Þjóðviljinn - 14.01.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 14.01.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. janúar 1983 Verðmæti hlunninda 42 milj. kr. Að áliti hlunnindaráðunautar Búnaðarfélags íslands, Árna G. Péturssonar, munu tekjur af hlunnindum á sl. ári nema um 42 milj. kr. Er þá um að ræða tekjur af æðardúni, reka, og lax- og sil- ungsveiði. Nytjum af hlunnindum hefur verið meiri gaumur gefinn í seinni tíð en áður um margra ára bil. Er óhætt að fullyrða að skipt hafi sköpum í þeim efnum þegar sér- stakur hlunnindaráðunautur tók tii starfa hjá Búnaðarfélagi íslands. Sem kunnugt er gegnir nú Árni G. Pétursson því starfi og hefur sinnt því af miklum dugnaði og áhuga, m.a. með margskonar leiðbeining- um, rannsóknum og markaðsöfl- un. En þótt vel hafi verið unnið að þessum málum að undanförnu, má segja að verkefnin framundan séu ótæmandi, því eitt leiðir af öðru, og mun engum það ljósara en hlunn- indaráðunautnum sjálfum. Til sölu komu á sl. ári um 2000 kg. að æðardúni, og er útflutnings- verðmæti hans um 11 milj. kr. Áætlað er að veiðst hafi um 41 þús. laxar, sem svarar til 150-160 lesta. Söluverðmætið er um 15 milj. kr. Enn hefur laxveiðin minnkað frá árinu 1981, en þá veiddust um 45 þús. iaxar. Silungsveiðin reyndist hinsvegar mun meiri en laxveiðin og er hún áætluð 250-300 lestir, en verð- mætið um 9 milj. kr. Rekinn er talinn svara til 300 þús, girðingastaura, að verðmæti um 7 milj. kr. Eru þá ekki meðtalin þau verðmæti, sem felast í mori og úrgangsviði og eru veruleg. Er nú byrjað að nota þann úrgang til húsahitunar fyrir atbeina hlunn- indaráðunautar. Þess má svo einnig geta að fyrir tilverknað Búnaðarfélags íslands hefur Náttúrufræðistofnun nú haf- ið rannsóknir á lifnaðarháttum æðarfuglsins. Einnig standa yfir til- raunir hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Búnaðarfélagi íslands með fóðurblöndur fyrir æðarunga. -mhg Æðarvarp á Mýrum í Dýrafirði Tökum við okkur ekki vel út? Loðdýraræktin Fimmtíu og sjö ný bú Nú munu vera starfandi í landinu 86 loðdýrabú, að sögn Jónasar Jónssonar, búnaðarmálastjóra. Af þeim hafa 57 verið stofnuð á árinu sem leið. Þessi loðdýrabú eru í flestum sýslum landsins. Þó ekki í Vestur- Skaftafellssýslu, Vestur- Húnavatnssýslu, Borgarfirði og Austur-Barðastrandarsýslu. Átta- tíu af þessum búum eru eingöngu með blárefi, en sex af búunum eru blönduð, hafa bæði refi og minka. Á búunum eru 4250 reflæður.og 6500 minkalæður. Svarar það til 50 refalæðna og 1100 minkalæðna á bú. Sé litið til skinnaframleiðslunn- ar, þá var hún 10.500 refaskinn og 25.000 minkaskinn. Nemur verð- mæti skinnaframleiðslunnar um 20 milj. kr. og mátti árið því heita hag- stætt loðdýrabændum. Vírusveiki hefur herjað á mink- astofninn. Því er hugmyndin að skipta nú um stofn á einu búi ny- rðra. Gangi það að óskum, má ætla að skipt verði einnig um stofn á hinum tveim búunum, sem undir- lögð eru þessari pest. -mhg »> „Útvíkkun flokksins er eini mögu- leikinn til að forðast að á nœstu árum ríki svipað ástand á íslandi og í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem íhaldsöflin hafa náð völdum og beita lefitursóknaraðferðum... “ Áramótahugleiðingar á kosningaári Arnór Pétursson er fuNtrúi í Tryggingastofnun ríkisins. Arnór tekur virkan þátt í félagslífi. Hann er m.a. formaður Iþróttafé- lags fatlaðra og virkur félagi í Al- þýðubandalaginu í Reykjavík. Nú þegar þetta þing á aðeins eftir að starfa í nokkrar vikur er gott að staldra við og íhuga stöðuna. Frá mínum bæjardyrum séð hefur Alþýðubandalagið verið f stöðugri vörn frá því að núver- andi ríkisstjórn var mynduð, og s.l. ár finnst mér hafa einkennst af „skotgrafahernaði" þar sem Alþýðubandalagið hefur þurft að hopa frá einni „skotgröfinni“ til annarrar, þó án þess að verða fyrir stórum ósigrum, nema ef vera skyldi bráðabirgðalögin frá s.l. hausti, sem ganga beint á stefnu og markmið flokksins. Á s.l. vori náði íhaldið aftur stjórn Reykjavíkur, sem ég tel einn mesta kosningaósigur Al- þýðubandalagsins; margt hjálp- aðist að við að koma íhaldinu aftur til valda. Vegna hræðslu við samstarfsflokkana í borgarstjórn var Alþýðubandalagið ekki nógu hart að koma stefnu flokksins fram, engar verulegar kerfisbreyt- ingar áttu sér stað, eins og flokk- urinn hafði þó boðað fyrir kosn- ingar. Á s.l. ari voru jafnréttismál kvenna mikið í brennideplinum og endaði sú umræða með kvenna- framboði í Reykjavík og á Ak- og endaði sú umræða með kvenn- aframboði í Reykjavík og á Ak- ureyri. Því tókst að höfða til kjós- enda með að leggja aðal áherslu á félagsmálaþáttinn, sem Alþýðu- bandalagið hafði fram að þessu verið málsvari fyrir, en stóð nú áróðurslega illa þar sem æði mörgum fannst sem lítil eða engin breyting hefði orðið á stjórn borgarinnar. Því kusu margir kvennaframboðið sem í undan- förnum kosningum hafa kosið Alþýðubandalagið. Bótaþegar með fulla vísitölu- skerðingu Á undanförnum árum hefur líka farið fram mikil umræða um jafnréttismál fatlaðra, og sýnist mönnum hægt ganga þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar stjórn- málamanna, og sumir fatlaðir eru þeirrar skoðunar að rétt gæti ver- ið að feta í fótspor kvennafram- boðsins. Frumvarp til laga um málefni fatlaðra er búið að liggja fyrir tveim þingum, og fatlaðir óttast mjög að það nái ekki fram að ganga á þessu þingi, og mér hefur verið tjáð að þónokkur andstaða sé gegn því innan allra þing- flokka. Þ. 30. júní s.l. gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um málefni fatlaðra Í4. gr. hennarsegir: „Ríkisstjórn- in mun beita sér fyrir þeim breytingum á lögum um almanna-! tryggingar á næsta Alþingi að| öryrkjar, sem dveljast lengur en einn mánuð á stofnun, þar sem sjúkratryggingar greiða dvalar- kostnað þeirra, fái sambærilega hækkun og gert er ráð fyrir í frumvarpi til iaga um málefni aldraðra." Það var von og trú flestra að þetta kæmi til framkvæmda fljót- lega, en nú er frumvarp til laga um málefni aldraðra orðið að lögum, en ekkert bólar á efndum af hálfu ríkisstjórnarinnar; eðli- legt hefði verið að leggja frum- varp þessa efnis fram samhliða frumvarpi til laga um málefni aldraðra. í lögunum um málefni aldraðra er kveðið á um að þeir skuli f framangreindum tilfellum halda eftir til eigin þarfa kr. 1.330 til 1.950, en í dag fær öryrki við sambæriíegar aðstæður kr. 816. Ég benti fjármálaráðherra og fleirum á það á sínum tfma að eðlilegt væri að bætur almanna- trygginga hækkuðu um óskerta vísitölu 1. des., en svörin voru þau að allir landsmenn yrðu að ! taka á sig sömu skerðingu. Þrátt fyrir ýmsar reikningskúnst- ir með að hækka bætur misjafn- lega mikið, leyfi ég mér að full- yrða að stór hluti bótaþega situr uppi með fulla vísitöluskerðingu og engar fengu þeir láglaunabæt- urnar. Þrátt fyrir það, að almanna- tryggingalögin eigi að vera í stöðugri endurskoðun bólar lítið á umtalsverðum breytingum, helst er um smá leiðréttingar á einni go einni grein, og benda má á að 12. gr. þeirra sem er mesti þyrnir í augum öryrkja hefur ekk- ert verið breytt síðan fyrstu lögin um almannatryggingar voru sett 1946. Ég átti þátt í því ásamt Magn- úsi heitnum Kjartanssyni og fleirum að vekja fatlaða til stétt- arlegrar og pólitískrar vitundar með jafnréttisgöngunni 1978, þá vöknuðu stjórnmálamenn upp Arnór Pétursson skrifar við vondan draum og þó nokkuð hefur, sem betur fer, lagast síðan. Fatlaðir hafa verið hógværir og ekki trúað öðru en að jafnrétti þeirra næði fram að ganga án rót- tækra átaka, en ef horfir fram sem hefur gert er aldrei að vita nema þeir neyðist til að grípa til róttækra aðgerða fái þeir ekki virkari þátttökurétt varðandi málefni sín og jafnrétti. Enginn er færari en sá fatlaði sjálfur til að koma málum þeirra á framfæri hvar sem er í þjóðfélaginu og stjórnkerfi landsins. AB stendur mál- efnalega vel - áróðurslega illa Hvernig stendur svo Alþýðu- bandalagið á kosningaári? Því er erfitt að svara, en ég held að menn geti verið sammála um að málefnalega standi það nokkuð vel, en áróðurslega hörmu'ega. Alþýðubandalagið hefui á Alþingi haft frumkvæði af lögum um málefni aldraðra, frumvarpi til laga um málefni fatlaðra og þeim fáu laga og reglugerða breytingum sem til hagsbóta mega teljast fyrir þá sem minna mega sín, en betur má ef duga skal. Á flokksráðsfundi í nóvember s.l. var skipuð laga- og skipulags- nefnd sem m.a. á að efna til viðræðna við aðila utan flokksins með það m.a. í huga að mynda breiðfylkingu félagshyggjufólks gegn leiftursókn íhaldsaflanna í landinu. Það er skoðun mín að þetta þurfi að gerast fyrir næstu kosningar, því annars verði það of seint. Ég minni á að hér er höfðað til ýmissa minnihlutahópa og sérhagsmunahópa. Nú fer forval í hönd í flestum kjördæmum, ég skora því á flokksmenn um allt land að sýna í verki að Alþýðubandalagið stefni að jafnrétti í þjóðfélaginu, að flokkurinn verði breiðfylking fél- agshyggjufólks og að hann ætli í raun að gefa ýmsum sérhagsmuna- hópum tækifæri til að taka þátt og vera virkir í stefnumótun og ákvarðanatöku flokksins. Það gerir lítið til þó einhverjir af nú- verandi þingmönnum flokksins fari fyrir borð af þeim sökum, því maður kemur í manns stað. Ut- víkkun flokksins er eini mögu- leikinn til að forðast að á næstu árum ríki svipað ástand á íslandi og í Bretlandi og Bandaríkjun- um, þar sem íhaldsöflin hafa náð völdum og beita leiftursóknar- aðferðum sambærilegum þeim sem geymdar eru í skúffum Sjálf- stæðisflokksins. Og hann er tilbú- inn til að dusta rykið af þeim, fái hann aðstöðu og völd til að beita þeim.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.