Þjóðviljinn - 21.01.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.01.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. janúar 1983 ALÞÝÐUBANDALAGID Alþýðubandalagið Neskaupsstað Fundur með ungu stuðningsfólki Fundur með ungu stuðningsfólki Alþýðubandalagsins (16-25 ára) verður laugardaginn 22. janúar kl. 14.00 að Egilsbraut 11. Umræður um Alþýðubandalagið. _____________________________________________Stjórnin. Alþýðubandalagið í Neskaupsstað - þorrablót Hið árlega þorrablót Alþýðu- bandalagsins í Neskaupsstað verð- ur haldið í Egilsbúð laugardaginn 29. janúar og hefst kl. 20.00. Heiðursgestur verður Stefán Jóns- son alþingismaður. Blótsstjóri verður Stefán Þorleifsson. Að afloknu borðhaldi leikur hljómsveit fyrir dansi. Miðasala verður fimmtudaginn 27. janúar frá kl. 18.00 - 21.00 að Egiisbraut 11. Hver skuldlaus félagi á rétt á fjór- um miðum. » Stefán Jónsson Stefán Þorleifsson Mmningarorð Framhald af 7. siöu. fjóra áratugi, sem liðnir eru síðan þau hófust. Eftir að fjölskylda mín flutti til Reykjavíkur, varð strax mikill samgangur milli heimilanna. Börn þeirra, Guðmundar og frænku minnar tóku ástfóstri við foreldra rnína, litu nánast á þau sem afa og ömmu, og hlýlegt við- mót Guðmundar, rólegt og skemmtilegt spjall hans um fjöl- breytilegustu umræðuefni, yljaði marga samverustundina, bæði á okkar heimili og hans. Iðulega leituðum við ráða hjá honum er einhvern vanda bar að höndum, og hann reyndist okkur hollur og traustur ráðgjafi. Innileg vinsemd hans og hlýhugur í garð foreldra minna og okkar systkinanna gleymist ógjarnan. Guðmundur Vigfússon kom mér fyrir sjónir sem einstaklega vinfast- ur og traustur maður, ljúfmenni í umgengni, skemnrtilegur í viðræðu og afburða fróður um menn og málefni. Honum var einkar lagið að umgangast fólk blátt áfram og eðliiega, halda uppi samræðum við það á þann veg, að jafnvel fólki sem ekki þekkti hann að ráði fyrr, fannst strax eins og það væri að rabba við mann, sem það hefði lengi þekkt. I slíkum samræðum kom glöggt fram, hve vel Guð- mundur var að sér í ættfraeði. Hann var og víða heima og átti auðvelt með að setja sig inn í hugðarmál annarra og ræða þau. Þótt Guðmundur væri megnið af starfsævi sinni hlaðinn ábyrgðar- miklum trúnaðarstörfum, átti hann jafnan tíma aflögu til að spjalla við persónulega vini og kunningja, og var þá gjarnan slegið á léttari strengi. Hér verður ekki reynt að rekja ævi- og starfsferil Guðmundar Vig- fússonar, það munu aðrir mér fær- ari gera. Þessum línum er aðeins ætlað að flytja innilegar þakkir mínar og minnar fjölskyldu fyrir einstaklega ljúf og góð kynni og órofa vináttu um meira en fjögurra áratuga skeið. Frænku minni, börnum þeirra og öðrum nánum ástvinunr Guð- mundar votta ég innilegustu samúð mína og míns fólks. B.G. Guðmundur Vigfússon vann frá unga aldri í hreyfingu íslenskra só- síalista, í Kommúnistaflokknum frá 1933, í Sósíalistaflokknum frá stofnun hans til loka, í Alþýðu- bandalaginu. Hann átti snaran þátt í viðgangi hreyfingarinnar og óx með henni. Sósíalisminn var lífsskoðun Guðmundar Vigfússonar. Stefnu- mið hans og starfshættir hreyfing- arinnar voru honum þrotlaust íhugunarefni, - og manngangur stjórnmálanna, sem hann ræddi í kunningjahópi af góðlátlegri glettni. Honum var vel ljós sá vandi, að hreyfingunni hefur ekki fyllilega tekist að setja fram sósíah'skt mark- mið sitt eða áfangana að því. Þess má geta, að hann taldi klofninginn í Alþýðubandalaginu 1967-’68 hafa orðið fyrir slysni, en ekki fyrir skoðanalegan ágreining. Borgarmál Reykjavíkur og sveitarstjórnarmál urðu helsti starfsvettvangur hans út á við. Eins vel og hann naut sín á því sviði, þakka samherjar hans honunr þó enn frekar störf hans innan hréyfingarinnar. Sá, er hann kveður með þessum línum eftir nær fjörutíu ára kynni, minnist dreng- lyndis hans, Ijúfmennsku og vammleysis. Haraldur Jóhannsson KVIKWIYNDABLAÐIfl er komið út Meðal efnis: Viðtal við Stuðmann Grein um VIDEO Grein um GODARD L og fl. og fl. Fæst á næsta j blaðsölustað [h Verð kr. 60 Stjórnin. Alþýðubandalagið á Vestfjörðum Forval 22. - 30. janúar Síðari umferð forvals vegna skipunar framboðslista Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum í komandi alþingiskosningum fer fram dagana 22. - 30. janúar. í síðari umferð forvalsins á að velja í þrjú efstu sæti listans úr hópi þeirra sjö einstaklinga, sem í kjöri eru. Kjósandi merkir með viðeigandi tölustaf við nöfn þeirra þriggja, sem hann vill að skipi 1., 2. og 3. sæti framboðslist- ans. Sé merkt við fíeiri eða færri en þrjá telst seðill ógildur. Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum sem taka vilja þátt í forvalinu geta snúið sér til eftirtalinna kjörstjóra: Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn, Nauteyrarhreppi N.-ÍS. Ástþór Ágústsson, Múla Nauteyrarhreppi, N-ÍS. Ari Sigurjónsson, Þúfum Reykjafjarðarhreppi, N.-ÍS. Ingibjörg Björnsdóttir, Súöavík. Þuríður Pétursdóttir, Túngötu 17, ísafirði. Kristinn H. Gunnarsson, Vitastíg 21, Bolungarvik. Sveinbjörn Jónsson, kennari Súgandafirði. Magnús Ingólfsson, Vífilsmýrum Önundarfirði. Davíð H. Kristjánsson Aðalstræti 39, Þingeyri. Halldór G. Jónsson, Lönghlíð 22, Bíldudal. Lúðvíg Th. Helgason, Miðtúni 4, Tálknafirði. Bolli Olafsson, Sigtúni 4, Patreksfirði. Gisella Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhólasveit. Sigmundur Sigurðsson, Steinadal, Felishreppi, Strandasýslu . Jón Ólafsson, kennari, Hólmavík. Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Strandasýslu. Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjöröum sem dvelja í Reykjavík eða grennd geta einnig snúið sér til skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettis- götu 3, Reykjavík, og tekið þar þátt í forvalinu. Alþýðubandalagið í Stykkishólmi Aðalfundur Alþýðubandalagið í Stykkishólmi boðar til aðalfundar laugardaginn 22. janúar kl. 16 í Verkalýðshúsinu. Á dagskrá eru venjuleg aðalíundarstörf og önnur mál. Nýir félagar velkomnir! Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akranesi verður í Rein laugardaginn 29. janúar. Nú þegar getum við tilkynnt að Helgi Seljan og kona hans verða gestir okkar. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefndin. Alþýðubandalagið á Akureyri: Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin í Alþýðuhús- inu laugardaginn 22. janúar n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Húsið verður opnað kl. 19. Dagskrá: Ávarp: Softía Guðmundsdóttir, formaöur ABA. RaeSa: Helgi Guðmundsson, bæjarfulltrúi. Gítarlcikur: Gunnar H. Jónsson, tónlistarkennari. Gamanþáttur: leikararnir Bjarni Ingvarsson og Kjartan Bjargmundsson flytja. Utanflokksmaður fer með spé um Alþýðubandalagið og fleira. Leynigestur verður á staðnum. Erlingur Sigurðsson stjórnar fjöldasöng og Hljómsveit Steingríms Sig- urðssonar leikur fyrir dansi. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Ragnheiðar í síma 22820 (eða 23397) eða Soffíu í síma 24270. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. AB Selfossi og nágrenni Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 23. janúar kl. 15.00 að Kirkju- vegi 7, Selfossi. Dagskrá: 1) Inntaka nýrra félaga. 2) Fréttir af starfi herstöðvaandstæðinga: Rúnar Ármann Arthúrsson. 3) Stutt erindi um sósíalismann: Ingólfur H. Ingólfsson. 4) Önnur mál - umræður. Þátttakendur í seinni umferð forvals AB á Suðurlandi eru sérstakiega hvattir til að koma á fundinn. Stjórnin. HRj Tilkynning um tannlækna- III þjónustu fyrir 6-15 ára börn " 1’ á vegum skólatannlækninga Reykjavíkurborgar Skólatannlækningar Reykjavíkurborgar annast tann- viðgerðir á skólabörnum á aldrinum 6-15 ára. Undanskilin eru 13 - 15 ára börn í eftirtöldum skólum: Hagaskóla, Réttarholtsskóla, Laugalækjarskóla, Ölduseisskóla, Hólabrekkuskóla, Seljaskóla, Fella- skóla, Árbæjarskóla og Hlíðaskóla. Leiti þessi börn til einkatannlækna verða reikningar vegna þeirra tannviðgerða greiddir í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur gegn framvísun skólaskírteina barnanna eða reikningarnir hafi verið stimplaðir í hlutaðeigandi. skóla. Skólabörn, önnur en ofangreind, sem æskja þjónustu einkatannlækna eða sérfræðinga, annarra en sér- fræðinga í tannréttingum, skulu fyrirfram afla sér skrif- legrar heimildar til þess hjá yfirskólatannlækni. Án hennar verða reikningar frá einkatannlæknum fyrir 6-15 ára skólabörn ekki greiddir af Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Reglur þessar gilda til 1. sept. 1983. Yfirskólatannlæknir, 21 árs stúlka óskar eftir kvöld- og helgarvinnu. Upplýsingar í síma 20695. ALÞVÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsvist - þriggja kvöld keppni Spilin verða tekin upp að nýju þriðjudagskvöldið 25. janúar n.k. í Sóknar- salnum, Freyjugötu 27 (gengið inn frá Njarðargötu) og byrjað kl. 20. Gestur kvöldsins í kaffihléi verður Guðrún Helgadóttir alþingismaður og segir fréttir úr pólitíkinni. Efnt er til þriggja kvölda keppni, annan hvern þriðjudag,25. janúar, 8. febrúar og 22. febrúar, og veitt heildarðverðlaun í lokin. Þeir sem ekki komast öll kvöldin geta þó líka komið eitt og eitt skipti, hitt félagana og keppt um sérstök verðlaun kvöldsins. Árshátíð og þorrablót hjá ABR „Hopp og hí og trallalla", verður eflaust mörgu fólkinu að orði við að lesa þessa auglýsingu. Alþýðubandalagið í Reykajvík ætlar „nebbnilega" að halda árshátíð og þorrablót alveg á næstunni. Blótið er fyrirhugað að halda föstudgainn 4. febrúar - en hvar, það veit nú bara enginn ennþá, því miður (það er að minnsta kostið ekki gefið upp). Þarna verða að sjálfsögðu fjölbreytt og glæsileg skemmtiatriði. Vegna húsrýmis kemst takmarkaður fjöldi gesta á blótið. Því skal því fólki, sem áhuga hefur.bent á að demba sér oná skrifstofuna hið bráðasta og panta sér miða. Eða hella sér í síma 17500. Þetta verður svo allt auglýst nánar í Blaðinu okkar síðar. Akranes - nærsveitir Árshátíð AB á Akranesi verður haldin í Rein laugardaginn 29. janúar næstkomandi og hefst með borðhaldi kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 20. Helgi Seljan verður gestur okkar. Skemmtiatriði: Fjöldasöngur Dans Miðasala og borðapantanir í Rein fimmtudaginn 27. janúar kl. 19.30 til 21, s. 1630. Mætum öll stundvíslega. Skemmtinefndin Helgi Seljan Alþýðubandalagið Suðurlandskjördæmi Forval 22.-27. janúar Síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi vegna skipunar á framboðslista ílokksins við komandi alþingiskosningar fer fram 27. janúar nk. Félagsmenn sem staddireru utan heimabyggðar geta kosið hjá næsta félagsformanni í kjördæminu. I kjöri eru 22 félagar sem tilnefndir voru í fyrri umferð forvalsins. Kjósa á 6 félaga með því að setja tölustafina 1-6 fyrir framan nafn við komandi. Kosning fer fram á Selfossi að Kirkjuvegi 7. í Vestmannaeyjum í Kreml, Hellu að Geitasandi 3, Hveragerði í gamla leikskólanum. Félagar eru hvattir til að taka þátt í forvalinu. Hrað- skákmót Hraðskákmót Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins verður haldið laugardaginn 22. jan. kl. 14 í Þjóðviljahúsinu Síðumúla 6. Þátttakendur taki með sér töfl og klukkur. Allir velkomnir. Æ.N.A.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.