Þjóðviljinn - 21.01.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.01.1983, Blaðsíða 16
DWÐVHMN Föstudagur 21. janúar 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudaí>s. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527. umbrot 81285. Ijósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Lagt að jöfnu: Einbýlishús °8 tveggja herbergja íbúð Það kcmur í Ijós í skýrslu Fast- eignamats ríkisins, að nær sama fasteignamat er á 150 fermetra ein- býlishúsi í Vestmannaeyjum og 2ja herbergja 65 fermetra íbúð í þriggja hæða blokk í Reykjavík. Fastcignamat cinbýlishússins, er 690 þúsund kr. cn 2ja herbergja íbúðarinnar 626 þúsund kr. Að sjálfsögðu stafar þetta af þeim gífurlega verðmismun sem er á fasteignum á höfuðborgarsvæð- inu og utan þess. Hér fara á eftir nokkur dæmi um mat einstakra fasteigna: Einlyft einbýlishús í Fossvogi í Reykjavík er metið á 2.356 þús. kr. Það er 226 fermetrar. Tveggja herbergja íbúð í þriggja hæða blokk í Breiðholti, 65 fer- metrar, er metin á 626 þús. kr. Fjögurra herbergja íbúð, 81 fer- metri að stærð í sama húsi er metin á 772 þús. kr. Sem dæmi um mat 30-40 ára gamalla íbúðarhúsa í borginni má taka timburhús í Vogahverfi á steyptum kjallara. Fimm herbergja sérhæð í því er metin á 954 þús. kr. Hún er 126 fermetrar. Tveggja her- bergja kjallaraíbúð í sama húsi, 52 fermetrar, er metin á 426 þús. kr. Steinsteypt 288 fermetrar raðhús á tveimur hæðum í Kópavogi er metið á 1.885 þús. kr. Tveggja hæða steinsteypt einbýl- ishús, 251 fermetri, á Akureyri er metið á 988 þús. kr. Þá má nefna að 150 fermetra steinsteypt einbýlishús í Vest- mannaeyjum er metið á 690 þús. kr. -S.dór Framhalds-Saga Framhald er nú að rísa við Ilótel Sögu í Reykjavík, en nýbyggingin mun verða svipuð að stærð og nú- verandi bygging. Byggingin hefur þegar hlotið hcitið Framhalds- SAGA hjá óopinberum aðilum, en ábyrgð tökum við ekki á þcirri nafngift. Byrjað varáverkinusl. sumarog óhætt er að segja, að verkinu miði vel. Búnaðarfélagið á 2/3 hluta í gömlu Sögu og Stéttarsamtök bænda 1/3, og verður eignarhluti þeirra svipaður í nýju byggingunni, sem fjármögnuð er með lánsfé. Hótelherbergi verða á 4.-7. hæð hússins, bændasamtökin fá 3ju hæðina og 1. og 2. hæð verða leigðar út. (Ljósm. —eik—) ast Síðari umferð forvals 1 Suðurlandskjördæmi Utankj örfundariíosning hefst á laugardagínn Síðari umferð forvals Alþýðu- bandalagsins í Suðurlandskjör- dæmi fyrir komandi alþingiskosn- ingar fer fram nk. fimmtudag 27. janúar. Kosning stendur yfir frá kl. 13 - 23. I kjöri eru 22 félagar sem tilncfnd- ir voru í fyrri umferð og er kosn- ingin í því fólgin að merkja með tölustöfum við 6 nöfn. Á Selfossi verður kosið að Kirkjuvegi 7, í Vestmannaeyjum í Kreml, á Hellu að Geitasandi 3 og í Hveragerði í gamla leikskólanum. Utankjörfundarkosning hefst nú um helgina, 22. janúar, og fer kosningin fram hjá formönnum fé- laganna á hverjum stað. Félags- menn sem staddir eru fjarri heima- byggð geta því kosið hjá næsta fé- lagsformanni í kjördæminu. Dýr myndi baráttan um l.sætið í Suðurlandskjördæmi fer fram einkennileg prófkjörsbarátta um 2. sætið á lista Alþýðuflokksins. Magnús H. Magnússon er öruggur um 1. sæti listans en Guðlaugur Tryggvi Karlsson og nokkrir aðrir keppa um 2. sætið. Þvílíkt ofur- kapp leggur Guðlaugur Tryggvi á að ná þessu sæti að nær öllu cr fórn- að til. í dag boðar hann til skemmtunar í íþróttahúsinu á Selfossi og býður upp á slíkt úrval skemmtikrafta að duga myndi á þrjú hérðasmót sam- tímis. Áuk þess býður hann uppá sætaferðir víðsvegar að úr kjör- dæminu. Maður einn, sem vanur er að halda skemmtanir, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær, að bara skemmtikraftarnir á skemmtun- inni myndu kosta 50 þúsund krón- ur ef kaupa þyrfti þá alla. Þá eru sætaferðirnar, húsaleiga, og auglýsingar eftir, þannig að reikna mætti með að svona skemmtun kostaði vart undir 100 þúsund krónum. Guðlaugur Tryggvi er op- inber starfsmaður og fram til þessa hafa þeir nú ekki verið taldir hafa há laun og því eru menn að vonum hissa á því mikla fjármagni sem hann eyðir í baráttuna um 2. sætið; eða hvað myndi barátta um 1. sætið þá kosta? -S.dór 1. Lúðrasveit Selfoss. s 2. Guðlaugur Tryggvi Karlsson býður gesti velKo-nna 3. Bessi Ðjarnason og Ragnar Bjarnason •kemmta meö gamanmálum ^(1* 4. Hljómsveitin LÓtUS Oömlu og ný|U Bgin. ^ 5. Sigfús Halldórsson leikur 6. Snœbjörg Snæbjarnardóttir ayngur Iðg Scgtúsar Hallðörssonar viö undirleik hans. , 7. Haukur Morthens og hl|ðmsveit taka lagið 8. Karlakór Seltoss sýngur S£SC,ií,'“'‘- 9. Katla María >10. Bingó: 3 umferðir. Utanlanðslerö Feröaakirlslolan Útaýn Stjórnandi og kynnir Bryndís Schram IMlltrtt tré H.iniirM. Irrsrkakkl Stefna Sjálfstæðisflokksins í framkvæmd:___________ 15 krónur í sundlaugamar Fulltrúi Alþýðubandalagsins var einn á móti Tillaga um afsláttarfargjöld vísað frá: Frumhlaup og gerræði hjá Davíð Oddssyni „Það er yilrlýst stefna mcirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að aðgangseyrir að sundstöðum borg- arinnar skuli standa undir 70% kostnaðar. Alþýðubandalagið tel- ur hins vegar að eðlilegt sé að miða við 60% eins og verið hefur á liðnum árum. Þar sem sú tillaga að hækkun aðgangscyris, sem hér er lögð fram, er ma. rökstudd incð því að þar sé stefnt að scttu marki um 70% hlutfall, greiði ég atkvæði gegn tillögunni.“ Þannig hljóðar bókun Tryggva Þórs Aðalstcins- sonar fulltrúa Alþýðubandalagsins í íþróttaráði frá í gær. Á íþróttaráðsfundinum var sam- þykkt með 4 atkvæðum gegn einu að hækka alla verðskrá sund- staðanna um 25% nema hvað barnagjöldin hækka aðeins um 16%. Tryggvi Þór sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með af- stöðu Sveins Jónssonar, fulltrúa V-listans í ráðinu, en hann greiddi atkvæði með hækkuninni. Eftir að þessi hækkun var sam- þykkt flutti Tryggvi tillögu um að hafin yrði sala stórra afsláttar- korta, 50 miðar á 450 krónur fyrir fullorðna. Ég er þeirrar skoðunar að það sé eðlilcgt að borgin taki tillit til þess fólks sem er líklegt til þess aö nýta sér aðgöngumiða sem eru heldur ódýrari en iö miða kortin, sagði Tryggvi. Aö því er bæði hagræði fyrir viðkomandi einstaklinga og borgina sjálfa. Á slíku korti myndi afsláttarmiðinn kosta 9 krónur í stað 10.50 á 10 miða kortunum. Hér er unt aðræða hagræði fyrir fastagesti sundlauganna og þjón- ustu við þá og þar kemur á móti staðgreiðsla á 50 miöum, sem jafn- gildir um 2ja mánaða notkun, sagði Tryggvi. Nú er veittur 30% staðgreiðslu- afsláttur á 10 miðum en mín tillaga gerði ráð fyrir 40% afslætti sem ekki er óeðlilegur miðað við upp- hæðina. Þessi tillaga var hins vegar felld, - hún fékk aðeins tvö at- kvæði, mitt og Sveins Jónssonar, sagði Tryggvi. I umræðum í íþróttaráði kont fram að það væri andstætt stefnu meirihlutans að veita afslátt af þessu tagi og þetta sýnir ásamt öðru að þar er ekki fyrir að fara áhuga á því að koma til móts við þær tugþúsundir sem nýta sér góða þjónustu sundstaðanna að stað- aldri, sagði Tryggvi Þór. Tveir pokar af sandi Hin gífurlcga hálka í umferðinni að undanförnu hefur valdið mörg- um umfcrðaróhöppum og bíl- cigendur orðið að láta af hcndi rakna umtalsverðar upphæðir. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík má rekja mörg þessi óhöpp til þess af afturhjóladrifnir bílar, léttir að aftan, hafa rásað og runnið á aðvífandi bíla. Á þessu hafa margir ráðið bót með því að fá sér sand- poka og sett í skottið á bílnum sín- um. Reykjavíkurborg hefur um mörg undanfarin ár veitt þá þjón- ustu að láta menn hafa sandpoka í bíla sína. Niðri við Sigtún mokar einn starfsmanna borgarinnar í poka fyrir þá sem vilja, tvo poka á mann, ekki meira. Meðfylgjandi mynd tók Atli ljósmyndari Þjóðviljans af einum ánægðum bíleiganda sem var að koma sandpoka fyrir aftast í bíl sínum. -hól var dómur minnihluta „Við hljótum að mótmæla þeim vinnubrögðum harðlega að borg- arstjóri taki í embættisnafni jafn afdrifaríka ákvörðun og þá að hætta sölu afsláitarfargjalda án þess að bera það undir kjörna full- trúa í stjórn SVR, borgarráði eða borgarstjórn“, sagði Guðrún Ág- ústsdóttir í utandagskrárumræðu í borgarstjórn í gær. Guðrún vakti máls á strætódeilunni og flutti til- lögu frá Alþýðubandalaginu um að nú þegar yrði hafin sala afsláttar- kortaeinsog veriðhefur um árabil. Tillögunni var vísað frá með at- kvæðuin Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar minnihlutans lýstu allir ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er konrin á hendur meirihlut- ans og átöldu borgarstjóra fyrir frumhlaup og gerræði. „í þessu persónulega stríði Davíðs borgar- stjóra við verðlagsyfirvöld hefur verið gripið til ógeðfelldra vinnu- bragða", sagði Guðrún Ágústs- dóttir. „Við hljótum að mótmæla þeim hótunum sem nú dynja á Reykvíkingum; ýmist um að hætta rekstri SVR, draga úr þjónustu eða skera niður framlög til dagvistar- heimila, sjúkrahúsa og bygginga fyrir aldraða. Gleymdi Davíð Óddsson kannski að segja kjósend- borgarstjórnar um sínum hvernig hann hygðist ná inn þeim peningum sem lækkun fasteignagjaldanna kostar?" Sigurjón Pétursson sagðist telja það mjög óeðlilegt, þegar verð- hækkunin 7. janúar hefði verið tekin til baka með lögbanni, að það næði ekki til allra þátta málsins. Sagði hann þessa aðgerð borgar- stjóra benda til þess að hann reiknaði með að tapa málinu fyrir dómi. „Vissulega mun fjárhagsá- ætlunin raskast vegna þeirrar stöðu sem upp er komin", sagði Sigur- jón. „Hins vegar vil ég benda á að fresta má lagningu gervigrass og tvöföldun Suðurlandsbrautar, og rnörgu fleiru áður en félagsleg þjónusta er skorin niður, frekar en orðið er.“ Davíð Oddsson svaraði fyrst með gífuryrtum árásum, einkum á Alþýðubandalagið og Þjóðviljann. í síðari ræðu sinni biðlaði hann hins vegar til borgarfulltrúa um að sýna nú samstöðu um kröfuna um sjálf- stæði sveitarfélaga, en það þótti koma iíp hörðustu átt. Benti Guð- rún Ágústsdóttir m.a. á að þetta væri ekki rétti tíminn til að leita samráðs við kjörna fulltrúa, - það hefi hann átt að gera fyrr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.