Þjóðviljinn - 11.01.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.01.1983, Blaðsíða 16
Stefnt í hættu Benóný Benediktsson er meðal keppenda á Skákþingi Reykjavíkur sem hófst á sunnudaginn. Munurinn á rækjuverði á Islandi og í Noregi virðist vera nær ótrúlegur. Hver hirðir mismuitinn? Launagreiðslurnar í Noregi eru miklu hærri en á íslandi Munurinn á rækjuverði til sjó- manna í Noregi og á íslandi, sem Þjóðviljinn skýrði frá fyrir helgina, hel'ur að vonum vakið mikla at- hygli, enda er hann vægt sagt hrikalegur. Til að afla nánari frétta af þessu máli haf'ði Þjóðviljinn í gær samband við Matthías Garð- arsson, semstarfar hjá norska sjáv- arútvegsráðuneytinu, og bað hann um nánari upplýsingar á rækju- verði í Noregi, miðað við vinnslu- aðferð og stærðarllokka. Matthías sagði að fyrir rækju sem er stærri en 8 sm og forsoðin í sjó um borð í fiskibát væru greiddar 51.20 kr. ísl. fyrir kg.. miðað við að hún væri ópilluð. til sjómanna. Rækja sem er 7,5 sm, forsoðin um borð tii piilunar, 23.75 kr. til sjómanna. Rækja sem er 7,5 sm eða minni, forsoðin um borð, 21.75 til sjómánna. En þá komum við að rækju sem er að öilu leyti unnin eins og hér á Isiandi, þ;tð er hrá blönduð rækja til pillunar. I'yrir hana er greitt 16.25 kr. fyrir kílóið til sjómanna. Af þessum 16.25 kr. eru 80 aurar styrkur. Þetta er lægsta verð sem greitt er til sjómanna fyrir rækju í Noregi. Á íslandi er hæsta verð sem sjó- menn fá 11.69 kr. fyrir kílóið. Þá er um að ræða rækju sem gefur 160 stykki eða færri í eitt kíló. Síðan eru fleiri verðflokkar fyrir minni rækju. Má þar nefna 10 kr. fyrir kg. og 7.27 kr. fyrir kg. Lægsta verð fyrir rækju hér er 3.72 kr. fyrir kg. Sem fyrr sagði er það 16.25 kr. í Noregi. Sú rækja, sem greitt er fyrir hér 3.72, er svokölluð úrkasts- rækja, vegna smæðar. En þá er að geta þess að venju- legt tímakaup í rækjuvinnslu í Nor- egi er 40 kr. norskar eða rúntar 100 kr. íslenskar á tímann. Hér tekur fólk í rækjuvinnslu laun samkvæmt 9. launaflokki og þar er hæsta kaup eftir 5 ára starf 48.38 kr. á tímann. Þá er greiddur bónus ofan á þetta kaup fyrir hópinn. Hann er mjög mismunandi. Hæstu dæmi sem þekkjast er 200 kr. til 300 kr. bón- usálag á rnann á dag. Lægri upp- hæðir eru mun algengari. Norskur verkamaður í rækju- vinnslu hefur því rúmar 800 kr. ísl. á dag en hæsta dæmi sem hér þekk- ist er 687 kr. en algengara nær 500 •kr. á dag. Því er spurningin áfram: Hver hirðir þann mismun sent hér mynd- ast, þar sem þjóðirnar selja á sama markaði og fá sama verð fyrir afurðina? -S.dór „Þessi niðurskurður er dæmi- gerður fyrir hægri stjórn; byrjað er á að skera niður samféíagslega þjónustu í heilbrigðis- og félags- málum,“ sagði Sigurjón Pétursson m.a. i umræðu um fjárhagsáætlun s.l. fimmtudag. Tilefnið var bréf allra yfirlækna Borgarspítalans, sem dreift var á borgarstjórnarf- undinum. Þar kemur m.a. fram að verja á 8 miljónum króna í tækja- kaup spítalans, en í fyrra var veitt til þessa liðar 7 miljónum króna. Flest eru tækin keypt dollaraverði, en dollarinn hefur hækkað um meira en 100% á milli ára! A sama tíma hækkar fjárveiting borgarinnar um 15,5%! „Við lýsum furðu okkar á þess- um niðurskurði og teljum að með honum sé starfsemi spítalans stefnt í hættu, sem hljóti að koma niður á staðli spítalans“, segir m.a. í bréfi læknanna, þar sem þeir skoruðu á borgarstjórn að hækka upphæðina verulega. Upphaflega fór tækja- kaupanefnd spítalans fram á 18,6 miljónir króna. Undir brefið rita: Gunnar Sigurðsson, Eggert Ó. Jó- hannsson, Ásmundur Brekkan, Gunnar H. Gunnlaugsson, Þor- björg Magnúsdóttir, Hannes Pét- ursson, Stefán Skaftason, Haukur Kristjánsson, Ásgeir B. Ellertsson og Kristinn Guðmundsson. Sjálfstæðisflokkurinn varð ekki vð þessari áskorun um hækkun fjárveitingar s.l. fimmtudag. -ÁI Hægfara kandidatar hrósa sigri í prófkjöri Framsóknarmenn völdu til hægri Hægri mcnn í Framsóknarílokkn- um hlutu mikinn sigur í próf- kjöri flokksins í Reykjavík nú um helgina. Ólafur Jóhannesson varð í fyrsta sæti með 207 atkvæði en Haraldur Ólafsson varð í 2. sæti með 127 atkvæði samanlagt í fyrsta og annað. Báðir þessir hafa verið talsmenn hægri aflanna í Framsókn og í þriðja sæti með 101 atkvæði varð Björn Líndal mágur Eiríks Tómassonar (ráðherra Árnason- ar). í fjórða sæti var Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir með 1.31 at- kvæði samanlagt, en í fimmta sæti varð Bolli Héðinsson með 156 at- kvæði sem og Steinunn Finnboga- dóttir. Bolli vann á hlutkesti. „Heimurinn stendur í stað í þess- um flokki", sagði Framsóknarkona við blaðið en konur eru óánægðar með sinn hlut. „Ilún ætlar ekki að gera það endasleppt, Hánefsstaða- ættin í Framsóknarflokknum", sagði fullorðinn Framsóknarmað- ur. Greinilegt er að í Reykjavík hefur hugmyndin um nýja hægri stjórn undir forsæti Ólafs Jóhann- essonar fengið byr undir báða Olafur Jóhannesson fékk 75% greiddra atkvæða í prófkjöri innan fulltrúaráðs Framsóknarflokksins í Reykjavík. vængi í Framsóknarflokknum. Það segir svo sína sögu að 207 manns völdu forsætisráðherraefnið í próf- kjörinu. - óg/ekh Skákþing Reykja- víkur hafið Skákþing Reykjavíkur 1983 hófst í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur síðastliðinn sunnu- dag. Á mótinu hófu alls um 80 skák- menn keppni og tefla allir í einum flokki eftir svissneska kerfinu. Keppni í unglingaflokki mun helj- ast síðar. Margar þekktar kempur mættu til leiks í mótinu þó fresta hafi þurft nokkrum skákum vegna færðar. Meðal keppenda eru Haukur Ang- antýsson, Elvar Guðmundsson, Benóný Benediktsson, Dan Hans- son, Róbert Harðarson, Sveinn Kristinsson, Þórir Ólafsson, Guð- mundur Ágústsson, Ágúst Karls- son, Róbert Haröarson, Björn Sig- urjónsson, Björgvin Jónsson, Hall- dór G. Einarsson og Bragi Björnsson. Mótið stendur út janú- armánuð og er teflt þrisvar í viku, á sunnudögum, föstudögum og miðvikudögum. Sævar Bjarnason er núverandi Skákmeistari Reykja- víkur. -hól. Forval AB á Suðurlandi Lýkurí kvöld Fyrri umferð forvals Alþýðu- bandalagsins í Suðurlandskjör- dæmi hófst sl. laugardag og stendur fram á þriðjudagskvöld. Það er víðar veður en í Reykjavík, segir máltækið og er skemmst frá því að segja, að ekki hefur verið veðrátta til að komast á kjörstað t.d. í upp- sveitum Suðurlands. Svipaða sögu er að segja frá þétt- býlisstöðunum. Þar hefur víða ver- ið ófært og leiðindaveður forvals- dagana. Um helgina voru kjörstað- ir yfirleitt opnir frá kl. 16.00 til 22.00 en í gær og í dag eru þeir yfirleitt opnir frá kl. 20.00 til 22.00. Ef veðrinu slotar ekki í dag kemur vel til greina að framlengja forvalið enn um sinn. _________________-óg Yfirlæknar um starfsemi Borgarspítalans MOÐVIIJINN Þriðjudagur 11. janúar 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527. umbrot 81285, Ijósmyntlir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.