Þjóðviljinn - 11.01.1983, Page 11

Þjóðviljinn - 11.01.1983, Page 11
Þriðjudagur 11. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Verslunarráð spáir 59% verðbólgu 1983 Samkvæmt spá Verslunar- ráðs íslands um þróun verðlags, launa og gengis verður verð- bólgan á næsta ári 59% miðað við hækkun framfærsluvísitölu frá upphafi til loka ársins. Meðaltalshækkun verðlags milli ára verður á hinn bóginn um 62%. í spánni er gert ráð fyrir, að laun hækki um 58% á árinu 1983, en gengi Bandaríkjadollars um 65%. Helstu forsendur spárinnar eru þær, að engar grunnkaupshækkan- ir verði á árinu umfram gildandi samninga, viðskiptakjör rýrni óverulega, dollarinn haldi styrk- leika sínum á alþjóða peninga- markaði og samdráttur verði í eftir- spurn vegna vaxtabreytinga og breytinga á kaupgjaldsvísitölu. Gott gengi í Daumsdal Fjórir íslcnskir skákmenn tefla þessa dagana á opnu, alþjóð- legu skákmóti í Daumsdal í Noregi. Þeir eru Guðmundur Sigurjóns- son, Margeir Pétursson, Karl Þor- steins og Sævar Bjarnason. Eftir 3 umferðir hafði Karl hlotið 2 vinn- inga úr 3 skákum og Sasvar 1 'h. Margeir hafði 1 vinning og tvær unnar biðskákir, en Guðmundur 1 vinning og betri stöðu í biðskák. Þær voru tefldar í gærkvöldi og voru líkur á því að Margeir væri í efsta sæti að þeim loknum. - hól Sjúkraflutn- ingum fjölgar í skýrslu frá Slökkvistöðinni í Reykjavík segir að sjúkraflutning- um, sem slökkvilið Reykjavíkur annaðist á síðasta ári, hafi fjölgað nokkuð frá árinu áður. í fyrra var um 11.184 sjúkraflutninga að ræða, en 1981 voru þeir 10.371. Aftur á móti fækkaði útköllum vegna eldsvoða úr 418 árið 1981 í 360 áriö 1982 og útköll þar sem slökkva þurfti eld fækkaði úr 317 í 276. Leiðrétting f skráargati í Sunnudagsblaði Þjóðviljans var þess getið að Vé- steinn Lúðvíksson væri ásamt Silju Aðalsteinsdóttur, nýskipaður rit- stjóri Tímarits Máls og menningar. Þetta er ekki rétt. Það er Vésteinn Ólason iektor. Er beðist velv- irðingar á þessum mistökum. Hildur Hákonardóttir, Asrún Kristjánsdóttir, Sigurlaug Jóhannesdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir hjá smámyndasýningunni íslensku, sem fylgir sýningunm Norrœn vejjarlist ///. “ (Ljósm. Atli). Norræn vefjarlist að K j arvalsstöðum Nú stendur yfir að Kjarvals- stöðum í Reykjavík sýning- in Norrœna vefjarlist III. Hingað kemur þessi sýning frá Södertálje í Svíþjóð, en hún var fyrst sett upp í Helsingfors í Finnlandi í ágúst síðast- liðnum. Héðan fer sýningin til Færeyja, þá til Noregs og reisan endar síðan í Dan- mörku í vor. Þetta er í þriðja sinn sem nor- ræn farandsýning af þessu tagi er sett upp hér á landi. Hin fyrsta var árið 1977 og önnur árið 1980. Sýningarnar eru ávöxtur sam- starfs vefara og textílhönnuða á Norðurlöndunt, en óhætt er að segja, að Nanna Hertoft í Dan- mörku hafi drifið málið áfram. Dómnefnd frá öllum Norður- lönduni hefur valið verk á sýning- arnar; fyrst sat í dómnefndinni af Islands íiálfu Ásgerður Búadóttir og síðan tók Ásrún Kristjánsdótt- ir við, en hún lét af því starfi á síðasta ári og hljóp þá Sigurlaug Jóhannesdóttir í skarðið. Öllum textíl-listamönnum á Norðurlöndunt var boðin þátt- taka í sýningunni og bárust dómnefndinni alls unt 600 verk, en valin voru 86 verk til sýninga. í þetta sinn var hafður sá háttur á að enginn kvóti var settur unt fjölda verka frá hverju landi um sig, eins og var áður. Fimm íslendingar Á sýningunni eru verk eftir fintm íslenska textíl-listamenn: Hildi Hákonardóttur, ínu Sa- lóme, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Ingibjörgu Sigurðardóttur og Sigurlaugu Jóhannesdóttur. ..Mér finnst vera miklu nteiri tæknileg breidd í þessari sýningu heldur en var í hinum“, sagði As- rún Kristjánsdóttir í samtali við blaðið, en hana hittum við að máli á Kjárvalsstöðum í gær þar sem hún vann við að setja upp sýninguna ásamt Hildi Hákonar- dóttur, Guðrúnu Gunnarsdóttur, ínu Salóme, Sigurlaugu Jóhann- esdóttur og starfsfólki Kjarvals- staða. „Fjölbreytileikinn í aðferðunum er ntikill. Hér er t.d. mikiö af þrykki, sem við höfum aldrei séð á sýningum hér-það er mikið tekið á þessu eins og mál- verki.“ Þær Ásrún og Sigurlaug, sem við ræddunt einnig stuttlega við, voru sammála um, að fólk væri nú mikið að þreifa fyrir sér með mismunandi efni. Góbíleringin væri ekki lengur allsráðandi; í verkunum væri sterk þrívíddar- tilfinning og þarna væri farið að nálgast skúlptúr mikið. Smámyndir Þessari sýningu fylgir einnig sérstök íslensk smámyndasýning, en dóntnefndín var sammála unt, að bjóða ákveðnu íslensku lista- fólki að sýna smántyndir sínar. Þarna eru verk eftir 12 íslenska listamenn: Önnu Þóru Karlsdótt- ur, Ásrúnu Kristjánsdóttur, Evu Vilhelmsdóttur, Guðrúnu Auðunsdóttur, Guðrúnu Gunn- arsdóttur, Guörúnu Marinós- dóttur, Hildi Hákonardóttur, Kristínu Jónsdóttur, Rögnu Ró- bertsdóttur, Sigrúnu Guðmunds- dóttur, Sigurlaugu Jóhannesdótt- ur og Þorbjörgu Þóröardóttur. Sýninguna hér á landi styrkja iðnaðarmálaráðuneytið, Iðnlán- asjóður, Iðnrekstrarsjóður og menntamálaráðuneytið. H/ . V;. V-'Á/S'y. 4 Himinn og jörð eftir Hildi Hákon- ardóttur - verk með blandaðri tækni, sem Hildur vann á síðasta ári. Sýningin verður opin daglega frá kl. tvö til tíu fram til 30. janúar. Skákskólinn orðinn að veruleika Aðstandendur Skákskóla Friðriks Olafssonar, f.v. Helgi Olafsson, Friðrik Olafsson, Guðmundur Sigurjónsson og Jón L. Árnason (Ijósm. - eik -). Eins og skýrt hefur verið frá í Þjóðviljanum hefur stofnun skákskóla verið á döfinni í haust en að honunt standa fimm sterkustu skákmenn landsins, þeir Friðrik Ólafsson, stór- meistari, Guðmundur Sigur- jónsson, stórmeistari, Helgi Ólafsson, alþjóðlegur meistari, Jón L. Árnason, alþjóðlegur meistari, og Margeir Pétursson, alþjóðlegur meistari. Nú er skákskólinn orðinn að veru- leika og nefnist hann „Skákskóli Friðriks Ólafssonar“. Innritun í skólann hefst 7. janúar nk. en boðið verður uppá 6-12 vikna námskeið, 7-10 daga nám- Fimm sterkustu skákmeistarar landsins standa að skólanum skeið sem miðast við þarfir taflfé- laganna úti á landi og í þriðja lagi fjöltefli og fyrirlestra sem ekki þurfa að taka meira en eina kvöld- stund. Nemendum verður skipt í flokka. byrjendaflokk, framhalds- flokk I og franthaldsflokk 2 og skýrir þessi flokkaskipting sig sjálf nema hvað flokkur 2 er ætlaður þeim sem náð hafa styrkleikanum 1700 Elo-stig. Reynt verður að hafa í hverjum hópi 12 til 15 manns, því að þannig fær hver nemandi ntest útúr nánt- skeiðunum. Námsgjöldunt verður stillt í hóf og er miðað viö náms- gjald annarra skóla. Unglingar undir 16 ára aldri munu njóta ríf- legs afsláttar. Skólinn ntun fyrst í stað starfa seinni part dags og á kvöldin. - S.dór. iQfc Hvaö ungur * ^ nemur- gamall ýo temur.. tíaE8**"

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.