Þjóðviljinn - 22.01.1983, Qupperneq 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. janúar 1983
10
ár
eru
liðin
ek/ki eins hægt um vik og meiri
vandi var að útvega því fólki
húsnæði. Það mál leystist þó far-
sællega, enda var flest gert til að
létta Eyjamönnum tilveruna.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja fékk
aðstöðu fyrir starfsemi sína í
Uafnarbúðum í Reykjavík, Út-
vegsbankinn fluttist í aðalbank-
ann .í Reykjavík, læknar fengu
aðstöðu í Domus Medica. Þegar
tóm hafði gefist til að íhuga málin
var hægt að útvega fólki húsnæði
til frambúðar. Stórir hópar Eyja-
manna settust að á Selfossi,
Hveragerði, Keflavík Hafnar-
firði, Kópavogi svo einhverjir
staðir séu nefndir, en langflestir
urðu eftir í Reykjavík. Gosið
skapaöi auðvitaö gífurleg hús-
næöisvandræöi svo ekki sé
nninnst á félagsleg vandamál
fólks. Þar varð gamla fólkið í
Eyjum sérstaklega illa úti og
lentu margir á hálfgerðum ver-
gangi.
Eldfell hið nýja
Gosið í túninu hans Þorbjörns
bónda var mest í fyrstu og voru
taldir 40 eldgígar fyrsta daginn,
en síðan var gosvirknin bundin
við örfáa gíga og að lokum gaus
aðeins frá einum gíg þar sem stóð
hiö nýja fjall, öllu tignarlegra en
Helgafell: Eldfell hið nýj,a. Tals-
vert var þrasað um nafngift þessa
sem mörgum fannst ófrumleg, en
sitt sýnist hverjum og víst er að á
þessum viðkvæmu tímum höfðu
menn í mörgu öðru að snúast en
hártogunum út af nafni.
Það vakti eigi litla furðu hjá
Eyjamönnum að þegar fyrstu
dagana eftir gos var tekin sú
stefna af stjórnvöldum, að meina
heimamönnum aðgang að eynni.
Röksemdin fyrir þessari ráða-
breytni var sú að ef Eyjamenn
kæmu heim á ný myndi tími
þeirra flestra fara í að bjarga
eigin verðmætum og skipulagn-
ing á björgunarstarfinu fara úr
skorðum. Hið gífurlega öskufall
krafði á skjótar aðgerðir. Smiðir
voru fengnir úr Reykjavík og þeir
komu á skömmum tíma 12 tonn-
um af bárujárni fyrir glugga
íbúðar- og atvinnuhúsnæðis.
Varnarliðsmenn og lögreglu-
menn störfuðu við að flytja eigur
manna til hafnar þar sem þær
voru settar í gáma sem síðan voru
fluttir til lands. Þeir sem í Eyjum
dvöldu þennan tíma unnu frábært
starf, lögðu dag við nótt við
undirleik frá eldfjallinu. Örfáir
einstaklingar reyndust ekki starfi
sínu vaxnir. Einstaka lögreglu-
maður sló eign sinni á muni sér
óviðkomandi, en þetta voru
undantekningar.
Öskufallið var geipilegt fyrstu
dagana og lagði það svart teppi
Eitt húsið brennur til kaldra kola.
yfir alla byggð. Á örskammri
stundu fóru hæstu hús á bólakaf.
Þök brustu og hús eyðilögðust.
Mest varð tjónið þó af völdum
hraunrennslisins og er talið að
alls hafi eyðilagst 417 eignir, ein-
býlishús, íbúðarhús og vinnu-
staðir. Hraðfrystihús Einars ríka
var mesta mannvirkið sem fór
undir hraun og Rafstöðin hefur
sennilega komið þar næst. Þá var
barist hatrammlega fyrir lífi nýja
sjúkrahússins því mörg hundruð
tonn af vikri höfðu safnast á þak
þess og tók langan tíma að
hreinsa það af. Þó Hraðfrysti-
stöðin hafi verið eina fiskiðjuver-
ið sem fór undir hraun, þá var
einnig lengi tvísýnt um
Fiskiðjuna og ísfélagið.
Hraunmassinn náði að þrýsta sér
inn um veggi, stórgrýti kom inná
gólf í saltfiskverkunarhúsunum.
Strax í byrjun var farið að verja
mannvirki fyrir hraun-
straumnum. Menn höföu miklar
áhyggjur af innsiglingunni; ef
hún lokaðist væri skorið á lífæð
eyjanna. Þá yrði að opna Eiðið
sem þýddi mun verri höfn en
áður.
í febrúarbyrjun fór hraunið að
renna í innsiglinguna og yfir
Skansinn. Þar fóru í súginn mikil
menningarverðmæti frá dögum
Tyrkjaránsins, því á Skansinn
voru byggðir varnargarðar og
komið fyrir fallbyssuhólkum á
þartilgerðum stæðum. Viö
Skansinn var sundlaug Eyja-
manna, útilaug fyllt með sjó.
Þarna í austasta hluta bæjarins
sáu margir hús sín hverfa undir
þunga hraunsins sem valt fram og
virtist óstöðvandi. Þar voru mörg
ný og glæsileg einbýlishús og önn-
ur sem voru í byggingu. Þarf ekki
að fara mörgum orðum um að
sárt hefur það verið fyrir margan
húsbyggjandann að sjá á eftir
húsum sínum á þennan hátt. Við-
lagsjóður, sem stofnaður var
skömmu eftir gos, bætti húsin að
einþverju leyti, en tjón sem þessi
verða aldrei að fullu bætt.
Hraunkæling
Snemma á dögum gossins kom
upp sú hugmynd að reynt yrði að
hafa áhrif á hraunrennslið með
kælingu auk þess sem uppi voru
heitir Ævar Jóhannesson hjá eldfjallarannsóknadeild HI.
Sá sem snýr baki í Ijósmyndavélina
hugmyndir um byggingu varnar-
garða. Varnargarðarnir voru
byggðir og samanstóðu þeir af
gosefnum sem hrúgað var upp
með jarðýtum. Hraunkælingin
reyndist mun áhrifríkari. Þegar
hún bar á góma voru uppi raddir
um að slíkar tilraunir væru hrein
fásinna, einfaldlega sóun á fé og
fyrirhöfn. Röksemdin sem mælti
meö henni varð ofan á, enda ein-
föld í sjálfu sér; einskis mætti ó-
freistað til að bjarga þeim verð-
mætum sem í húfi væru. Um
mikilvægi Vestmannaeyja fyrir
þjóðarbúið þurfti þá, ekki frekar
en nú, að segja mörg orð.
Hófst vatnsdælingin þann 6. fe-
brúar og var í fyrstu bunað á
hraunið með einni slöngu. Síðan
komu mun kraftmeiri dælur,
fengnar frá Bandaríkjunum og
höfðu áður verið notaðar í olíu-
boranir. Frá því að farið var að
nota þessa vatnskælingaraðferð
smáfjölgaði þeim sem við
hraunkælinguna unnu og voru
þeir menn nefndir „bunustokks-
menn" og síðan stofnuðu þeir
með sér félagsskap hinn eina
sinnar tegundar í heiminum,
„International lava fighters".
Flakkarinn
Mönnum var á gostímanum
tíðrætt um það fyrirbæri sem hét
Flakkarinn, en það var í raun
partur af eldfjalli og hafði losnað
frá því. Var Flakkarinn á eilífri
siglingu ofan á rauðglóandi
hrauninu og olli miklum usla.
Áttu menn í erfiðleikum með að
meta þennan viðsjárverða grip
sem endaði daga sína við hafn-
argarðinn að hluta. Austasti part-
ur Flakkarans hélt áfram að lifa
góðu lífi og hélt áfram kenjum
sínum lengi vel. Síðar kom upp
annar „flakkari" sem hagaði sér
líkt og hinn.
Viðlagasjóður
Viðlagasjóður var settur á
stofn 7. febrúar. Var ákveðið að
allir landsmenn greiddu sitt í
þennan sjóð, sem þó var settur til
hliðar við önnur atriði þjóðlífs-
ins. Með stofnun hans var á-
kveðið að líta bæri á gosið á
Heimaeý sem sérmál.
Stjórn Viðlagasjóðs var skipuð
eftirtöldum einstaklingum: Helgi
Bergs formaður, Guðlaugur
Gíslason alþingismaður, Gísli
Gíslason stórkaupmaður, Tómas
Þorvaldsson framkvæmdastjóri
Sölusambands íslenskra fisk-
framleiðenda, Vilhjálmur Jóns-
son forstjóri Olíufélagsins, Berg-
ur Sigurbjörnsson hjá Fram-
kvæmdastofnun og Garðar Sig-
urðsson alþingismaður.
Starfsmenn sjóðsins voru svo
fjölmargir, en stjórnarmenn
unnu sín góðu störf að mestu í
kyrrþey. Viðlagasjóður var
Fyrirbæri það sem almennt var nefnt „Flakkarinn“ sést mjög vel á þessari mynd. Flakkarinn hélt sig ofan á
rennandi hrauninu og var því á fleygiferð um allt hraun.