Þjóðviljinn - 11.01.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.01.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 11. janúar 1983 Einn viðgerðar- maður á hverja 58 bíla Bílaflotinn tvöfaldaöist á áratug Samkvæmt nýjustu tölum um fjölda starfsfólks í einstökum atvinnugreinum hérlendis, en þær eru frá árinu 1980, þá eru ársverk er snerta bíla á einn eða annan hátt, þar með talin sala á bif- reiðum og bilvörum, hátt í 2400. Ef einungis er litið á mannafla- tölur iðngreinanna innan bíl- greinarinnar kemur í ljós, að á árinu 1980 voru ársverkin tæp- lega 1800. Þessar upplýsingar má lesa í nýjasta fréttabréfi Lands- sambands iðnaðarmanna. Til að skýra þessar tölur nánar má geta þess að heildarvinnuafl í bílgreinum er um 40% af vinnu- afli við fiskveiðar. Þessa þróun má ekki síst rekja til stóraukinnar bíleignar landsmanna á undan- förnum árum. Nú er svo komið að íslendingar eru orðnir einhver mesta bílaþjóð heims, með 435 bifreiðar á hverja 1000 íbúa mið- að við tölur frá árinu 1981. Sem dæmi um þessa þróun má geta þess að árið 1971 var bílafjöldi í landinu rétt yfir 50 þús. en 10 árum síðar hafði bílaflotinn tvö- faldast, var kominn yfir 100 þús. bíla. Fyrir 10 árum var bílafjöldi á hvern viðgerðarmann að meðal- tali 32,7 bílar, en árið 1980 voru orðnir 58 bílar á hvern bifvéla- virkja. Skák Karpov að tafli - 78 Karpov sigraði Svetozar Gligoric í 13. um- ferð millisvæðamótsins. Kortsnoj vann Ra- dulov svo þeir voru enn jaf nir, báðir með 10 vinninga. Larsen tapaði óvænt fyrir Quint- eros sem gerði möguleika hans til að kom- ast áfram hæpna. I 3. - 4. sæti eftir þessa umferð voru Byrn og Smejkal með 9 vinn- inga. í 5. sæti kom Hubner með 8V2 v. og í 6. sæti Larsen með 8 vinninga. Hér koma lokin úr endatafli Karpovs og Gligoric: Karpov - Gligoric 58. d6 Hc1 + 59. Ke2 Hc2+ 60. Kf1 Hc6 61. Kg2 Hb6 62. Rc7 Hb7 63. Rd5! - Svartur gafst upp. „Lyftan“ mjakast upp jökulinn. 240 Pakistanar voru í burðarliðinu, þar af fóru 15 þeirra upp í efstu búðir. Hœst, brattast og dýrast Efsti hlutinn var erfiðastur. Þarna er brattinn um 50 gráður en myndin er tekin í 7.800 metra hæð. Þetta var lengsta brunferð sem farin hefur verið. Það að auki var brunað á hærri slóðum en áður hefur þekkst. Brattinn var vlða hrikalegur. Þessi brunferð kost- aði hvorki meira né minna en 4 miljónir íslenskar. Þetta er ör- ugglega dýrasta skíðaferð sem farin hefur verið. Það tók tvöhundruð og fimm- tíu manns þrjátíu og fimm daga að láta draum ævintýramannsins Sylvain Saudan rætast. Að kom- ast á toppinn á Hidden Peak í Himalayafjallgarðinum sem er í 8.068 metra hæð yfir sjó, spenna á sig brunskíðin og láta sig húrra niður ótrúlegan bratta á ótrúlegri ferð allt niður í 5.200 metra hæð, þar sem ævintýrinu lauk. Brunferðin tók aðeins 9 klukk- ustundir, í það heila, en ferða- lagið upp og niður fjallið á annan mánuð. Hidden Peak er nyrst í Pakist- an skammt frá kínversku landa- mærunum. f austur sér til kon- ungs fjallanna Mount Everest sem er í 8.884 metra hæð. Þeir sem náðu á toppinn á Hidden Peak voru auk ofurhug- ans Sylvain Saudan, frönsku alpafjallgöngumennirnir Marie- Jose Valensot, Daneiel Sembla- net og Jean-Pierre Ollagnier sem stjórnuðu uppgöngunni og einn af pakistönsku burðarmönnun- um Mohamed Ali. Ferðin upp gekk erfiðlega, en að lokum hafðist það. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem tindur Hidden Peak er klifinn, en í þetta sinn notuðu fjallgöngumennirnir ekki súrefni í lokaáfanganum. Það var aðeins Saudan sem tók með sér skíðin upp, og mður brattann fór hann. „Fyrsti kaflinn var hrikalega brattur, allt að 50 gráða halli“, sagði kappinn þegar hann kom í mannabyggðir aftur. Hann brunaði í fyrsta áfanga samtals í tvær klukkustundir, en þá var á- kveðið að bíða með frekara brun til morguns. Þá var hann staddur í 7.300 metra hæð, hafði lagt að baki tæpa 800 m. fallhæð á tveimur klukkustundum. Lokaáfanginn var farinn í einni lotu og það tók rétt rúmar sjö klukkustundir að bruna niður í 5.200 metra hæð þar sem enda- stöðin var. Á bak við þetta óvenjulega ferðalag bjó tveggja ára athugun, skipulagning og annar undirbún- ingur. Og hvað kostnaðinn áhrærir þá kostaði „ferðin með lyftunni upp“, eins og Saudan orðaði ferðalagið, um 4 miljónir íslenskar. Lyftan samanstóð af 240 pakistönskum burðar- mönnum og 10 alpafjallgöngu- mönnum. (Endursagt -lg.) Umferðar- öryggisár gengið í garð Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Norðurlandaráð ákveðið að í ár verði sérstök áhersla lögð á öryggi í umferðinni á Norðurlöndum. Hugmyndin er að vekja fólk til umhugsunar um þátt hvers og eins í umferðinni. Mikið undirbúningsstarf hefur verið unnið á síðustu mánuðum svo vel megi takast á þessu nor- ræna umferðaröryggisári, sem er nýbyrjað. Haldnar verða ráðstefnur á öllum Norðurlönd- um um einstök atriði umferðar- öryggis, gerðar hafa verið fræðslumyndir ætlaðar til sýning- ar í sjónvarpi um unglinga í um- ferðinni, hjólreiðafólk, gangandi vegfarendur og aldraða í umferð- inni. Hér innanlands er ýmislegt á döfinni eins og t.d. teikni- og ritgerðarsamkeppni í grunnskól- unum, vikulegir þættir um umferðaröryggismál í útvarpi, ráðstefnur og fundir. Þá er hug- myndin að halda sérstakar umferðarvikur í einstökum sveitarfélögum. Eitt af plakötum Umferðarráðs á umferðaröryggisári,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.