Þjóðviljinn - 21.01.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN, Föstudagur 21. janúar 1983
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einár Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
‘Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmunds-
son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Frentun: Blaöaprent h.f.
Níu líf?
• Þessi ríkisstjórn hefur níu líf, sagði gamalreyndur Sjálf-
stæðismaður, sem við ræddum við fyrir nokkrum dögum. Af
skiljanlegum ástæðum voru þeir margir, sem töldu daga
ríkisstjórnarinnar talda, þegar hún missti meirihluta sinn í
neðri deild í haust við brotthlaup Eggerts Haukdal. - Nú eru
hins vegar horfur á, að ríkisstjórnin komi ýmsum meiriháttar
málum fram á Alþingi, m.a. vegna klofnings í liði stjórnar-
andstæðinga.
• Sem dæmi um þetta má nefna:
• Frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun útflutnings-
gjalds af sjávarafurðum %og aðrar hliðarráðstafanir vegna
fiskverðsákvörðunar um áramót sýnist eiga greiða leið i
gegnum þingið, þar sem einn stjórnarandstæðinga, Vil-
mundur Gylfason, hefur lýst yfir að hann muni ekki bregða
fæti fyrir samþykkt þess.
• Hvað varðar afgreiðslu bráðabirgðalaganna um efna-
hagsráðstafanir frá því í sumar sýnast veður nú einnig hafa
skipast í lofti. Bráðabirgðalögin hafa nú verið afgreidd frá
efri deild, en flestir hafa talið að þau væru dæmd til að falla á
jöfnum atkvæðum í neðri deild, þar sem sæti eiga 20
stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og 20 stjórnarandstæðing-
ar að meðtöldum Eggert Haukdal.
• En viti menn - þegar Alþing kom saman til funda á ný að
loknu þinghléi, þá var bóndinn á Bergþórshvoii ekki mættur
til leiks, hafði tekið sér frí frá þingstörfum vegna anna við
önnur mikilvæg verkefni. Og í sæti Eggerts var sestur
varamaður hans, Siggeir Björnsson, bóndi í Holti á Síðu.
Við höfum ekki séð neina yfirlýsingu frá Siggeir um afstöðu
hans til bráðabirgðalaganna, en mörgum er kunnugt að hann
hefur verið eindreginn stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar,
Iíka eftir að Eggert Haukdal réðst í aðra vist. Og svo mikið
er víst, að Siggeir í Holti telur sig með öllu óbundinn af
yfirlýsingum Eggerts á Bergþórshvoli.
• Með tiliiti til þessa kann svo að fara, að bráðabirgðalögin
verði þrátt fyrir allt samþykkt á Alþingi, þó of snemmt sé að
fullyrða neitt um það enn sem komið er.
• Við sjáum hvað setur.
• En þótt ýmsir telji ríkisstjórnina hafa níu líf, eða fleiri, þá
er illt að eiga framgang mála undir geðþótta einstakra þing-
manna stjórnarandstöðunnar, og þess vegna nauðsynlegt að
kosningar fari fram á næstu mánuðum.
k.
Valhöll í logum
• Pótt Morgunblaðið og ýmsir fleiri leitist við að auglýsa
Geir Hallgrímsson sem friðarhöfðingja, þá sýnist flest benda
til þess, að aldrei hafi eldar iogað glaðar innan Sjálfstæðis-
flokksins en einmitt nú.
• Svo er að sjá, að í nær hverju kjördæmi Iandsins geysi
hatrammar deilur um val frambjóðenda, og í mörgum tilvik-
um standa átökin milli liðþjálfa flokkseigendafélagsins ann-
ars vegar og hins vegar uppreisnarmanna gegn alræði Geirs-
klíkunnar.
• Óþarfi er að rifja upp sneypuför sjálfs flokksformannsins,
Geirs Hallgrímssonar, en hann lenti í sjöunda sæti í prófkjöri
flokksins í Reykjavík.
• Á Vesturlandi og á Norðurlandi vestra var Eyjólfi Kon-
ráð Jónssyni og Ingu Jónu Þórðardóttur teflt fram gegn ráð-
herrunum Pálma Jónssyni og Friðjóni Þórðarsyni. Bæði
hlutu þau Eyjólfur og Jóna herfilega útreið.
• Á Vestfjörðum þorðu Geirsmenn ekki í prófkjör af ótta
við fylgi þeirra Sjálfstæðismanna, sem stutt hafa ríkisstjórn-
ina. Þar var Sigurlaugu Bjarnadóttur frá Vigur sparkað og í
stað hennar settur á listann dyggur lærisveinn Hannesar
Hólmsteins og Miltons Friedman.
• Á Norðurlandi eystra geysar stórstyrjöld allra gegn öllum
innan Sjálfstæðisflokksins og enginn getur treyst næsta
manni.
• Á Suðurlandi fer sendiboði Geirs Hallgrímssonar, fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins, um héruð og
reynir að grafa undan fylgi heimamanna og troðast á þing til
styrktar Geir og Vinnuveitendasambandinu. Það skyldi þó
ekki vera að annir Eggerts Haukdal eigi rætur að rekja til
baráttunnar við þennan sendiboða flokkseigendafélagsins?
Þannig mætti lengi telja.
• Valhöll Sjálfstæðisflokksins brennur.'
klippt
Óháð öllum
stjórnmála-
flokkum
Um áramótin hóf ný stofnun
starf sitt, stofnun Jóns Þorláks-
sonar, en hann var forsætisráð-
herra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins. í fréttatilkynningu frá
fyrirtækinu segir m.a. um tilgang
stofnunarinnar:
„Tilgangur hennar er að efla
rannsóknir í atvinnumálum og
stjórnmálum á fslandi með út-
gáfu rita, styrkjum til fræði-
manna, söfnun og dreifingu
upplýsinga og öðru starfi eftir
þörfum. Stofnunin er óháð
öllum stjórnmálaflokkum og
hagsmunasamtökum".
Hér er komin enn ein stofnun-
in undir veldi hurgeisanna til við-
bótar við Vinnuveitendasam-
bandið, Verslunarráðið, Sjálf-
stæðisflokkinn og m.fl.
Harðneskjuleg
hugmyndafrœði
Yfirleitt eru það sömu menn-
irnir sem veljast sem hugmynd-
afræðingar að þessum stofnun-
um. Og oftast nær tilheyra þeir
hinum harðneskjulega Chicago-
skóla leiftursóknar íhaldsins. f
framkvæmdaráði þessarar stofn-
unar eru menn á borð við Hjört
Hjartarson stórkaupmann, Pétur
Björnsson forstjóra í Kóka kóla,
Ingimund Sigfússon stór-
kaupmann í Heklu-umboðinu og
síðdegisblaðinu, að ógleymdum
Ragnari Halldórssyni forstjóra
Aluisuisse-útibúsins og formanni
Verslunarráðsins. I rannsóknar-
ráði stofnunarinnareru m.a. Jón-
as Haralz og Þráinn Eggertsson.
Segja má að stofnendur þessa
fyrirtækis hafi altént húmorinn í
vegarnesti, því þeir kalla fyrir-
tækið óháð öllum stjórnmála-
flokkum og hagsmunasam-
tökum.
Það þarf varla að geta þess, að
framkvæmdastjóri þessarar ó-
pólitísku stofnunar heitir Hannes
H. Gissurarson.
Skóli lífsins
- peningavit
Það er einmitt sami Hannes,
sem skrifar um bókmenntir í
Morgunblaðið í gær. Þessi nýja
gnípa bókmenntanna fjallar þar
um ritling frá Sjálfstæðiskvenna-
félaginu Hvöt - Frjáls hugsun -
frelsi þjóðar - heitir bæklingur-
inn og er amríski herinn væntan-
lega hafður í huga með titlinum.
Hannes segir rit þetta vera hið
merkasta. En hann vilji engu að
síður gera nokkrar athuga-
semdir. Allar eru þær fagurfræði-
legs eðlis, en ekki pólitískar:
„Ég er sammála Sigríði Arn-
bjarnardóttur og Árdísi
Þórðardóttur um það, að
þekking er dýrmæt. En þó
held ég, að menn hafi lagt of
mikla áherslu á skólabókar-
þekkingu og fróðleik, en of
litla á þá þekkingu, sem menn
fá ekki nema í skóla lífsins -
hagnýta þekkingu, peninga-
vit, glöggskyggni, sjötta skiln-
ingarvitið, útsjónarsemi,
verkkunnáttu og mannþekk-
ingu. Menn geta ekki aflað
þessarar þekkingar eða nýtt
hana nema í frjálsu atvinnu-
lífi, eins og margir hag-
fræðingar hafa bent á. Sam-
keppni á markaðnum er um-
fram allt til þekkingaröflunar,
hún er „discovery proce-
dure“.“
Tek undir með
Sigríði...
Þá skrifar bókmenntagagnrýn-
andinn í anda hins hlutlæga og
ópólitíska vísindamanns:
„Ég tek þó undir það með Sig-
ríði, að menntun í framhalds-
skólum á að vera almenn, hún
á að vera til þess að gera menn
færa um að afla síðar sérþekk-
ingar. Þess vegna ætti að
kenna íslensku og aðrar tung-
ur menningarþjóða, sögu og
stærðfræði í framhalds-
skólum, en ekki sérgreinar,
þær eiga heima í háskólum."
Tek síðan undir
með Ardísi
Og enn við sama heygarðs-
hornið:
„Ég tek síðan undir það með
Árdísi, að hæpið getur verið
að draga úr fjárfestingu í
menntun, en hún mætti vera
meiri í hagnýtri menntun fyrir
atvinnuh'fið og minni í ýmsum
greinum mannvísindanna, til
dæmis félagsfræði, sálfræði og
. uppeldisfræði.“
Á móti félags-
skap og mann-
vísindum
Jamm. Hannes er ekki mikið
gefinn fyrir mannvísindin fremur
en fleiri hugmyndabræður hans
af skóla Friedmanns og félaga.'
Fólk á ekki að eyða miklum tíma í
að íhuga og kynna sér mannlífið,
heldur skal markaðurinn kaldur
og villtur ráða öllu. Og félags-
skapur og samtök eru af hinu illa í
þessum vísindum leiftursóknarí-
halds allra landa:
„Konur eiga því að berjast
sem einstaklingar, en ekki
sem hópur. Margrét Thatc-
her, sem er einn frambærileg-
asti stjórnmálamaðurinn á
Vesturlöndum á okkar dög-
um, hefur ekki hlotið frama
sinn af því að hún sé kona.“
Þannig er það nú orðað. Það
verður fróðlegt að sjá hvernig
nýja kóka-kólastofnunin nýtist
Sjálfstæðisflokknum í komandi
kosningum. - óg.
og skorið
Anti kommunismus II
Framsóknar-
menn í fjöl-
miðlum
Staksteinar Morgunblaðsins
fer mikinn í gær vegna allra þeirra
Framsóknarmanna af ríkisfjöl-
miðlum sem flykkjast nú í fram-
boð fyrir flokkinn sinn.
„Sá grunur læðist að manni að
þetta sé ekki einleikið", segir
Morgunblaðið. Nú má Sjálfstæð-
isflokkurinn vel við una hvort
sem borið er niður á útvarpi eða
sjónvarpi. Og ekkert er eðlilegra
en allra flokka fólk sé starfandi
við fjölmiðlana einsog annars
staðar. Hins vegar læðist að okk-
ur sá grunur, að allur þessi fjöldi
Framsóknarmanna í hljóðvarp-
inu sé að einhverju leyti til orðinn
fyrir tilverknað Morgunblaðsins.
Það hefur nefnilega alla tíð ærst
þegar vikið er í einhverju smá-
legu frá stöðluðum viðhorfum í
Morgunblaðsstíl í fjölmiðlum
þessum. Og fólk vinstra rnegin
við miðju virðist hafa sætt sig við
að fá aldrei störf hjá þessum ríkis-
stofnunum. Það er með öðrum
orðurn ritskoðunarpólitík Morg-
unblaðsins sem hefur orðið þess
valdandi að „óeðlilega" margir
Framsóknarmenn vinna hjá út-
varpinu. Nær væri að unnafólki,
hver svo sem pólitísk lífsskoðun
þess kann að vera, að fá störf og
verkefni í þessum stofnunum.
En þá þyrfti Morgunblaðið að
afla sér umburðarlyndis í pólit-
ískum efnum, sem stofnun Hann-
esar H. Gissurarsonar gæti tæp-
ast veitt. Enn fremur yrðu veður-
fregnir í sjónarpi og tilkynninga-
lestur í hljóðvarpi að fá að vera í
friði fyri ritskoðun Moggans.
Góð bók
„Lesið bók Envers Hoxa:
Evrópukommúnismi er andkom-
múnismi. Góð bók, sem afhjúpar
svikapólitík Alþýðubandalags-
ins. Fæst íbókabúð BSK“. Þann-
ig hljóðar auglýsing í virtu mál-
gagni Albaníukomma, Rödd
byltingarinnar, sem er nýkomið
út. Seint hefði því verið trúað að
Hoxa kallinn ætti eftir að kljást
viö Alþýðubandalgið norður í
Ballarhafi. - óg.
k.