Þjóðviljinn - 22.01.1983, Page 14

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Page 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. janúar 1983 myndlist Rauðir klettar (1981), eftir Ingelu Berntsson Norræn vefjarlist Himinnogjörð(1982),eftirHildi Hákonardóttur. Norræn vefjalist 1982-83 er 3. þríæringurinn sem veflistamenn í Norðurlöndum efna til. Þessi stóra og yfirgripsmikla sýning er nú stödd á Kjarvalsstöðum til mánaðamóta. Hingaðkemurhún frá Finnlandiog Svíþjóð, en heldursíðan áfram til Þórshafnar, Björgvinjarog Kaupmanna- hafnar. Eins og áður segir er sýningin stór í sniðum og þekja 86 verk sali og ganga, auk þess sem textíl- konur úr Gallerí Langbrók halda sýningu á smámunum og eru þeir 47 að tölu. Aberandi er hlutur Dana, en þeir sýna yfir 30 verk. Norömenn og Svíar eru með unt 20, Finnar 10 og íslendingarnir eru 5, hver með eitt verk. Segja má að sýningin sé æði misjöfn, skiptast á tilþrifamikil veríc og önnur sem lítið hragð er að. Svo virðist sem gæði verk- anna fari eftir stærð, svo ótrúlega sem það kann að hljöma. Öll hin bestu eru stór í sniðum, en þess ber að geta að lítið er um smá- myndir eða minni vefnað (hér á ég við farandssýninguna, en ekki framlag Langbrókar). Undan- tekning er þó „Kross og hringur“, Synnöve Aurdal, sent þó er tveggja metra langur, en mjór og ber vott um persónuleg vinnu- brögð, sérstæðs listasmanns. Halldór B. Runólfsson skrifar Þótt sýningin beri með sér ein- kenni norræns vefnaðar er vart hægt aö sjá n ina „línu“ eða sér- staka stefnu, meira áberandi en aðra. Jafnvel eru listamenn frá sama landi gjörólíkir, en heildin er hefðbundin eigi að síður. Það er lögð meiri áhersla á val efni- viðar og aðferða nú, en á fyrri þríæringum, ef ég man rétt. Minna er um hreinan myndvefn- að en þessfstað er mikið um blandaða tækni, vefnað, saum og þrykk saman. Sjaldan er þó farið út fyrir svið hins hefðbundna veggteppis og róttæk tilraunast- arfsemi er ekki áberandi. Töluverð gróska virðist vera í danskri vefjalist, enda eru þeir veglega kynntir á Kjarvalsstöð- unt. Þess má reyndar geta að sú manneskja sem mest hefur stuðlað aö viðgangi norrænu vef- listarsýninganna, er danski vefar- inn Nanna Hertoft. Hún er nokk- urs konar verndari þríæringsins og ritar hún inngang að sýning- arskránni, þar sem hún fjalíar um sýningarnar og vandamál sam- fara slíku risafyrirtæki. Á sýning- unni er stórt teppi eftir Hertoft, myndvefurinn „Norræn veðrátta“, veglegt dæmi um skandinavíska afstöðu hennar til myndefnis og tæknibragða. Annars var það ekki mynd- vefnaðurinn sem reyndist vera hin sterka hlið Dananna. Vefur „Án titils" eftir Anitu Adele Jprgensen, sýndist mér vera eitthvert besta verkið á sýning- unni. Þetta er látlaust krosslaga teppi í þrernur hlutum, óreglulegt með ívafi úr pappír, fínleg blæ- brigði við grófan og Ijósan vefinn. Andstæða þessa vefs, „Spor ntannanna 2“ eftir Conni Maria Johnsen, er stór tvístæða máluð í skærum litum á satín-dúk. Þetta er hressilega og frjálst rnálað verk. Ferskleiki þess smitar vest- ursalinn. Johnsen hefur að baki þann óvenjulega námsferii, að hafa stundað nám í kalligrafíu (myndletursskrift) við Há- skólann í Kyoto í Japan. Báöir síðasttöldu listamenn- irnir eru fæddir sama ár, 1942, og reyndar virðist 5. áratugurinn, einkum stríðsárin, hafa fætt af sér kynslóð góðra vefara. Fléttaður bandvefur Naja Salto, „Jörðin" og þrykkverk Else Kallesóe, „Di- agonal Composition", sem lífgar svo mjög up á austursalinn, eru verðug dæmi þessu til sönnunar. Norska framlagið stenst varla samaburt við hið danska. Það má þó finna þar afbragðshluti og ber hæst „Himinn-Feldur", risastórt lérefts- og damaskteppi, þrykkt og stungið nöglum, eftir Bente Sætrang. Þetta er áhrifamikið verk og heldur nánast uppi hlut Norðmanna. „Krákurnar" eftir Samann Brittu Marakatt, lýsir pólitískum veruleik, baráttu þessa merkilega þjóðflokks við virkjanaglatt ríkisvald, 10 breiddargráðum sunnar á hnett- inum. Það ríkir barnsleg kald- hæðni yfir þessari bróderuðu mynd. „Þrístæða" Turid Holter og verk Mette Stausland snerta mig lítt. Það hvílir einhver maní- erismi yfir þessari tilraunastarf- semi. „Minningar frá Japan" eftir Wenche Kvalstad Eckhoff, er sannverðugra verk, þótt vissra poppklisja gæti þar um of. Þrátt fyrir sundurleitt saman- safn, flagga Svíar nokkrum ágæt- um verkum og er eitt þeirra frá- bært. Það er „Rauðir klettar" eftir Ingela Berntsson. Þetta er flókinn vefnaður, eða eins og segir í skránni, marglita varp- mynstraður vefur með tvöföldu ívafi. Þó virkar það svo létt og leikandi í allri sinni mónumental slærð, að þræðirnir verða gagn- sæir sem vatnslitir. Kannski er þetta hápunktur sýningarinnar. Annar athyglisverður veflist- armaður af yngri kynslóð sænskra er Dyveke Zadig. Stagl- verk hennar „Frostatíð" er einkar nútímalegt að gerð og við- fangi, skínandi í lit og fornti. Annars á myndvefnaður sterk í - tök í Svíum og eru bestu dæmin að finna hjá Inger Wihl, „Af hafi ertu komin(n)" og í hinu spaugi- lega verki „í skvaldurspegli mín- um", eftir Birgittu Nelson Clauss. Af annarri tækni má nefna „Fragment II", eftir Sumar (1981), eftir Leenu Saarto.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.