Þjóðviljinn - 11.01.1983, Side 7

Þjóðviljinn - 11.01.1983, Side 7
Þriðjudagur 11. janúar 1983 1 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 : . . ' ■.Sí.::-. a:s iiSS: . ■ ■ Parhús framkvæmdanefndar i Breiðholti álögur sem eiga að standa undir því. Það er t.d. engin tilviljun að stjórnarandstöðuþingmenn, sem gagnrýna ríkisstjórn harðlega fyrir sívaxandi útþenslu og útgjöld, eru allra manna duglegastir við að bera fram þingsályktunartillögur og frumvörp sem leiða til meiri og minni útgjaldaaukningar fyrir ríkissjóð. Það heyrir til undantekn- inga að háttv. þingmenn geri grein fyrir því jafnframt, hvernig skuli aflað fjár til hlutanna. Ástæðurnar fyrir þessu ófremd- arástandi í húsnæðismálum okkar eru án efa margvíslegar. Megin- skýringin er e.t.v. sú að þegnarnir, sem hverju sinni berjast fyrir þaki yfir höfuðið, hafa aldrei myndað samstæðan þrýstihóp (eins og það er kallað núna) þótt verkalýðs- hreyfingin hafi stundum náð árangri í þessum málum í kjarasamning- um og stjórnvöld hafa til þessa ekki liaft þor til að sækja það fjármagn til þjóðarbúsins sem til þarf. Marg- ur hagfræðingurinn telur sjálfsagt rýrnun sjóða í verðbólgunni vera meginorsakavaldinn en ég leyfi mér samt að fullyrða að þjóðfélag, sem hefur árum saman nánast lært að búa við verðbólgu, getur tryggt nokkurn veginn stöðugt fjármagn til tiltekinna franikvæmda ef vilji er fyrir hendi. Nýr tekjustofn nauðsynlegur Það er þjóð okkar til van- sæmdar, sem býr við hvað hæstar þjóðartekjur í heimi, að ætla þegn- um sínum almennt að fjármagna húsnæðiskostnað sinn að megin- hluta til á u.þ.b. áratug, ekki síst þegar þess er gætt að hér eru bygg- ingar undantekhingarlítið það vandaðar að þær geta hæglega enst í 2-3 mannsaldra nreð eðlilegu við- haldi og breytinguni eftir kröfum tímans. Afleiðingarnar eru eins og áður segir óheyrilegt vinnuálag og í kjölfarið heilsufarsleg og félagsleg vandamál sem bitna á heimilum og þjóðfélaginu í heild. Það er kominn tími til að við ís- lendingar tökum okkur taki og los- um okkur úr þessu sjálfskaparvíti. Til þess að slíkt sé framkvæman- legt þarf þjóðarátak, veita þarf meira fjármagni til fjárfestingar í íbúðarhúsnæði. Nýr tekjustofn þarf að koma til. Erlendar lántökur í þessu skyni eru fráleitar og allar skammvinnar lausmr skjóta aðeins vandanunt á frest. Því er ekki nerna um eina raunhæfa leið að ræða, skattheimtu í einhverju fornii þ. e. beina eða óbeina. Kjósi menn beina skattheimtu í þessum tilgangi er álag á útsvarsstofn sennilega heppilegast. Óbein skattheimta er, ef rétt er á haldið, réttlátari og um leið raun- hæfari leið. Samkv. frumvarpi til fjárlaga fvrir árið 1983 er áætiaö að óbeinir skattar nerni 79.6% ríkis- tekna.og söluskatturinn einn áætl- aður 35% ríkistekna eða 4510 millj. kr. sem mun að venju vera varlega áætlað. Væri það nokkur ofraun hinni fræknu neysluþjóð, norður við Dumbshaf, sem sendir rúmlega 4ða hvern íbúa út fyrir land- steinana árlega, kaupir litasjón- vörp, videotæki og bíla í stríðum straumum á tímum alþjóðlegrar kreppu, væri henni nokkur ofraun Mergurinn máls- ins er sá að alltof geyst hefur verið farið í þessa breytingu á vaxta- kerfinu. Aðlögun- artíminn hefði þurft að vera miklu lengri.... að hækka á sér söluskatt um eitt stig árlega næstu 3 árin til þjóðará- taks í húsnæðismálum? Samkv. fjárl. ’83 mun eitt sölusk. stig gefa u.þ.b. 200 ntillj. kr. sem strax mun- aði töluvert urn til þesara mála Þessar álögur mætti að sjálf- sögðu milda eitthvað með tekju- skattslækkun á láglaunafólki með niðurfellingu söluskatts á tiltekn- um vörum og þjónustu. Þessi söluskattshækkun mætti ekki leiða til hækkunar kaupgjalds og á það ætti verkalýðshreyfingin að geta fallist ef með þessu væri unnt að leggja traustan grundvöll að fjármögnun á þessu sviði. Vitanlega yrði eitthvað möglað undan þessari fjármögnunarleið, e.t.v. helst af þeim sem komið hafa yfir sig húsnæði fyrir tíma verðtryggðra lána (og greiða nú aðeins nokkra tugi eða hundruð króna árlega af útbrunnum lánum, eiga hugsanlega bankainnistæður sem þeir ólmir vilja fulla verðtrygg- ingu á). Hvað vinnst? Með efldum sjóðum Húsnæðis- stjórnar (Veðd. L.í.) ætti að vera unnt að ná eftirfarandi markmið- um á u.þ.b. áratug: 1. Húsbyggjendur eða fasteigna- kaupendur, sem fjárfesta í íbúðarhúsnæöi í fyrsta sinn, eigi kost á láni allt að 50% bygging- arkostnaðar eða kaupverðs eftir réttlátum úthlutunarregl- um sem stöðugt væru í endur- skoðun. 2. Hámarkslánstími ofangr. lána væri 45 ár en styttri ef lántaki óskar. 3. Aðrir almennir lántakendur ættu að geta komist af með eitthvað lægra lánahlutfall og lánstíma. 4. Þeir lántakendur, sem nýttu sér 50% lánahlutfallið þyrftu að eiga kost á sérstöku „þaki“ á árlegar aflrorganir lánsins nteð þeim hætti að lántaki greiddi mánaðarlega tiltekið hlutfall launa sinn (e.t.v. 15-20% en þó ætíð einhverja lágmarksupp- hæð). Innheimtu annaðist atvinnurekandi. í einstaka til- fellum gæti því lánstími farið yfir 45 ár. Hér verður ekki bollalagt um á- hrif þessarar hugsanlegu umbylting- ar í húsnæðismálum okkar á ein- staka þætti svo sem eftirspurn eftir lánum til nýbygginga og notaðs húsnæðis, áhrif á markaðsverð. á- hrif á bankakerfið almennt, áhrif á almenna neyslu o.s.frv. en víst er að í kjölfar þesara aðgerða mynd- um við, þegar tímar líða, lifa í streituminna og manneskjulegra þjóðfélagi. „Herskylda Islendinga", eins og þrældómurinn við að koma yfir sig þaki hefur verið kallaður, væri stytt og rnilduð- friösamlegri tímar færu í hönd. Hvort höfum við þá erindi sem erfiði? Desember 1982, Kópavogi, Arni Steiansson. Verkamannabústaðirnir sem nýlega voru afhentir í Kópavogi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.