Þjóðviljinn - 27.01.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.01.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. janúar 1983' frJóbVlLjÍNN - SÍÐA 3 í báðum deildum alþingis Bann á ofbeldismyndir í gær var mælt fyrir tveimur frumvörpum tii laga þar sem gert er ráð fyrir banni við ofbeldiskvik- myndum. Eiður Guðnason mælti fyrir frumvarpi um vernd barna og ungiinga, þar sem gert er ráð fyrir að engin mynd megi verða sýnd sem ætla má að haft geti skaðleg áhrif á siðferði eða sálarlíf barna eða á annan hátt. í neðri deild mælti Ingvar Gíslason fyrir stjórn- arfrumvarpi sem miðar að því sama. Eiður Guðnason rakti íýtarlegri framsögu sinni ástæður þess, að breyta þurfi lögum um þetta efni. Gat hann þess að fjöldi mynda, viðbjóðslegt sýningarefni, sem bannað væri í nágrannalöndum okkar, gengi hérlendis í mynd- bandaleigum. Yrði að stemma stigu við þessum ófögnuði. Gat hann myndarinnar Holocaust, sem Þjóðviljinn hefði vakið athygli á fyrir skömmu og ætti blaðið þakkir skildar fyrir. Olafur Jóhanncson tók undir þessi sjónarmið og bætti því við að í sjónvarpinu væri ýmis- legt efni sem orkaði tvímælis af sömu ástæðum. Helgi Seljan þakkaði flutnings- manni frumvarpsins og sagðist styðja frumvarpið heilshugar. Benti hann á að undirrót þessa ó- fögnuðar væri gróðasjónarmiðið sem vísaði framleiðendum veginn. Benti hann einnig á það hvernig fjölmiðlar veltu sér uppúr ýmiss konar hörmungum. Eiður Guðna- son flutningsmaður frumvarpsins þakkaði undirtektirnar en síðan var frumvarpinu vísað til nefndar. í neðri deild mælti menntamála- ráðherra Ingvar Gíslason fyrir ríkisstjórnarfrumvarpi um bann við ofbeldiskvikmyndum. „Of- beldiskvikmynd" merkir í lögum þessum kvikmynd, þar sem sér- staklega er sóst eftir að sýna hvers konar misþyrmingar á mönnum og dýrum eða hrottalegar dráps- aðferðir. Bannið tekur ekki til kvikmynda þar sem sýning ofbeldis telst eiga rétt á sér vegna upplýs- ingagildis kvikmyndarinnar eða vegna listræns gildis hennar. Það eru skoðunarmenn kvikmynda sem meta sýningarhæfni kvik- mynda. Gert er ráð fyrir að Ofbeldismyndir voru til umræðu á Alþingi í gær. menntamálaráðherra setji reglu- gerð með lögunum. Að lokinni framsögu Ingvars Gíslasonar var frumvarpinu vísað til nefndar. -óg. Wijk Aan Zee: Friðrik tapaði fyrir Kortsnoj Friðrik Olafsson tapaði fyrir Viktor Kortsnoj í 10. umferð al- þjóðlcga skákmótsins í Wijk Aan Zee í gær. Sá Friðrik aldrei til sólar eftir ónákvæma byrjunartafl- mennsku. Kortsnoj sem átt hefur erfitt uppdráttar það sem af er mót- inu, tefldi af mikilli hörku og vann sannfærandi sigur. Mannsfórn hans í 13. leik virtist koma Friðrik í opna skjöldu, enda fór svo að eftir fórnina fékk Friðrik ekki við neitt ráðið. Önnur úrslit í 10. umferð í gær urðu sem hér segir: Hulak vann Sheeren og jafntefli varð í skákum Anderson og Ribli, Hort og Van der Wiel, Seirawan og Nunn og Ree og Kuligowski. Skák Speel- man og Browne fór í bið. Staðan að óloknum tveim bið- skákum er þessi: 1. Anderson 7 v. 2. Nunn 6 v. 3. Ribli 5‘A v. + 1 biðskák. 4. - 5. HulakogHortó'A v. 6. Browne 5 v. + 1 biðskák. 7,- 9. Friðrik, Kortsnoj og Seirawan 5 v. 10. Ree 4'/2 v. 11. - 12. Kuligowski og Van der Wiel 4 v. 13. - 14. Spe- elman 3 v. + 1 biðskák hvor. Skák Kortsnojs og Friðriks tefl- dist þannig: Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Friðrik Ólafsson Nimzoindversk - vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. RO d5 4. Bg5 Bb4+ (Eftir 4. - Be7 er komið upp reglu- legt Drottningarbragð.) 5. Rc3 Rbd7 (Sterkasti leikurinn er af flestum talinn vera 5. - h6. Friðrik leitast við að fara ótroðnar slóðir en hefur ekki árangur sem erfiði.) 6. e3 c5 9. bxc3 dxc4 7. Bd3 Da5 10. Bxc4 b5 8. 0-0 Bxc3 (Friðrik áræðir ekki að taka peðið enda er staðan sem kemur upp eftir 10. - Dxc3 11. Hcl Da5 12. dxc5 hvítum greinilega í hag. 12. - Dxc5 strandar á 13. Bxe6 og 12. - Rxc5 væri glapræði vegna 13. Bxf6 o.s.frv. Best er sennilega 12. - 0-0 þó svartur sé í úlfakreppu eftir t.d. 13. Dd4. Þá gengur ekki að leika 13. - Dxc5 vegna 14. Bxf6! gxf6 15. Dg4+ og 16. Bxe6!) 11. Be2 Re4 12. dxc5 h6? (Friðrik hefur greinilega vanmetið mannsfórn Kortsnojs. Best var að leika 12. - Rxc3.) 13. Dd4. Rxg5 14. Rxg5 hxg5 15. Dxg7 Hf8 16. Bf3 Hb8 17. c6 Rc5 18. Dxg5 Ra6 19. Hfdl Dc7 22. Hd3 De7 23. De5 Dc7 24. Hd6. b4 (Ekki 24. - f6 25. Hxe6. Bxeó 26. Dxe6+ De7 27. Bh5+ Kd8 28. Hdl+ og vinnur.) 25. Hadl bxc3 26. Df6! - Svatur gafst upp. 11. untferð verður tefld í dag og þá mætir Friðrik Hort og hefur hvítt. Viðburöa- flóð á Patreks- firði Prentvillupúkinn lædd- ist með skeyti sitt í viðtal við Sigurjón Rist vatna- mæiingamann í Þjóðvilj- anurn í gær. Talað var um að á Patreksfjörð hefðu fallið sk. viðburðarflóð en þetta fyrirbrigði heitir á máli vatnafræðinnar við- burðaflóð. Þess má og geta flóðum í ám hér á landi er skipt í 7 megin flokka: 1. Regnflóð, 2. Leysingaflóð, 3. Regn- og leysingaflóð, 4. Jökul- hlaup, 5.Þrepahlaup, 6. Mann- virkniflóð og 7. Viðburðaflóð. Með tilvísun til viðtalsins í blaðinu í gær við Sigurjón Rist hafa því í raun fallið regn- og leysingafl- óð auk viðburðaflóða yfir Patreks- fjörð sl. laugardag. Hvenær byrjaðir þú ff* ____•__________I Kristvin Kristvinsson látinn Kristvin Kristinsson verka- maður varð bráðkvaddur á heimili sínu 22. janúar s.l. Kristvin var fæddur 13. 6. 1926 og því tæplega 57 ára að aldri. Kristvin starfaði hjá Eimskip í fjölda ára og nú hin síðari ár hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Kristvin var stjórnarmaður í Verkamannafélaginu Dagsbrún og sat um árabil í trúnaðarráði Dags- brúnar. Kristvin átti sæti í út- gerðarráði fyrir Alþýðubandalagið 1978 - 1982 og var varamaður þar frá síðustu kosningum. Eftirlifandi kona hans er Þórdís Eiríksdóttir. Kristvin Kristinsson Óánægðir með félagsheimilið Sjónvarpsþættirnir um félags- heimilið í sjónvarpinu hlutu ekki háa einkunn hjá þingmönnunum Helga Seljan og Eiði Guðnasyni, en þeir minntust á þessa þætti í um- ræðunum á alþingi um bann við of- beldiskvikmyndum. Helgi sagði að þessir þættir hefðu átt að gefa einhverja mynd af „landsbysidjótum" og hefðu verið algerlega misheppnaðir. Eiður tók undir þetta og sagði að peningun- um hefði verið betur varið til ann- ars konar þáttargerðar. -óg UTSALA Á ELDAVÉLUM Módel 1982. Við rýmum fyrír 1983 árgerðunum f I PA 460, 4 hellur, bökunarofn með rafm. grillmótor, annar ofn að neðan, gufugteypir með klukku I og kolasiu. Verð 14.140 staðgr. Takmarkaö magn. Litir: gulur, rauður, grænn EIGUM N0KKRAR LÍTIÐ ÚTLITSGALLAÐAR ELDAVÉLAR MEÐ VERULEGUM AFSLÆTTI EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI I6995

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.