Þjóðviljinn - 27.01.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.01.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. janúar 1983 Vinnumarkaðurinn 1981: Hæstu meðaUaim í fískveiðum 79,7 prósent giftra kvenna unnu launavinnu á árinu 1981. Þaraf unnu 36 prósent fullan vinnudag. 82prósent hinna giftu útivinnandi kvenna voru á aldrinum 25-59ára. Meö því að bera saman mann- fjöldann á íslandi á árinu 1981 og upplýsingar þær, sem koma fram í ritinu „Vinnumarkaðurinn 1981“, fást m.a. ofangreindar upplýsing- ar. Það er Framkvæmdastofnun ríkisins, áætlanadeild, sem gefur ritið út og greinir þar frá mannafla, meðaltekjum og atvinnuþátttöku á landinu árið 1981. Framkvæmda- stofnun gaf í fyrsta sinn út sambæri- legt rit fyrir árið 1980. Ritin eru unnin út frá upplýsing- um, sem koma fram á launamiðum við skattframtöl. Markmið útgáf- unnar segir Framkvæmdastofnun vera þá að bæta úr þeim upplýsinga- skorti, sem hefur ríkt um vinnu- markaðinn hér á landi - og vissu- lega var brýnt að bæta þar úr. Með rit þetta í höndunum geta til að mynda félagsfræðingar aflað sér margvíslegra upplýsinga, sem ella væru lokaðar þeim. Helstu niðurstöður I ritinu um vinnumarkaðinn 1981 koma fram þessar niðurstöð- ur helstar: • Mannafli jókst um 1,9 af hundr- aði milli áranna 1980 og 1981 scm var svipað og fjölgun fólks á vinnufærum aldri, l,8afhundr- aði. • Mcðaltekjur hækkuðu meira en verðlagstölur og hækkuðu meðaltekjur því að raungildi. • Heildarlaunagreiðslur hækkuðu mcira en þjóðarframleiðslan og hækkaði því hlutfallið milli launagreiðslna og þjóðarfram- leiðslu. • Þær atvinnugreinar sem bættu við sig nýju fólki á tímabilinu voru þjónustugreinar. Af hverj- um 10 nýjum störfum mynd- uðust 7 í verslun, viðskiptum, samgöngum og þjónustu. f • Atvinnuþátttaka karla er um 87 af hundraði og kvenna um 65 af hundraði og er það hærra hlut- fall en á hinum Norðurlöndun- um. Atvinnuþátttaka fólks á eftirlaunaaldri er mun hærri en á hinum Norðurlöndunum og gildir það einnig um yngstu aldurshópana á vinnumark- aðnum. Meðallaun eftir hjúskaparstétt í skýrslunni kemur fram, að meðallaun í landinu fóru mjög eftir hjúskaparstöðu viðkomandi. Þannig voru meðallaun giftra karla árið 1981 140 þúsund krónur, ógiftra karla 111 þúsund krónur, meðallaun giftra kvenna voru 84 þúsund krónur og ógiftra kvenna 85 þúsund krónur. Þarna þarf að sjálfsögðu að hafa fast í huga, að meirihluti giftra kvenna vinnur hlutastarf, eða 64 prósent. Einungis 14 prósent giftra karla vann minna en fullt starf. Launamuninn þarna á milli er ekki hægt að styðja með tölum, a.m.k. ekki með tilvísun í ritið „Vinnu- markaðurinn 1981“, því þar kemur munur eftir vinnutíma ekki fram. Fyllri vitneskju um launamism- un kynjanna má fá með því að skoða muninn á ógiftum körlum og konum. 67,8 prósent karlanna unnu fullt starf árið 1981 og 61,9 prósent kvennanna. Meðallaun ó- giftra karla voru hins vegar eins og áður segir 111 þúsund krónur og kvenna 85 þúsund krónur. Býsna sláandi munur þetta. Meðallaun hæst á Reykjanesi Meðallaun á hvert ársverk á ár- inu 1981 voru á landinu öllu 113 þúsund krónur - og er þá miðað við allt fólk í landinu, sem stundaði atvinnu. Nokkuð er mismunandi eftir landshlutum hver meðal- launin eru; hæst eru þau á Reykjanesi, 121 þúsund krónur, og lægst á Norðurlandi vestra, eða 94 þúsund krónur. Hæstu meðal- launin á landinu hafði fólk fyrir störf við fiskveiðar, eða 210 þús- und krónur, en hæstu meðallaun á Reykjanesi gáfu störf fyrir „Varn- arliðið“. 160 þúsund króna meðallaun sérfræðinga Sé Iitið á meðallaun hinna ýmsu atvinnustétta kemur eftirfarandi í ljós: Þús. kr. Eigendur..................... 92 Faglærðir.................... 132 Ófaglærðir....................109 Skrifstofustörf...............110 Sérfr. ogstjórnun............ 160 í þessu tilfelli er ekki greint á milli kynja, sem vissulega væri forvitnilegt. Hins vegar koma fram í ritinu upplýsingar um fjölda árs- verka og meðallaun í hverri starfs- grein fyrir sig fyrir landið í heild sinni og er þar greint á milli kynja og má ýmislegt lesa úr þeim upplýs- ingum. En látum upptalningu lokið - áhugasömu fólki skal bent á, að ritið „Vinnumarkaðurinn 1981“ fæst hjá Framkvæmdastofnun ríkisins að Rauðarárstíg 25 og kost- ar lítið. ast FORVAL Alþýðubandalagsins í Reykjavík Síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins í Reykjavík um skipan framboðslista vegna komandi alþingiskosninga fer fram 28.-30. janúar 1983. Kosið er að Grettisgötu 3 og verður kjörfundur opinn sem hér segir: föstudaginn 28. janúar kl. 16-19 laugardaginn 29. janúar kl. 10-19 sunnudaginn 30. janúar kl. 14-19 Atkvæðisrétt hafa allir félagsmenn í Al- þýðubandalaginu í Reykjavík, sem ekki skulda meira en eitt gjaldfallið árgjald og þeir nýir félagar, sem ganga í félagið í síðasta lagi á kjördag, enda greiði þeir ’/, árgjald til félags- ins við inngöngu. Gangið í Alþýðubanda- lagið og hafið áhrif Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur óflokks- bundna stuðningsmenn í Reykjavík að ganga í félagið og taka þátt í síðari umferð forvals félagsins um skipan framboðslista Alþýðubanda- lagsins við komandi alþingis- kosningar. Kosning fer þannig fram að kjósandi ritar tölurnar 1, 2, 3,4,5, og 6 við nöfn á listanum eins og hann óskar að mönnum verði raðað á fram- boðslista vegna alþingis- kosninga. Ráðlegging Sýnishorn af atkvæðaseðli. Merkið á sýnishornið eins og þér hyggist kjósa. Hafið það með á kjörstað og stuðlið þannig að greiðari kosningu. Kjörnefnd ABR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.