Þjóðviljinn - 27.01.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.01.1983, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Að lokum: Hefur maöurinn rétt á því umfram aðrar lífverur að gera sér jörðina undirgefna? Á núlifandi kynslóð rétt á því að hrifsa til sín allt það vænlegasta sem náttúran lætur í té, án tillits til afkomenda sinna? Hvaða skoð- un skyldu barnabarnabörn okkar hafa á framferði okkar gagnvart jörðinni, fái þau á annað borð nokkurntíma að fæðast? Þessum spurningum ætti Aþbl. að velta fyrir sér með umhverfisverndar- hreyfingunni. Ragna Ólafsdóttir: „Nauðsyn að full atvinna haldist“ 1. „Ég tek þátt í forvalinu, vegna þess að ég vil ekki skorast undan því trausti, sem mér var sýnt af félögum mínum í fyrri hluta for- valsins, enda tel ég eðlilegt að það geri allir, sem til þessihafa aðstæður." 2. „Alþýðubandalagið verður hér eftir sem hingað til eini flokkur- inn á íslandi, sem launafólk í landinugetur sameinast um. Með því á ég við, að Alþýðubandalag- ið mun berjast af öllum kröftum fyrir því að full atvinna haldist og stefnt verði áfram að aukinni samneyslu, þ.e. samvinnu og samhjálp. Öll þessi baráttumál og raunar ótal mörg fleiri verða íslenskir launþegar að sameinast um gegn þeirri dýrkun á einka- rekstri og þjónkun við hömlu- lausan kapítalisma, sem gróða- öflin reka áróður fyrir, bæði hér á landi og víða í kringum okkur. Nýjasta vopn þessara aðila, sem nú er beint gegn launafólki, er kreppugrýlan, sem við hljótum að berjast af alefli gegn. Af öðrum málum er mér hvað efst í liuga baráttan fyrir herlausu landi, hlutlausu íslandi. Sem lið í þessari baráttu þarf Alþýðu- bandalagið að vinna með þeirri hreyfingu í hinum vestræna heimi, sem nú hefur skorið upp herör gegn vígbúnaðarkapp- hlaupi stórveldanna. Alþýðu- bandalagið er líka, eins og komið hefur í ljós, eini stjórnmálaflokk- urinn, sem tekið hefur einróma afstöðu með þessari hreyfingu. Að lokum vil ég nefna þann vettvang, sem ég starfa á, skóla- málin, en þar er ærið verk að vinna. Vil ég, ekki hvað síst, nefna baráttuna fyrir jafnrétti til náms, en rannsóknir sýna að langt er frá að um það sé að ræða á landi okkar“. Gangið í Alþýðubanda- lagið og hafið áhrif Verðhrun á olíu gæti orsakað gjaldþrotaskriðu Verðstríðið má rekja til valdabaráttu við Persaflóa Fundur OPEC-ríkjanna í Genf um síðustu helgi fór út um þúfur og samstaða virðist nú endaniega vera að rofna innan samtakanna með þeim afleiðingum að fyrirsjáaniegt er offramboð og verðfall á olíu á heimsmarkaði. Þótt það kunni í fljótu bragði að virðast ánægjuleg tíðindi að verð á olíu fari lækkandi, þá hafa þessi tíðindi engu að síður vakið skelfingu í hinum alþjóðlega fjármálaheimi, því verðstríð á olíu- markaðnum gæti auðveldlega leitt til cndanlegs hruns á hinum alþjóð- lega lánamarkaði og gjaldþrota nokkurra þeirra ríkja, sem bera hvað þyngsta skuldbyrðina. Og slíkt hrun gæti hugsanlega dýpkað enn þá viðskiptakreppu sem hrjáir heiminn í dag, þrengt að mörkuð- um og aukið á atvinnulcysi og verð- bólgu í iðnríkjunum. Þannig getur verðhrun á olíu nú hugsanlega haft cnn alvarlegri röskun í för með sér en olíuhækkanirnar 1973 og 1974 nokkurn tíma höfðu. Þegar olíuhækkanirnar miklu áttu sér stað 1973 og 1974 endur- spegluðu þær meðal annars breytt efnahagsleg og pólitísk valdahlut- föll í heiminum. Þær orsökuðu viðamiklar breytingar í fjármála- kerfi heimsins, sem lýstu sér nt.a. í mikilli gjaldeyrisforðasöfnun olíuframleiðsluríkja, stórvers- nandi viðskiptajöfnuði annarra þróunarríkja sem ekki réðu yfir orkuforða og samdrátt, verðbólgu og atvinnuleysi meðal iðnríkjanna. Lausn þessa vanda átti meðal ann- ars að felast í að hleypa miklum gjaldeyrisvaraforða olíufram- leiðsluríkjanna inn í hið alþjóðlega lánakerfi, sem síðan orsakaði gíf- urlega erlenda skuldasöfnun, sér- staklega meðal nokkurra þróun- arríkja, sem vildu notfæra sér aukið framboð á lánsfé til iðnvæðingar. Verðstríð Olíuframleiðsluríkjunum hefur til þessa tekist að halda hinu háa olíuverði nokkuð stöðugu. Þó varð Ijóst, þegar í byrjun síðasta árs, að framboð á olíu fór vaxandi, og hætta var á verðstríði. Það var í marsmánuði á síðasta ári, sem OP- EC, samband olíuframleiðsluríkja, var formlega gert að sölusam- tökum með þeim hætti að samtökin samþykktu framleiðslukvóta á hvert einstakt aðildarríki til þess að freista þess að viðhalda lágmarks- verði á olíu. Þessi ákvæði um fram- leiðslukvótann fóru þó út um þúfur á ráðherrafundi olíufram- leiðsluríkjanna í Vínarborg nú skömmu fyrir jólin, en þá náðist þó samkomulag um heildarfram- leiðslumagn. Valdabarátta við Persaflóa Ástæðurnar fyrir að ekki tókst samkomulag um framleiðslukvóta í Vínarborg eru margar og flóknar, en sú augljósasta var hins vegar að nokkur ríki höfðu þegar brotið hin- ar settu reglur. Olíuframleiðslurík- in við Persaflóann, sem eru fámenn og hafa yfir drjúgum gjaldeyrisvarasjóðum að ráða vildu ekki una því að fjölmennari olíuframleiðsluríki sent áttu við al- varleg efnahagsleg vandamál að stríða og höfðu mun fleiri munna að metta, notfærðu sér aðstöðu sína og framleiddu umfram kvóta í trausti þess að Persaflóaríkin stæðu við samkomulagið. íran hafði reyndar alltaf neitað að fallast á þann kvóta sem því hafði verið úthlutað, en vildi í stað- inn að tekið yrði mið af olíufram- leiðslunni þar þegar hún var hvað mest á tíma keisarans. íranir þurftu olíutekjur til þess að fjármagna styrjöld sína við írak, og þessi bráða þörf þeirra ásamt með því hættuástandi sem þar ríkti leiddi til þess að þeir brutu reglurnar og seldu jafnframt olíuna á afsláttar- verði. Önnur ríki sem gerst höfðu brot- leg við OPEC-kvótana og lágmarksverðlagninguna voru Als- ír, Líbýa og Venezuela, en þessi ríki hafa reynt að notfæra sér olíut- ekjurnar til uppbyggingar á inn- lendum iðnaði. Það er athyglisvert að þau ríki, sem lengst af þrýstu hvað mest á um hærra olíuverð eins og Líbýa, Iran og Alsír urðu fyrst til að undirbjóða framleiðsluna, á meðan Saudi-Arabía, sem barðist hvað harðast gegn of mikilli hækk- un meðan á styrjöldinni stóð í íran, er nú það ríki sem harðast berst fyrir því að viðhalda núgildandi lágmarksverði. Iran og Irak Óeininguna innan OPEC má meðal annars rekja til valdabarátt- unnar á Persaflóa. 1 nýlegri grein eftir William Sullivan, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ther- an, segir hann að staðan í styrjöld- inni á milli íran og íraks sé nú slík að ríkisstjórn Saddams Husseins í írak sé að missa tökin og hafi í raun þegar tapað stríðinu. Fari Hussein frá, telur hann allar líkur á að til valda komi ný stjórn shiita í írak, en shiitar mynda meirihluta þjóð- arinnar í írak. Slík stjórnarskipti í írak yrðu mikill sigur fyrir Ko- hmeini og gæti í framtíðinni lagt grundvöllinn að nýju bandalagi hins persneska írans og arabíska íraks á grundvelli shiitatrúarinnar. Saman gætu þessi ríki í hugsanlegu bandalagi við Sýrlendinga ógnað veldi Saudi-Arabíu við Persa- flóann, og þar með hefði Kohmeini hrint í framkvæmd þeim persnesku stórveldisdraumum sem keisarinn fyrrverandi lét sig dreyma. Veldi Sauda ógnað Saudi-Arabía er stærsti olíuframleiðandinn innan OPEC en hefur ekki nema 4-5 ntiljónir íbúa. Hún býr þess utan yfir stærsta olíuforðanum. Vegna þessarar sér- stöðu hafa Saudiarabar haft efni á því að draga mjög úr framleiðslu sinni á sama hátt og þeir gátu auðveldlega á sínum tíma beitt á- hrifum sínum til þess að halda olí- uverði niðri. Þessi staða Saudi-Araba gæti breyst við hugsanlegt bandalag írans, íraks og Sýrlendinga, þar sem þessi ríki myndu í sameiningu ná hernaðarlegum yfirburðum á Persaflóa og gætu í krafti hans sett bæði Saudi-Arabíu og furstadæm- unum sem eru af súnnítatrú, afar- kosti. Þetta eru reyndar getgátur, en þegar leitað skal skýringa á óeiningu innan OPEC, þá hlýtur váldabaráttan við Persaflóann óneitanlega að skipta miklu máli. Kort af ríkjunum við Persaflóa. Bandalag shiita í íran og írak gæti ógnað veldi Saudi-Arabfu og furstadæmanna við Persaflóann. Olíulciðslurnar út í Kharg-eyju, sem er stærsta útflutningshöfn írans við Persaflóa. Þaðan hafa ír- anir selt olíu á niðursettu verði að undanförnu til þess að fjármagna styrjöldina við stjórn Saddam Husseins í írak. Skuldafenið Önnur hlið þessa máls er sú erf- iða staða, sem nú blasir við olíu- framleiðsluríkjunum eins og Mex- íkó, Venezuela og Nígeríu. Sem kunnugt er eru skuldir Mexíkó við útlönd nú svo miklar, að tímaritið Time segir afborganir og vexti vera 126% af áætluðum útflutningstekj- umáþessu ári. ÞóttMexíkó séekiti meðlimur OPEC, þá er verðlagn- ing olíunnar sem er nánast eina út- flutningsvara landsins, háð lág- marksverði OPEC-ríkjanna. Fari svo, sem sumir spá nú, að olíu- verðið hrapi úr 34 dollurum á fatið niður í 24, þá er fyrirsjáanlegt að landið muni verða gjaldþrota. Sama gildir reyndar um Venezu- ela, sem skuldar nú um 28 miljarða dollara (miðað við skuldir Mexíkó upp á 82 miljarða). Gjaldþrot Mexíkó eins gæti leitt til ófyrirsjá- anlegra afleiðinga. Margir bankar á Vesturlöndum gætu þar með far- ið sömu leið, eða að minnsta kosti yrði fyrirsjáanlegur mikill skortur á lánsfé á alþjóðamarkaði. Slíkur skortur rnyndi segja til sín í hærri vöxtum og alvarlegri erfiðleikum fyrir hin skuldugu þróunarríki. Bandaríska vikuritið Time segir að hin skuldugu þróunarríki hafi tekið við 40% af útflutningi Bandaríkj- anna og svipað hlutfall gildi einnig um V-Evrópuríkin. Samdrátturinn ntyndi því segja til sín í enn ríkari mæli á Vesturlöndum með enn auknu atvinnuleysi. Og aðstaða þróunarríkjanna til frekari efna- hagslegrar þróunar yrði enn von- lausari. Núverandi samdráttur í alþjóðaviðskiptum myndi þannig leiða til enn alvarlegri kreppu, sem erfitt yrði að ráða fram úr. Slíkar hrakspár sem þessar voru birtar í vikuritinu Time frá 10. janúar s.l. Hvort sem þær reynast sannar eða ekki, þá skyldu rnenn hafa still- ingu á gleði sinni yfir lækkuðu bensínverði á næstun því slík gleði gæti orðið skammvinn. ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.