þurfti ég að kynna mig fyrir honum og tók hann mér af þeirri hressilegu alúð, sem honum er eiginleg. Hann er ánægður með til- veruna á þessum stað, hefur gott herbergi til umráða ásamt öðrum manni, sem hann bar gott orð sem ákjósanlegum sambýlismanni. Heyrn Lárusar er góð miðað við aldur og sjónin sömuleiðis, nema hvað hann kveðst þola illa að stunda lestur nokkuð að ráði. Hann fylgist vel með því sem gerist í stjórnmálaheiminum og taldi að núverandi ríkisstjórn væri af betra taginu og að rétt hefði verið af Al- þýðubandalaginu að taka þátt í stjórnarstarfinu. Hann er enn létt- ur í spori og hefur til skamms tíma fengið sér langa morgungöngu, en lætur það ógert þegar hálka hefur myndast. Vinum og flokks- systkinum sendir hann góðar kveðjur og heillaóskir á þessum tímamótum ævinnar. Ég veit að margir eru þeir, sem vilja taka undir hlýjar kveðjur til hans á 90 ára afmælinu. Og ég vil ljúka þess- um orðum með því að endurtaka það, sem hann sagði við mig: „Fortíðin átti marga góða kosti, nútíðin er að sjálfsögðu miklu betri, og færi framtíðin ekki landi og þjóð aukna farsæld og lífsham- ingju þá er það fólksins eigin sök.“ Einar Kristjánsson. SNJÓ- HJÓL- BARDAR Eigum fyrirliggjandi takmarkaðan lager af eftir- farandi hjólbörðum. 600 X 12 1.825,- A78 X 13 1.801,- B78 X 13 1.827,- P155/80 X 13 1.692,- 155R X 13 1.912,- 165R X 13 2.061,- P175/80R X 13 2.048,- C78 X 14 1.984,- E78 X 14 2.124,- F78 X 14 2.211,- G78 X 14 2.356,- H78 X 14 2.400,- P195/75R X 14 2.333.- P205/75R X 14 2.338,- 165R X 15 2.197,- G78 X 15 2.432,- P225/75R X 15 2.829,- 700 X 15/6PL 3.280,- 750 X 16/8PL 4.445,- 875 X 16,5/8PL 3.804,- Á meðan birgðir endast gefum við 10% staðgreiðslu- afslátt eða veitum góð greiðslukjör. HJOLBARÐAR Véladeild Sambandsins HÖFÐABAKKA 9. Símar: 83490 og 38900.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.