Þjóðviljinn - 21.01.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.01.1983, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Vald forsetans er eitt af því sem er eitt í orði og annað á borði. Sé stjórnarskráin tckin bókstatlega, gæti fólk haldið að forsetinn fari með mikið vald í íslenskum stjórnmálum. Svo hefur reyndin þó ekki verið - og þetta er eitt af því, sem tillögur stjórnarskrárnefndar reyna að gera raunhæfara. Tillögur stjórnarskrárnefndar: Raunhæfarí lýsing á stjórnkerfinu í stjórnarskrá lýðveldisins Is- lands er ekki stafkrókur um stjórn- málaflokkana, sem við öll vituin þó að hafa verið grunneiningar stjórn- unarapparatsins. Ekkert er fjallað um starf hinna ýmsu hagsmuna- samtaka, hverra hlutverk hefur þó orðið æ umfangsmeira síðustu ára- tugi í stjórnkerfinu. Að ráðherr- um, ríkisstjórn og sveitarstjórnum er vikið fáeinum orðum og sé stjórnarskráin tckin bókstaflega sýnist vald forsetans æði mikið. Ofangreind eru fáein dæmi um það, hvað stjórnarskráin gefur lítt tæmandi, og jafnvel oft á tíðum villandi mynd af stjórnkerfinu ís- lenska. Stofn stjórnarskrárinnar er frá árinu 1874, þannig að engan þarf að undra, þótt margt sem í henni segir, standist ekki nákvæm- lega, og hún þegi um annað. Endurskoðun hefur lengi verið í gangi á stjórnarskránni, eða allt frá árinu 1944 að ísland varð lýðveldi. Þá varð niðurstaða stjórnenda sú, að nokkrar minniháttar breytingar skyldu gerðar á gömlu stjórnar- skránni, þ.e.a.s. þær breytingar sem nauðsynlegt var að gera sök- um afnáms konungdæmis. Stjórnarskráin var lögð undir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæða- greiðslu og hlaut glimrandi mót- tökur: 95 prósent kjósenda sam- þykktu efni hennar og innihald. 27 greinar óbreyttar Stjórnarskrárnefnd sú, sem skipuð var á árinu 1978, hefur nú skilað sameiginlegri skýrslu með hugmyndum um helstu breytingar til þingflokkanna. Þingflokkarnir hafa verið að funda unr málið og munu eflaust eiga eftir að funda allnokkuð enn. En hvaða breyting- ar eru það helstar, sem lagt er til að verði gerðar og hversu miklu munu þær skipta stjórnkerfið? Við skulum athuga það ögn. Núverandi stjórnarskrá skiptist í 7 kafla og greinar hennar eru 81. í tillögum stjórnarskrárnefndar er gert ráð fyrir 8 köflum og 83 grein- uin. Mér telst svo til, að 27 greinar verði óbreyttar frá því sem nú er og 16 þeirra verða með minniháttar breytingum, oft á tíðum orðalags breytingum. Grundvallarreglur stjórnarskrár í stórum dráttum má segja að allar stjórnarskrár - ekki aðeins hin íslenska - hafi að geyma þrjá meginþætti: í fyrsta lagi grundvall- arreglur; þar ber kannski hæst hjá okkur hugmyndina um þrískipt- ingu valdsins, og að auki má nefna hugmyndir urn náttúruleg réttindi manna, svo sem eignarrétt. I öðru lagi eru ákvæði um helstu valda- stofnanir stjórnkerfisins. Þau ákvæði gefa nokkuð villandi mynd nú; það er rninnst á forsetann og Alþingi og ætli einhver sér að nota stjórnarskrána sem leiðarvísi um vald forsetans mun sá hinn sami lenda á villigötum. Samkvæmt stjórnarskránni velur forseti nefni- lega ráðherrana, svo dæmi sé tekið - í reynd eru það stjórnmálaflokkarnir sem velja þá. Þá segir, að forseti geri samninga við önnur ríki - í reynd er það ríkis- stjórnin. Þá getur forseti synjað lagafrumvarpi staðfestingar - eng- inn okkar forseta hefur notað það vald sitt. Lítið er að finna um starf-. semi ráðherra og ríkisstjórnar. Ríkisstjórn er raunar aðeins nefnd einu sinni og þá í sambandi við ráð- herrafundi. í þriðja lagi eru hugmyndir um mannréttindi meðal grundvallar- þátta stjórnarskráa. Um þetta fjall- ar lokakafli stjórnarskrárinnar og tekur hann til atriða eins og trú- frelsis, prentfrelsis, félagafrelsis, uppfræðsluskyldu og framfærslu, kosningaréttar og kjörgengis, svo dæmi séu nefnd. Tvær greinar fjalla um skyldur og réttindi lands- manna: önnur greinin segir að sér- hver vopnfær maður sé skyldur til þess að taka sjálfur þátt í vörnum landsins, en hin fjallar um, að sér- réttindi sem bundin séu við aðal, nafnbætur eða lögtign, megi ekki leiða í lög. Það var nú það. Helstu hreytingar Helstu breytingarnar, sem stjórnarskrárnefnd varð sammála um að leggja fyrir þingflokkana, nriða annars vegar að því að færa stjórnarskrána nær þeim venjum og siðum, sem myndast hafa í stjórnkerfinu um hin ýmsu stjórn- unarmál, og hins vegar er um ný- mæli að ræða, sem markað geta þróun stjórnkerfisins nýja braut. Sem dæmi um hið fyrrnefnda má nefna, að stjórnarskrárnefnd leggur til, að dregið verði úr valdi forseta frá því sem nú er. í nýju stjórnarskránni verður skv. til- lögum nefndarinnar grein er segir, að hafi viðræður um stjórnarmynd- un ekki leitt til nýrrar ríkisstjórnar innan átta vikna sé forseta heimilt að skipa ríkisstjórn. Núgildandi ákvæöi segir, að forseti skipi ríkis- stjórn - og er það æöi mikið vald. Enginn forseti hefur hins vegar beitt þessu valdi sínu og sennilega heföu flestir stjórnmálamenn tekiö það óstinnt upp ef forseti hefði beitt þessu valdi (þegar Sveinn Björnsson myndaði utanþingstjórn árið 1942 var hann ríkisstjóri). Hér er því verið að staðfesta hefð, sem komin var á í stjórnkerfinu. Nýmæli eru allnokkur. þar má nefna að heimild til bráðabirgða- laga er þrengd frá því sem nú er. Gert er að skilyrði, að bráða- birgðalög verði ætíð lögð fyrir þing í upphafi þings og hafi Alþingi ekki samþykkt þau innan 3ja mánaða falla þau sjálfkrafa úr gildi. Annað nýmæli er, að kosninga- aldur er lækkaður í 18 ár. Alþingi verður gert að einni mál- stofu og veruleg breyting gerð á ákvæðum um nefndir Alþingis og vald þeirra. Á síðustu áratugum hefur farið mjög í vöxt, að fela þingnefndum ákveðin mál og síðan beðið úrskurðar þeirra. Starf þeirra er nú staðfest í stjórnar- skránni. Valdsvið ncfndanna mun aukast mjög, því þegar þingfólkið 60 fer að mæta í sameiginlega mál- stofu, mun vinna aukast mjög í nefndum. Mun ýtarlegri ákvæði verða um réttindi sveitarfélaga. Þar má benda á 58. grein er segir: „Rétti íbúa sveitarfélaga til þess að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni sveitarfélaga skal og skipað með lögum.“ Mannréttindakaflinn er gerður mun ýtarlegri og ný mannréttindi tekin upp. Má þar nefna jafnrétti karla og kvenna, trúarbragðarétt- indi, skoðanafrelsi. og fleira. Við látum þetta duga um tillögur stjórnarskrárnefndar. Eins og áður sagði eru þær komnar til þingflokk- anna og eflaust munu þeir allir leggja til einhverjar breytingar. Ástæða er til að hvetja alla, sem telja sér málið skylt (sem hljóta að vera við öll), að kynna sér tillög- urnar vel og vandlega. Þótt stjórn- arskráin segi vitaskuld ekki allt um stjórnarfarið í landinu, er hún þó grundvöllur þess og leggur línurnar í hinum stóru dráttuin. ast Stjórnarskrárnefnd lagði fram tillögur sínar að endurskoðun stjórnarskrárinnar í öllum greinum ncma kjör- dæmamálinu á fréttamannafundi í Stjórnarráðshúsinu sl. mánudag. Ljósm. -eik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.