Þjóðviljinn - 22.01.1983, Qupperneq 25
Helgin 22.-23. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25
Opið svarbréf til Björns Bjarnasonar
blaðamanns á Morgunblaðinu
Kæri Björn Bjarnason,
um leið og ég þakka þér fyrir
tilskrifin og þá athygli sem þú hefur
vakið á skrifum mínum hér í Þjóð-
viljann (sjá Morgunblaðið 19. jan.
sl.) langar mig til að bæta um betur
og senda þér nokkrar línur í þeirri
veiku von, að við gætum kannski í
sameiningu komist að kjarna
málsins.
Mér þótti grein þín í Morgun-
blaðinu að því leyti merkileg, að
þótt tilefni hennar væru skrif mín
til þín í síðasta sunnudagsblaði
Þjóðviljans, þá leiðir þú þau al-
gjörlega hjá þér, en eyðir hins veg-
Mannréttinda-
barátta
En hér ineð er ekki öll sagan
sögð. Fréttaflutningur Morgun-
blaðsins og fleiri fjölmiðla hér á
landi af þessu máli var ekki bara í
veigamiklum atriðum rangur, hann
var einnig settur fram undir yfir-
skini mikillar ástar á mannréttind-
um, frelsi og lýðræði, og honurn
flylgdu yfirlýsingar unt kúbanska
„alræðisstjórn", „einræði" og
margt fleira vont, sem átti að við-
gangast á Kúbu og Valladaresinál-
I NAFNI FRELSISINS
ar öllur púðrinu á þriggja mánaða
gamla fréttaskýringu, sem ég skrif-
aði hér í blaðið um mál Kúbanans
Armando Valladares, sem um það
leyti var leystur úr 22 ára fangavist
á Kúbu.
Þótt Valladares-málið og með-
ferð þess í fjölmiðlum sé að vísu
verðugt og gott uinfjöllunarefni,
þá dugar það lítt til að verja þann
málflutning, sem þú lagðir nafn þitt
við í Morgunblaðinu 9. janúar sl.,
þar sem það var borið upp á rifhöf-
undinn Gabríel Garcia Marquez að
hann væri „stalínisti" og sérstakur
stuðningsmaður Jaruzelskis hers-
höfðingja í Póllandi.
Eins og ég sýndi fram á í grein
minni, þá eru þetta rakin ósann-
indi, og mér finnst þú satt að segja
skulda lesendum Morgunblaðsins
og rithöfundinum afsökunarbeiðni
fyrir að hafa borið þessa lygi á
borð, viljir þú á annað borð halda
mannorði þínu hreinu sem blaða-
maður og fréttaskýrandi, sem ég
efast ekki um.
Aðrar niðrandi aðdróttanir um
nokkra sænska rithöfunda og
leikara, sem greinar þessar höfðu
einnig að geyma, voru blaði þínu
heldur ekki til sóma, en órökstudd-
ur rógburður kemur venjulega róg-
beranum sjálfum í koll þegar end-
anlega er upp staðið.
Valladares
Sama gildir raunar einnig unr
fréttaskrif Morgunblaðsins og fleiri
fjölmiðla af málefnum Kúbanans
Armando Valladares. í fréttaskýr-
ingu minni benti ég á ýmsar þver-
sagnir og rangfærslur sem fram
höfðu komið í íslenskum og er-
lendum blöðum um þetta mál.
Meðal annars þá fullyrðingu DV,
að Valladares hafi verið „leiðtogi
kúbanskra stúdenta" og að hann
hafi „hjálpað byltingarforingjan-
um Fidel Castro að komast til valda
1959", og þá fullyrðingu Morgun-
blaðsins að Valladares fyrir hvað
hann var fangelsaður, eins og fram
kom í fyrirsögn í Morgunblaðinu.
Fögnuður margra fjölmiðla yfir
þessum týnda syni var svo mikilí að
þeir sáust ekki fyrir og hirtu ekki
um að greina rétt frá málsatvikum.
Síðan leiðrétti Valladares þetta
sjálfur og sagðist hafa verið starfs-
maður í lögreglu Batista síðasta ár-
ið fyrir valdatöku Fidels Castro á
meðan borgarastyrjöldin í landinu
var hvað blóðugust. Hann sagðist
einnig hafa verið svarinn andstæð-
ingur Castros, en ekki stuðnings-
maður. Hann viðurkenndi einnig
að hann hefði verið handtekinn,
ákærður og dæmdur fyrir að hafa
ólögleg vopn undir höndum og
fyrir að hafa framið hryðjuverk.
Hins vegar bar hann af sér allar
sakir í málinu og hélt því fram að
hann hefði verið saklaus. Ýmsir
fjölmiðlar reyndu hins vegar að
hilma yfir þessar staðreyndir máls-
ins, og má aðeins geta sér til urn
tilganginn. Tilgangurinn með frétt-
askýringu minni var hins vegar að
benda á þær mótsagnir sem komið
höfðu fram í fréttum af máli þessu
jafnframt því sem ég vildi iýsa mál-
ið frá fleiri hliðum. Það hefur hing-
að til þótt góð regla í frétta-
mennsku að greina frá báðum hlið-
um mála þegar tveir deila.
ið átti að staðfesta. Og þessu til
áréttingar þurfti að grípa til lyginn-
ar. En lygin er ekki vænlegt vopn í
mannréttindabaráttunni.
Þær staðreyndir sent við vitum
varðandi Valladaresmálið eru
eftirfarandi: hann gérðist starfs-
nraður lögreglu Batista á meðan
stjórn hans var hvað blóðugust og
ógnaröld ríkti í landinu ekki minni
én síðar varð í Nicaragua á síðustu
valdadögum Somoza og í E1 Salva-
dor á valdatíma Duartes og
d’Aubuisson. Hann var handtek-
inn 29. desember, ári eftir valda-
töku Castros, ásamt með hópi
manna sem allir voru fyrrverandi
samstarfsmenn hans úr lögregl-
unni. Kúbanska lögreglan segist
Olafur
Gíslason
skrifar
hafa fundið í fórum þeirra sprengi-
efni og skotvopn, og birtust myndir
af vopnum þessu í dagblaðinu Re-
volucion daginn eftir. Við vitum
líka að á þessum tíma voru hryöju-
verk tíð á Kúbu, og við vitum að
bandaríska leyniþjónustan
stuðlaði að því að síík hryðjuverk-
astarfsemi fengi að blómstra í
landinu. Við eigum líka að geta
skilið að það var stjórnvöldum
nauðsyn að ganga hart frant í að
uppræta slíka starfsemi á þessum
tíma. Það, sem við vitum hins veg-
ar ekki, er hvort lögreglan hafi haft
Valladares fyrir rangri sök. Þar
höfunt við annars vegar framburð
hans sjálfs, hins vegar framburð
lögreglu og úrskurð dómsyfir-
valda. Við getum reynt að taka
þann aðilann trúanlegan, sem við
treystum betur, en endanlega
verða hér aðeins getgátur hafðar í
frantmi.
Hungurverkfall
Við erum víst báðir sammála
um, að það eru hörmuleg örlög að
sitja í 22 ár í fangelsi. Maður sem
hlýtur slík örlög hlýtur að bera þess
merki til æviloka. Valladares gerði
uppreisn gegn frelsissviptingu
sinni, og ekki lái ég honum það,
jafnvel þótt hann hafi hugsanlega
vitað sig sekan. En þú, Björn
Bjarnason, gast ekki einu sinni
unnt honum þessarar uppreisnar. í
stað þess að segja það sem hann
hefur sjálfur sagt, meðal annars í
hinni frægu bók sinni „Úr hjóla-
stólnum", net'nilega að hann hefði
farið í hungurverkfall í mótmæla-
skyni við frelissviptinguna, þá
endurtekur þú hvað eftir annað í
blaði þínu, að hann hafi verið
hafður í svelti af kúbönskum fang-
elsisyfirvöldum þar til hann lam-
aðist. Þarna hefur þú báða aðila
fyrir rangri sök, og tilgangurinn er
augljós. Fréttaflutningur þinn
þjónar frekar þeim svart-hvíta
heimi sem þú lifir og hrærist í en
staðreyndum málsins. Og þar ertu
enn í seilingarfjarlægð frá raunver-
uleikanum.
„Talsmenn alræðis“
Grein þína frá 19. janúar endar
þú nteð því að gefa það í skyn. að
ég sé ófrjáls maður í skrifum mín-
um hér í Þjóðviljanum. Að ég „hafi
verið fenginn" til að skrifa greinar
mínar af einhverjum ímynduðum
„talsmönnum alræðisins" hér á
blaðinu. Þetta eru alvarlegar
aðdróttanir, sem ég vil hér með
mótmæla. Umræddar greinar, sem
og annað, sem ég hef skrifað hér í
blaðið um alþjóðamál, er skrifað
að eigin frumkvæði, og skrif mín
eru ekki ritskoðuð af neinum.
Frelsi mitt sem blaðamaður tak-
markast einungis af þeim takmörk-
um sem þekkingin setur okkur öll-
um. Og ég er fús til að viðurkenna
að þekkingu minni eru takmörk
sett. Ég vona, þín vegna, að þú búir
við sömu aðstæður á Morgunblað-
inu. En sé svo, þá er það þeim mun
vesælla að gangast sjálfviijugur
undir það helsi að rangfæra raun-
veruleikann til þess að fylla út í
einhverja svart-hvíta heimsmynd,
sem otað hefur verið að þér.
Stóri sannleikur
Ég hef reynslu af því að iðka
þrætubókalist við slíka ntenn, sem
liafa uppgötvað ákveðinn „sann-
leika" og lita svo allt umhverfi sitt
með svörtu og hvítu út frá þessum
heilaga stórasannleik. Þaö er sú
manngerð sem skiptir mannfolkinu
í vonda menn og góða og flytur
sleggjudóma um þjóðir, stefnur og
kynþætti. Lenín kallaði þetta barn-
asjúkdóm, og á máli trúaðra heitir
þetta að „vera frelsaður". Flestir
hafa sjálfsagt uppgötvað slíkan
„stórasannleika" einhvern tímann
á lífsleiðinni, en þessi barnasjúk-
dómur er hættulegur fyrir frétta-
menn.
I þessu sambandi langar mig til
þess að gera fyrir þér játningu og
segja þér merkilega reynslusögu
ntína af viðskiptum við „frelsaða
menn" frá því fyrir um það bil ein-
um áratug. Bæði vegna þess að
þetta er lærdómsrík saga, og einnig
vegna þess að hún tengist trú-
bróður þínunt í Valladares-málinu,
Guðntundir Magnússyni blaða-
manni á Tímanum, sem þú vitnar í
máli þínu til stuðnings.
Saga úr
baráttunni
Þetta var á þeim tíma þegar
Bandaríkin voru að reyna að
sprengja Víetnam aftur á steinöld.
Ég var á þessum tíma formaður
Víetnamnefndarinnar á íslandi,
sem vann mikið starf til stuðnings
þjóðfrelsisbaráttunni í Víetnam.
Þetta var mikilvægt starf, sem ég
tók alvarlega. Á sama tíma var ég
jafnframt félagi í Fylkingunni, bar-
áttusamtökum sósíalista, eins og
samtök þessi hétu þá. Þar í flokki
var einnig Guðmundur Magnús-
son, sem nú er blaðamaður á
Tímanum.
Á þessum tíma kom mikið af
fólki inn í samtökin, sem hafði
„frelsast" á skólum Fjórða al-
þjóðasambandsins í Svíþjóð og
víðar og uppgötvað stóran sann-
leika, sem gjarnan var reynt að
eigna Leon Trotskí. Hinir frelsuóu
menn úr Fjórða alþjóðasamband-
inu höfðu komist að þeirri niður-
stöðu. að vissulega styddu þeir (og
Trotskí) þjóðfrelsisbaráttuna í Ví-
etnam, en hins vegar væri Ho Chi
Minh hinn versti maður. Hann
hefði svikið byltinguna, látið taka
marga sanna „trotskíista" af lífi og
væri því ekki annað en ótíndur
morðingi og gagnbyltingarsinni og
stalínisti engu síðri en Gabríel
Garcia Marquez. Og nú náöu þess-
ir „frelsuðu menn" yfirtökunum í
Fylkingunni og kröfðust þess í
nafni flokksagans og fræðikenning-
arinnar að ég kæmi þessum boð-
skap þeirra á framfæri við Víet-
namnefndina og alþjóð. Hún
skyldi leidd í allan sannleika um
hina stalínísku svikara, sem hvarv-
etna sitji í launsátri fyrir „frelsuðu
mönnum". Og þar sem ég þráaðist
við að bera þennan heilaga sann-
leika á borð var ég náttúrulega
sjálfur stimplaður sem stalínískur
svikari.
„Stalínistinn"
Ho Chi Minh
Það er nú almennt viðurkennt,
að Ho Chi Minh var einhver djúp-
vitrasti stjórnmálaleiðtogi þessarar
aldar, sem vann það ótrúlega þrek-
virki að sameina fátæka bænda-
þjóð til sigurs á fullkomnustu hern-
aðarvél samtímans. Auk þess var
hann mikiö skáld, eins og fangelsis-
dagbók hans bar vitni. Ég átti því
erfitt með að lúta flokksaga og
fræðikenningu í þessu rnáli, jafnvel
þótt ég hefði verið tekinn til yfir-
heyrslu á mörgum lokuðunt fund-
um miðstjórnar og hinnar pólitísku
framkvæmdanefndar, þarsem hin-
ir „frelsuðu menn" reyndu að
þjarma að mér nteð öllum hugsan-
iegum ráðum...Ég man ekki hvort
umræddur Guðmundur, sem ásak-
ar mig nú fyrir að styöja „einræðis-
stjórn Castros", sat einhvern af
þessum mörgu, löngu og leiðinlegu
karpfundum, þar sem reynt var án
árangurs að þjarma að mér, en ár-
eiðanlega var liann einn af þeim
sem réttu upp höndina á liinu sögu-
lega þingi Éylkingarinnar, þar sem
ntér og vini mínum Sveini Rúnari
Haukssyrii var vikiö úr þessum
„hreintrúarsamtökum" fyrir þá sök
að hafa neitað að bera glæpsam-
legar sakir á 1 lo Chi Minh og þjóð-
frelsisfylkinguna í Víetnam. Þótt
ég hafi þar með verið búinn að fá
stimpilinn sent hinn versti stalín-
isti, þá varð brottvikning þessi mér
mikill léttir, þar sem hún frelsaði
mig undan hreint ótrúlega ófrjóum
og leiðinlegum deilum við þann
svart-hvíta hugarheim, sem átti sér
ekki áþreifanlega tilvist annars
staðar en í vitund þess fólks, sem af
ótta við frelsið hefur gengið undir
það ok, sem heitir á fínu máli fræði-
kenning og flokksagi. Og lái mér
það enginn, þótt ég hafi reynst
tregur til að ganga undir slíkt
jaröarmen ;í nýjan leik.
Grimm örlög
En það eru grimm örlög að ég
skuli nú enn á ný standa frammi
fyrir þessum sama tvíhöföaöa þurs,
þar sem eruö þið Guðmundur
Magnússon; og mér finnst þið vera
pólitíska framkvæmdanefndin í
Fylkingunni endurborin með ykk-
ar stóra sannleika. Já, örlögin eru
stundum grimm, en viö skulunt
umbera þau engu aö síður, í nafni
frelsisins!
MINNING
Jórunn Sigurðardóttir
Ysta-Skála, V-Eyjafjöllum
F. 10. ágúst 1895
D. ll.jan. 1983
Af okkar kynnum fagra birtu ber,
bestu þakkir geymi í huga mér.
Lífsins gjafir lýsa skærast nú,
Ijós í myrkri er gefa nýja trú.
Hæglát vina hljóðlát um lífið gekk,
hógvær tók, og gaf af því er fékk.
Gjöfin okkur dýrmæt dvöl þín er,
djásn sem margur ber í hjarta sér.
Bernsku myndir blunda hugum í,
björt er ósk um veröld sem er ný.
Æsku stundir inn við fjöllin blá
ylja lengi og glæða hjartans þrá.
Gengin spor um gæfusama braut,
gegnum lífið erfið kjörin hlaut.
Heimur tíðum harða steina ber,
Lágvaxin en ljúf í starfi var,
látlaus kona hjartarúmið bar,
gæsku og mildi, góðmennskunnar
auð,
gleði sanna mönnum öllum bauð.
Sólarylinn sendir bros þitt hér
frá sálu þinni hvar sem lifað er,
allt það góöa er blundar brjóstum í
blíður geislinn vekur það á ný.
Sat ég hljóð við sjúkrabeðinn þinn,
sárast til þess núna kannski finn,
að allt of fáir áttu þangað leið,
er amma þögul sinnar hvíldar beið.
Tilgangur í tárum öllum er,
tíminn vitnar hvað við lærum hér.
Langar stundir leiftur augna skín.
Ljósin þín nú eru birtan mín.
Árin liðu, þung voru þín spor
þolinmóð samt beiðst, og nú
er vor.
Hjartans vinir leiðast lífs um geim,
loksins amma þangað komin heim.
Jórunn Elídóttir.