Þjóðviljinn - 21.01.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.01.1983, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN Rostungareru friðsamleg og elskuleg dýr, segir Jóhann J.E. Kúld, sem árið 1924 stundaði rostungsveiðar í Norður-íshafinu. Sjá 5 janúar 1983 föstudagur 48. árgangur 15. tölublað Byggingarfulltrúar á höf uðborgars væðinu: Setja skflyrði um eiiungahús „Það hafa komið margar vís- bendingar um að ekki væru gerðar sömu kröfur til innfluttu cininga- húsanna og þeirra íslensku og það má segja að við byggingarfulltrúar viljum með þessum reglum tryggja betur að allir þeir sem selja tilbúin hús sitji við sama borð varðandi byggingarlevfi teikningar“, sagði Gunnar Sigurðsson byggingarfull- trúi í Reykjavík í samtali við Þjóð- viljann. Á fundi byggingarnefndar Reykjavíkur á fimmtudag voru samþykktar reglur byggingarfull- trúa á höfuðborgarsvæðinu vegna innflutnings og framleiðslu eining- ahúsa. Segir þar m.a. að áður en byggingarleyfi sé gefið fyrir nýrri gerð innfluttra eða innlendra ein- ingahúsa skulu aðilar uppfylla á- kveðin skilyrði gagnvart viðkom- andi sveitarfélagi. Með fyrstu byg- gingarleyfisumsókn skal auk aðal- uppdrátta fylgja stutt lýsing á hús- inu, útreikningar og uppdrættir af burðarvirki og uppdrættir eða greinargerð af lögnum, sem full- nægjandi eru að dómi byggingar- fulltrúa. Ennfremur segir að allar teikningar séu gerðar af viður- kenndum aðilum og útreikningar einnig yfirfarnir af slíkum. Þá er m.a. minnt á að húsin þurfi að upp- fylla ákvæði gildandi reglugerðar. Sovéski gervihnötturinn: Almanna- varnir með viðbúnað Almannavarnir ríkisins hafa nú nokkurn viðbúnað hér á landi ef svo færi að brot úr sovéska kjarn- orkuknúna gervihnettinum, sem óttast cr að falli til jarðar næstu daga, lentu hér. Sáralitlar líkur eru þó taldar á því. Nefnd vísinda- manna er til ráðuneytis Almanna- vörnum og haft er samráð við er- lcnda vísindamenn. Langmestar líkur eða 70% eru taldar á að hnötturinn falli í sjó en 15% líkur eru á að hann falli á so- véskt iand. Ef svo fer ekki er talið líklegast að hann falli í Kanada. Ekki er mikil geislunarhætta af hnettinum nema komið sé við brot úr honum. Útför Guömundar Vigfússonar í dag Útför Guðmundar Vigfús- sonar, fyrrvcrandi borgarfull- trúa, verður gerð frá Dóni- kirkjunni í Reykjavík klukkan 3 síðdegis í dag. Á síðasta ári komu 13 hundruð þúsund manns í sundlaugar Reykjavíkurborgar, þar af 536 þúsundir í Laugardalinn þar sem þessi mynd var tekin í gær. Ljósm. - eik. Hækkað Tillaga um stór afsláttarkort felld / i sundlaugarnar Fulltrúar D- og V-listans í íþrótta- ráði samþykktu í gær að aðgangs- eyrir að stundstöðum skuli standa undir 70% rekstrarkostnaðar í stað 60% og hækkar hann í sam- ræmi við það. Miði fyrir fullorðna hækkar um 25% úr 12 krónur í 15 og miði fyrir börn um 16% úr 6 krónum í 7. Fulltrúi Alþýðubanda- lagsins, Tryggvi Þór Aðalstcinsson, greiddi einn atkvæði gcgn þessari hækkun. Eftir að hækkunin hafði verið samþykkt flutti Tryggvi Þór tillögu um að hafin yrði sala korta með 50 miðum á 450 krónur fyrir fastagesti sundlauganna, en sú tillaga hlaut aðeins 2 atkvæði, 3 fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins voru á móti. Þetta sýnir ásanit með öðru að það er ekki mikill áhugi á því að koma til móts við fólk varðandi þjónustu af þessu tagi, sagði Tryggvi Þór í gær. A fundinum kom fram að það samrýmdist ekki stefnu meirihlutans að veita afslátt af þessu tagi, en gestir sundlaug- anna í fyrra voru 1,3 mi|jónir og fer þeim stöðugt fjölgandi. - Al Sjá bls. 16 Réttur til atvinnuleysisbóta: Opinberir starfsmenn með sömu bótaréttindi „Það er rétt að vekja athygli á því að opinberir starfsmcnn njóta ná- kvæmlega sömu réttinda til atvinn- uleysisbóta og annað launafólk og var frá þessu gengið með sérstöku samkomulagi í tengslum við kjara- samninga BSRB haustið 1980. Voru síðan sett lög í kjölfarið um ábyrgð ríkis og sveitarlelaga á greiðslu atvinnuleysisbóta til starfsmanna sinna“, sagði Harald- ur Steinþórsson framkvæmdastjóri BSRB í gær. 1 lögum um atvinnuleysistrygg- ingar frá því í júlí 1981 er ákvæði um að m.a. opinberir starfsmenn eigi ekki rétt til bóta úr atvinnu- leysistryggingasjóði. í september 1980 voru hins vegar sett bráða- birgðalög sem tryggja opinberum starfsmönnum nákvæmlega sömu réttindi til bóta, með áorðnum breytingum sem síðan hafa orðið að lögum. Eyjólfur Jónsson hjá Trygging- astofnun ríkisins sagði að fram- kvæmd bótagreiðslna væri nokkuð öðru vísi hvað opinbera starfsmenn áhrærir en annað launafólk þar sem ríkið greiddi sínu atvinnulausa fólki beint og sama gilti um atvinn- ulausa starfsmenn sveitarfélag- anna. Það væri ekki gert ráð fyrir myndun sérstaks sjóðs í ætt við Atvinnuleysistryggingasjóðs en hins vegar væri starfsmönnum Tryggingastofnunar falið að reikna út og ákvarða greiðslur bótanna til opinberra starfsmanna. Er opin- berum starfsmönnum því bent á að snúa sér til Tryggingastofnunar varðandi upplýsingar um bætur.v. Frí í gær í Wijk Aan Zee: Friðrik, Ribli og Hulak næstefstir — Anderson enn í efsta sæti Frídagur var á skákmótinu í Wijk Aan Zee í gær, en frá degin- um áður tókst að Ijúka þeirri einu biðskák sem varð eftir úr 5. um- ferð. Skák Hulkas og Nunn lauk með jafntefli. Þegar öllum skákum er lokið úr umferðunum fimm er Friðrik Ólafsson því í 2. - 4. sæti ásamt Ribli og Hulak. Eru þeir allir með 3Vi vinning. Anderson er sem fyrr efstur með 4 vinninga. Fririk teflir við Anderson í dag og hefur hvítt. - hól. El Salvador - Viðtal við Raul Flores Ayala í tilcfni útifundarinssem verðurídag kl. 17.30í Bakarabrckkunni. 12 borgarfulltrúar Sj álfst æðisfiokksins staðfestu í gærkvöld cinhliða ákvörðun borgarstjóra uni að hætta sölu afsláttarfargjalda meðSVR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.