Þjóðviljinn - 27.01.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. janúar 1983
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Dmsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Biaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gislason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmunds-
son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
Iþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar
Augíýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur P. Jónsson
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Frentun: Blaðaprent h.f.
Að moka fé
í Alusuisse
• í fornum Gulaþingslögum úr Noregi var mönnum veittur
mismunandi réttur eftir stétt þeirra og stöðu. Þeir sem til-
heyrðu yfirstéttinni nutu höldaréttar, sléttir bændur urðu að
búa við mun lakari rétt, en þrælar og ambáttir voru að kalla
réttlaus svo sem dýr merkurinnar.
• Nú er jafnréttisöld. Gulaþingslög og Grágás heyra sög-
unni til.
• En skyldi þá nokkur sú sölustofnun finnast í landinu þar
sem viðskiptamennirnir eru enn flokkaðir í hölda annars
vegar og kotkarla hins vegar og verðlag síðan ákveðið harla
breytilegt með tilliti til þeirrar skiptingar?
• Jú, reyndar er það svo.
• Fyrir nokkrum vikum var á það bent hér í Þjóðviljanum
að viðskiptaháttum Landsvirkjunar mætti líkja við sölu-
starfsemi þarsem um helmingur vörunnar er seldur nokkrum
útvöldum á gjafverði, en hinn helmingurinn síðan seldur
öðrum viðskiptavinum á tvöföldu verði svo verslunin geti
borið sig.
• Um helmingur af seldri orku Landsvirkjunar hefur á
undanförnum árum farið til álvers Alusuisse í Straumsvík en
almenningsrafveiturnar í landinu keypt hinn helminginn nær
allan.
• Orkuverðið frá Landsvirkjun til hins erlenda álvers er nú
12,13 aurar á kílówattstund, en orkuverðið frá Landsvirkjun
til almenningsrafveitnanna er hins vegar 50,70 aurar á kíló-
wattstund.
• Þjóðviljanum er kunnugt um að Landsvirkjun hyggst
hækka orkuverð til almenningsrafveitna nú þann 1. febrúar
um 29% og telur stjórn Landsvirkjunar það óhjákvæmilegt
til að forðast hallarekstur og mæta halla síðasta árs.
• Komi slík hækkun til framkvæmda nú um mánaðamótin
þá hækkar orkuverðið til almenningsrafveitna enn um 14,70
aura í 65,40 aura. A meðan álverið borgar áfram röska 12
aura fyrir kílówattstundina, þá á að hækka verðið til al-
menningsrafveitnanna um tæpa 15 aura, - þannig að sú
hækkun ein sér - bara hækkunin - nemur mun hærri upp-
hæð en öllu verðinu sem Alusuisse greiðir!!
• Engum dettur í hug, að ástæðan fyrir þessum ósköpum sé
sú að stjórn Landsvirkjunar hafi sérstakan hug á að kúga fé
út úr íslenskum almúga til að hygla álfurstunum hjá Alu-
suisse. Ástæðan eru þeir herfilegu samningar, sem íslensk
stjórnvöld gerðu á sínum tíma við auðhringinn og ekki hafa
fengist lagfærðir. - Þessum samningum verður að breyta og
það strax, - ef ekki með samkomulagi, þá með því að við
Islendingar notum okkar fullveldisrétt, til að hækka orku-
verð til álversins. Þá peninga ber síðan m.a. að nota til þess
að lækka og jafna orkuverð hér innanlands.
• Samkvæmt núgildandi lögum þá fer Landsvirkjun ein
með allt vald til að ákveða verð á seldri orku til almennings-
rafveitnanna og þarf hvorki að spyrja Verðlagsstofnun né
ríkisstjórnina.
• Á síðustu þremur árum frá 1. janúar 1980 og til 1. janúar
1983 hefur orkuverð til almenningsrafveitnanna hækkað úr
7,48 aurum í 50,70 aura eða um 578%. -Bætist 29% hækkun
við nú, þá verður heildarhækkunin á rösklega þremur árum
774% eða nær níföldun.
• Þann 1. janúar 1980 var orkuverðið til álversins hins vegar
2,45 aurar, en er nú 12,13 aurar. Þannig hefur orkuverð til
álversins aðeins hækkað um tæp 400% á sama tíma og horfur
eru á, að orkuverð til almenningsrafveitnanna hafí hækkað
um 774% sé miðað við næstu mánaðamót. Þannig magnast
skattgreiðsla íslensks almennings til Alusuisse ár frá ári.
• Samkvæmt nýlegri álitsgerð okkar færustu sérfræðinga á
sviði verðlagningar á orku,-álitsgerð sem m.a. er undirrituð
af yfirverkfræðingi Landsvirkjunar, þá er talið eðlilegt að
orkuverð til almenningsrafveitna sé um 50% hærra heldur
en til stóriðju. - Orkuverðið til almenningsrafveitnanna var
hins vegar um 200% hærra en til álversins fyrir þremur árum
og verður væntanlega eftir 1. febrúar n.k. um 440% hærra.
• Við spyrjum: - Ætla menn að una þessu?
• Það er mál að þessum fjáraustri frá íslenskum almenningi
til Alusuisse linni. Hér verða ríkisstjórn og Alþingi að grípa í
taumana.
- k.
klippt
Villukennmgar um
mannlegt eðli
eftir Sigurð Pétursson
gerlafrœðing
Eggert Haukdal:
Stöðug lygi um
írossakaup spillti
fyrir mér
hAð sjálfsögðu er ég óánægður
neð mína útkomu og hafði ég von-
ist eftir að hún yrði betri,“ sa»oi
Eggert Haukdal í gærkveldi. ÆK
Dr. Sicrurður Pétursson
Allir fœddir
jafnir
Dr. Sigurður Pétursson gerl-
afræðingur skrifar grein í Morg-
unblaðið á dögunum þar sem
hann viil reyna að beita því sem
hann kallar „náttúrufræðilegar
staðreyndir“ til þess að kveða
niður „villukenningar" sósíalista
um mannlegt eðli.
Hann segir að sósíalistar hafi
mjög á lofti tvær kenningar sem
séu báðar „líffræðilegs eðlis“.
Þær séu þessar:
„1. Allir menn eru fæddir jafnir
og eiga samkvæmt því að hafa
sömu möguleika í lífinu, bæði
karlar og konur.
2. Munurinn á karli og konu er
enginn annar en á kynfærum
þeirra. Að öðru leyti er karl
og kona eins og geta því geng-
ið inn í hvors annars hlutverk í
lífinu. “
Náttúrufar
og
pólitík
Sigurður heldur síðan áfram
með því að staðhæfa að þetta séu
villukenningar sem brjóti í bága
við náttúrufræðilegar staðreyndir
og séu „til þess gerðar að villa um
fyrir kjósendum". Síðan gerir
hann sér lítið fyrir og sakar sósíal-
ista um að þeir vilji ekki viður-
kenna að menn séu misjafnlega
úr garði gerðir til að vera skáld
eða listamenn eða góðir
stærðfræðingar eða hagsleiks-
menn. Þess í stað útskýri sósíalist-
ar allan mun á eiristaklingum,
efnahagslegan, heilsufarslegan
og annan, með áhrifum þjóðfé-
lagsins og svo uppeldis. „Ut frá
þessu sjónarmiði er svo hafin her-
ferð, einkum af kommúnistum,
gegn þjóðfélaginu og tekið að
grafa undan ríkjandi skipulagi".
Pýðing
umhverfis
Það er ekki oft sem viðhorf af
þessu tagi eru viðruð í dag-
blöðum, en eins og endranær eru
skrif af þessu tagi því marki
brennd, að höfundar þeirra gera
það sem dr. Sigurður sakar sósí-
alista um í sínum pistlum: gefa sér
ákveðar forsendur og hamast svo
á þeim nótum, hvað sem veru-
leikanum líður. Það er að sönnu
rétt, að sósíalistar hafa, eins og
reyndar margir róttækir menn
sem á undan þeim gengu, lagt
áherslu á þýðingu félagslegra
þátta í hlutskipti mannsins. En
það er mikil einföldun að halda
því fram, að þar með fylgi hjá
sósíalistum yfir höfuð vanmat á
því, að einstaklingar eru hver
öðrum ólíkir. Þegar sósíaiistar
hafa lagt áherslu á þýðingu fé-
lagslegs umhverfis, þjóðskipu-
lags, er það ekki til að afneita
mismunandi hæfileikum manna
og þroskaviðleitni sem gengur í
ýmsar áttir. Heldur til að beina
athyglinni að því hve miklu
samfélagslegir þættir ráða um
það, hvað verður úr þeim mögu-
leikum sem hinir ólíku einstak-
lingar búa yfir. Boðskapurinn um
þjóðfélagslegan jöfnuð er ekki
reistur á líffræði heldur á siðfræði
- það ættu þeir reyndar að vita
sem einhverntíma hafa fengið
nasasjón af kristnum dómi.
Réttlœting
En það er svo mjög í ætt við
þessa umræðu fyrr og síðar, að
dr. Sigurður vill vísa öllu saman
yfir á erfðafræðina, eða náttúr-
una eða jafnvel guðs vilja. Ekk-
ert er algengara hjá forréttinda-
stéttum eða þeim sem hafa komið
sér vel fyrir, eins og það heitir, en
að reyna að lyfta sér í eigin vitund
með því að sannfæra sig um að
forsjónin, góðar gáfur og annað
af því tagi réttlæti velgengni
þeirra eða velmegun. Það var
einu sinni sagt opinskátt að fá-
tæklingar væru svo illa gefnir að
þeim væri ekki trúandi fyrir at-
kvæðisrétti. Slíkt tal er ekki
lengur í tísku en tilhneigingar til
að hugsa í þessa veru eru í all-
miklu fjöri. Eins og grein dr. Sig-
urðar minnir á, sem og mestu
langhundar íslandssögunnar -
syrpa sú sem Morgunblaðið birtir
reglulega eftir Jón Árnason.
Hrossafargan
En vendum okkar kvæði í
kross undir lokin. Blöð eru að
spyrja Eggert Haukdal um það
hvernig honum líki að hafna í
þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-
manna á Suðurlandi. Eggert er
ekkert hress með þetta og kennir
um því, eins og haft er eftir hon-
um í Morgunblaðinu - að „fjöl-
miðlar voru mér ekki vinsamlegir
meðan á þessu stóð, með stöðuga
lygi um hrossakaup og hverskyns
vinnubrögð". Skáldið S. orti þeg-
ar hann las þetta:
Stríðið heyja vonlaust var,
vandinn þessi mestur:
Gegn mér barðist guðlaust par
gamalt hross og prestur.
- áb.
og skorid
Eðvarð um
menntamanna-
klíku
í viðtali við Helgarpóstinn á
dögunum var Eðvarð Sigurðs-
son, fyrrum alþingismaður og
Dagsbrúnarformaður, spurður
að því, hvort að „Alþýðubanda-
laginu sé ekki mestmegnis stjórn-
að af menntamannaklíkunni?“
eins og blaðamaður komst að
orði. Eðvarð svaraði á þessa leið:
„Nei alls ekki. Auðvitað geta
verið skipt sjónarmið milli þess-
ara þjóðfélagshópa, en mín skoð-
un er sú að í verkalýðsflokki eigi
sjónarmið verkafólksins að vera
alls ráöandi.
„Er Alþýðubandalagið ennþá
verkalýðsflokkur?
Já það tel ég vera. En aðstæður
hafa breyst. Verkafólk er ekki sú
stærð og það afl í þjóðfélaginu
sem áður var og það hefur áhrif
inn í pólitísku flokkana“.
Sérhagsmuna-
sjónarmið
I framhaldi af þessu er Eðvarð
spurður að því, hvað augurn hann
líti verkalýðsbaráttu nú á síðustu
tímum og hann fer með svofelld
orð í tíma töluð um eilífðarmál
verkalýðshreyfingar, samstöðu-
kröfuna:
„Mér mislíka mest þessi sér-
hagsmunasjónarmið og háu kröf-
ur einstakra hópa, sem stundum
eru markaðar tillitslausri eigin-
girni. En sá blær hjálpseminnar
sem að mínu viti verður alltaf að
vera aðall verkalýðshreyfingar-
innar er ekki jafn sterkur og áður
var. Innihaldið í baráttunni hefur
tekið á sig annan svip og þá þróun
erégekki sátturvið. Efsamhjálp-
Eðvarð Sigurðsson
in - við eigum ekki til annað orð
yfir solidarity - og áhersla á kjör
þeirra sem eru lakast staddir eru
ekki í fyrirrúmi erum við ekki á
réttri leið“.