Þjóðviljinn - 21.01.1983, Blaðsíða 15
Föstudagur 21. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
RUV ©
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Baen. Gull í
mund. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun-
orð: Agnes Sigurðardóttir talar.
9.05 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.30 „Það er svo margt að minnast á“ Tor-
fi Jónsson sér um þáttinn.
11.30 Frá Norðurlöndum Umsjónarm-
aður: Borgþór Kjærnested.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Á frívaktinni Margrét
Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjó-
manna.
14.30 „Tunglskin í trjánum“, ferðaþættir
frá Indiandi eftir Sigvalda Hjálmarsson
Hjörtur Pálsson les (6).
15.00 Miðdegistónleikar Sinfóníuhljóm-
sveit Lundúna leikur Adagio í g-moll
eftir Tommaso Albinoni; André Previn
stj. / Concertgebouw-hljómsveitin í
Amsterdam leikur „Dafnis og Klóa“,
svítu nr. 2 eftir Maurice Ravel; Bernard
Haitink stj. / Daniel Adin leikur á píanó
„Suite Bergmasque" eftir Claude De-
bussy.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.20 Útvarpssaga barnanna: „Aladdín og
töfralampinn“ Ævintýri úr „Þúsund og
einni nótt“ í þýðingu Steingríms Thor-
steinssonar. Björg Árnadóttir les .(6).
16.40 Litli barnatíminn Umsjónarmaður:
Heiðdís Norðfjörð (RÚVAK).
17.00 Með á nótunum Létt tónlist og
leiðbeiningar til vegfarenda. Umsjón-
armaður: Ragnheiður Davíðsdóttir.
17.30 Nýtt undir nálinni Kristín Björg Þor-
steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljóm-
plötur. Tilkynningar.
20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg Thor-
oddsen kynnir.
20.40 Ensk tónlist a. „Portsmouth Point“,
forleikur eftir William Walton. Sinfóní-
uhljómsveit Lundúna leikur; André
Previn stj. b. Fiðlukonsert í h-moll op.
61 eftir Edward Elgar. Itzhak Perlman
og Sinfóníuhljómsveitin í Chicago leika;
Daniel Barenboim stj.
21.40 „Heim að Hólum“ Jón R. Hjálmars-
son ræðir við Björn Jónsson hreppstjóra
á Bæ á Höfðaströnd.
22.35 „Skáldið á Þröm“ eftir Gunnar M.
Magnúss Baldvin Halldórsson les (33).
23.00 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónas-
sonar.
00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir.
0.10 Á næturvaktinni - Sigmar B. Hauks-
son - Ása Jóhannesdóttir.
03.00 Dagskrárlok.
RUV
Á k
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Agulýsingar og dagskrá
20.40 Á döfínni. Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
20.50 Prúðuleikararnir. Gestur þáttarins
er bandaríski leikarinn Hal Linden.
Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
21.15 Kastljós. Þáttur um innlend og er-
lend málefni. Umsjónarmenn: Guðjón
Einarsson og Ögmundur Jónasson.
22.15 Eitt er ríkið (United Kingdom).Ný
bresk sjónvarpsmynd. Leikstjóri Ron-
ald Joffé. Aðalhlutverk: Colin Welland,
Val McLane, Bill Paterson og Ro-
semary Martin. Myndin lýsir uppreisn
borgarstjórnar í Norður-Englandi gegn
ríkisvaldinu og hlutverki lögreglunnar í
þeim átökum sem af deilunum rísa.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
00.45 Dagskrárlok.
frá lesendum
Ylgeislar í
hríðarveðri í
janúar 1983
Skeggi Skeggjason sendir okk-
ur þessar vísur:
Trú, von og kærleika
leggja skalt lið,
lífsins að greiða úr hverju
fári.
Brosandi minnstu brœðrunum
við
bróðurhönd rétta á þessu ári,
Kátir gestir koma hér
konu mína að finna.
Vont í dag því veðrið er,
verð ég þeim að sinna.
Manna og dýra lífs um lönd
löngun hreina vekur:
vera þar sem vinljúf hönd
vel á móti tekur.
Fönnum þakin, freðin storð
fugla hylur bjargir.
Hér var þeim samt búið
borð,
boðið þáðu margir.
A það horfa ornar mér,
ylgeislarnir skína,
meðan nokkuð eftir er
áfram halda að tína.
Við kaupmanninn:
Attu kannski einhver brauð,
sem enginn maður étur?
Soltinn fugl í sárri nauð,
sem til kosta metur?
Og nœstu dag:
Get ég ennþá á þig sníkt?
Enginn gefst þér friður.
„Þessi litlu beitarbörn báðu öll að heilsa þér“.
- Frá kjötsöginni kostaríkt
kurlast sagið niður.
Og - þarnœsta dag:
Sú var heilnœm sultarvörn,
sálargleði veitist mér.
Pessi litlu beitarbörn
báðu öll að heilsa þér.
I heiminum vera skal
ungdómsins ár,
- Ollum smœlingjum
hendurnar réttum, -
hvort auðmanns í bóli
er'ann höfðingi hár,
eða hungraður smáfugl
á þínum stéttum.
99
Flórkýr”
Bóndi skrifar:
í gamla daga heyrðist
stundum um „flórkýr“. Kýr
eru nefnilega mismunandi
hreinlátar, eins og raunar all-
arskepnur eru, og er mann-
skcpnan þar engan veginn
undanskilin.
„Flórkýr" þóttu fremur
hvimleiðar skepnur. Þær létu
halann alla jafna liggja niðri í
flórnum og eru afleiðingarnar
auðsæjar. Þegar svo einhver
kom í námunda við þessa gripi
sátu þeir um að lemja til hans
með halanum og ata hann
þannig út í þeim efnum, sem
þeir höfðu orðið sér úti um í
flórnum. En vitanlega ötuðu
þessar kýr sjálfar sig mest út.
Gunnar Bjarnason tók upp
það ráö við þessa sóða á'
Hvanneyri í gamla daga, að
því er mér er tjáð.að halastýfa
þá.
Mér verður stundum hugs-
að til „flórkúnna" þegar ég les
Dropa Tímans. Blaðið het'ur
sjáanlega komið sér upp þess-
háttar „þárfaþingi". Þar
ganga sóðalegar slettur sí og æ
á báða bóga, en eins og fyrri
daginn útatar „flórkýrin"
sjálfa sig mest. Eg ætlast nú
ekki til að ráðamenn áTíman-
nunr grípi til hinna róttæku
aðgerða Gunnars Bjarna-
sonar,en vel mættu þeir hug-
leiða að setja halaband á
„kusu" svo sem við gerum í
sveitinni, - og þá sjálfrar
hennar vegna.
Hvar eru
vetrarmyndimar??
Nú þegar allt er á kafi í snjó, þá
bregður svo undarlega við að
Barnahornið fær ekki sendar
neinar vetrarmyndir. Krakkar
drífið nú í því að teikna skemmti-
legar myndir af snjónunt og
vetrarríkinu.
Athugið að teikna myndirnar í
iePPi'
Sepp/
S/Xor
a hs\ 09
Ver q
h or\ éur
hanni.
ehdedi
QoQ^otr
°9 ^Kjol
OQQ&'rn ono*Y)
Þ/ K/r~ unc/oC
'Jen^y
svart/hvítu, ekki með lit, því ann-
ars eigum við í erfiðleikum með að
prenta þær. Og verið svo dugleg
að teikna.
Heimilisfangið okkar er:
Barnahornið
Þjóðviljinn
Síðumúla 6
105 Reykjavík
St&r, QSdótljr
Hún Jenný Steinarsdóttir sendi okkur þessa
teikningu af sér þar sem hún er að bera út Þjóð-
viljann hress og kát á svipinn.
En hún sendi okkur meira, þar á meðal þessa
vísu sem fer hér á eftir. Þakka þér fyrir sending-
una Jenný.