Þjóðviljinn - 21.01.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.01.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. janúar 1983 Segir Raul Flores Ayala, fulltrúi þjóðfrelsisaflanna í viðtali við Þjóðviljann Þjóðfrelsisöflin í El Salvador hafa eftir sóknina á síðasta ári náð hernaðarlegu frumkvæði í borgararstyrjöldinni í landinu og ráða nú umtalsverðum landssvæðum auk þess sem hreyfanlegur skæru- hernaður fer fram um allt landið og nær nú einnig til stærri borga. Hinn aukni strykur þjóðfrelsisaflanna hefur aukið á klofning innan hersins, ríkisstjórnarinnar og þingsins, en hins vegar hafa hvorki stjórnin í El Salvador né Bandaríkjastjórn Ijáð máls á kröfum þjóðfrelsisaflanna um pólitíska og friðsamlega lausn á borgarstyrj- öldinni í landinu, sem þegar hefur kostað 45.000 manns lífið. Þetta kom meðal annars fram á biaðamannafundi, sem El Salva- dornefndin á íslandi gekkst fyrir með Raul Flores Ayala, fulltrúa Lýóræðislega byltingarflokksins (FDR) og Farabundo Marti þjóðfrelsishersins (FMLN) í E1 Salvador, en hann er hér staddur í tilefni alþjóðlegrar herferðar til stuðnings málstaðar FMNL/FDR sem haldin er í kringum 22. janúar. Þann dag árið 1932 hófst bænda- uppreisnin í E1 Salvador undir for- ystu bændaforingjans Farabundo Marti sem leiddi til þess að 30.000 bændur voru teknir af lífi í landinu. Verða útifundir og mótmæla- aðgerðir gegn íhiutun Bandaríkj- anna í málefni E1 Salvador í flest- um borgum Evrópu og víöar af þessu tilefni. Raul Flores Ayala sagði að sókn- in á síðasta ári hefði stækkað rnjög yfirráðasvæði þjóðfrelsishersins og sagði hann að hernaðaryfirburðir hersins sæjust m.a. af því að stjórn- arherinn hefði misst um 1000 her- menn fallna á síðasta ári en þjóðfrelsisherinn ekki nema um 80. Þá sagði hann að þjóðfrelsis- herinn hefði tekið 410 stjórnarher- menn fagna, og hefðu flestir þeirra gengið til liðs við skæruliða, en hin- ir verið afhentir Rauða krossinum sem stríðsfangar. Þá sagði Raul Flores að skæru- liðar hefðu tekið yfir 200 þúsund skotvopn af ýmsum gerðum her- fangi, skotið niður 23 flugvélar og 16 þyrlur. Raul sagði að kosningarnar sem fram fóru fyrir tæpu ári í E1 Salva- dor hefðu átt að gefa stjórnarfarinu lýðræðislegra yfirbragð og skapa grundvöll fyrir „sterkri stjórn" í landinu. Árangurinn hefði hins vegar verið þveröfugur, öfgaöflin til hægri hefðu sigrað í kosningun- um, stjórnin væri veikari en nokkru sinni fyrr og ástandið í mannréttindamálum hefði farið versnandi. Sagöi Raul að daglega væru að meðaltali um 20 manns handteknir, og heföi stjórnin þann háttinn á að taka fanga af lífi að næturlagi og skilja líkin eftir á víða- vangi. Klofningur í stjórnarliðinu Sem dæmi um veikleika og innri mótsetningar innan stjórnarliðsins nefndi hann uppreisn þá sem Sig- frido Ochoas liðsforingi gerði ný- verið gegn yfirstjórn hersins og sagt var frá í fréttum. Ef herinn hefði farið eftir eigin reglum hefði þessi maður verið skótinn, sagði Raul Flores, en í stað þess var hann hækkaður í tign. Ástæðan er sú, að hann er náinn samstarfsmaður d’Aubuisson, forseta þjóðþingsins, sem sigraði í kosningunum í fyrra. Raul Flores segir að d’Aubuisson sé fremstur í flokki öfgamanna til hægri, og að hann hafi ráðið hinum alræmdu dauðasveitum í E1 Salva- dor og beri meðal annars ábyrgðinga á morðinu á Romero erkibiskup. Nýleg upphefð Ochoas liðsforingja sé enn eitt merki þess að öfgainenn til hægri innan hers- ins fari þar sínu fram jafnvel í trássi við yfirstjórnina. Þá segir Raul að Ochoa liðsforingi hafi reynst einn afkastamesti fjöldamorðingi stjórnarhersins á síðustu mánuð- um. Þess nrá geta að vikuritið Time skýrir nú frá því að honum hafi nú verið lofað embætti í sameiginlegu varnarmálaráði Ameríkuríkja (Iner-American Defence Board) sem hefur aðsetur í Washington. Bandaríkin einangrast Raul Flores sagði að hin veika staða stjórnarinnar í E1 Salvador sýndi, að það væri einungis hernaðar- og efnahagsaðstoð Bandaríkjanna er héldi lífinu í stjórninni og stjórnarhernum. Bandaríkin hefðu ásíðustu mánuð- um einangrast í stefnu sinni í Mið Ameríku og nytu nú ekki stuðnings Raul Flores Ayala: Stjórnir Bandaríkjanna og El Salvador hafa hafnað viðræðum um friðsamlega lausn stríðsins. annarra ríkja Rómönsku Ameríku en Guatemala, Flonduras og Costa Rica. Minnti hann í því sambandi á nýlega yfirlýsingu Mexíkó, Pa- nama, Venezuela og Kólumbíu, þar sem lýst er yfir stuðningi við hugmyndir FMLN/FDR unr frið- samlega lausn á borgarstryjöld- inni. Þá hefðu ríkisstjórnir Frakk- lands og Svíþjóðar lýst yfir stuðningi við friðsamlega lausn og gagnrýnt íhlutun Bandaríkjanna. Friðsamleg lausn Aðspurður sagði Raul Fiores að krafa FMLN/FDR um friðsamlega lausn fæli í sér að fyrst myndu deiluaðilar útnefna fulltrúa til viðræðna án nokkurra skilyrða, og yrði þriðji aðili viðstaddur sem vitni. Þesar viðræður ættu síðan að leiða til þess að sest yrði að samn- ingaborði um framtíðarstjórn landsins, vopnahlé og frið. fbúar E1 Salvador eru nú um 5 miljónir. Af þeim hafa nú hátt í ein miljón flúið land og urn 45 þúsund hafa fallið í stríðinu. Raul Flores sagði að ljóst væri að stríðið hefði kostað þjóðina ómældar þjáningar og þjóðfrelsisöflin vildu ekkert fremuren friðsamlega lausn. Hann sagði að skýringar á því hvers vegna Bandaríkin sæju ekki aðra lausn en þá hernaðarlegu í E1 Salv- ador væri að leita í heildarstefnu Bandaríkjanna í utanríkismálum þar sem litið væri á Mið- og Suður- Ameríku sem „bakgarð Bandaríkj- anna“ í valdatafli þeirra við Sovét- ríkin. Reagan háður þinginu Reagan Bandaríkjaforseta ber samkvæmt reglum þeim sem þingið hefur sett að leggja fram skýrslu fyrir þingið fyrir 23. janúar um ástand mannréttindamála í E1 Salv- ador.Takist skýrslugerðar- mönnum ekki að sýna þinginu fram á að ástandið í mannréttindamál- um í EI Salvador hafi farið batn- andi og að ríkisstjórnin hafi unnið að umbótum í landbúnaði, mun þingið stöðva alla hernaðaraðstoð við E1 Salvador. Talsmenn stjórn- arinnar í Washington hafa nýlega túlkað ástandið þannig að það sé ekki gott en fari þó batnandi. Er talið líklegt að slíkum stuðningi verði haldið áfram, en Raul Flores sagði að engu að síður væri nú afar mikilvægt að almenningsálitið í heiminum léti í sér heyra urn ástand mannréttindamála í E1 Salv- ador og fordæmdi íhlutun Banda- ríkjanna í málefni landsins, jafn- framt því sem líst væri stuðningi við tillögur FMLN/FDR um friðsam- lega pólitíska lausn. Útifundur Útifundur til stuðnings þessum kröfum verður haldinn í Bakara- brekkunni í dag kl. 17.30. Þar verða flutt stutt ávörp og síðan verður gengið að bandaríska send- iráðinu, þar sem Raul Flores Ayala mun flytja stutt ávarp. Síðan verð- ur sendiráðinu afhent mótmæla- ályktun. Þjóðviljinn hvetur fólk til að fjölmenna á fundinn í dag kl. 17.30. ólg. Miljónir svelta í USA 32 miljónir Bandaríkjamanna eða 14% þjóðarinnar lifir undir hinum opinberu fátæktarmörkum. Þessi mynd er tekin úr s.k. „súpueldhúsi“ í Newark, þar sem geflnn er ókeypis matur til fátæklinga. Reaganstjórnin hefur nú skorið niður framlög til matargjafa. Miljónir manna í Bandaríkjun- um búa nú við matarskort og í fyrsta skipti í langan tíma hefur barnadauði færst í aukana. Orsök- in er cfnahagsstefna Reagans og kreppan í Bandaríkjunum, þar sem 10,8% vinnufærra manna ganga atvinnulausir. Bandarísk stjórnvöld hafa gert sérstaka skilgreiningu á fátækt. Samkvæmt henni telst þriggja manna fjölskylda vera fátæk hafi hún innan við 7.760 dollara árs- tekjur (ca. 140 þús. kr.). Fjögurra manna fjölskylda telst fátæk hafi hún innan við 9.287 dollara árs- tekjur. Eldri hjón teljast fátæk hafi þau innan við 4.680 dollara í tekjur. 32 miljónir Samkvæn t þessum skilgreining- um búa nú 2miljónir Bandaríkja- manna í fátækt eða um 14% þjóð- arinnar, og hefur þessi tala ekki verið hærri síðan 1967. Á þessu ári hefur aukning fátækra verið meiri en í langan tíma. Forstöðukona bandarískrar matargjafastofnunar segir við blaðamann Dagens Nyheter að hin opinberu fátæktarmörk séu í raun- inni of lág og reikna megi með því að í Bandaríkjunum séu nú uni 44 miljónir manna sem eigi í erfiðleik- um með að hafa í sig og á. Um leið og þessi neyð hefur farið hríðvaxandi hefur alríkisstjórnin í Washington stórlega dregið úr fram- lögum til matargjafa og annarrar félagslegrara aðstoðar. Þannig segir forstöðukona matargjafamið- stöðvarinnar að 70% af niður- skurði Reagans á fjárlögum 1981 hafi bitnað á hinum fátæku og 20% af niðurskurðinum á síðasta ári. Hin aukna neyð meðal fátækra í Bandaríkjunum hefur meðal ann- ars lýst sér með áþreifanlegum hætti við „súpueldhús" þau sem rekin eru af góðgerðarstofnunum víða um Bandaríkin, en biðraðir við súpueldhúsin, þar sem hægv er að fá ókeypis súpudisk, hafa stöð- ugt aukist. Er talið að fjöldi þeirra er sæki reglulega í slík gjafaeldhús hafi tvöfaldast á síðasta ári og sums staðar er sagt að um fjórföldun hafi verið að ræða. Þannig hefur til dæmis gjafaeldhúsum Capital Ar- ea Food Bank í Washington fjölg- að úr 130 í 207 á einu ári. Sem dæmi urn hversu umfangs- mikil þessi góðgerðarstarfsemi er má nefna aö hjá Focus Hope í bíla- borginni Detroit, þar sem matur er veittur gegn læknisvottorði um hættu á hörgulsjúkdómum vegna vannæringar, hefur föstum viðskiptavinum fjölgað úr 10 í 47.000 (í okt. s.l.). „Nýfátœkir“ Starfsfólk við matargjafaeldhús- in segir yfirleitt sömu söguna og telur það áberandi að þeir sem þiggi mat séu ekki lengur bara utangarðsfólk og fólk sem á við geðræna eða líkamlega fötlun að stríða, heldur sé orðið áberandi mikið af „nýfátæku” fólki, fólki sem hefur húsnæði og klæði en á ekki fyrir mat af því að það hefur misst atvinnuna. Önnur teikn um hina auknu fá- tækt er aukin tíðni ungbarnadauða vegna vannæringar, aukin tíðni þjófnaðar á matvælum, en það er nú orðið mjög algengt að ekki bara unglingar. heldur einnig ellilífeyr- isþegar séu teknir fyrir að stela sér í svanginn. „Þessi eymd er ein af mörgum þverstæðum ofgnóttarsamfélags- ins“, segir forstöðumaður fyrir samtökunum Community for Cre- ative Non-Violence í Washington „Onnur er sú að hér í Bandaríkjun- um er árlega fleygt 137 miljónum tonna af matvöru vegna útlitsgalla, en þetta magn mundi nægja til þess að fæða 50 miljónir manna“. Samtök hans hirða slíka afganga frá matvöruverslunum og dreifa meðal fátækra. Það var á 7. áratugnum sem kerf- ið með matarmiðunum var tekið upp í Bandaríkjunum, eftir að konrið hafði í ljós að á ýrnsunr stöð- urn eins og t.d. í óshólmum Missis- ippi voru útbreiddir ýmsir þeir hörgulsjúkdómar, sem annars þekkj- ast bara í vanþróuðum ríkjum þriðja heimsins. Það er fyrst og fremst talið matarmiðakerfinu að þakka að það tókst að uppræta sjúkdóma þessa að mestu. Læknar hafa nú látið í Ijós áhyggjur yfir að útbreiðsla hörgulsjúkdóma fari vaxandi á ný. Vikurit nokkurt lagði nýl- lega þá spurningu fyrir Ronald Reagan, hvort hann væri vanur að fylgjast með vagni þeim sem ekur um nriðborg Washington og gefur mat til hungraðra, en vagn þennan inátti einnig sjá frá Flvíta húsinu: „Ég vissi ekki að þetta væri tii“, svaraði Reagan, „en ég ætla að at- huga málið nú eftir að þið hafið bent mér á það”. - ólg/I)N

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.