Þjóðviljinn - 11.01.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 11.01.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. janúar 1983 Er íslendingum um megn að skfpuleggia húsnæðismálfn? Talsvert hefur verið rætt og ritað um húsnæðismál undanfarnar vikur, skort á leiguhúsnæði og stöðuna í húsbyggingarmálum almennt. Athyglisverðustu skrifin um þessi mál eru tvímælalaust skrif Ólafs Jónssonar, formanns Húsnæðisstofnunar ríkisins. Öllum má vera Ijóst að hér er um að ræða svo mikilsverð mál fyrir íslenska þjóð að ástæða er til að fleiri leggi þar orð í belg. Gönuhlaup hagspekinnar Gerbreytt staða í vaxtamálum, þ.e. verðtryggð útlán, hafa átt stór- an þátt í að draga úr húsbyggingum almennt. Nú ber vissulega að fagna því, að braskaralýður sjái sér síður hag í þjóðhagslega óarðbærri og óheftri fjárfestingu. En málið hef- ur fleiri hliðar. Gönuhlaupið út í verðtryggðu lánin hefur nefnilega lagt níðþungar byrðar á almenning sem erað koma yfirsig húsnæði, og það fer t.d. ekki fram hjá banka- stjórum þessa lands um þessar mundir. Að gjalda í sömu mynt Allir hugsandi menn hljóta að vísu að viðurkenna að lántekendum beri að greiða raungildi láns til baka ásamt hæfilegri þóknun í of- análag. Hin alvarlegu mistök eru hins vegar þau, að meirihluti stjórnmálamanna okkar álpaðist út í að gleypa hráar tillögur Al- þýðuflokksins í þessum efnum, sem mætti líkja við heljarstökk aftur á bak. Mergurinn málsins er einfald- lega sá að allt of geyst hefur verið farið í þessa breytingu á vaxtakerf- inu. Aðlögunartíminn hetði þurft að vera miklu lengri (e.t.v. 6-8 ár) og nú stynur almenningur og atvinnuvegir undan þessu heljar- stökki. Reyndar hefur sjávarútveginum tekist nú nýverið að smeygja sér að nokkru undan þessu álagi. Þessi leiftursókn í vaxtamálunum bætist síðan við þann efnahagslega vandíi, sem við er að etja um þessar mundir, og magnar hann. Nýlega voru vextir enn hækkaðir til samræmingar verðbólgunni (á sama tíma og t.d. bandarískir bankar lækka vexti sína) og aukinn fjármagnskostnaður í verslun og iðnaði fer að sjálfsögðu út í verð- lagið og magnar verðbólguna. Full ástæða er til að draga í efa, að hinar hefðbundnu borgaralegu hagfræðikenningar, um að hægt sé að stjórna framboði og eftirspurn fjármagns svo til eingöngu með vaxtaákvörðunum, eigi við í þjóðfélagi, sem býr við jafnhátt verðbólgustig og hér ríkir nú, í þjóðfélagi, sem hefur orðið fyrir verulegum efnahagsáföllum og leitt af sér rýrnandi þjóðartekjur. Skert verðtrygging Hér hefði ekki aðeins átt að hækka lægstu vexti, svo sem víxil- vexti, heldur einnig lækka hæstu vexti (verðbætur), þ.e. að verðtrygging Iána næmi u.þ.b. 80- 90% í amk. 2-3 ár meðan stefnt væri, með öðrum markvissum að- haldsaðgerðum, að því að ná verð- bólgunni verulega niður. Oðagotsmenn í vaxtamálum tala fjálglega um hagsmuni sparifjár- eigenda en menn verða að gæta Árni Stefánsson skrifar: þess að sparifjáreigendum er eng- inn hagur í vaxandi verðbólgu. Gæti sparifjáreigendum ekki ein- mitt verið hagur í því að fórna nokkru um sinn, ef það mætti stuðla að stöðugra efnahagslífi og betri þjóðarhag í framtíðinni? Félagshyggja eða »frjá Is hyggja ‘ ‘ ? Auðvitað vita allir vitibornir menn að byggja þarf traust og vönduð hús á Islandi, þótt deildar meiningar séu um ytri og innri gerð þeirra að öðru leyti. Þegar hins vegar kemur að því, hvernig staðið skuli að byggingu þeirra af hálfu samfélagsins, grein- Leið „frjálshyggju“ Leið hægri aflanna, frjáls- hyggjumannanna, er hins vegar sú, að braskaralýður byggi og selji, í krafti samtryggingarinnar, al- menningi húsnæði með afarkjörum en peningamennirnir reisi svo sín stóru einbýlishús að geðþótta. Hin- um sem ekkert er hægt að selja, svo sem öryrkjum og utangarðs- mönnum, verður svo komið fyrir einhvers staðar með þolanlegum hætti til að breiða yfir ásýnd hinnar grimmu markaðshyggju. Það er sorgleg saga að þann flokk, þar sem þessi öfl er að finna, Sjálf- stæðisflokkinn, skuli margur mætur félagshyggjumaðurinn kjósa. Afleiðingin er svo sú að íhaldsflokkur af þeirri stærðar- gráðu, sem hér er að finna, þekkist hvergi annars staðar á Norðurlönd- um. Baráttan um fjármagnið Islendingar eru dugleg þjóð sem hefur tekist að nýta sér pólitíska og efnahagslega framvindu síðustu ára- tuga til að byggja upp ótrúlega fjölbreytt atvinnulíf og nútímaleg lífsskilyrði. Megnið af þjóðarauði okkar í framleiðslutækjum og fast- eignum hefur orðið til á sl. 4 ára- tugum. Hin öra efnahagsuppbygging hefur leitt af sér mikla baráttu um fjármagnið og misviturlega hefur verið staðið að framkvæmdum. Hagsmunatogstreita af ýmsu tagi hefur leitt til óarðbærrar fjárfest- ingar eins og dæmin sanna. Einmitt nú, þegar þjóðartekjur rýrna um sinn, verða umræðurnar um vægi þessa þáttar í efnahagsvandanum háværari en ella. Hér skal ekki farið nánar út í þá sálma heldur vikið að þeirri nánast furðulegu staðreynd að okkur ís- lendingum hefur enn ekki tekist að fjármagna íbúðabyggingar okkar á mannsæmandi hátt. Við höfum enn ekki reynst menn til að skapa byggingariðnaðinum nægilega öfluga og trausta tekjustofna, með þeim afleiðingum að hvergi í ná- lægum löndum, og þótt víðar væri leitað, búa húsbyggjendur við slík afarkjör og hér ríkja. Hlutfall lána af byggingarkostnaði er alltaf of lágt (að jafnaði undir 50% kostn- aðar) og lánstími óeðlilega stuttur. Hagkvæmustu kjara njóta þeir Gömlu góðu verkamannabústaðirnir við Hringbraut. ir menn verulega á. Þar greinir á milli félagshyggjumanna og þeirra afla sem kenna sig við frelsi og frjálst framtak. Leið félagshyggju Ég hygg að félagshyggjumenn flestir telji sjálfsagt að langstærsti hluti þess íbúðarhúsnæðis, sem byggður verður í framtíðinni, veröi á vegum samvinnufélaga, hvort sem þau heita byggingarsamvinnu- félög, verkamannabústaðir eða annað og í formi lágreistra sambýl- ishúsa; raðhúsa og að minni hyggju einnig lítilla einbýlishúsa. Hin alvarlegu mis- tök eru hins vegar þau að meirihluti stjórnmálamann- anna okkar álpað- ist út í að gleypa hráar tillögur Al- þýðuflokksins í þessum efnum sem líkja mætti við heljarstökk aftur á bak..... fáu sem eiga kost á íbúðum í verka- mannabústöðum, og þótt núver- andi ríkisstjórn hafi veitt auknu fjármagni til þessa byggingar- flokks, leysir það vitanlega ekki vanda hins almenna húsbyggjanda. Óviðráðanleg greiðslukjör Ekki eru greiðsiukjör á hinum almenna húsnæðismarkaði viðráðanlegri. Nú er t.d. algengast að krafist sé u.þ.b. 75% söluverðs í útborgun á 10-12 mánuðum og eftirstöðvarnar skulu greiðast á 4 árum. Slíkt er ekki á færi annarra en þeirra sem einhverja fasteign eiga fyrir og nánast útilokað fyrir ungt og eignalítið fólk að festa kaup á húsnæði með slíkum kjör- um af eigin rammleik. Raunvaxtakerfið bitnar nú með fullum þunga á þeim sem eru að reyna að koma yfir sig húsnæði, og nú er svo komið, að fjöldi fólks, einkum það sem hefur byggt eða keypt á sl. 2-4árum, áímjög alvar- legum greiðsluerfiðleikum. Kemur þetta m.a. fram í stórauknum upp- boðsauglýsingum í dagblöðunum undanfarna mánuði. Margur reynir að fleyta sér á skyndilánum í bönkum en þar er ekki annað að hafa en verðtryggð lán nema þau séu endurgreidd innan 9 mánaða. Nauðungarkjörin alvarlegur streituvaldur Nú er gjarna talað um nýja efna- hagsskiptingu fólks í landinu; ann- ars vegar eru þeir sem komu yfir sig þaki áður en verðtryggðu lánin komu til sögunnar og greiða nú af lánurn axnum smáupphæðir sem engu máli skipta. Hins vegar þræl- ar verðtryggingarkerfisins sem dembt hefur verið á með leiftur- sókn í stað langtíma aðlögunar. Þetta fólk sér fram á óheyrilegar greiðslubyrðar sem eru víðsfjarri viðráðanlegu hlutfalli af launum þess. Þjóðfélag, sem ætlar þegnum sínum að standa undir fjármögnun eigin húsnæðis á innan við 10 árum og lánar aðeins óverulegan kostn- aðarhluta til lengri tíma, slíkt þjóðfélag hlýtur að uppskera alvar- legar meinsemdir í þjóðarlíkam- anum. Það kæmi mér og mörgum fleirum ekki á óvart að þetta þjóðfélagsástand væri mun víðtæk- ari streituvaldur í þjóðfélaginu en margan grunar. Hér væri hægt að nefna einstök dæmi um fjárhags- vanda hins duglegasta fólks en af augljósum ástæðum skal það látið ógert. Margur maðurinn reynir að leyna þessum vanda sínum því enn eimir eftir af þeim gamla hugsunar- hætti að það sé ávallt ónytjungs- háttur að standa ekki í skilum og ég þekki einnig dæmi þess að menn þrauki enn í þeirri von að svona geti þetta ekki gengið lengur, stjórnvöld hljóti að „gera eitthvað". Því miður hafa félagsfræðingar til þessa ekki reynt að kryfja þenn- an félagslega þátt til mergjar en það væri vissulega verðugt verk- efni. Sinnuleysi eða kjarkleysi stjórnmálamanna Nú er það svo að hlutaðeigandi aðilum hefur lengi verið Ijóst að lánafyrirgreiðsla til byggingar og kaupa á íbúðarhúsnæði er óviðun- andi. Stjórnmálaflokkarnir keppast við að lýsa yfir að auka þurfi lána- fyrirgreiðslu á þessu sviði, hækka lánsupphæðir og lengja lánstím- ann. Frambjóðendur á biðilsbux- unt hafa staðhæft í kosningabaráttu liðinna ára, að nú muni verða hér breyting á, fái þeir til þess stuðning háttvirtra kjósenda og jafnan hafa stjórnmálaskúmarnir gætt þess vandlega að minnast hvergi á, hvernig ætti að afla til þess fjár. Stjórnmálamönnum er nefnilcga Ijóst að íslendingar eru ekki aðeins dugleg þjóð heldur hefur hún í vel- gengni síðustu áratuga (þrátt fyrir nokkrar hagsveiflur) orðið kröfu- hörð þjóð, þjóð sem gerir nánast ótakmarkaðar kröfur til „kerfis- ins" en fellur sérlega illa við allar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.