Þjóðviljinn - 11.01.1983, Qupperneq 15
Þriðjudagur 11. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
RUV <9
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í
mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurtekinn þáttur Árna Böðvarssonar
frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun-
orð: Magnús Karel Hannesson talar.
8.30 Forystugr. dagbl. (útdr.).
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Líf“ eftir
Else Chappel Gunnvör Braga les þýð-
ingu sína (4).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 „Aður fyrr á árunum“ Ágústa
Björnsdóttir sér um þáttinn. Sigrún
Guðjónsdóttir les tvær frásagnir eftir
Ragnheiði Jónsdóttur rithöfund.
11.00 Islenskir einsöngvarar og kórar
syngja.
11.30 Vinnuvernd Umsjón: Vigfús
Geirdal.
11.45 Ferðamál Umsjón Birna G. Bjarn-
leifsdóttir.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Þriðjudagssyrpa - Páll Þor-
steinsson og Þorgeir Ástvaldsson.
14.30 „Leyndarmálið í Engidaf' eftir Hug-
rúnu Höfundur les (11).
15.00 Miðdegistónleikar Fíladelfíuhljóm-
sveitin leikur Sinfóníu nr. 3 í a-moll op.
44 eftir Sergej Rakhmaninoff; Eugene
Ormandy stj.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn-
ir.
16.20 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen
kynnir óskalög barna.
17.00 „SPÚTNIK“. Sitthvað úr heimi vís-
indanna Dr. Þór Jakobsson sér um
þáttinn.
17.20 Sjóndeildarhringurinn Umsjónar-
maður: Ólafur Torfason. (RÚVÁK.)
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir
19.45 Tilkynningar. Tónleikar.
20.00 Kvöldtónleikar
21.40 Útvarpssagan: „Sonur himins og
jarðar“ eftir Káre Holt Sigurður Gunn-
arsson les þýðingu sína (3).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Dæmdu vægt þinn veika bróður“
Umræður og hugleiðingar um fóstur-
eyðingar. Umsjón: Önundur
Björnsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Sögur úr Snæfjöllum Barnamynd frá
Tékkóslóvakíu. Þýðandi Jón Gunnars-
son. Sögumaður Þórhallur Sigurðsson.
20.40 Andlegt líf í Austurheimi Indland
Sagan af Rama Breskur myndaflokkur
um trú og helgisiði í nokkrum Asíu-
löndum. Þessi fjórði þáttur sýnir hin ár-
legu hátíðahöld til dýrðar guðinum
Rama í borginni Benares. Þýðandi Þor-
steinn Helgason
21.45 Því spurði enginn Evans? Fjórði
hluti. Sögulok. Breskur sakamála-
flokkur gerður eftir sögu Agöthu Christ-
ie. Þýðandi Dóra Hafsteínsdóttir.
22.35 Dagskrárlok
frá lesendum
Hreinsun í borginni
stórlega ábótavant!
Gamall maður í Breiðholti
hringdi:
„Mig langar að spyrja hinn
nýja borgarstjóra Sjálfstæðis-
flokksins hér í Reykjavík,
hvers vegna sé búið að koma
því svo fyrir að almennir veg-
farendur í Breiðholti geta
ekki lengur notað undir-
göngin undir Breiðholts-
brautina á milli Selja- og
Bakkahverfa. Þessi undir-
göng, sem fyrrverandi borgar-
stjórnarmeirihluti beitti sér
fyrir og eru afar þýðingarmikil
samgöngubót, eru kjaftfull af
snjó og hafa nánast ekkert
verið hreinsuð síðan í byrjun
desember. Kannski er kassinn
tómur? Gerir Davíð Oddsson
borgarstjóri sér ef til vill ekki
grein fyrir því að fjöldi manna
notar þessi göng á hverjum
degi, bæði barnafólk, nem-
endur og fótfúið eldra fólk
eins og ég?
Svo er annað af svipuðum
toga. Nú ert þú, borgarstjóri,
.Davíð Oddsson, nýbúinn að
hækka fargjöld strætisvagn-
anna um 50%. Hvers vegna er
okkur sem verðum að nota
þessa þjónustu, þó dýr sé,
gert að klofa yfir háa skafla
við skýlin? Hvers vegna er
ekki séð um að moka frá
þeim? Og hvers vegna voru öll
þessi hreinsunarmál í margfalt
betra horfi þegar yfirmaður
borgarinnar var sá ágætismað-
ur Egill Skúli Ingibergsson,
fyrrverandi borgarstjóri? Það
er nefnilega ekki nóg að tala
um sprungur og aftur sprung-
ur, Davíð Oddsson. Það er
líka nauðsynlegt að veita
borgurunum góða þjónustu,
ekki síst þegar tíðarfarið er
eins og upp á síðkastið."
Gamall maður í Breiðholti
Nokkrar
spurningar
til Jónasar
2869-7717
Ég get ekki látið hjá líða að
þakka samúðarkveðjur Jón-
asar Egilssonar til okkar
Reykvíkinga, sem birtust í
blaðinu hjá ykkur þann 5. jan-
úar. Þær voru áreiðanlega fal-
lega meintar.
En úr því að hann er að
bera saman, þótt óbeint sé
kannski, áhrif veðurfarsins í
Reykjavík og á Húsavík nú að
undanförnu og viðbrögðin við
því, þá langar mig að spyrja
hann:
Hvað heldur hann að
Reykjavík sé mörgum sinnum
stærri en Húsavík?
Hvað eru þeir Húsvíkingar
margir, senl daglega þurfa að
komast í vinnu utan heimilis?
Hvað eru skólabörn mörg á
Húsavík?
Hvernig er háttað með
strætisvagna?
Getur Jónas komið sjálfur
eða lánað okkur góðan mann
til að skipuleggja málin betur
hjá okkur ef aftur skyldi nú
koma einhver hundslappa-
drífa?
Þekktir og óþekktir
Kolskeggur skrifar:
„Heimildir okkar" segja að
Droplaug á Tímanum telji sig
hafa frétt að Vilntundur Gylf-
ason hafi boðað til fundar
með stuðningsmönnum sínum
í Þórshamri nú nýlega. Von-
aðist hún til að „sjá þar
bregða fyrir andlitunt þekktra
manna."
En, æ, - stundum er annað
von en veruleiki. „Þarna voru
engir sem fréttaljósmyndarar
dagblaða eiga í myndasöfn-
um“. Já, mörg er nú mæðan í
mannlífinu, - og virðulegur
„fulltrúi" Tímans varð að
snúa vonsvikinn heim í
Síðumúlann.
Nú er sá, sem þessar línur
ritar, enginn sérstakur aðdá-
andi Viímundar, en vissulega
er tiltölulega auðvelt að finna
ómerkilegri stjórnmálamenn
en hann og sem, sumir hverj-
ir, standa um ýmislegt nær
Droplaugu. Ekki efast ég um
að myndir af Droplaugu séu
finnanlegar í myndasöfnum
blaðanna. Annað er naumast
hugsaniegt unt svo „þekkta"
ntanneskju. En „þekktir"
geta menn orðið af ýmsum
ástæðum og segir það, út af
fyrir sig. lítið um manninn.
Hinsvegar þekki ég verka-
mann, sem ég 'tel, - fyrir
margra hluta sakir, - einn
þann merkasta rnann, sem ég
hefi kynnst um ævina. Afhon-
um er áreiðanlega engin
mynd til í umræddum mynda-
söfnum, sem þýðir, að hann
er þá líklega ekki „þekktur".
Samt hygg ég að hann rnundi
reynast drýgri en Droplaug
við að draga afla að borði á
skútu Vilmundar væri hann
þar í skiprúmi.
Myndir eru góðir og gagn-
legir hlutir. Hitt kann að orka
tvímælis hversu öruggur mæl-
ikvarði þær eru á gengi manna
í kosningum.
barnahorn
D\Öf
SÁR A
w IVLIVJ
WCm.
Þessi síamsköttur heitir Júlíus Cesar eins og keisarinn forðum í
Róm. En kötturinn er eitthvað feiminn því að hann þorir ekki að
horfa framan í okkur. Myndina teiknaði Sigrún Erna
Geirsdóttir, en hún á heima í Hafnarfírði.
Er ég ckki sæt?, spyr hún Ólöf, og víst eigum við erfitt með
að neita því. Bæði er Ólöf falleg í fínum kjól og myndin
skemmtileg. Mikið vildi ég að það væri komið sumar. Hvað með
ykkur??