Þjóðviljinn - 21.01.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.01.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Rostungurinn á Rifi og rostungastofn norðursins Rostungurinn er skynsamt og skemmtilegt dýr, segir Jóhann J.E. Kúld sem stundaði rostungsveiðar árið 1924 í norður-íshafínu. Nú í janúarmánuði skeði það að rostungur sást utan við Rifshöfn á Snæfellsnesi og hefur haldið sig þar síðan, þegar þetta er skrifað, 17. janúar. Það hefur komið fram að dýr þetta hafi aðeins eina skögultönn í stað tveggja og að hún sé óvenju- lega stutt og því líklégt að brotnað hafi neðan af henni. Þetta getur valdið dýrinu einhverjum erfið- leikum með fæðuöflun þar sem rostungurinn lifir mestmegnis á skelfiski og mest á kræklingi sé hann að fá. Skögultennur sínar notar hann til að róta upp botnin- um og brjóta skeljarnar. Og svo lengi sem hann heldur þessari einu skögultönn sinni ætti honum að vera borgið. Ég sem þessar línur rita mun vera einn af fáum íslendingum sem hef kynnst af eigin raun lifnaðar- háttum rostunga í heimkynnum þeira við Norður-íshafið. Dragreipi úr skinnum Ég stundaði rostungsveiðar við norðaustanvert Grænland árið 1924. Þetta eru skynsöm og skemmtileg dýr. Þau eru algjörlega meinlaus sé ekki á þau ráðist, en geta verið hættuleg komist þau í nauðvörn. Rostungur getur þá mulið sundur veiðibáta með tönn- um sínum. Af fullorðnum rostungi fást urn 5 tunnur af spiki. Yfir sumarið eru þeir feitastir. Skinn af slíku dýri er um 27: sentimetri á þykkt. í fornöld, áður en kaðlar komu til sögunnar, voru húðir rostunga eftirsóttar. Þær voru þá ristar niður í lengjur og lengjurnar notaðar í dragreipi við seglbúnað á skipum. Rísa upp og stinga sér Rostungar eiga heimkynni sín við lönd Norður-íshafcins. Að vetr- inum halda þeir sig við vakir sem næst landi, þvíeinsog áður sagði er aðalfæða þeirra skelfiskur. Á sumrin þegar ís losnar frá strönd- um þessara landa þá færa þeir sig upp á fjöruna og liggja þar og sóla sig á milli þess sem þeir afla sér fæðu. Það getur verið fróðlegt og skemmtilegt að horfa á hóp rost- unga þar sem þeir liggja við vök. Sé sólskin og gott veður þá bregða þeir oft á leik. Þessi stóru og þungu dýr rísa þá upp á afturhreifanum, hefja sig á loft og stinga sér í boga niður í vökina. Þetta geta þeir endurtekið hvað eftir annað. Komist hinsvegar að þeim styggð vegna nærveru manna skríða þeir fram af vakarbarm- inum. Drápsfýsn sportveiðimanna Á árunum eftir síðustu heimsstyrjöld, er þyrlur og flugvél- ar urðu algengar senr farartæki, þrengdi niikið að tilveru bæói rost- unga og ísbjarna.Svokallaðir sport- veiðimenn haldnir mikilli dráps- fýsn sóttust eftir að murka lífið úr þessum tignarlegu íbúum heimskautalandanna. Líf þessara sérstæðu dýrategunda var því talið í hættu. Þetta varð til þess að ríkis- stjórnir sem lönd áttu að Norður- Ishafi bundust samtökum um að friða bæði ísbjörn og rostung. Fjölgun í kjölfar friðunar Undanþága frá þesari friðun hvað rostungi viðkom var sú, að Eskimóaþjóðflokkar á nyrstu byggðum bólum Norður-íshafs máttu veiða nokkra rostunga sér til matar. Siðan þessi friðun tók gildi hefur bæði ísbjörnum og rostung- urn fjölgað mikið aftur. Þetta kom greinilega í Ijós við talningu á rost- ungum sem Sovétmenn létu gera á sl. sumri við eyjar norður af Rúss- landi. sjónarhom „Á þessu ári reynir á raunveru- legan styrk friðarhreyfingarinnar í Evrópu og Ameríku. Stórveldin munu reyna að halda vígvæðingunni áfram eins og ekkert hafi í skorist, svonefndar afvopnunar- viðrœður þjóna fyrst og fremst því hlutverki að auðvelda þeim víg- búnaðaruppbygginguna. Menn geta valið vopnin eða friðinn, en ekki hvorutveggja. “ Ragnarök á 15 mínútum Þegar Bjarni Benediktsson kvittaði fyrir aðildinni að NATO árið 1949, lágu fyrir fögur loforð Bandaríkjanna um að á íslandi skyldi aldrei vera her á friðartím- um. í fyrri hluta marsmánaðar 1949 gáfu Bandaríkjamenn Bjarna Benediktssyni, Éysteini Jónssyni og Emil Jónssyni þessi fyrirheit: 1. Að ef til ófriðar kæmi, mundu bandalagsþjóðirn- ar í (NATO) óska svipaðrar aðstöðu á íslandi og var í síðasta stríði og að það mundi algerlega vera á valdi Islands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin í té. 2. Að allir aðrir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu íslands. 3. Að viðurkennt væri, að ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her. 4. Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða her- stöðvar yrðu á íslandi á friðar- tímum. Veturinn 1973 rakti Styrmir Gunnarsson Morgunblaðs- ritstjóri í löngu máli ástæðu þess að fyrirvari Islands um aðildina að NATO - að hér væri hvorki her né herstöðvar á friðartímum - væri úr gildi fallinn. í stuttu rnáli var ástæðan þessi að mati Styrmis sem vitnaði í orð Bjarna Bene- diktssonar: „En nú er orðin á þessu breyting. Eftir að hin nýju ógur- legu vopn eru komin til sögunn- ar, flugvélarnar sem hægt er að '^kjóta frá eldflaugastæðum, sem eru fyrir hendi þegar í dag, þá er hægt að hefja styrjöld svo að segja gersamlega fyrirvaralaust. Þess vegna er sá fyrirvari, sem um var talað 1949 og við þá góðri trú gerðum ráð fyrir, nú gersamlega úr sögunni." Útrýming á 15 mínútum Röksemdir „lýðræðisflokk- anna“ fyrir herstöðvum á íslandi urðu sem sagt einfaldlega: stríð getur skollið á með örskömmum fyrirvara, þessvegna eru fyrirvar- ar sem gera ráð fyrir friðartímum úr sögunni. Þessvegna þurfa ís- lendingar bandarískar her- stöðvar. Herstöðvasinnar svara þessu kannski því til, að á undan kjarnorkustríði fari talsvert langur tími átaka með „hefð- bundnum" vopnum og á meðan sé hægt að flytja „meira varnar- lið“ til landsins - og svo framvegis. Því tniður, því er ekki að fagna. Yfirhershöfðingi NATO, banda- ríski hershöfðinginn Bernard Ro- gers, sagði á blaðamannafundi í Hamborg 26. október síðast- liðinn, að ef til átaka komi „verðum við mjög skjótlega að grípa til kjarnorkuvopna". Nið- urstaðan er sú.að komitilátaka milli stórveldanna, þá verður án tafar gripið til kjarnorkuvopna og beiting þeirra tekur aðeins 15 mínútur. Heimurinn stendur si- fellt og alltaf frammi fyrir þeim möguleika að eftir kortér séu ragnarök yfirstaðin. Gálgafrestur? Það er lítil huggun þótt takist að tefja stríðsaðdragandann um nokkra klukkutíma og treysta á dómgreind íslenska utanríkisráð- herrans, sem mundi hafa í huga yfirlýsingu Ólafs Jóhannessonar frá 11. ágúst 1980: „Yfirlýsing sendiherra Bandaríkjanna, sem hann gefur fyrir hönd ríkisstjórn- ar sinnar, vísar til tveggja skuld- bindinga, sem leiða til þess að bandarísk kjarnavopn verða ekki flutt til íslands nerna fyrir liggi samkomulag íslands og Banda- ríkjanna þar að lútandi, og árétt- ar að þetta sé í samræmi við stefnu Bandaríkjanna." Nákvæmlega samskonar fyrir- vari og árið 1949. Með orðunum „nema fyrir liggi samkomulag ís- lands og Bandaríkjanna“ er hald- ið opnum möguleikanum á að hér á landi séu höfð kjarnorkuvopn. Þau stríðstól eru ekki útilokuö - það þarf aðeins samkomulag. Eftirfarandi orð Björns sonar Bjarna Benediktssonar staðfesta þá fullyröingu ntína, að mögu- leikanum á kjarnorkuvígvæddu íslandi sé haldið opnum. Þessi til- vitnuðu orð birtust í Morgun- blaðinu 4. nóvember 1982: „Á Islandi eru engin kjarnorku- vopn. Og stefna íslenskra stjórn- valda er hin sama og ríkisstjórna Danmerkur og Noregs, sem einn- ig eru í Atlantshafsbandalaginu, að þau hafa ekki afsalað sér þeim rétti að Island verði varið með kjarnorkuvopnum dugi önnur vopn ekki. Þessi afstaða er í sam- ræmi við hina opinberu varnar- stefnu Atlantshafsbandalagsins. í henni felst hins vegar ekki, að nauðsynlegt sé að hafa kjarnork- uvopn á Norðurlöndum á friðar- tímum.“ Jafnvel þótt beiting kjarnorku- vopna mundi tefjast um nokkrar Jón Ásgeir Sigurðs son skrifar klukkustundir, hafa íslendingar- ef marka má þessi orð Björns Bjarnasonar - skuldbundið sig til þátttöku í kjarnorkustríðinu. Gálgafrestur sem sumir láta sig dreyma um er enginn. Og takið líka eftir að fyrirvarinn fyrir staðsetningu kjarnorkuvopna á Islandi heitir „friðartímar". Annarra kosta völ Þar sem það virðist óhjá- kvæmilegt að ísland dragist inn í kjarnorkustríðið strax í byrjun, er eftirfarandi eina rökrétta framhald þeirrar afstöðu að vilja hafa hérlendis herlið, herstöðvar og kjarnorkuvopn: Herstöðva- sinnar hljóta að segja sem svo, að það sé kannski allt eins gott að skuldbinda sig til þátttöku frá byrjun - til þess að sleppa við hægfara dauöa af völdum geislunar eða annarra stríðsaf- leiðinga. Sem betur fer eigum við ann- arra úrkosta völ. Við getum stað- ið gegn kjarnorkuvopnum hér á landi og annars staðar. Við getum tekið undir þá kröfu að í endur- skoðaðri stjórnarskrá veröi þessi grein: „fsland er friðlýst land. Aldrei má leyfa geymslu kjarnorku- vopna eða annarra gereyöingar- vopna í landinu né heldur fíutn- ing þeirra um ísland, lofthelgi þess eða fiskveiðilögsögu." Við getum gengið til liðs við Samtök herstöðvaandstæðinga, en þau vinna nú að gerð sam- eiginlegrar yfirlýsingar allra stærstu samtaka kjarnorku- vopnaandstæðinga á Norður- löndum um kjarnorkulaus Norð- urlönd. Nokkrir norrænir sam- ráðsfundir hafa þegar átt sér stað og á næstunni munu Samtök her- stöðvaandstæðinga ásamt öðrum samtökum hefur baráttu fyrir kröfunni um kjarnorkulaus Norðurlönd. Á þessu ári reynir á raunveru- legan styrk friðarhreyfingarinnar í Evrópu og Ameríku. Stórveldin munu reyna að halda vígvæðing- unni áfram eins og ekkert hafi í skorist, svonefndar afvopnun- arviðræður þjóna fyrst og fremst því hlutverki að auðvelda þeim vígbúnaðaruppbygginguna. Menn geta valið vopnin eða friðinn, en ekki hvorutveggja. Almenningur verður að grípa í taumana svo fljótt sem kostur er. Samstarf með öllum þjóðum og með samtökum sem stefna að friði og afvopnun er nauðsynlegt og það verður að halda áfram af fullunr krafti. En við skulum ekki missa sjónar á þeirri einföldu staðreynd að það er eðlilegt og nærtækast að gera hreint heima fyrir. íslendingar þurfa ekki að semja við einn eða neinn um það að í íslenskri lögsögu verði ALDREl KJARNORKU- VOPN. Það gæti orðið okkar fyrsta spor í áttina. Jón Asgeir Sigurðsson, blaðamaður. Jón Ásgeir Sigurðsson á sæti í stjórnum Blaðamannafélags ís- lands, Neytendafélags Reykjavík- ur og nágrcnnis, Leigjendasam- takanna og Samtaka herstöðva- andstæðinga. Hann starfar sem blaðamaður hjá Vikunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.