Þjóðviljinn - 27.01.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.01.1983, Blaðsíða 9
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. janúar 1983 „Við byggingarmenn hljótum að geta lagt okkar af mörkum í stríðinu gegn innflutningnum því að það erum þó alltént við sem vcrðum aðkoma upp útlendu einingahúsunum og innrétting- unum.“ „Ég gæti trúað að hver einasta litmynd í svona doðröntum kostaði allt upp undir þreföld vinulaun trésmiðs í íslenska iðnaðinum. Ásóknin í stundargróða ræður alfarið ferðinni „Fyrstu merkin um harðnandi samkeppnisstöðu íslensks tréiðnaðar má rekja allt aftur tilársins 1965enþávar verðlag gefið frjálst í tréiðnaði og hafinn mikill innflutningur á húsgögnum og innréttingum. Hófst þá strax mikið verðstríð og sögðu kaupmenn framleiðendum stríð á hendur sem nú virðist vera að Ijúka með sigri þeirra fyrrnefndu“, sagði Kristbjörn Árnason húsgagnasmiður í spjalli við Þjóðviljann. Kristbjörn Árnason hefur á undanförnum árum mátt þola hina harðvítugu erlendu samkeppni í húsgagnaiðnaðinum á eigin skinni. Hann hefur rekið sjálfstæðar vinn- ustofur og unnið hjá öðrum þar til hann missti atvinnuna skömmu fyrir jólin síðustu. „Kaupmenn breyttu eftir þetta mjög sínum innkaupum og hættu að kaupa inn heilu lagerana af hús- gagnavinnustofunum heldur seldu innlend húsgögn æ meira í umboðs- sölu. Jafnframt lögðu þeir nú of- urkapp á innflutninginn og öfluðu sér umboða erlendis. Svar fram- leiðendanna við þessu var að þeir opnuðu sjálfir söludeildir í húsa- kynnum sínum og seldu beint og tóku um leið upp gæðastaðal. Gæði húsgagnanna bötnuðu við þetta og með aukinni kynningu á sinni vöru, t.d. húsgagnasýningu, vænkaðist hagur þeirra nokkuð“. Góðæri 1970-1976 „Það má segja að framleiðendur hafi haft það allgott á árunum 1970 til 1976, en þá tel ég að hafi verið toppurinn í þessari grein hér á landi. Síðan fer allt að fara á verri veginn því ríkisvaldið sá til þess að eftir inngön iuna í EFTA lækkuðu tollar ár frá "i á erlendum varningi og hverfa loks alveg árið 1980. All- ar hömlur á innflutningi höfðu þá fyrir löngu verið teknar í burt og auk þess beindist áhugi kaupend- anna æ meira að erlendu fram- leiðslunni þar sem hún var mun fjölbreyttari og svaraði betur kröf- segir Kristbjörn Amason húsgagna- smiður um tískunnar frá ári til árs. Auglýs- ingaflóð í fjölmiðlum magnaði upp sölu erlendu framleiðslunnar og þessi kynning var að sjálfsögðu kostuð að meira eða minna leyti af erlendum aðilum. Égget getið þess hér að kostnaður við litprentaða bæklinga sem dreift er af innflutn- ingsaðilum er ofboðslegur og ég gæti trúað að hver einasta litmynd í svona doðröntum kosti allt upp undir þreföld vikulaun trésmiðs í íslenska iðnaðinum. Þaðlá þvíljóst fyrir að ekkert íslenskt fyrirtæki gæti haft ráð á slíkum fjárfest- ingurn". íslenskur iðnaður í samkeppni við sjálfan sig? En hafa ekki margir íslenskir framleiðendur freistast til að hefja innflutning sjálfir og hafa íslenska og erlenda framleiðslu í bland á boðstólum? „Jú, það er alveg rétt og ég fæ raunar ekki séða nema það séu ósköp eðlileg viðbrögð manna sem berjast í bökkum eins er áhættan hverfandi í þessum innflutningi miðað við framleiðslu. Freisting- arnar eru svo sem fyrir hendi því það er veifað framan í alla þá, sem eitthvert söluapparat hafa, alls kyns gylliboðum. Þeir eru spurðir hvað sé hægt fyrir þá að gera ef þeir aðeins vilji selja húsgögn, innrétt- ingar, klæðningar, stiga, sumar- hús, íbúðarhús og hvaðeina sem nöfnum tjáir að nefna. ÖIIu þessu hef ég kynnst sjálfur og ég veit Kristbjörn Árnason húsgagnasmiður. raunar vel að það voru ekki bara þeir sem áttu útlendra hagsmuna að gæta sem reyndu að hvetja til innflutnings heldur gerðu það einnig sérfræðingarnir á vegum iðnaðarráðherra sem fóru inn í fyrirtækin til að reka áróður“. Svarti markaðurinn stór En er ekki mikið um að húsgagnasmiðir og aðrir hand- verksmenn séu með lítil verkstæði í kjallaranum og selji sína fram- leiðslu beint, utan við kerfið? „Jú blessaður vertu. Það er auðvitað fjöldi manna, ekki síst á vetrum, þegar ástandið er hvað verst í atvinnumálum smiðanna, að þeir skapi sér aðstöðu í bílskúrnum og selji vinum og vandamönnum innréttingar og „gleyma" oft að innheimta söluskattinn. Þetta vita allir og svona skattsvik viðgangast auðvitað í flestum þjónustugrein- Kristbjörn Árnason: Launþegasamtökin veröa sjáif aö taka frumkvæöiö í baráttunni gegn innflutningnum. um. Ég gæti trúað að oft sé hlutfall- ið 15-20% af markaðinum hér á landi.“ Er það ekki líka klénn kaup- skapur? „Jú, það kreppir auðvitað alls staðar að og á síðari misserum hafa innflytjendur í æ auknari mæli snú- ið sér að innflutningi tilbúinna húsa og húshluta, mér skilst að sá inn- flutningur sé í dag kominn langt umfram það sem hann var þegar við vorum að byggja upp eftir Vest- mannaeyjagosiö. Og þarna gerist luðvitað það sama og í húsgagna- íðnaðinum; að það er vegið að okk- ar eigin hagsmunum til langframa vegna ásóknar í stundargróða, þjóðinni til stórtjóns." Flytjum ekki vandamálin út „Málið er nefnilega það að þessi gífurlegi innflutningur tekur frá okkur vinnuna í stórum stíl og ég fullyrði að sá samdráttur sem er í byggingar- og innréttingaiðnaði er aðeins byrjun þess sem koma skal. Það síðasta sem ég hef frétt er að finnska sendiráðið hyggi á stórátak í markaðskönnun hér á landi fyrir finnskan tréiðnað og þá ekki ein- ungis fyrir húsgögn og innréttingar heldur og hurðir, glugga með gleri í, tilbúin hús o.fl. o.fl. Einmitt þann hluta markaðarins sem að mestu hefur sloppið við hina er- lendu aðför hingað til. Þetta mark- aðsátak Finnanna er unnið með miklu markvissari hætti en nokkru sinni hefur verið gert hér á landi áður með margfalt meira fjár- magn í spilinu þar sem finnska rík- ið er á fullu. 1 þessu sambandi er ekki laust við að maður hugsi til allra þeirra finnsku ráðgjafa sem hér voru á ferð í fjölda íslenskra fyrirtækja um árið í sambandi við Markaðsátak í húsgagnaiðnaði. Við flytjum nefnilega ekki vandamálið út lengur eins og við gátum gert hér á árunum fyrir 1970. Nú ríkir kreppa og samdrátt- ur í löndunum í kringum okkur og þar er enga vinnu að fá, þar ríkir stórfellt atvinnuleysi. Þess vegna hef ég talið að allir byggingarmenn verði að standa saman íþessari bar- áttu fyrir tilveru sinni. Við bygg- ingarmenn hljótum að geta lagt okkar af mörkum í stríðinu gegn innflutningnum því það eru þó allt- ént við sem verum að koma út- lendu einingahúsunum upp og út- lendu innréttingunum fyrir á sínum stað“. Islenskur iðnaður úreltur? Liggur hundurinn ef til vill grafinn í þessu? Mættu verkalýðs- samtökin ekki vera virkari í allri umræðu um þessi mál? „Jú, vissulega þurfa þau að halda vöku sinni því launþegarnir eru Fimmtudagur 27. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 „Ég sé ekki betur en við verkamenn séum að láta hvítflibbaða kerf iskalla stjórna þessu fyrir okkur og mérfinnst það nauðsynjamál að við sjálfir myndum okkar eigin skoðanir í þessum efnum.“ auðvitað þeir sem mestra hags- rnuna eiga að gæta í þessum efnum. í því sambandi er líka nauðsynlegt að menn séu gagnrýnir á eigin vinnubrögð; er íslenskur bygging- ariðnaður of dýr? Hafa bygginga- menn næga kunnáttu, tækni og þjálfun? Hvernig er markaðurinn í dag? Hvernig verður hann þegar háir vextir og innflutningur eru farnir að hrjá hann fyrir alvöru? Öllum þessum spurningum verðum við byggingarmenn sjálfir að svara ekki síst vegna þess að neytendur eru nú að upplifa nýja tíma, nýja möguleika til að koma yfir sig þaki. Nýir valkostir streyma fram á vettvanginn og þeir eru kynntir í litfögrum bókum sem höfða beint til fólks, þarfa þess og smekks. Timburhús eru nú að verða í hátísku og einstaklingar eygja nú loks möguleika á að mubl- era upp með útlendum húsgögnum sem það hefur um margra ára skeið einungis séð í erlendum hús- búnaðarblöðum. Við verðum að lúta nýjum lög- málum, það þýðir ekkert að berja hausnum við steininn. Og ég verð að segja eins og er að mér finnast viðbrögð iðnaðarins og launþega- samtakanna ákaflega ómarkviss. Ég er til dæmis viss um að byggingu einingahúsa mun fleygja gífurlega fram á næstu árurn. Blokkaríbúðir munu minnka hlutfallslega þegar markaðurinn mettist æ meir. Og neytendur gera auknar kröfur um verð, gæði, útlit, uppsetningar- hraða, greiðsluskilntála og þess háttar. Ef íslenskur iðnaður á ekki að deyja út á örfáum árum verðum við að geta spilað með. Það eru hreinar línur“. Skoða ber launakerfín En hvað telur þú vera til ráða? Eru til einhverjar ákveðnar leiðir sem þú ert með í huga? „Ég hef velt þessu lítillega fyrir mér og ég er þeirrar skoðunar að „Það síðasta sem ég hef f rétt er að f innska sendiráðið hyggi á stórátak í markaðskönnun hér á landi fyrir f innskan tréiðnað." mörgu sé ábótavant. Umfram allt verður að gera sömu kröfur til allra hluta, hvort sem þeir eru innfluttir og raunar sérstaklega ef þeir eru íslenskir. Skoða verður verkkunn- áttu byggingarmannanna sjálfra. Til dæmis tel ég aö smiðir hafi mjög yfirgripsmikla þekkingu á bygg- ingum og mjög góða innsýn inn í alla verkþætti. En það er enginn vafi á því að vinnan þeirra er of dýr. Það þarf að auka afköstin með betri skipulagningu og aukinni verkaskiptingu. „Og ég verð að segja þaðeinsoger, að mér f innast viðbrögð iðnaðarins og launþegasamtak- anna ákaflega ómarkviss." Við verðum að skoða launakerf- in og ég tel hiklaust að bónusinn og akkorðskerfið dragi verulega úr allri eðlilegri framþróun í iðnaði. Slík launakerfi verðlauna oft ein- ungis líkamlegt atgervi en láta ýmsa verkkunnáttu liggja á milli hluta. Þau þjóna fyrst og fremst vinnuveitandanum á vernduðum vinnumarkaði. Akkorðið skapar margvísleg félagleg vandamál sem koma mætti í veg fyrir og heftir í raun launamenn í einskonar átt- hagafjötra“. Iðnfræðslan furðuleg „Verkkennsla iðnaðarmanna í tréiðnaðinum að missta kosti er stórfurðuleg. Mönnum er kennt ýmislegt sem þeir þurfa aldrei að nota en svo vantar grætilega margt sem þeir aldrei læra í sínu námi. Eg sé ekki betur en að við verkmenn séum að láta hvítflibbaða kerfis- kalla stjórna þessu fyrir okkur og mér finnst það vera nauðsynjamál að við sjálfir sem eigum mestra hagsmuna að gæta myndum okkar eigin skoðanir í þessum efnum". Atvinnan rýrnað stórlega En hafið þið ekki sjálfir gert at- hugun á því hvernig atvinnuástand- ið er í greininni núna? „Á þingi Sambands byggingar- manna í haust var ítarlega fjallað um ástandið út frá öllum hliðum og ekki bara sjónarmiði tréiðnaðar- manna heldur og annarra stétta í byggingariðnaði. Ég hafði þar framsögu um atvinnumálin og hóf að viða að nrér öllu tiltæku efni og var þá einmitt svo heppinn að út kom um þær mundir skýrsla sam- starfsnefndar um iðnþróun í húsgagna- og innréttingaiðnaði sem hefur verið nefnd skýrslan um Markaðsátakið, Við lestur skýrsl- unnar sá ég strax að tölur um atvinnustigið í tréiðnaðinum stóðust engan veginn í dag enda kom í ljós að þær eru miðaðar við ástandið eins og það var árið 1980. En síðan hefur orðið gjörbreyting til hins verra og það kom vel í ljós í könnun sem við gerðurn sjálfir hjá Sveinfélagi húsgagnasmiða. Við fórum í flest húsgagnafyrirtæki hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem skila um 80% alls þess iðnaðar í landinu og það kom í ljós eins og okkur grunaði að á árunum 1980 til dagsins í dag hefði fjöldi ófag- lærðra manna á stöðunum minnkað um 31% en fagmönnum fækkað um tæp 10%. Þessi rýrnun atvinn- unnar kemur ofan á það hrun sem verið hefur í greininni allt frá því 1978. Þá kom líka fram að af 58 fyrirtækjum sem húsgagnasmiðir störfuðu í árið 1980 hafa 27-30 hætt störfum í dag. Það er því alveg ljóst að það kreppir að okkur en ég legg áherslu á að það verður að kanna ástandið miklu betur; ef á að vera mark tak- andi á okkar rökum gegn innflutn- ingnuin, sem eru fyrst og fremst þau að hann ógni atvinnu hundr- uða manna í landinu, verðum við að vanda vel til okkar vinnubragða og hafa aðstöðu til að kortleggja ástandið dag frá degi“. Aukið eftirlit okkar sjálfra „Það er bráðnauðsynlegt að hafa stöðugt í gangi ákveðinn vinnuhóp á vegum Sambands byggingar- manna sem hafi þessi atvinnumál til athugunar og starfsmann sem fylgist með ástandinu allan ársins hring. Við launamenn og samtök okkar verða að hafa frumkvæðið í okkar höndum þegar okkar eigin lífshagsmunamál ber á góma. Og við sjálfir verðum að finna leiðir út úr vandanum, ræða þessi mál hreinskilnislega og fyrir opnum tjöldum og umfram allt gera kröfur til okkar sjálfra í þeim efnum. - Við erum í sjálfheldu um þessar mundir en ég veit líka að ef við tökum sameiginlega á er hægt að finna leiðir til lausnar“, sagði Krist- björn Árnason húsgagnasmiður að lokurn.. —v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.