Þjóðviljinn - 11.01.1983, Síða 12
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. janúar 1983
FORVAL ALÞÝÐU-
BANDALAGSINS
í REYKJAVÍK
FYRRI UMFERÐ 14. - 16.
JANÚAR 1983
Fyrri umferð forvals Alþýðubandalagsins í Reykjavík
fer fram 14.-16. janúar.
Kosning fer fram að Grettisgötu 3 og verður kjörfundur
opinn sem hér segir:
Föstudaginn 14. janúar kl. 16 - 21
Laugardaginn 15. janúar kl. 10 19
Sunnudaginn 16. janúar kl. 10 - 14
Síðari umferð forvalsins fer fram 28. - 30.
janúar.
Fréttabréf ásamt forvalsreglum hefur verið sent til
félagsmanna. Hafi einhver ekki fengið sendar forvals-
reglurnar er hann beðinn að hafa samband við skrif-
stofu félagsins.
Rétt til þátttöku:
Rétt til þátttöku í forvalinu hafa allir félagsmenn Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík sem ekki skulda meira
en eitt gjaldfallið árgjald og þeir nýir félagar, sem
ganga í félagið í síðasta lagi á kjördag, enda greiði þeir
a.m.k. 'h árgjald til félagsins við inngöngu.
ATH. Fréttabréf og forvalsreglur liggja
frammi á skrifstofu ABR.
Kjörnefnd ABR.
Alþýðubandalagið Borgarnesi -
nærsveitum
Félagsfundur. Forval.
Almennur félagsfundur fimmtudaginn 13. janúar næstkomandi í Hótel
Borgarnes kl. 20.30.
Fundarefni:
1) Tilnefning í fyrri hluta forvals.
2) Rööull.
3) Héraðsmálefni.
Skoraö er á félagsmenn að fjölmenna og taka þátt í forvalinu.
Stjórnin.
Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi
eystra - Fyrri hluti forvals
Fyrri hluti forvals Alþýöubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra fer
fram í þessari viku. Framkvæmd þess er í höndum uppstillingarnefndar-
manna á hverjum staö með aöstoöarmönnum sem félögin tilnefna.
Forvaliö fer fram sem hér segir:
Ólafsfjörður: Að Aðalgötu 1, fimmtudag 13. jan. kl. 20-23.
Dalvík: Að Bergþórshvoli, laugardag 15. jan. kl. 13-17.
Akurcyri: í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, föstudag 14. jan. kl. 17-19 og
laugardag 15. jan. kl. 14-18.
S-Þingeyjarsýsla: Þar verður kjörgögnum dreift um eða upp úr helginni 9.
jan. og þeim safnað saman fyrir 14. janúar.
Húsavík: í Snælandi, laugardag 15. jan. kl. 10-12 og 13-16.
Raufarhöfn: í Hnitbjörgum, sunnudaginn 9. jan. kl. 16-19.
Þórshöfn og nágrenni: Að Vesturvegi 5, þriðjudag 11. og miðvikudag 12.
janúar kl. 13-16.
Reykjavík Á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3, mánudag 10.
og fimmtudag 13. jan. kl. 9-17.
Forvalsreglur
Atkvæðisbærir eru fullgildir félagsmenn í Alþýðubandalaginu, sem eru
skuldlausir á forvalsdegi. Hægt er að öðlast þátttökurétt með því að ganga
í flokkinn í síðasta lagi á forvalsdag.
Á kjörseðil fyrri áfanga skal rita nöfn fjögurra manna, og fylgi heimilis-
fang eða sveitarfélag hverju nafni. Nöfnin eru óröðuð en rita skal nöfn úr
fleiri en einni flokksdeild. Kjörseðill er því aðeins gildur að þessum
reglum sé fyl£t.
Atkvæði úr fyrri umferð verða talin á Akureyri 16. janúar hafi þau þa
borist alls staðar að. Fyrirhugað er að síðari umferð fari fram fyrstu
dagana í febrúar.
Upþstillingarnefnd
Uppstillingarnefnd skipa Sigríður Stefánsdóttir, Akureyri, Páll
Hlöðversson, Akureyri, Svanfríður Jónasdóttir. Dalvík, Björn Þór
Olafsson, Olafsfirði, Sigurður R. Ragnarsson, Mývatnssveit, Örn Jó-
hannsson, Húsavík, Þorsteinn Hallsson, Raufarhöfn, Ragnar Sigfússon,
Þistilfírði.
Utankjörfundarkosningin
Unnt veröur að kjósa utan kjörfundar á hverjum stað og ber þeim sem
þess óska að hafa samband við uppstillingarnefndarmann. Þá er einnig
hægt að kjósa hjá því félagi í kjördæminu, þar sem viðkomandi kann að
verða staddur á forvalsdegi þess, auk kosningarinnar í Reykjavík sem
getið er hér að ofan.
crlendar bxkur
Hjörleifur
Framhald af bls 8.
virkjun telji eðlilegt að gera kröfu
um tvöföldun til þreföldun orku-
verðsins.
Þá var einnig um það talað við
Landsvirkjun, vegna undirbúnings
fundarins með fulltrúum Alusuisse
snemma í desember s.l., að sér-
fræðingar Landsvirkjunar yrðu til-
tækir, ef til sérstakra viðræðna
kæmi á þeim fundi um raforku-
verðið. Álusuisse hafði fyrir þann
fund boðað, að með dr. Múller
kæmu til þessa fundar af þeirra
hálfu sérfræðingar á sviði raforku-
sölu. Þegar til kastanna kom mættu
hins vegar engir slíkir sérfræðingar
frá Alusuisse á fundinn 6. og 7.
desember, og á þeim fundi höfn-
uðu fulltrúar Alusuisse algerlega
að til greina kæmi nokkur hækkun
raforkuverðsins, að öðrum samn-
ingsatriðum óbreyttum.
Það er því ekki við iðnaðarráðu-
neytið eða íslensk stjórnvöld að
sakast, þótt ekki hafi tekist að
koma á formlegum samningum um
endurskoðun raforkuverðsins. Það
er Alusuisse, sem hefur neitað að
fallast á það grundvallaratriði, að
raforkuverðið verði leiðrétt til ver-
ulegrar hækkunar í ljósi þróunar
orkuverðs í heiminum á undan-
förnum árum.
Samstilling allra
þátta í höndum
ráðuneytisins
Ég tel vissulega góðra gjalda
vert, að stjórn Landsvirkjunar
glöggvi sig sem best á þeim þáttum,
sem að fyrirtækinu snúa, og undir-
búi þátttöku sína í samningum, ef
takast mætti að knýja Alusuisse til
raunverulegra og jákvæðra samn-
ingaviðræðna. Hitt er þó jafn ljóst,
að hcildarmat og samstilling allra
þátta er í höndum iðnaðarráðun-
eytisins. Og þetta á auðvitað ekki
síður við um stórmál eins og af-
hendingu viðbótarorku til ÍSAL og
stækkun álversins. Leiðrétting á
samningum okkar við Alusuisse
verður að fela í sér aukinn
heildarhlut í íslenska þjóðarbúið
sem endurgjald f'yrir þá aðstöðu
sem auðhringurinn nýtur hér-
lendis. Tilfærsla milli einstakra
þátta, eða einhver sýndarhækkun
raforkuverðs, t.d. á kostnað skatt-
greiðslna, er ekki það sem við
keppum að.
- k.
Gangíð eins langt frá
gangstéttarbrúninni og
unnt er.
mÉUMFEHÐAR
The New Pelican Guide
to English Literature.
Edited by Boris Ford. Volumes I-VI.
Penguin Books 1982.
Fyrri gerð þessarar bókmennta-
sögu tók að koma út 1954 og kom
út alls 15 sinnum. Þetta er endur-
skoðuð og ný útgáfa. Ford segir í
formála að safninu, „að það mætti
kallast einkennilegt að gefa út nýja
bókmenntasögu á tímum sem eftir
því sem L.H.Myers lýsir þeim,
„einkennast af rótgrónum and-
legum vulgarisma“”, tímum sem
mótast af hrika fyrirsögnum
óvandaðra blaða og úrdrátta, met-
sölubóka og uppauglýstra rusl-
bókmennta. Þrátt fyrir þetta hafa
þeir hjá Penguin ákveðið að gefa út
nýja bókmenntasögu í 8-9 bindum.
Þrátt fyrir allt ruslið og videodrasl-
ið er enn til fjöldi manna sem les
bæði eldri bókmenntir og það besta
úr nútíma bókmenntum.
Ritið er ætlað m.a. nemendum í
enskum bókmenntum svo og þeim
enskum lesendum sem líta á enskar
bókmenntir sem þjóðararf sinn og
lesendum enskra bókmennta er-
lendis.
Fjölmargir fræðimenn skrifa
þetta ritsafn, það sem út er komið
er: 1. bindi miðaldir, fyrri hluti, 2.
bindi, Shakespeare og samtíð
hans, 3. bindi, Donne til Marvells,
4. bindi, Dryden til Johnsons, 5.
bindi, frá Blake til Byrons, 6.
bindi, Dicens til Hardys. Ókominn
er annar hluti 1. bindis um miðald-
ir, evrópskar bókmenntir, 7. bindi
frá James til Eliots og 8. bindi, nú-
tímabókmenntir. ítarlegar bóka- I
skrar tyigja hverju bmdi, þar sem
skráðar eru útgáfur viðkomandi
höfunda og rit um þá og tímabilið
sem fjallað er um.
Klassiker des
philosophischen
Denkens Band 1-2.
Herausgegeben
von Norbert Hoerster.
Deutscher Taschenbuch Verlag 1982.
Útgefandinn segir í formála að
hann vilji fjalla um þýðingarmestu
heimspekinga vesturlanda og
kenningar þeirra í tímaröð.
Heimspekingarnir sem fjallað er
um, eru: Plato, Aristoteles, Thom-
as frá Aquinó, Descartes, Spinoza,
Locke, Leibniz, Berkeley og í
síðara bindi: Hume, Kant, Hegel,
Schopenhauer, Marx, Nietzsche,
Heideggerog Wittgenstein. Útgef-
andinn ásamt nokkrum samstarfs-
mönnum fjalla síðan um inntak
kenninga hvers meistara hver á
sinn hátt, svo að ritið verður við
það fjölbreytilegra en ella hefði
orðið ef sami höfundur hefði skrif-
aö það einn. Við lok hvers kafla
fylgir bókaskrá yfir nýjustu eða
bestu útgáfur hvers heimspekings
og einnig úrval rita um þá.
Fred Licht: Goya.
The Origins of Modern Temper in Art.
John Murray 1980.
Höfundurinn er safnvörður við
listasafn Princeton háskólans og er
kunnur listsöguhöfundur. Hann
telur að Goya hafi fyrstur málara
tjáð þau einkenni sem nú einkenna
okkar tíma, öryggisleysið, fjörrun-
ina og einhæfingu menningartil-
burða. Goya lifði þá tíma, sem höf-
undur telur að hafi verið markaðir
upplausn og að Goya hafi því
hvorki átt stuðning ríkis eða kirkju
og orðið að fara eigin leiðir, hann
hafi séð fram á aukna upplausn og
umturnan og grunað hryllinginn á
næstu grösum. Því telur Licht að
myndverk hans séu sum einhvers
konar spádómar um ókomna tíma.
Höfundurinn telur að lista-
maðurinn hafi mjög mótast af þeirri
ókyrrð sem ríkti í Evrópu í frönsku
stjórnarbyltingunni og eftir hana.
Spánn varð vígvöllur á Napó-
leonstímunum og eftir þá tímahófst
til valda einhver íhaldsamasta
stjórn sem þá var í Evrópu, hún var
slík að jafnvel Metternich var nóg
boðið.
Licht fjallar um einstakar mynd-
ir listamannsins, myndir sem skáru
sig úr hinum hefðbundna myndstíl
bæði um tækni og innihald, hann
rekur þau áhrif sem urðu kveikja
margra myndanna og skýrir þannig
verk, sem þykja furðuleg enn þann
dag í dag. Höfundurinn er mjög vel
að sér um samtíð listamannsins og
virðist hafa tekist að svara spurn-
ingum varðandi mörg verkanna,
sem engin skýring eða svar hefur
fengist við fram að þessu. Þetta
verður og er þegar orðið lykilrit í
listasögu og jafnframt ný heimild
um starfsaðferðir og hugarheim
listamannsins.
Colin A. Ronan:
The Shorter Science
and Civilsation
in China.
An Abridgement of Joscph Needham’s
Original Text. Volume 2. Volume III
and a Section of Volume IV, Part 1 of
the Maj'or Seris. Cambridge University
Press 1981.
Rit Josephs Needhants um
menningu og vísindi Kínverja er
meðal stórvirkja í fræðimennsku
tuttugustu aldar. Ritsafn hans er
mjög viðamikið og ýtarlegt og var
og er einkum ætlað sínólogum. Það
er því þakkarvert að Colin A. Ron-
an hefur þegar gefið út fyrstu tvö
bindin í ágætum úrdrætti, sem er
samþjöppuð aðalatriði og inntak
frumgerðarinnar. Dr. Needham
fylgdist með starfi hans við þetta
verk eins og hann hefur fylgst með
gerð þessa annars bindis.
f þessu bindi er fyrst fjallað um
stærðfræði og er sýnt fram á að
afrek Kínverja í þeirri fræðigrein
séu sambærileg við þróun þeirra
fræða á Vesturlöndum fyrir endur-
reisn. Ronan rekur efnið á þann
hátt að auðskiljanlegt er leik-
mönnum í greininni. í öðrum höf-
uðkafla er fjallað um stjörnufræði
og veðurfræði og síðan um landafr-
æði, kortagerð, jarðfræði og skyld
efni. í lokaköflum er fjallað um
eðlisfræði og kenningar kínverskra
vísindamanna um bylgjuhreyf-
ingaröfl.
Það kemur glöggt í ljós við lestur
þessa bindis, að kínversk vísindi
stóðu jafnfætis vestur-evrópskum
vísindum fyrrum og í sumum efn-
um framar. Kortagerð Kínverja
stóð framar evrópskri kortagerð á
12. og 13. öld. Erindrekar mið-
stjórnarinnar voru á stöðugum
ferðalögum og margir þessara
sendimanna lögðust í langferðir,
eins og t.d. Chhiu Chhang-
Chhung, sem hélt til Afganhistan
og til baka á árunum 1219-1224.
Þessar ferðir Kínverja voru svipað
afrek og ferðir Marco Polos á svip-
uðum tíma.
Ritið er alls 459 blaðsíður og
fjöldi mynda er prentaður með
texta.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Reykjavík -
Greiðum félagsgjöldin fyrir forval
Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur félagsmenn sem enn
skulda gjaldfallin félagsgjöld til þess að greiða þau fyrir forvalið 14.-16.
janúar. - Stjórn ABR.
Alþýðubandalagið í Kópavogi -
Bæjarmálaráðsfundur
Bæjarmálaráð Alþýðubandalagsins í Kópavogi heldur fund miðvikudag-
inn 12. janúarkl. 20.30íÞinghóli. Fundarefni: Starfsmannamál, skólamál
og önnur mál.